Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Ég kynntist
Snorra tengda-
pabba mínum fyrir
19 árum þegar við Ingimar urð-
um kærustupar. Hann varð
strax vinur minn, vinur sem
gott var að leita til og skemmti-
legt var að umgangast. Hann
vissi líka eiginlega allt. Hann
las mikið og við bókanördarnir
gátum spjallað saman um bæk-
ur heillengi. Hann hafði mikinn
áhuga á Íslendingasögunum,
minn áhugi á þeim var nú ekki
alveg jafnmikill en samt var
gaman að sitja og hlusta á frá-
sagnir og endursagnir Snorra
af heilu köflunum. Svo hló hann
og glettnisglampinn kom í aug-
un. Ekta Snorri, hógvær en
samt svo mikill húmoristi.
Þegar ég sagðist ætla í lækn-
isfræði þegar við Ingimar vor-
um nýbúin að kynnast sagði
Snorri „guð hjálpi þér barn“
svo hló hann og sagði að þetta
mundi allt fara á besta veg,
sem það og gerði.
Snorri starfaði sem læknir
og var mjög vel liðinn af sam-
starfsfólki og sjúklingum. Hann
var einn af þeim sem var fædd-
ur til að vera læknir. Hann
hafði áhuga á fólki, var þol-
inmóður og dæmdi engan. Ég
hef í gegnum tíðina í starfi
mínu sem læknir hitt fólk sem
starfaði með Snorra, lærði af
Snorra sem læknanemar eða
voru sjúklingar hans. Allir eiga
það sameiginlegt að tala svo
fallega um hann.
Snorra leið best í sveitinni
með Kolbrúnu og fjölskyldunni.
Þar vildi hann helst af öllu vera
og hefði orðið frábær bóndi.
Guðmundur Snorri
Ingimarsson
✝ GuðmundurSnorri Ingi-
marsson fæddist
22. febrúar 1948.
Hann lést 14. ágúst
2019.
Útför Snorra fór
fram 28. ágúst
2019.
Snorri og Kol-
brún hjálpuðu okk-
ur óendanlega mik-
ið þegar við
Ingimar vorum
bæði námsmenn
með tvö lítil börn
erlendis, hvort sem
það var við barna-
pössun, að gauka
að okkur smá pen-
ing eða bara and-
legt pepp. Þessi
hjálp skipti öllu máli fyrir okk-
ur fjölskylduna og fáum við
þeim aldrei nægjanlega þakkað
fyrir.
Ég hefði ekki getað ímyndað
mér betri tengdapabba og við
komum öll til með að sakna
Snorra um ókomin ár.
Hvíl í friði, elsku Snorri.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Arna Björk Kristinsdóttir.
Snorri Ingimarsson kom eins
og stormsveipur inn í 4-B mála-
deildar Menntaskólans í
Reykjavík haustið 1967. Honum
lá mikið á, hafði nýverið stofn-
að fjölskyldu, og tók því 5. og 6.
bekk utan skóla og varð stúd-
ent 1968. Þennan vetur sem
hann átti samleið með bekknum
hafði hann mikil og góð áhrif á
okkur bekkjarfélagana, léttur
og kátur og stöðugt með eitt-
hvert spaug á vörunum. Minn-
isstæðastur varð hann þó lík-
lega í samkvæmi af einhverju
tilefni á þessum árum heima
hjá Vilmundi Gylfasyni, vini
sínum og samstúdent, á Ara-
götu 11. Á því menningarheim-
ili var auðvitað píanó. Án þess
að nokkur tæki eftir eða vissi
yfirleitt af neinni slíkri kunn-
áttu hans settist Snorri við pí-
anóið, og síðan lék hann alla
helstu slagara þess tíma af
fingrum fram og bauð upp á
óskalög ef vildi. Meðal við-
staddra í stofunni þessa kvöld-
stund var meðal annarra ráð-
herra mennta- og
viðskiptamála, Gylfi Þ. Gísla-
son, þekktur sérfræðingur um
tónlist og tónlistarmenn. „Þessi
maður ætti að leggja fyrir sig
píanóleik, konsertpíanóleik,“
sagði Gylfi um frammistöðu pí-
anóleikarans snjalla.
Snorri var einn helsti sér-
fræðingur landsins í krabba-
meins- og geðlækningum um
áratuga skeið, lauk kandídats-
prófi 1972, embættisprófi 1976
og doktorsprófi 1980 frá
læknaháskóla Karolinska In-
stitutet í Stokkhólmi. Þá sinnti
hann kennslu, var eftirsóttur
fyrirlesari og gistiprófessor
víða um lönd, þar sem hann
kynnti rannsóknir sína og til-
raunir með lyfið Interferon.
Þekktastur er Snorri þó sjálf-
sagt sem framkvæmdastjóri og
síðar forstjóri Krabbameins-
félags Íslands frá árinu 1985 og
til miðs níunda áratugar síð-
ustu aldar, á miklum uppgangs-
tímum félagsins. Formenn fé-
lagsins á þeim tíma voru þeir
Gunnlaugur Snædal, læknir og
prófessor, og síðar Almar
Grímsson lyfjafræðingur. Þeir
Snorri og Gunnlaugur og síðar
Almar fengu því framgengt að
gerðir voru samningar við heil-
brigðisyfirvöld um skiplega leit
að legháls- og brjóstakrabba-
meini meðal kvenna hér á landi.
Snorri var algjör lykilmaður við
þessa samningagerð, sem oft á
tíðum var erfið. Þá vissi ég að
honum þótti miður að ekki
tókst að gera samning um
skipulega krabbameinsleit með-
al karlþjóðarinnar hér á landi,
t.a.m. að ristilkrabbameini.
Ekki verður sagt skilið við
þessi skrif án þess að nefna til
sögunnar eiginkonu Snorra,
Kolbrúnu Finnsdóttur. Þau
voru einkar samrýnd, miklir fé-
lagar og gjarnan nefnd saman
ef annað þeirra bar á góma.
Henni eru sendar samúðaróskir
sem og börnum þeirra, Áslaugu
og Ingimari, og fjölskyldum
þeirra.
Við Helga vissum að við átt-
um Snorra alltaf að ef heilsu-
brestur varð í fjölskyldunni.
Fyrir það er honum þakkað á
útfarardegi hans, en umfram
allt fyrir trausta og órofna vin-
áttu í meira en hálfa öld.
Ólafur Þorsteinsson.
Við Snorri Ingimarsson hóf-
um saman störf hjá Krabba-
meinsfélaginu árið 1984. Snorri
var um margt frumkvöðull um
sálfélagslegar krabbameins-
lækningar á Íslandi. Þegar
hann var ráðinn forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands
kynnti hann fyrstu heilsteyptu
Krabbameinsáætlunina á Ís-
landi. Áætlun þar sem skil-
greind voru þau markmið sem
stefna átti að til að tryggja
eðlilega þróun krabbameins-
lækninga í landinu. Hann hafði
mikinn hug á að þróa líknar-
meðferð þar sem markmiðið
var að tryggja velferð og vellíð-
an þeirra sem voru með ólækn-
andi sjúkdóm. Eins var hann
mjög áhugasamur um þróun
þverfaglegs teymis með það
markmið að sinna fólki í áföll-
um og sorg. Þar kom saman
fagfólk úr mörgum áttum,
læknar, félagsráðgjafar, hjúkr-
unarfræðingar, prestar, sál-
fræðingar, lögreglumenn,
fulltrúar björgunarsveita og
slökkviliðs. Snorri fól mér að
leiða hópinn og því unnum við
náið saman á þessum árum.
Hópvinnan gekk m.a. út á að
greina þörfina fyrir endur-
menntun fagfólks á sviði áfalla,
sorgar og sorgarúrvinnslu. Í
ljós kom að áhuginn var mikill
meðal heilbrigðisstarfsfólks því
meira en þúsund manns sóttu
ráðstefnur sem Krabbameins-
félagið stóð fyrir í kjölfar hóp-
vinnunnar. Þessi vitundarvakn-
ing var mikilvæg fyrir stofnun
Heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins, þar sem hug-
myndir Hospice-hreyfingarinn-
ar voru innleiddar á Íslandi.
Snorri leiddi alla þessa vinnu af
mikilli alúð. Krabbameinsfélag-
ið hafði líka, á þessum tíma,
frumkvæði að stofnun lands-
samtaka um sorg og sorgarúr-
vinnslu. Sá Snorri til þess að
Krabbameinsfélagið legði fram
starfskraft til að sinna dagleg-
um störfum fyrir samtökin
fyrstu árin og útvegaði þeim
aðstöðu hjá Krabbameinsfélag-
inu. Þessi samtök eru í dag
sjálfstæð og heita Ný dögun.
Við Snorri þróuðum með okkur
ágæta vináttu á þessum árum.
Snorri var sérfræðingur í
krabbameinslækningum, en tók
þá ákvörðun að mennta sig í
geðlækningum þegar hann
hætti sem forstjóri hjá Krabba-
meinsfélaginu. Hann starfaði
svo á þeim vettvangi við góðan
orðstír síðustu áratugina. Fjöl-
skyldu hans sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Ásgeir R. Helgason.
Okkar ágæti bekkjarbróðir
úr MR, Snorri Ingimarsson, er
nú fallinn frá alltof snemma.
Strax við fyrstu kynni í MR var
Snorri í háum metum hafður,
elskulegur í viðmóti og léttur í
skapi þótt honum gæti orðið
niðri fyrir ef honum var mis-
boðið. Við áttum samleið í
blönduðum bekk og mátti varla
á milli sjá hvort Snorri væri
vinsælli meðal strákanna eða
stelpnanna.
Það var stundum stutt í grín-
ið og má segja að Snorri væri
oft í innsta hring við slíka
gjörninga og ekki sakaði að
hann var drátthagur vel og
teiknaði afburða sniðugar grín-
myndir, m.a. af misvinsælum
lærifeðrum. Þá var hann tón-
elskur mjög sem kom sér afar
vel í gleðskap er hann spilaði af
fingrum fram á píanó vinsæl
lög og hélt uppi stemningunni.
Á mannamótum er oft tíðkað
að hallmæla fjarstöddum.
Snorri viðhafði ekki sterk orð
við slík tækifæri, lét aðra um
að mása, en sagði kannski á
þessa leið; „Hann á greinilega
eitthvað bágt blessaður mað-
urinn“. Að mörgu leyti var
Snorri maðurinn sem hegðaði
sér sem vitur maður og var
öðrum fyrirmynd að hætti
Hávamála.
Snorri hafði hugsjónir þ.e. að
lækna fólk og hjálpa. Að loknu
stúdentsprófi 1968 fór hann í
læknadeild HÍ og síðar til Sví-
þjóðar þar sem hann lauk
kandídatsprófi, framhaldsnámi
í krabbameinslækningum og
síðar doktorsprófi. Á þessum
árum urðu samskiptin við okk-
ur bekkjarsystkinin lítil en sem
betur fer jukust þau aftur og
vegna góðrar samstöðu bekkj-
arsystkinanna var farið í helg-
arreisur með börnin, annað
hvert ár á tímabili og Snorri
var miðpunkturinn þegar hann
var í hópnum. Nú hin síðustu
ár hittumst við í hádegismat
annan hvern mánuð og var haft
í flimtingum að betra væri að
hittast meðan við værum lifandi
og eiga góðar stundir saman en
nokkur bekkjarsystkini voru
þegar fallin frá.
Á miðjum starfsaldri skipti
Snorri um sérgrein og lagði
stund á geðlækningar. Þar náði
hann góðum árangri því hann
var einkar laginn í samtölum
við fólk, náði trúnaði og átti
auðvelt með að skilja vanda-
málin og gefa góð ráð. Við fór-
um ekki varhluta af þessu sem
vorum í bekk með honum og
sýndi hann þeim sem hafði orð-
ið misdægurt einstaka um-
hyggjusemi.
Kolbrún var hans lífsföru-
nautur allt frá menntaskólaár-
unum og dró hann enga dul á
að hann væri manna sælastur
með makavalið. Hann hældi
henni í hvívetna og er rætt var
um fjármál eða ferðaskipulag
sagði hann: „Hún Kolbrún sér
um þessi mál.“ Þar undir var
kímnin og um leið lítillætið en
Snorri var ekki sá maður sem
var að hreykja sér eða gera
meira úr sínum hlut en ástæða
var til.
Hin síðari ár er veikindi fóru
að banka á dyrnar tók Snorri
þeim af æðruleysi og Kolbrún
var hans hjálparhella. Snorri
hætti að taka við sjúklingum á
stofu er hann fann að sjúkdóm-
ar voru að trufla starfið enda
var hann var svo samviskusam-
ur að hann gat ekki hugsað sér
að gera einhver mistök. Betra
að hætta í tíma og sýndi þessi
gjörð visku hans og skynsemi.
Við söknum öðlingsins og
sendum Kolbrúnu og börnunum
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. bekkjarsystkina í 6-C
1968,
Páll Arnór og Skarphéðinn.
Kær vinur er fallinn frá,
samferðamaður í 50 ár. Þín
verður sárt saknað. Við hjónin
kynntumst Snorra og Kolbrúnu
konu hans þegar við Snorri hóf-
um nám í læknisfræði við Kar-
olinska Institutet í Stokkhólmi
fyrir alllöngu. Þá strax mynd-
uðust vináttutengsl sem hafa
verið órjúfanleg síðan. Margs
er að minnast. Snorri var fram-
takssamur og hæfileikaríkur
einstaklingur, hafði tónlistar-
gáfu og allt lék í höndunum á
honum og var einstaklega bón-
góður. Fyrsta íbúð hjónanna í
Stokkhólmi var á nýjum stúd-
entagarði en ekki búin hús-
gögnum en Snorri smíðaði bara
nauðsynleg húsgögn. Áhugi
Snorra á krabbameinslækning-
um vaknaði snemma og lauk
hann sérnámi í þeirri grein
ásamt að doktorera frá Karol-
inska Institutet. Seinna fékk
hann sérfræðiréttindi í geð-
lækningum og starfaði sem
slíkur í mörg ár.
Samferðatími okkar hjóna í
Stokkhólmi varði í heil 12 ár, á
þeim tíma eignuðumst við syni
okkar en fyrir áttuð þið Ás-
laugu. Margar göngu- og hjóla-
ferðir í skóginum með kakó og
brauð voru farnar þar sem
börnin klifruðu í trjám og for-
eldrar ræddu framtíðaráform
sín.
Siðar á ævinni þegar hagur
fór að vænkast og við að eldast
var farið í ótal margar skíða-
ferðir í ítölsku alpana, ásamt
ógleymanlegum ferðum til Te-
nerife að ónefndum öðrum ferð-
um.
Gott er að minnast tveggja
vikna ferðar til Toscana sem
við fórum í fyrir um 15 árum.
Fyrri vikan var skipulögð
gönguferð í Apinena-fjallgarð-
inum og gist á stað þar sem
hvorki var rafmagn né renn-
andi vatn. Aldrei höfðum við
fengið jafn góðan mat og þá
viku enda þreytt og svöng eftir
langar og strangar dagsgöngur.
Eftir þessa viku vorum við
sannfærð um að fátt væri meira
endurnærandi fyrir líkama og
sál en útivist og hreyfing með
góðum vinum.
Sú kvöð fylgdi þessari gist-
ingu að hópurinn þurfti að taka
til hendinni og meðal annars að
skaffa eldivið. Þá kom í ljós
hverjir voru mestu verkmenn-
irnir og meðal þeirra var
Snorri.
Ásgarður í Skagafirði var
griðastaður fjölskyldunnar, þar
naut sín bóndinn og smiðurinn
sem í þér bjó. Kolbrún var þín
stoð og stytta og saman gerðuð
þið Ásgarð að því sem hann er í
dag.
Við hjónin þökkum fyrir
samfylgdina, kæri vinur.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við Kolbrúnu, Áslaugu,
Ingimar og þeirra fjölskyldum
ásamt öðrum aðstandendum.
María Kristjánsdóttir og
Veigar Ólafsson.
Undanfarin tæp tuttugu og
fimm ár fórum við félagarnir,
Snorri, Jón, Jóhann Geir og
Axel, a.m.k einu sinni á ári á
veitingahús og fengum okkur
góða máltíð og rifjuðum upp
gamla daga ásamt því að ræða
það sem á daga hafði drifið
undanfarna mánuði og var þá
glatt á hjalla, grín gert og hleg-
ið dátt. Oftast vorum við fjórir
saman á slíkum stundum, en
sum árin var einum æskufélaga
boðið með sem „heiðursfélaga“.
Við félagarnir vorum skóla-
bræður á æskuárum og miklir
vinir og þó að leiðir okkar
lægju í mismunandi áttir á full-
orðinsárum og búseta væri í
öðrum löndum um tíma slitn-
uðu vináttuböndin aldrei, þó að
sambandið á milli okkar félag-
anna væri ekki reglubundið um
nokkra hríð.
Hver um sig sinnti sínu, fjöl-
skyldum og vinnu, en þegar ár-
in færðust yfir tókum við upp
þessar reglulegu veitingahúsa-
ferðir sem orðnar voru alger-
lega árvissar og öllum okkar
ómissandi tækifæri til að hitt-
ast og gleðjast.
Síðast hittumst við félagarn-
ir í vor, var þá rætt um að
fjölga slíkum fundum og ákveð-
ið að koma saman aftur með
haustinu. Og þó að allir teldu
sig við góða heilsu væri full
ástæða til að fjölga samveru-
stundunum áður en efri árin
segðu til sín að ráði.
Engum okkar datt í hug að
þetta yrði síðasta samveru-
stund okkar. Skyndilegt fráfall
Snorra varð okkur öllum mikil
og óvænt harmafregn og með
honum er genginn mikill vinur
og drengur góður, sem sárt
verður saknað.
Kolbrúnu og öðrum ættingj-
um Snorra eru færðar hug-
heilar samúðarkveðjur.
Jóhann Geir Guðjónsson,
Jón Ármannsson,
Axel Axelsson.
Það var mikil og óvænt
harmafregn að heyra af fráfalli
Snorra Ingimars, eins og hann
var alltaf nefndur á æskuár-
unum, eftir skamma en harða
baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Við Snorri vorum hluti af
góðum hópi vina og skólasystk-
ina í æsku og stunduðum sam-
an leiki og lærdóm nánast upp
á hvern einasta vetrardag, sem
síðan endaðu jafnan með
ærslum í gömlu laugunum við
Sundlaugaveg. Fyrstu árin fór
ég jafnan í sveit á sumrin, en
þráðurinn var ávallt tekinn upp
að hausti og má segja að ég
hafi verið heimagangur á fal-
legu og vinalegu heimili for-
eldra hans, sem bæði tvö voru
einstök ljúfmenni sem sýndu
aldrei af sér annað en hlýju og
góðvild.
Mikil innistæða er í minn-
ingabankanum frá þessum ár-
um, enda ýmislegt brallað í
vinahópnum og allt var það á
saklausum og gamansömum
nótum og prakkarastrik ekki
alvarleg svo orð sé á gerandi.
Margt kemur upp í hugann
við upprifjun þessara ára, t.d.
gleymist ekki þegar Ingimar
Haukur, bróðir Snorra, kom í
dyragættina þar sem við vorum
við heimanám og sagði okkur
tíðindin um morðið á Kennedy
forseta Bandaríkjanna, en þær
fréttir heyrði hann í „Kana-
útvarpinu“ nánast í beinni út-
sendingu. Flestir sem lifðu
þann dag muna hvar þeir voru
staddir þegar fréttin barst
þeim og átti það eins við okkur
og aðra.
Við náðum í skottið á síld-
arárunum þegar við réðum
okkur í vinnu á síldarplani á
Eskifirði og þó tiltölulega lítið
kæmi á land af síld var reynsl-
an dýrmæt og skemmtileg þó
að erfið væri í þeim fáu vinnu-
törnum sem síldin bauð upp á
það sumarið. Í stuttri kveðju á
sorgarstund er ástæðulaust að
lengja mál um of með slíkum
minningum þó af nægu væri að
taka.
Árin liðu og samskipti dofn-
uðu nokkuð eftir landspróf þeg-
ar mín leið lá í Verslunarskóla
Íslands en Snorra í Mennta-
skólann í Reykjavík og síðar í
læknisnám og vinnu erlendis.
Aldrei rofnuðu tengslin þó al-
veg og taldi ég Snorra alltaf til
minna bestu vina og veit ekki
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Sigurður Bjarni Jónsson
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”