Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum mannræktarfélags- skapur sem vinnur að því að gera okkur að betri einstaklingum,“ segir Guðmundur Eiríksson stór- sír, yfirmaður Oddfellow- reglunnar á Íslandi. Félagsmenn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, minnast þess í ár að 200 ár eru liðin frá því reglan var stofnuð í þeirri mynd sem hún starfar eftir í dag. Meðal annars verður almenningi boðið í heim- sókn í regluheimilin um allt land næstkomandi sunnudag, meðal annars Oddfellow-húsið við Von- arstræti í Reykjavík. Oddfellow-reglan var stofnuð í Bandaríkjunum á árinu 1819 en grundvallaðist á eldri reglum sem starfræktar höfðu verið í Bret- landi og víðar um aldir. „Mikil neyð var þá í Bandaríkjunum, sár fátækt. Thomas Wildey, innflytj- anda frá Englandi, datt í hug að reglan sem hann hafði kynnst í heimalandi sínu gæti verið farveg- ur til að veita fátækum og þeim sem áttu um sárt að binda af ýms- um ástæðum aðstoð. Þannig varð Oddfellow-reglan til í þeirri mynd sem við þekkjum hana og hún kom aftur til Evrópu í því formi,“ segir Guðmundur. Fyrsta stúkan var stofnuð á Ís- landi árið 1897. Fyrsta verkefnið var bygging Holdsveikraspítalans í Laugarnesi sem danskir Odd- fellowar söfnuðu fyrir og gáfu Ís- lendingum. Danirnir, Guðmundur Björnsson landlæknir sem var meðal stofnenda fyrstu stúkunnar, og fleiri lögðu áherslu á fag- mennsku við rekstur spítalans og segir Guðmundur að rekstur hans hafi þess vegna orðið til að ýta undir framfarir í hjúkrun og lækn- ingum hér á landi. Leynd yfir fundum Mannræktarstarfið fer fram á fundum í Oddfellow-stúkum og öðrum samskiptum reglusystkina, að sögn Guðmundar. Það felst meðal annars í því að félagar efli gleðina í lífi sínu, læri að þekkja styrkleika sína og rækta þá sem best. Ekki er sagt frá því hvað fram fer á fundum enda er Odd- fellow leyniregla í þeim skilningi. „Þetta er eins og á heimilum. Við segjum ekki frá því hvað fram fer á heimlinu en förum eftir siða- reglum og venjum sem byggjast á fornum gildum.“ Guðmundur leggur þó áherslu á að allir geti sótt um inngöngu í stúkur, hafi þeir meðmælendur, og öllum sem vilji vita megi vera ljóst í hverju starfið felst í megin- atriðum. 148 milljónir í styrki Oddfellow-reglan leggur sitt til samfélagsins með því að byggja upp stúkubræður og -systur. Hún leggur einnig sitt af mörkum með margháttuðu góðgerðarstarfi. Sagt er frá nokkrum af helstu verkefnum þeirra í hliðargrein. Auk sameiginlegra verkefna styðja stúkurnar úti um landið verkefni í sínum heimabyggðum. Guðmundur segir að reglan hafi í mörg ár veitt eitthvað á aðra milljón króna í styrki á viku að meðaltali. Bætt hafi verið í á af- mælisárinu og styrkir undanfarna tólf mánuði nemi 148 milljónum króna. Styrkar- og líknarsjóður Odd- fellowa á góðan höfuðstól sem er grundvöllur öflugs góðgerðar- starfs. Hann varð til með því að 61 reglubróðir keypti jörðina Urr- iðavatn um miðja síðustu öld. Til- gangurinn var að eiga land til að byggja sumarbústaði fyrir félag- ana. Þeir ákváðu síðar að gefa landið til styrktar- og líknarsjóðs- ins. Sjóðurinn hefur haft veru- legar tekjur af þessari eign sinni, meðal annars með sölu á bygging- arrétti í Urriðaholti. Stúkur afla sér einnig fjár með sölu á hlutum sem félagsmenn gera og vinna að ýmiskonar fjáröflun eins og sölu happdrættismiða og minning- arkorta. Þá rennur hluti fé- lagsgjalda í styrktarsjóðinn. Þurfa ungt fólk Spurður hvort það sé ekki tíma- skekkja að reka leynireglu í nú- tímasamfélagi, þar sem kjól- klæddir karlmenn og svartklæddar konur sjást hverfa inn í Oddfellow-húsin til starfa sem ekki má segja frá, segir Guð- mundur svo alls ekki vera. „Það Sama þörf fyrir starfið  Oddfellow-reglan á Íslandi minnist 200 ára afmælis alþjóðareglunnar  Unnið að eflingu stúku- bræðra og -systra  Oddfellow styður mikilvæg verkefni  Opið hús í regluheimilum nk. sunnudag Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Í Sólarsal Guðmundur Eiríksson, yfirmaður Oddfellow-reglunnar á Íslandi, í fundarsalnum í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti. Sá helgidómur er eingöngu fyrir reglubræður og -systur en nú gefst almenningi kostur á að líta inn. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Stórsír » Stórsír er yfirmaður Odd- fellow-reglunnar á Íslandi. » Guðmundur Eiríksson, bygg- ingatæknifræðingur og for- stöðumaður tæknideildar Faxaflóahafna, hefur gegnt því embætti í tvö ár af fjögurra ára kjörtímabili. » Starfið felst ekki síst í því að heimsækja reglulega allar regludeildir, sinna eftirliti og veita aðstoð eftir þörfum. Oddfellowreglan 200 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.