Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Stefán Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri VR, hefur tekið við formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna af Ólafi Reimari Gunnarssyni. Varaformaður er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins. Áður hafði komið fram að áformað væri að Guðrún Johnsen hagfræðingur yrði stjórnar- formaður en það varð ekki nið- urstaðan. Stjórn sjóðsins kom saman til fundar á þriðjudaginn og skipti með sér verkum. Tóku þá sæti í henni fjórir nýir fulltrúar VR og einn nýr fulltrúi tilnefndur af Kaupmannasamtökum Íslands, en fulltrúi samtakanna, Benedikt K. Kristjánsson, féll frá á liðnu sumri. VR ákvað að skipta út fyrri stjórnarmönnum vegna óánægju stjórnar félagsins með ákvörðun stjórnar LV að hækka vexti á ein- um flokki neytendalána sem sjóð- urinn býður upp á. Leiddi þetta til nokkurrar rekistefnu, m.a. við Fjármálaeftirlitið, en síðan tókst samkomulag um breytingar á skip- an stjórnarinnar. Stjórn sjóðsins er nú þannig skipuð: Bjarni Þór Sigurðsson, til- nefndur af VR, Guðrún Johnsen, tilnefnd af VR, Helga Ingólfs- dóttir, tilnefnd af VR, Stefán Sveinbjörnsson formaður, til- nefndur af VR, Árni Stefánsson, tilnefndur af Samtökum atvinnu- lífsins að fengnu áliti Viðskipta- ráðs Íslands, Guðný Rósa Þorvarðardóttir, tilnefnd af Félagi atvinnurekenda, Guðrún Haf- steinsdóttir, varaformaður, til- nefnd af Samtökum iðnaðarins að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins og Margrét Sif Hafsteinsdóttir, til- nefnd af Kaupmannasamtökum Ís- lands. Ný stjórn tekin við hjá LV Morgunblaðið/Eggert Aðsetur Í Húsi verslunarinnar eru bæði VR og LV með skrifstofur.  Framkvæmda- stjóri VR formaður Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er fullkomlega eðlilegt að fólki hafi skoðun á þessum áformum og komi á framfæri athugasemdum. Til þess er þetta ferli sem málið er í,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitar- stjóri í Rangárþingi ytra. Morgunblaðið greindi frá því í gær að mikillar óánægju gætti með- al landeigenda og sumarhúsaeig- enda í Landsveit með stórfellda uppbyggingu ferðaþjónustu sem fyrirhuguð er á jörðinni Leyni. Yfir fimmtíu sóttu fund vegna málsins í fyrrakvöld þar sem rætt var hvaða möguleikar væru í stöðunni. Er bæði óánægja með umfang upp- byggingarinnar og gagnrýnt að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur. Um þessar mundir er í kynningu skipulagslýsing þar sem fram kem- ur að eigendur Leynis 2 og 3 hafi fengið heimild sveitarstjórnar til að nýta jarðirnar undir ferðaþjónustu. Tjaldsvæði verði eflt og mögulega stækkað, heilsárstjöld og hjólhýsi verði til leigu. Þá verði reist gisti- heimili eða gestahús fyrir allt að 240 gesti auk fjögurra íbúðarhúsa sem hægt verði að leigja út. Í sum- ar hafa um 15 hjólhýsi verið leigð ferðamönnum á svæðinu. Þau eru markaðssett undir nafninu Iceland Igloo Village og fá fína umsögn gesta á Booking.com. Eigendur jarðarinnar eru að sögn heimamanna fjárfestar frá Malasíu. Umræddri jörð, sem er 35 hekt- arar, virðist hafa verið skipt í tvennt þar eð útlendingar geta ekki keypt nema mest 25 hektara. Þann- ig er Leynir 2 í eigu félagsins Eter- nal Resort ehf. en Leynir 3 er í eigu Yong Ying Ooi sem einmitt er einn eigenda Eternal Resort. Engin skuldbinding enn Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi í Rangárþingi ytra, hafnar því í sam- tali við Morgunblaðið að ekki hafi verið haft samráð við fólk í sveit- inni. „Þessi áform voru kynnt nær- liggjandi landeigendum með bréfi ásamt því að þau voru kynnt í stað- arblöðum og á heimasíðu sveitarfé- lagsins. Eins voru þau kynnt lög- bundnum umsagnaraðilum, svo sem Vegagerðinni, Veitum og Minja- stofnun,“ segir hann. Kynning þess- arar lýsingar deiliskipulags stendur til 6. september og er hægt að gera athugasemdir á þeim tíma. „Við hefðum auðvitað getað farið í íbúafund en það þótti ekki nauð- synlegt. Það er mat sveitarstjórnar hverju sinni hversu víðtæk kynning þarf að vera. Þessi kynning nú er bara fyrsta skref samráðsins. Það er ekki verið að vaða yfir fólk þarna enda hefur sveitarfélagið ekki skuldbundið sig neitt. Ákvörðun sveitarstjórnar hlýtur að byggjast á þeim viðbrögðum sem við fáum. Það hafa enn engar athugasemdir borist en ég á nú fastlega von á því að þær komi,“ segir Haraldur Birg- ir sem telur ótímabært að taka af- stöðu til hugmynda um nákvæma útfærslu þessarar ferðaþjónustu. Það skoðist þegar og ef breyting verði gerð á deiliskipulagi svæð- isins. Ekkert leyni- makk við ferða- þjónustu á Leyni  Sveitarstjóri og byggingafulltrúi segja málið í eðlilegu umsagnarferli Uppbygging á Leyni » Fjárfestar frá Malasíu hafa keypt jarðirnar Leyni 2 og 3 í Landsveit og ætla að byggja upp stórtæka ferðaþjónustu. » Land- og sumarhúsaeigend- ur eru ósáttir við umfang upp- byggingar og samráðsleysi. » Sveitarstjóri og bygginga- fulltrúi segja málið í farvegi og engar athugasemdir hafi enn borist. Yt ri- Ra ng á 1 Hella H o l t a - o g L a n d s v e i t Leynir ■ MiðfellÞjórs á Þjórs á Leynir í Landsveit K o rt ag ru n n u r: O p en S tr ee tM ap Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þessar niðurstöður eru mjög slá- andi þó þær komi ekki beinlínis á óvart. En það er mjög mikilvægt að það sé innri endurskoðun, sem veitir jú óháða sýn á málin, sem kemst að þessari niðurstöðu því þá er ekki hægt að tengja þetta við flokka og pólitík,“ segir Örn Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkur- borgar um úthlutun fjárhagsramma og rekstur grunnskóla borgarinnar. Var skýrslan kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs síðastliðinn þriðjudag. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars veg- ar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. „Í raun standa skólarn- ir almennt frammi fyrir því að nán- ast allir rekstrarliðir fá of knappt fjármagn,“ segir í skýrslunni. Örn segir það vera „pólitíska ákvörðun að svelta“ skóla- og frístundasvið. „Sú ákvörðun kemur frá fjárveitingarvaldinu, sem er borgarráð og borgarstjórn, en ekki ráðinu sjálfu,“ segir hann, en við út- hlutun fjárheimilda fyrir grunnskóla þarf að huga að mörgum forsendum og gæta þess að þær endurspegli þarfir grunnskólanna. „Við úthlutun vegna reksturs grunnskóla þarf meðal annars að líta til almennrar kennslu, stuðnings, sérkennslu, yfirstjórnar, reksturs húsnæðis og mötuneytis svo dæmi séu nefnd. Úthlutunarlíkanið sem notast er við er sett fram í excel- vinnuskjali og hefur verið notað í nær tuttugu ár til að áætla fjár- magnsþörf skólanna. Líkanið er orð- ið mjög „plástrað“ og raunar úrelt því mikið hefur breyst í umhverfi skólanna á þessu tímabili,“ segir í skýrslu innri endurskoðunar. „Að- stæður grunnskólanna eru mismun- andi að mörgu leyti og það er tæpast hægt að ákvarða fjárhagsramma í excel-skjali án þess að taka tillit til sérstakra aðstæðna.“ Borgin forgangsraði Spurður hvort minnihlutinn í Reykjavík hafi á sínum takteinum einhver úrræði kveður Örn já við. „Fjárveitingarvald og yfirstjórn borgarinnar þarf að horfa á þetta verkefni með öðrum hætti og láta af sinni sveltistefnu. Það verður gert með því að forgangsraða fjármunum með öðrum hætti en gert hefur verið hingað til. Það er vel hægt að finna fjármuni,“ segir hann. Morgunblaðið/Hari Grunnskólakrakkar Nær allir rekstrarliðir grunnskóla Reykjavíkur eru fjársveltir, að sögn innri endurskoðunar. Skólum er of þröng- ur stakkur skorinn  Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, segir borgarfulltrúi Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir niður- stöðu skýrslu innri endurskoð- unar ekki koma sér á óvart, enda hafi hún setið í skóla- og frístundaráði frá árinu 2010. „Þá strax benti ég á að út- hlutunarlíkanið væri gallað, meðal annars vegna þess að það jafnar ekki aðstöðumun skóla. Við höfum því vitað þetta í þónokkurn tíma,“ segir Líf og bætir við að fulltrúar borgarinnar hafi ekki setið auðum höndum undanfarið því verið sé að vinna að nýju út- hlutunarlíkani fyrir grunn- skólana. „Það er nú starfandi stýri- hópur á vegum borgarinnar sem í sitja embættismenn og það er allt kapp lagt á að reyna að klára þessa vinnu, vonandi fyrir haustið, svo við fáum réttlátari dreifingu fjár- magns,“ segir hún. Unnið að bættu líkani KEMUR EKKI Á ÓVART NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.