Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
SVIÐSLJÓS
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Ólöf Ólafsdóttir gerði fyrsta konfekt-
kassann sinn 10 ára, þegar frændi
hennar og frænka gengu í það heil-
aga. Nú er hún konditornemi og hef-
ur yfirumsjón með konditoriðn Mos-
fellsbakarís ásamt Hafliða Ragnars-
syni, bakara- og konditormeistara.
Nám í konditor er ekki í boði á Ís-
landi svo hún þurfti að leita út fyrir
landsteinana til Danmerkur til þess
að uppfylla áralangan draum.
Ólöf kveður fjölskylduna á Íslandi
til eins mánaðar á hálfs árs fresti, til
að leggja stund á konditornámið í
Kaupmannahöfn, en starfar þess á
milli á Íslandi. Náminu lýkur hún
sumarið 2021.
„Það eru mjög fáir konditorar á Ís-
landi – hér inni er það bara ég, sem
nemi, og Hafliði. Ég hef einhvern
veginn alltaf verið að baka síðan ég
var lítil, það er uppáhaldið mitt. Á af-
mælinu mínu fékk ég alltaf að velja
mér afmælisköku úr lítilli kökubók og
síðan fékk ég að baka kökuna sjálf.
Það heppnaðist kannski ekki allaf vel
en ég reyndi,“ sagði Ólöf í samtali við
blaðamann sem sótti hana heim í
Mosfellsbakarí.
Þar er margt að sjá, notalegt and-
rúmsloft og myndarleg aðstaða fyrir
bakara og konditora bakarísins; stór-
ir brauðofnar, fyrstir, brauðborð og
stærðarinnar súkkulaðivél, þar sem
um 50 lítrar af dökku súkkulaði
hrærast saman.
„Hér eru engir tveir vinnudagar
eins og alltaf ný verkefni. Ég er mjög
heppin að fá að vinna hér undir leið-
sögn Hafliða því hann er einn sá flott-
asti í bransanum, það býður upp á
marga möguleika í framtíðinni,“
sagði hún.
Tekur nokkrar vikur að gera
súkkulaðiskúlptúr
Að undanförnu hefur Ólöf dundað
við gerð súkkulaðiskúlptúrs í frítíma
sínum og lauk hún við hann nú á dög-
unum. Það eru ekki margir á Íslandi,
að Ólöfu vitandi, sem leggja stund á
súkkuaðiskúlptúrsgerð enda lítil sem
engin hefð fyrir kaupum á slíkum
munum. Samstarfskona Ólafar, Chi-
dapha Kruasaeng, gerði stóran og
stæðilegan súkkulaðiskúlptúr sem
prýðir afgreiðsluborð Mosfellsbak-
arís og greip athygli Ólafar.
„Ég hef alltaf horft á hana, hún
gerði þennan sjúklega flotta skúlp-
túr, og hugsaði
að mig langaði að
geta gert svona í
framtíðinni.“
Þá hófst æfingin. Hún
lauk við sinn fyrsta súkku-
laðiskúlptúr í bakaríinu nýverið.
Það tók hana nokkrar vikur að ljúka
við hnattlíkanið, sem er vandlega
mótað úr súkkulaði og skreytt með
blómum og góðgæti. Því fylgir mikil
vinna og ófyrirsjáanleiki.
„Það tók mig um það bil 15 klukku-
tíma samfleytt, en í heildina tvær til
þrjár vikur. Það er mjög mikil vinna
sem fer í svona verkefni og síðan get-
ur hann brotnað eins og gerðist hjá
mér í ferlinu. Þá verður maður bara
að sætta sig við nokkra klukkutíma
aukalega, sem fara í að laga það,“
sagði Ólöf létt í bragði.
Fyrst um sinn vildi hún hafa lönd á
skúlptúrnum en hugnaðist síðan bet-
ur að hafa blóm – skúlptúrinn verður
aldrei eins og maður sér hann fyrir
sér, segir Ólöf.
Að smíða súkkulaðiskúlptúr er list,
rétt eins og að skrifa áletranir á tert-
ur og skreyta þær með rósum. Það
krefst mikillar æfingar, margra end-
urtekninga og kostar mikið skreyt-
ingarkrem, en það er þess virði. Vel
skreytt terta sem er bragðgóð í
þokkabót svíkur engan.
Viðbrögðin skemmtilegust
Ólöf keppti með sumarköku Mos-
fellsbakarís í keppninni Terta ársins
árið 2018. Hún inniheldur mand-
arínur, appelsínusúkkulaði, kókos og
möndlur svo eitthvað sé nefnt. Kakan
sem keppti var á boðstólum en hún
sigraði ekki í keppninni.
„Kakan fékk góðar viðtökur og var
ofarlega á lista hjá dómnefndinni,“
sagði Ólöf. Að kökunni smakkaðri er
það hér með staðfest.
„Þegar ég bý eitthvað til sem mér
finnst gott þá er svo gaman að deila
því með öðrum og sjá viðbrögðin.
Fólk ljómar alltaf við að fá köku, þeg-
ar það heldur upp á eitthvað þá kaup-
ir það köku,“ sagði Ólöf.
Bakstur hefur átt hug og hjarta
Ólafar frá barnsárum en samt var
hún smeyk við að verða konditor, við-
horf samfélagsins til verklegrar
menntunar og dýrkun bóklegrar
menntunar vó þar þungt.
Afneitaði draumastarfinu
„Ég var alltaf í afneitun fyrir því að
verða konditor. Mig langaði alltaf að
verða lögfræðingur, sálfræðingur eða
nema eitthvað bóklegt, því það er svo
samþykkt. Maður heyrir það frá
unga aldri að maður þurfi að fara í
menntaskóla og feta bóklegu
menntabrautina, læra að verða lækn-
ir eða eitthvað því um líkt. En síðan
einhvern veginn prufaði ég þetta og
þetta er það besta sem hefur komið
fyrir mig, þetta er ótrúlega gaman,“
sagði Ólöf.
Ólöf hefur numið konditor frá því í
ágúst árið 2017 og klárar námið sum-
arið 2021 eins og áður sagði. En hvað
kemur næst?
„Framtíðardraumurinn minn er að
opna lítið kaffihús á Ítalíu eða veit-
ingastað, fara aðeins út fyrir land-
steinana og kynnast nýrri menningu.
Síðan get ég komið aftur til Íslands
þegar ég er orðin eldri og opnað stað
á Íslandi, reynslunni ríkari,“ sagði
Ólöf að endingu.
Mótar súkkulaði í frítímanum
Ólöf, konditornemi hjá Mosfellsbakaríi, stefnir á að opna sitt eigið bakarí erlendis Stundar nám
í Kaupmannahöfn þar sem konditornám er ekki í boði hér Gerði sinn fyrsta konfektkassa 10 ára
Girnileg Sumarkaka Mosfellsbak-
arís árið 2019 er ljúffeng á bragðið.
Ólöf keppti með hana í Köku ársins í
fyrra – hún bar ekki sigur úr býtum
en var í miklum metum hjá dómur-
um keppninnar. Kakan inniheldur
m.a. mandarínur, appelsínusúkku-
laði, kókos og möndlur.
Vandvirkni Það tók Ólöfu 2 til 3 vikur að smíða sinn fyrsta súkkulaðiskúlptúr. Hún nýtti frítíma
sinn í verkið sem snýst fyrst og fremst um æfingu en hún lærði handtökin í konditornáminu.
Ljósmyndir/Ruth Ásgeirsdóttir
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla