Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 1 9 Stofnað 1913  202. tölublað  107. árgangur  ÞAU BERA ÖR LÍKAMANS MEÐ STOLTI FJÖGUR NÝ VERK VERÐA FRUMFLUTT LJÓÐ JÓHANNS HÉT UPPHAFLEGA EKKI SÖKNUÐUR DANSFLOKKURINN 70 FRUMRITIÐ FUNDIÐ 32MYNDASÝNING 14  Umræður um þriðja orkupakk- ann stóðu í allan gærdag á Alþingi. Hófust þær um klukkan hálfellefu og lauk um hálfáttaleytið. Umræð- unum verður fram haldið í dag og á föstudag þegar gengið verður til atkvæða um þetta umdeilda þing- mál. Andstæðingar málsins héldu því fram að enn þyrfti að skýra marga þætti þess og óvissa ríkti um afleiðingar þess að samþykkja það. Stuðningsmenn málsins sögðu aftur á móti að það væri fullrætt og engin vafamál lengur uppi sem tefja ættu fyrir því að það hlyti staðfestingu Alþingis nú þegar. »6 Morgunblaðið/Eggert Alþingi Frá þingfundinum í gær. Langar umræður um orkupakkann  Fimm stjörnu hreyfingin og Lýð- ræðisflokkurinn, sem er sósíal- demókratískur, náðu í gær sam- komulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar á Ítalíu. Giuseppe Conte verður áfram forsætisráð- herra. Matteo Salvini, leiðtogi Banda- lagsins, sem sleit ríkisstjórnarsam- starfi við Fimm stjörnu hreyf- inguna 8. ágúst, segir að nýja stjórnin sé brothætt og ólíkleg til þess að endast. Hann vildi kjósa í haust, en flokkur hans mælist sá stærsti á Ítalíu um þessar mundir. Flokkarnir sem nú hafa náð sam- an eru afar ólíkir og hafa verið miklir andstæðingar í stjórnmálum. Ný ríkisstjórn mynduð á Ítalíu  Samherji hefur keypt skip af írskri útgerð og er að þróa aðferð til að flytja botnfisk lifandi í land til vinnslu hér á landi. Yrði hluta aflans haldið lifandi í tönkum í skip- inu og honum síðan dælt inn í fisk- vinnsluhús til frekari vinnslu. Einnig myndi skipið, sem hefur fengið nafnið Oddeyrin, vinna botn- fisk með hefðbundnum hætti um borð. »6 Hyggjast flytja fisk lifandi í land Ríkisstjórnin veitti í gær Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra samþykki til þess að hefja viðræður við Dani um endurheimt íslenskra handrita úr Árnastofnun í Kaupmannahöfn. Mik- ill fjöldi handrita er enn ytra, en ráðherrann seg- ir áhuga Dana á þessari menningararfleifð fara dvínandi. Mál sé því að Íslendingar endurheimti ritin. Í gær skoðaði ráðherrann handrit í Árna- stofnun í Reykjavík, meðal annars það sem hefur að geyma helgikvæðið Lilju eftir Eystein Ás- grímsson munk. Máltækið segir að þá Lilju vildu allir kveðið hafa. »10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Menntamálaráðherrann vill handritin heim Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Grunnskólar Reykjavíkur standa almennt frammi fyrir því að nánast allir rekstrarliðir fá of knappt fjár- magn. Þá virðist mismunandi skiln- ingur vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borg- arinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Þetta eru meginniðurstöður skýrslu innri endurskoðunar um úthlutun fjár- hagsramma og rekstur grunnskóla Reykjavíkur, en skýrslan var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs síð- astliðinn þriðjudag. Unnið að breyttu líkani Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir niður- stöður skýrslunnar „mjög sláandi“. Þær komi honum þó ekki á óvart, þörf sé á að forgangsraða fjármun- um borgarinnar til skóla. „Fjárveit- ingarvald og yfirstjórn borgarinnar þarf að horfa á þetta verkefni með öðrum hætti og láta af sinni svelti- stefnu,“ segir hann. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, segir núverandi út- hlutunarlíkan gallað og að stýrihóp- ur á vegum borgarinnar vinni nú að úrbótum sem skila eigi réttlátari dreifingu fjármagns. Of lítið fé til grunnskóla  Grunnskólar í Reykjavík standa almennt frammi fyrir of litlu rekstrarfé, segir innri endurskoðun  Mismunandi skilningur er uppi um nauðsynlegt fjármagn Úthlutunarlíkan » Mestur hluti fjárhagsramma grunnskólanna er reiknaður í excel-líkani sem er um 20 ára gamalt. » Líkanið er orðið töluvert „plástrað“ eftir viðbætur. Er flækjustig því sagt mikið. MSkólum er of þröngur »4 rúm... 20-40% ara.... 20% klæði.. 20-70% Wis 60% VER MEÐ H ilsu av nd tra AFSLÁTTUR Ð ÁÐUR 179.900 6 A TVEIR LITIR: GRÁR / VÍNRAUÐUR 20-60% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.