Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 67
icewear.is Opið til 21:00 alla dagaLAUGAVEGI 91 ÚTSALA FATNAÐUR SKÓR OG FYLGIHLUTIR 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM Nike skór frá kr 4.995.- HellyHansen parka frá k r17.495.- Icewear Dúnjakkar frá kr 8. 495.- Nike úlpur frá kr 14.745. - ASOLO gönguskór frá kr 9.9 95.- Adidas hettupeysur frá kr 4. 995.- ÍÞRÓTTIR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Sveinbjörn Iura þurfti að sætta sig við tap í 2. umferð í -81 kg flokki á heimsmeistaramótinu í Japan. Glíma Sveinbjörns fór fram aðfara- nótt miðvikudagsins. Sveinbjörn mætti 23 ára gömlum Bandaríkja- manni, Jack Hatton, sem er í 28. sæti heimslistans. Hatton hafði bet- ur og komst áfram en Hatton féll úr keppni í 16-manna úrslitum. Hver flokkur er afgreiddur á ein- um keppnisdegi eins og stundum er á stórmótum í júdó en Sagi Muki frá Ísrael varð heimsmeistari í flokki Sveinbjörns. Hann lagði Sharofiddin Boltaboev frá Úsbekistan að velli í úrslitaglímunni. Sagi var í öðru sæti heimslitans fyrir mótið. Sveinbjörn Iura hefur leynt og ljóst haft það að markmiði að kom- ast á Ólympíuleikana á næsta ári en þeir fara fram í Tókíó í Japan. Hann var í 76. sæti á heimslistanum í sín- um flokki sem birtur fyrr í mán- uðinum. Hann fær væntanlega engin stig fyrir þátttökuna á HM þar sem hann sat yfir í fyrstu umferð. Svein- björn hefur ennþá tíma til að vinna sig hærra á listanum en þarf þá að keppa á alþjóðlegum mótum víða um heim í vetur til að eiga möguleika. Egill Blöndal er einnig með á HM og keppir í -90 kg flokki. Hann keppti í nótt og má sjá hvernig hon- um reiddi af á mbl.is. Egill sat einnig yfir í fyrstu umferð en andstæðingur hans var annað hvort Peter Zilka frá Slóvakíu eða Nantenaina Finesse frá Seychelles eyjum. Egill er í 115. sæti á heimslistanum. kris@mbl.is Tapaði fyrir Bandaríkjamanni  Sveinbjörn Iura og Egill Blöndal keppa á HM í júdó í Japan Átök Sveinbjörn Iura hefur keppt á sterkum mótum á þessu ári. Íslendingaliðin Barcelona og Kiel eru bæði komin í undanúrslit í heimsbikarkeppni félagsliða í handknattleik sem haldin er í Sádí- Arabíu. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk úr átta tilraunum fyrir Barcelona sem lagði Al-Duhail frá Katar 38:26 í 8-liða úrslitum. Barce- lona mætir Al Wehda frá Sádí Ar- abíu í undanúrslitum. Kiel fær öllu erfiðara verkefni í undanúrslitum og mætir Vardar eftir að hafa unnið Zamalek 32:28 í 8-liða úrslitum. Gísli Kristjánsson skoraði ekki fyrir Kiel. Aron og Gísli í undanúrslit Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigursæll Aron Pálmarsson getur bætt skrautfjöður í hatt sinn. Knattspyrnusamband Íslands skoð- ar nú alvarlega leiðir til þess að innleiða myndbandadómgæslu, VAR, í efstu deildum karla og kvenna hér á landi. „Málið er á frumstigi og við erum þessa stundina að meta hvað það myndi kosta að innleiða VAR. Þeg- ar kostnaðurinn liggur fyrir verður farið í það að meta hvort það sé raunhæft fyrir deildarkeppni af stærðargráðu íslensku deildanna að notast við slíka tækni,“ var m.a. haft eftir Guðna Bergssyni, for- manni KSÍ, í Fréttablaðinu í gær. KSÍ íhugar að innleiða VAR Morgunblaðið/Árni Sæberg Dómari Ívar Orri Kristjánsson veifar gula spjaldinu í Kaplakrika. England Deildabikarinn, 2. umferð: Lincoln – Everton.................................... 1:2  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton og skoraði annað mark liðs- ins úr vítaspyrnu. Burnley – Sunderland............................. 1:3  Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Burnley. Noregur B-deild: Aalesund – HamKam .............................. 5:2  Aron Elís Þrándarson og Davíð Kristján Ólafsson léku allan leikinn fyrir Aalesund og lögðu upp hvor sitt markið. Daníel Leó Grétarsson lék fyrstu 53 mínúturnar og Hólmbert Aron Friðjónsson lék síðustu 16 mínúturnar. Frakkland Lille – Saint-Etienne.................................3:0 Nice – Marseille.........................................1:2 Montpellier – Lyon ...................................1:0 Forkeppni EM í innifótbolta D-riðill á Kýpur: Gazi – Pinerola Bratislava........................4:2 Omonia – Vængir Júpíters .......................8:1 Staðan: Omonia 6, Pinerola Bratislava 3, Gazi 3, Vængir Júpíters 0. KNATTSPYRNA Heimsbikar félagsliða 8-liða úrslit: El Zamalek – Kiel ................................ 28:32  Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki fyrir Kiel. Barcelona – Al Duhail......................... 38:26  Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyr- ir Barcelona. Frakkland Dijon – Toulon ..................................... 24:33  Mariam Eradze skoraði tvö mörk fyrir Toulon. Bourg-de-Péage – Fleury Loiret....... 26:30  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði sex mörk fyrir Bourg-de-Péage. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.