Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 22

Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 22
Þau voru snör handtökin hjá starfsmönnum Advania í Borgar­ túni þegar Mike Pence bar að garði. Þeir sem vilja efla færni sína í að flagga með stuttum fyrir­ vara geta lært réttu handtökin af Bjarna Frey Þórðarsyni félagsfor­ ingja Skátafélagsins Hraunbúa. „Fyrst og fremst þarf að gæta að því að fáninn snúi rétt,“ segir Bjarni Freyr. „Það er vandræðalegt að sjá fána flaggað á hvolfi, þá nær hann ekki alveg upp. Og þá þarf að festa hann vel svo hann fjúki ekki í rokinu.“ Bjarni Freyr bendir á að í dag séu flestar fánastangir með smellur svo ekki þurfi að kunna skátahnútinn góða. „Það eru góðar leiðbeiningar um hvernig á að flagga þjóðfánanum á vef Stjórnarráðs Íslands en það á að bera sig að með sérstökum hætti,“ segir Bjarni Freyr og á til dæmis við það hvernig eigi að bera fánann að stönginni og draga hann upp. „Á heimasíðunni er einnig að finna þær dagsetningar sem á að flagga á við opinberar stofn­ anir,“ segir Bjarni Freyr og lumar á Baráttan við haustlægðirnar Haustið er fyrir mörgum tími til að horfa inn á við. Hlusta á tónlist, lesa bækur eða búa sig undir veturinn. Sigríður Thorlacius söngkona, Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður og dagskrár- gerðarkonan Kolbrún Pálína Helgadóttir gefa góð ráð til haustsins. Réttu handtökin Að flagga góðu ráði fyrir flaggara landsins. „Þegar maður er búinn að draga upp fánann þá er gott að snúa bandinu einn hring í kringum fána­ stöngina áður en maður hnýtir. Þetta kemur í veg fyrir að smellir heyrist í stönginni í vindhviðum. Það getur nefnilega verið svolítið pirrandi,“ segir Bjarni Freyr. Horfa má á kennslumyndband þar sem hann sýnir réttu handtökin á www.frettabladid.is. Hressir og bætir „Ég virðist alltaf nota haustin til að huga að heimili mínu. Það er eitthvað notalegt eftir sumarið þar sem maður hefur alls engan tíma til neins sem þarf að gerast innan­ dyra,“ segir Sigríður Thorlacious söngkona. „Svo þykir mér gott að berjast við haustlægðirnar vel klædd á labbi. Hressir, bætir og kætir, engin spurning,“ segir hún og deilir með lesendum fimm lögum sem hún er að hlusta á meðan hún gengur um í regnveðrinu. 1 MysteriesBeth Gibbons Out of season með Beth Gibb­ ons er svona haustplatan mín. Fæ aldrei nóg af henni. 2 PaulBig Thief Þetta band hafði ég aldrei heyrt um fyrr en um daginn. Góskar minn kynnti mig fyrir þessu. Hef Valdimar grunaðan um að hafa komið með þetta inn í líf Gumma. Takk, Valdi! 3 Wild is the windDavid Bowie Fæ alltaf sting í hjartað og get hlustað aftur og aftur og aftur. 4 TenderlyNat King Cole Vinnu minnar vegna þarf ég oft að hlusta á músík sem ég vel mér ekki sjálf sem er svo dásamlegt því oft rifjast eitthvað upp og stundum finnur maður eitthvað nýtt í leiðinni. 5 A thing going onJJ Cale Mér finnst rosalega gott að labba og hlusta á músík. Þannig læri ég yfirleitt nýja músík sem ég þarf að læra – á labbi. Þetta lag er alltaf að skjóta upp kollinum á göngu­ túrunum mínum. Á lagalistunum mínum. Hentar vel bæði á labbi og í hausti. Kássa húsbóndans Sigurveig Káradóttir, matreiðslu­ maður og eigandi Matarkistunnar, lumar á uppskrift að indónesískri kássu sem yljar. Það besta er að hún gæti dugað í fleiri en eina máltíð. Uppskriftin að haustkássunni góðu kom reyndar frá eiginmanni hennar, Agli Helgasyni sjónvarpsmanni. „Eitt af því fáa af viti sem eiginmað­ urinn kom með í búið sem hægt er að setja á disk,“ segir Sigurveig. Uppskrift 1 kg nautahakk 2 laukar 3­4 hvítlauksrif Tómatsósa (500 ml) Sojasósa (300 ml) Vatn (4­600 ml) Madras karrí – mikið! (Þó nokkrar matskeiðar, byrjið smátt og smakkið til) Garam masala – aðeins minna (Um það bil helmingi minna en af Madras) Kóríander krydd– minnst Kássan á að malla vel og lengi – í það minnsta tvo tíma. Aðferð: n Laukur skorinn smátt og hvít­ laukurinn saxaður. Á pönnu með ögn af ólífuolíu. n Fljótlega á eftir fer hakkið á pönn­ una, eitthvað af kryddunum fylgir fast á eftir og síðan sojasósa, tómatsósa og vatn. n Þessu er leyft að malla og malla þar til mesti vökvinn er gufaður upp. Hrært í þegar maður man og smakkað til. n Bætt við kryddum eftir smekk, tómatsósu ef þarf – eða sojasósu. Þeir sem neyta ekki dýraafurða geta léttilega breytt uppskriftinni. Í stað nautahakks er hægt að velja soja­ hakk. Þá þarf ekkert vatn, bara smá slettu af sojasósu og mun minna af bæði tómatsósu og kryddum. Gæðatími í sundi Kolbrún Pálína Helgadóttir dagskrárgerðar­ kona hefur verið önnum kafin á árinu. Afraksturinn kom í ljós í vikunni þegar hún frumsýndi fyrsta þáttinn í nýrri þáttaröð um ástina í Sjónvarpi Símans. „Það sem hreyfði mest við mér var það hversu viljugt fólk var að ljá þessu verkefni rödd sína, bæði fagfólk og aðrir, hvað það var óeigin­ gjarnt að deila erfiðum sögum sínum í von um að þær geti hjálpað öðrum. Hvað það var opið og hugrakkt að hleypa okkur inn í einkalíf sitt. Það segir okkur að málefnið er fólki kært,“ segir Kolbrún Pálína um þættina. Kolbrún Pálina léttir lundina á haustin með því að mæta reglulega í sund. „Það er ekki til betra geðlyf þegar dagarnir fara að styttast og veðrið fer að versna en heitu og köldu pottarnir og gufan, í það minnsta fyrir sjálfa mig, og svo er ég svo heppin að deila þessari iðju með mann­ inum mínum svo þetta er mikill gæðatími fyrir okkur sömuleiðis. Svo passa ég mig að hafa alltaf eitthvað að hlakka til sem nærir sálartetrið, smátt eða stórt með fólkinu mínu, samanber matarboð með góðum vinum, fara á fallega tónleika eða í sumar­ bústaðarferð, enda fátt fallegra en íslenska haustið.“ Eru einhver haustverk ómissandi? „Ó, já. Kjötsúpugerð og kertaljós eru fyrstu merki haustsins á mínu heimili. Elda­ mennskan tekur smá breytingum og ég færi mig meira yfir í súpur og pottrétti og mat sem hlýjar manni inn að beini. Ég hef núna í nokkur ár tínt ber og skellt í sultu á þessum tíma og prófað mig áfram með alls kyns samsetningum og blöndum sem mér finnst mjög skemmtileg iðja, svo grípur mig alltaf smá hreiðurgerð í formi aukinna kósí­ heita á heimilinu. Stundum gengur hún svo langt að maður rífur í málningar­ pensla og þess háttar – en það er bara partur af því að upplifa nýja árstíð, þá breytist orkan og smekkur­ inn með.“ – kbg 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -6 4 1 4 2 3 D 6 -6 2 D 8 2 3 D 6 -6 1 9 C 2 3 D 6 -6 0 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.