Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 BUXUR FRÁ ÞEKKTUM FRAMLEIÐENDUM FRÁ KR. 15.900,- Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Str. S-XXXL kr. 8.900.- Rúllukraga- peysa kr. 8.900.- Hneppt peysa kr. 11.900.- Gráar gallabuxurSkeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonnaNetverslun á www.belladonna.is Nýjar haustvörur streyma inn Str. 38-58 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Um 40 athugasemdir og umsagnir bárust Reykhólahreppi vegna til- lögu að breytingu á aðalskipulagi. Tillagan gengur aðallega út á að breyta lítillega legu Vestfjarða- vegar í gegn um Teigsskóg. Athugasemdafrestur rann út um helgina. Tryggvi Harðarson sveit- arstjóri segir að stór hluti athuga- semdanna sé samhljóða, í formi sem virðist hafa verið dreift með fjöldapósti. Einnig séu efnismeiri og umfangsmiklar athugasemdir frá aðilum sem eigi hagsmuna að gæta á svæðinu. Þá séu umsagnir frá stofnunum sem lögbundið er að leita til. Starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórn fara nú yfir athuga- semdirnar og svara öllum. Tryggvi segir að í framhaldinu verði aðalskipulagið ákvarðað, sent Skipulagsstofnun og auglýst, annaðhvort eins og auglýsta til- lagan var eða með lagfæringum með hliðsjón af framkomnum um- sögnum. Telur hann að sveit- arstjórn afgreiði málið í síðasta lagi á fundi sínum í október. „Það er keppikefli okkar að þetta getið gengið sem best fyrir sig,“ segir hann. Þegar breytt aðalskipulag tekur gildi verður hægt að gefa út fram- kvæmdaleyfi vegna lagningar Vestfjarðavegar um Gufudals- sveit. Þá fyrst virkjast kæruferli til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. helgi@mbl.is Fjörutíu athugasemdir við uppfærslu aðalskipulags Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafarland Þéttur birkiskógur og kjarr er í Teigsskógi og nágrenni. Fimm vinnings- hafar voru með 1. vinning í áttfalda Lottó-pottinum sl. laugardag og skiptu með sér rúmlega 131 millj- ón króna. Fékk hver um sig rúmar 26 milljónir króna. Þar af voru tvær systur sem höfðu keypt sinn miðann hvor og valið sömu tölurnar. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að tölurnar tengjast fjölskyldunni órjúfanlegum böndum. Önnur systirin keypti vinnings- miðann í Happahúsinu, Kringlunni, en hin á heimasíðu Getspár, lotto.is. Svo skemmtilega vildi til að önn- ur þeirra átti einmitt afmæli á laug- ardaginn. Þriðji vinningshafinn var með sínar tölur í áskrift en ennþá eru tveir ósóttir vinningar, annar keyptur í Hagkaupum, Furuvöllum, og hinn í matvöruversluninni Hjá Jóhönnu á Tálknafirði. Systur unnu sam- anlagt 52 milljónir króna í lottóinu Svonefnd Járngerðarhátíð verður á Eiríksstöðum í Haukadal í Dala- sýslu dagana 30. ágúst til 1. sept- ember nk. Á hátíðinni verða gerðar tilraunir til að framleiða járn á fornan hátt, eins og gert var á land- námsöld, segir í fréttatilkynningu. Hátíðin fer fram frá kl. 11-17 alla dagana, en auk dagskrár á Eiríks- stöðum verða fyrirlestrar í félags- heimilinu Árbliki frá kl. 17.30 til 19.30. Gestum og gangandi verður boð- ið að taka þátt í dagskránni, s.s. að fóðra eldinn í járngerðinni, berja á rauðglóandi járn í eldsmiðjunni, máta föt víkinga, sauma vattar- saum, máta sig við líf í alvöru vík- ingahúsi, baka flatbrauð yfir eldi, kasta víkingaspjótum, moka skít með 10. aldar tréskóflum, spila hnefatafl og margt fleira. Margir þekktir þátttakendur koma þar fram og kynna færni sína; fornleifafræðingar, sverða- smiðir, axasmiðir, járnbræðslu- menn og margir fleiri. Hægt verður að baka og smakka víkingabrauð og munda vopn, en þeir sem hafa kjarkinn til prófa að fóðra járngerðarofnana í viðeig- andi hlíðfarbúnaði. Ýmislegt verður í gangi fyrir börn á hátíðinni, en ókeypis verður fyrir 12 ára og yngri. Aðgangseyrir fyrir aðra er 1.200 krónur. Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum Járngerðarhátíð Smiður að störfum. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.