Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 11

Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 BUXUR FRÁ ÞEKKTUM FRAMLEIÐENDUM FRÁ KR. 15.900,- Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Str. S-XXXL kr. 8.900.- Rúllukraga- peysa kr. 8.900.- Hneppt peysa kr. 11.900.- Gráar gallabuxurSkeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonnaNetverslun á www.belladonna.is Nýjar haustvörur streyma inn Str. 38-58 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Um 40 athugasemdir og umsagnir bárust Reykhólahreppi vegna til- lögu að breytingu á aðalskipulagi. Tillagan gengur aðallega út á að breyta lítillega legu Vestfjarða- vegar í gegn um Teigsskóg. Athugasemdafrestur rann út um helgina. Tryggvi Harðarson sveit- arstjóri segir að stór hluti athuga- semdanna sé samhljóða, í formi sem virðist hafa verið dreift með fjöldapósti. Einnig séu efnismeiri og umfangsmiklar athugasemdir frá aðilum sem eigi hagsmuna að gæta á svæðinu. Þá séu umsagnir frá stofnunum sem lögbundið er að leita til. Starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórn fara nú yfir athuga- semdirnar og svara öllum. Tryggvi segir að í framhaldinu verði aðalskipulagið ákvarðað, sent Skipulagsstofnun og auglýst, annaðhvort eins og auglýsta til- lagan var eða með lagfæringum með hliðsjón af framkomnum um- sögnum. Telur hann að sveit- arstjórn afgreiði málið í síðasta lagi á fundi sínum í október. „Það er keppikefli okkar að þetta getið gengið sem best fyrir sig,“ segir hann. Þegar breytt aðalskipulag tekur gildi verður hægt að gefa út fram- kvæmdaleyfi vegna lagningar Vestfjarðavegar um Gufudals- sveit. Þá fyrst virkjast kæruferli til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. helgi@mbl.is Fjörutíu athugasemdir við uppfærslu aðalskipulags Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafarland Þéttur birkiskógur og kjarr er í Teigsskógi og nágrenni. Fimm vinnings- hafar voru með 1. vinning í áttfalda Lottó-pottinum sl. laugardag og skiptu með sér rúmlega 131 millj- ón króna. Fékk hver um sig rúmar 26 milljónir króna. Þar af voru tvær systur sem höfðu keypt sinn miðann hvor og valið sömu tölurnar. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að tölurnar tengjast fjölskyldunni órjúfanlegum böndum. Önnur systirin keypti vinnings- miðann í Happahúsinu, Kringlunni, en hin á heimasíðu Getspár, lotto.is. Svo skemmtilega vildi til að önn- ur þeirra átti einmitt afmæli á laug- ardaginn. Þriðji vinningshafinn var með sínar tölur í áskrift en ennþá eru tveir ósóttir vinningar, annar keyptur í Hagkaupum, Furuvöllum, og hinn í matvöruversluninni Hjá Jóhönnu á Tálknafirði. Systur unnu sam- anlagt 52 milljónir króna í lottóinu Svonefnd Járngerðarhátíð verður á Eiríksstöðum í Haukadal í Dala- sýslu dagana 30. ágúst til 1. sept- ember nk. Á hátíðinni verða gerðar tilraunir til að framleiða járn á fornan hátt, eins og gert var á land- námsöld, segir í fréttatilkynningu. Hátíðin fer fram frá kl. 11-17 alla dagana, en auk dagskrár á Eiríks- stöðum verða fyrirlestrar í félags- heimilinu Árbliki frá kl. 17.30 til 19.30. Gestum og gangandi verður boð- ið að taka þátt í dagskránni, s.s. að fóðra eldinn í járngerðinni, berja á rauðglóandi járn í eldsmiðjunni, máta föt víkinga, sauma vattar- saum, máta sig við líf í alvöru vík- ingahúsi, baka flatbrauð yfir eldi, kasta víkingaspjótum, moka skít með 10. aldar tréskóflum, spila hnefatafl og margt fleira. Margir þekktir þátttakendur koma þar fram og kynna færni sína; fornleifafræðingar, sverða- smiðir, axasmiðir, járnbræðslu- menn og margir fleiri. Hægt verður að baka og smakka víkingabrauð og munda vopn, en þeir sem hafa kjarkinn til prófa að fóðra járngerðarofnana í viðeig- andi hlíðfarbúnaði. Ýmislegt verður í gangi fyrir börn á hátíðinni, en ókeypis verður fyrir 12 ára og yngri. Aðgangseyrir fyrir aðra er 1.200 krónur. Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum Járngerðarhátíð Smiður að störfum. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.