Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áherslur og starfsaðferðir Skógrækt- arfélags Kópavogs, eins og annarra skógræktarfélaga, hafa breyst í takti við samfélagið í þau 50 ár sem það hefur starfað. Það hefur sama hlut- verki að gegna í trjárækt, skógrækt og landgræðslu í Kópavogi og ná- grenni en nýting skóganna til útivist- ar hefur aukist jafnt og þétt. Þar ber útivistarsvæðið Guðmundarlund í Vatnsendaheiði hæst. Skógræktarfélag Kópavogs fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni er formlega tekið í notkun fræðslusetur Kópavogsbæjar og Skógræktarfélagsins í Guðmund- arlundi. Athöfnin verður annað kvöld og er liður í skoðunarferð fulltrúa og gesta á aðalfundi og þingi lands- samtakanna Skógræktarfélags Ís- lands sem haldinn er í Kópavogi um helgina. Öflug starfsemi „Starfsemin hefur alla tíð verið mjög öflug en hún hefur breyst í gegnum tíðina,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Skógrækt- arfélags Kópavogs. Félagið vinnur að skógrækt á allmörgum stöðum í Kópavogi. Það hefur unnið að land- græðsluskógaverkefnum og almennri skógrækt í Lækjarbotnalandi og á Vatnsendaheiði, á yfir 100 hekturum lands og síðustu árin hafa bæst við 143 ha í Selfjalli. Fáum árum eftir stofnun félagsins keypti það helming jarðarinnar Foss- ár í Kjós, á móti öðrum skógrækt- arfélögum, og þar hefur verið plantað fjölda trjáa. Fyrir 23 árum gaf Guð- mundur H. Jónsson, stofnandi BYKO, félaginu skógræktarspildu í Stórabási í Vatnsendalandi og er hann kenndur við gefandann. Skógar og landgræðsluverkefni fé- lagsins eru nú á um 1400 hektara svæði og hefur félagið staðið fyrir gróðursetningu yfir 1,5 milljón trjáa. Í samræmi við breyttar áherslur hefur félagið unnið að því að skapa aðstæður til útivistar í skógum sínum. „Það gerir það að verkum að fólk lítur skóga og græna lundi öðrum augum en áður. Með því erum við að vinna að markmiðum okkar um að ýta undir skógrækt,“ segir Kristinn. Á Fossá er „Opinn skógur“ og þar hefur verið unnið að gerð göngu- stíga, merkinga og grillaðstöðu. Það sama hefur verið gert í Guðmund- arlundi auk margvíslegrar aðstöðu til afþreyingar, til dæmis minigolf- og frisbígolfvalla. Þar var gerður skrúðgarður, Hermannsgarður, til minningar um Hermann Lundholm, fyrrverandi garðyrkjuráðunaut Kópavogs. „Guðmundarlundur er nú falleg gróðurvin sem er orðin eft- irsóttur staður fyrir fjölskyldur og hópa til að njóta útivistar,“ segir Kristinn. Hann tekur fram að unnið hafi ver- ið að skógræktarverkefnum í landi Kópavogs og uppbyggingu í Guð- mundarlundi í mikilli og góðri sam- vinnu við Kópavogsbæ. Til dæmis er við vinnu í skógræktinni og Guð- mundarlundi skólafólk, fólk á vegum félagsþjónustu Kópavogs og íbúar af sambýlum. Aukið fræðslustarf Um 230 félagsmenn eru nú í Skóg- ræktarfélagi Kópavogs og vinna þeir við skógrækt, jólatrjáasölu á Fossá og fleiri verkefni félagsins. „Við sjáum fram á að geta eflt félags- starfið með nýju félagsheimili, fræðslusetri, sem við höfum byggt með Kópavogsbæ og erum að taka í notkun,“ segir Kristinn. Félagið hefur fyrir nokkru flutt skrifstofu sína í húsið í Guðmund- arlundi. Síðustu daga hefur verið unnið að lokafrágangi innan húss og utan og tekur Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fræðslusetrið formlega í notkun annað kvöld, klukkan 18.30. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, verður viðstaddur athöfnina. Í fræðslusetrinu verður hægt að taka á móti skólafólki sem kemur í fræðsluferðir í lundinn, ef þannig viðrar, en Kristinn segir að þúsundir nemenda grunnskóla og leikskóla í Kópavogi og nágrannsveitarfélögum komi í Guðmundarlund á hverju ári. Hann segir einnig að félagið geti auk- ið fræðslustarf sitt í þágu fé- lagsmanna og almennings og húsið auki einnig aðdráttarafl Guðmund- arlundar því hægt sé að leigja það út til margskonar mannfagnaða. „Mikil aðsókn er að Guðmund- arlundi, sérstaklega á sumrin. Þá þurfa svæðin stöðugt viðhald. Við er- um með fastan starfsmann allt árið, framkvæmdastjóra, sem sér um dag- legan rekstur,“ segir Kristinn. Aðstaða til útivistar í skógunum  Skógræktarfélag Kópavogs leggur áherslu á bætta aðstöðu í skógum sínum  Guðmundarlundur í Vatnsendaheiði er orðinn vinsælt útivistarsvæði  Fræðslusetur verður tekið í notkun á morgun Morgunblaðið/Eggert Guðmundarlundur Bernhard Jóhannesson framkvæmdastjóri og Kristinn H. Þorsteinsson formaður Skógræktarfélags Kópavogs við brjóstmynd af Guðmundi H. Jónssyni, stofnanda BYKO, sem gaf skógarlundinn. Morgunblaðið/Eggert Leiðarendi Fræðslusetur Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar í Guðmundarlundi bætir mjög alla að- stöðu til fræðslustarfs og reksturs skógarlundsins. Pallur við húsið er tilbúinn og lóðin í kring orðin fín. „Skógar gegna margvíslegu og mikilvægu hlutverki í okkar dag- lega lífi,“ segir Kristinn H. Þor- steinsson, formaður Skógrækt- arfélags Kópavogs. „Þeir binda koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, halda jarðveginum föstum, geyma mikið vatn og miðla, veita skjól og eru mikilvægir í menn- ingu okkar, sögu og samfélagi.“ Bernhard Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, bætir því við að kjörið sé fyrir fjölskyldur að kolefn- isjafna heimilin með því að kaupa jólatré á Fossá. Fyrir and- virði hvers jólatrés sé hægt að gróðursetja fimmtíu skógar- plöntur. Kolefnisjafna heimilin SKÓGAR MIKILVÆGIR Áætlanir um aukningu skógræktar og ný lög um skógrækt verða með- al helstu mála á aðalfundi Skóg- ræktarfélags Íslands sem haldinn verður í Kópa- vogi um helgina. „Okkur vantar meira land til skógræktar en það þarf að vera gert með skipu- legum hætti og í sátt við um- hverfið. Það þarf að byggjast á áætlun um hvað eigi að gera og hversu lengi því skógrækt er lang- tímaverkefni,“ segir Jónatan Garð- arsson formaður. Fundurinn verður haldinn í Fagralundi í Fossvogsdal og hefst í fyrramálið með ávörpum for- manns, formanns Skógræktar- félags Kópavogs, skógræktarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fræðsluerindi og farið í skoðunarferð um skóglendi Kópa- vogs. Jónatan segir að ný skógrækt- arlög verði til umræðu og hvaða breytingar þau hafi í för með sér. Tvöföldun skógræktar Hann segir að fjallað verði um nýja áætlun um aukningu skóg- ræktar. Sameiginlegar tillögur Skógræktarfélags Íslands, Skóg- ræktarinnar og Landssamtaka skógarbænda hafi miðað við fjór- földun skógræktar. Bendir hann á að plöntun trjáa hafi minnkað um helming eftir hrun. Loftslagmálin eru ofarlega á baugi og skógrækt er hluti af þeim. Hann segir þess vegna áhyggjuefni að stjórnvöld hafi dregið úr áformum um aukningu en eigi að síður jákvætt að skóg- ræktin verði tvöfölduð frá því sem nú er og nái fyrra stigi. Mörg skógræktarfélög vantar aukið land og leiðbeiningar um notkun þess lands sem þau eiga eftir. Einnig þarf Kolviður land til plöntunar. Segir Jónatan þess vegna mikilvægt að Skógræktin sé að hefja vinnu við landsáætlun skógræktar. Allt landið verði skil- greint, hvað hafi verið gert og hvar megi gera betur. helgi@mbl.is Rætt um aukna skógrækt  Skógræktarfélag Íslands fundar Jónatan Garðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.