Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Komandi starfsár einkennist af kvenorku auk þess sem við tökumst á við klassíkina,“ segir Erna Ómars- dóttir, listdansstjóri Íslenska dans- flokksins (Íd). Á komandi starfsári frumflytur Íd á Íslandi fjögur ný verk eftir fimm listakonur; Katrínu Gunnarsdóttur, Elinu Prinen, Önnu Þorvaldsdóttir, Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur. Fyrstu tvær frumsýningar ársins, Þel eftir Katr- ínu og Rhythm of Poison eftir Piri- nen, eiga það sameiginlegt að vera frumsköpun. Seinni tvær sýningar ársins, Aiõn eftir Ernu og Önnu og Rómeó + Júlía eftir Ernu og Höllu við tónlist Sergejs Prokofiev voru frumsýndar á erlendri grundu á síð- asta sýningarári og eiga það sameig- inlegt að vera báðar unnar í sam- starfi við sinfóníuhljómsveitir. „Það var ekki meðvituð ákvörðun að konur yrðu svona áberandi þenn- an veturinn heldur raðaðist þetta svona þegar ég fór að skoða alla boltana sem ég var með á lofti. Ég er sífellt með margar hugmyndir í koll- inum en verkefnin þurfa mislangan meðgöngutíma áður en þau verða að veruleika,“ segir Erna. Nekt á forsendum listarinnar Þel eftir Katrínu Gunnarsdóttur verður frumsýnt á Nýja sviði Borg- arleikhússins 20. september. „Mér fannst kominn tími til að fá Katrínu til að semja fyrir okkur, en hún hef- ur getið sér gott orð sem danshöf- undur,“ segir Erna, en Þel er fyrsta verkið sem Katrín semur fyrir Íd. „Katrín lýsir verkinu sem lífveru og líkama hóps sem fléttast saman, hlustar og leitar að samstöðu í gegn- um endurteknar umfaðmandi at- hafnir í hreyfingum og söng, sem skapar þannig samhug og nánd sín á milli,“ segir Erna og bendir á að orð- ið þel hafi ýmsar merkingar. „Það getur vísað í vinaþel, mjúku ullina sem er næst skinninu og gljáandi himnuna sem klæðir ýmis holrúm líkamans innan og mörg kviðarhols- líffæri utan,“ segir Erna og tekur fram að Eva Signý Berger muni sjá um hönnun á búningum og sviðs- mynd, en þær Katrín hafi unnið vel saman í gegnum tíðina. Á hlaupaársdegi 2020 frumflytur Íd verk eftir finnska danshöfundinn Elinu Pirinen sem nefnist Rhythm of Poison. „Leiðir okkar Elinu hafa reglulega legið saman á hátíðum er- lendis. Hún býr yfir góðri orku sem manneskja og listamaður sem skilar sér í verkum hennar sem eru skemmtilega líkamleg og ögrandi,“ segir Erna og tekur fram að Pirinen sé orðin vel þekkt fyrir sinn einstaka stíl innan evrópsku danssenunnar. „Í verkum sínum er hún að vinna með slef, sem er mjög eðlilegur hluti af líkamanum en hefur ekki mikið verið sýnilegt á virðulegum dans- sviðum,“ segir Erna og tekur fram að hún hafi lengi verið heilluð af lík- amanum og því sem við sjáum ekki dags daglega á sviði. „Eftir útskrift gerði ég til dæmis dansverk þar sem ég dansaði með brjóstunum, enda er hægt að dansa með öllum líkaman- um, hvort heldur það að eru radd- böndin, augun og brjóstin. Mér fannst bæði valdeflandi og frelsandi að öskra úr mér lungun á brjóstun- um,“ segir Erna og tekur fram að sér finnist áhugavert að vinna með nekt þegar það sé gert á forsendum listarinnar en ekki markaðsafla. Tónlistin leið inn í aðrar víddir Íd og Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) frumflytja á Íslandi verkið Aiõn eftir Ernu Ómarsdóttur og Önnu Þorvaldsdóttur í Eldborg 1. apríl á næsta ári undir stjórn Önnu Maríu Helsing hljómsveitarstjóra. Verkið var pantað af Íd, SÍ og Sinfóníu- hljómsveit Gautaborgar og frum- sýnt í Gautaborg í maí við góðar við- tökur. „Áður en við Anna byrjuðum að vinna saman hafði ég um lengri tíma dansað við tónlist hennar sem er þess eðlis að hún fer með mann í einhverjar aðrar víddir. Það er svo mikið rými í tónlist hennar sem veit- ir mér sem dansara mikinn inn- blástur,“ segir Erna. Aðspurð segir hún Aiõn vera innblásið af abstrakt hugsun um tímann og ferðalag milli vídda, en titill verksins er fenginn úr grísku og vísar til eilífðarinnar. „Við erum að skoða farangurinn sem aldirnar hafa hlaðið á líkamann, lífið og náttúruna,“ segir Erna og tekur fram að sem tónskáld hugsi Anna tímann ekki sem línulegt fyr- irbæri. „Verkið felur í sér áhugavert samtal milli dans og tónlistar,“ segir Erna, en danshópurinn dansar inn- anum hljóðfæraleikarana sem stað- settir eru á sviðinu. „Það er mjög áhugavert og lærdómsríkt að fara inn í aðrar menningarstofnanir og reyna að skilja hvernig þær vinna – í þessu tilviki hvernig er að vera hljóðfæraleikari í sinfóníuhljóm- sveit,“ segir Erna og tekur fram að útkoman hafi reynst óhemjufalleg. „Við fengum nokkrar æfingar með SÍ í vor áður en við héldum til Gautaborgar. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu opnir hljóðfæraleikararnir voru fyrir til- raunum og hikuðu ekki við að skríða með hljóðfæri sín um gólfið strax á fyrstu æfingu,“ segir Erna og tekur fram að hún gæti þess vandlega að pína aldrei neinn til neins í sköp- unarferlinu. „Við Anna höfðum aldrei unnið saman áður þannig að þetta var mik- il óvissuferð en frábært að fá að kynnast henni því hún er alveg ótrú- leg,“ segir Erna og tekur fram að það sé mikill fengur að hafa fengið Önnu Maríu Helsing hljómsveitar- stjóra að verkefninu, en hún stjórn- ar líka lokafrumsýningu ársins sem er Rómeó + Júlía eftir Ernu Ómars- dóttur og Höllu Ólafsdóttur sem frumsýnt verður í Hofi á Akureyri 6. júní. Með afbygginguna að vopni Að sögn Ernu var Rómeó + Júlía upphaflega skapað í samstarfi við dansara Gärtnerplatz-leikhússins í München 2018. „Ég fæ mjög mikið af tilboðum um að vinna sýningar, halda vinnusmiðjur og kenna erlend- is, en tek slíkt yfirleitt ekki að mér nema ég sjái tengingu við Íd,“ segir Erna og tekur fram að gaman verði að þróa verkið í samstarfi við dans- ara Íd. Sýningin er samstarfsverk- efni Íd og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands með aðkomu Listahá- tíðar í Reykjavík og Þjóðleikhússins. „Umfjöllunarefnið var í mínum huga eins fráhrindandi og það var spennandi,“ segir Erna og bendir á að harmleikur Shakespeares í formi balletts við tónlist Prokofievs eigi sér langa uppsetningarsögu sem móti viðtökur dansaranna. „Við nálguðumst efniviðinn með afbygg- inguna að vopni og brutum harm- leikinn niður í fjölmargar frásagnir sem gerast samhliða svo úr verður veröld full af lostafullri þrá, líkams- vessum og logandi eldtungum.“ Mikil verðmæti í samstarfi Auk ofangreindra fjögurra sýn- inga mun Íd halda áfram með dúettaröðina sína, sem kynnt verður síðar, og fara í nokkrar sýningar- ferðir út fyrir landsteinana. „Við sýnum Pottþétt myrkur í Hong Kong í lok október og Bilbao á Spáni í nóvember, Black Marrow í London í maí og Aiõn á Arctic Arts Festival í Harstad í Norður-Noregi í júní. Það felast mikil verðmæti í samstarfi við erlendar menningarstofnanir og há- tíðir, enda mikilvægt að vera í skap- andi samtali við erlendar stofnanir,“ segir Erna og áréttar að af fjárhags- legum ástæðum geti Íd ekki þegið boð um sýningarhald erlendis nema sá sem bjóði fjármagni ferðina að fullu. „Ég held að við séum eina rík- isrekna listastofnunin sem öflum stórs hluta okkar sjálfsaflafjár er- lendis frá.“ Líkaminn þarf gott pláss Athygli vekur að verkefni starfs- ársins eru sýnd í nokkrum ólíkum rýmum. Aðspurð segir Erna mikil- vægt að finna hverju verkefni fyrir sig sýningarhúsnæði við hæfi auk þess sem þetta helgist af því að Íd eigi enn ekki eigið húsnæði. „Okkur dreymir enn um eigið húsnæði sem rúma myndi bæði æfinga- og sýning- araðstöðu,“ segir Erna og tekur fram að hún bindi vonir við það að húsnæðið finnist fyrr en seinna. „Það standa ýmis rými tóm í dag sem gætu nýst okkur með fáeinum breytingum svo sem að setja dans- gólf og koma upp nokkrum sturtum. Við þurfum gott pláss til þess að hafa rými fyrir líkamann. Auk þess þarf að vera góður sköpunarandi í húsinu,“ segir Erna og bendir á að ákveðinn misskilningur ríki um að danshúsið sé þegar komið eftir að Reykjavíkurborg aðstoðaði Dans- verkstæðið að fá æfingahúsnæði. „Meðvitundin um mikilvægi dans- ins er að aukast. Sérstaða dansins er hversu líkamlegur hann er,“ segir Erna og bendir á að líkaminn sé fær um að miðla hlutum sem ekki sé hægt að fanga á blað. „Dansinn þarf heldur ekki að skiljast með höfðinu heldur með líkamanum. Líkaminn býr yfir reynslu ára og alda í líkams- minninu,“ segir Erna og bendir á að áhugavert sé að fá þetta staðfest með nýlegum vísindarannsóknum. „Þó að hægt sé að skrifa og tala um dans liggur skilningurinn á endan- um handan orðanna.“ Skilningurinn liggur handan orða  Íslenski dansflokkurinn frumflytur á Íslandi fjögur ný verk eftir fimm listakonur á starfsárinu  Kvenorka og klassík áberandi  Fara í sýningarferðir til Hong Kong, Bilbao, Harstad og London Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sérstaða „Sérstaða dansins er hversu líkamlegur hann er,“ segir Erna Ómarsdóttir við styttuna Leikslok eftir Einar Jónsson. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.