Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram s.l. laugardag í góðu veðri í miðborg Reykjavíkur. Alls tóku 15.000 hlauparar þátt í hlaupinu og það var mikil stemning. K100 var fengið til leiks til þess að sjá um að hita hlauparana upp með góðri tón- list og mætti gleðipinninn Siggi Gunnars fyrir hönd stöðvarinnar með DJ græjurnar og spilaði góða tónlist fyrir hlauparana sem dilluðu sér í takt og hituðu upp fyrir átökin. Ekki nóg með það að K100 hafi séð um tónlistina heldur mættu vaskir starfsmenn stöðvarinnar einnig til leiks og sendu beint út frá hlaupinu og færðu því öllum lands- mönnum stemninguna hvar sem þeir voru staddir. Fjölmargir komu í viðtal, m.a. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem ræsti 10 km hlaupið og rapparinn Kristinn Óli eða Króli. Króli kom í spjall beint eftir 10 km hlaupið og kvartaði þá sáran undan verk í geirvörtum. „Það sem er erfiðast núna er að mér er svo illt í geirvörtunum, ég hef aldrei fundið svona, ég er að deyja sko,“ sagði Króli, sem augljóslega gleymdi að setja á sig fyrirbyggj- andi plástra. „Ég er mjög sáttur við tímann minn, ég er ekki búinn að hlaupa neitt. Ég fór síðast 10 km fyrir fjórum árum,“ sagði Króli sem fór 10 km á 49 mínútum sem var markmiðið hans. K100 tók einnig þátt í að hækka í gleðinni á hvatastöð Íslandsbanka á Granda þar sem hlauparnir voru hvattir áfram á leiðinni. DJ Kiddi Bigfoot sá um tónlistina og starfs- menn deildu drykkjum og hressingu til hlaupara. Starfsmenn K100 eru strax farnir að hlakka til að taka þátt í maraþon- inu á næsta ári, sumir strengdu þess jafnvel heit að hlaupa að ári. Svo er spurning hvort þau heit verða efnd. Króli Rapparinn vinsæli kom í spjall eftir 10 km hlaup. Hér eru hann og Siggi Gunnars að fylgj- ast með hlaupinu. Hækkað í gleðinni í miðborg Reykjavíkur Aðalsmerki K100 er að hækka í gleðinni og það gerðu starfsmenn stöðvarinnar svo sannarlega í miðborg Reykjavíkur s.l. laugardag. K100-teymið Kristín Sif, Stefán Valmundar, Siggi Gunnars, Þór Bæring og Erna Hrönn. Hvatning Kristín Tinna hvatti hlaup- ara á hvatastöð Íslandsbanka fyrir hönd K100. Hér er hún ásamt Silju Jóhannesdóttur frá Morgunblaðinu. DJ Það var hinn eini sanni Kiddi Bigfoot sem sá um tónlistina á hvatastöð Íslandsbanka fyrir hönd K100 og stóð sig með prýði. Borgarstjórinn Dagur B. Eggerts- son kom í spjall Af því tilefni mun Birgitta koma í heimsókn á K100 og verður hún í spjalli hjá Sigga Gunnars kl. 16:30 í dag. Nýja lagið er gert af höf- undateyminu September sem sagði í samtali við mbl.is í gær að Birgitta hefði verið „mega til“ í samstarf. Það verður fróðlegt að heyra hvað sé að frétta af Birgittu þessa dagana, hvernig henni líst á eurovisionmynd- ina sem á að taka upp á Húsavík og auðvitað heyra allt um nýja lagið. Þetta og meira á K100 kl. 16:30 í dag. Morgunblaðið/Eggert Drottningin Birgitta Haukdal verður í viðtali Poppdrottningin Birgitta Haukdal var að senda frá sér nýtt lag sem er ansi frábrugðið því sem hefur heyrst frá henni áður. Poppdrottning Birgitta á K100 kl.16:30 í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.