Fréttablaðið - 21.09.2019, Page 43

Fréttablaðið - 21.09.2019, Page 43
Menntunar- og hæfniskröfur · Leikskólakennaramenntun · Reynsla af starfi í leikskóla kopavogur.is Kópavogsbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem innleiðir spjaldtölvur í alla grunnskóla bæjarins. Allir kennarar í grunnskólum Kópavogs sem og nemendur á mið- og unglingastigi hafa spjaldtölvur til eigin nota til að styðja við nám, kennslu og menntun. Nemendur á yngsta stigi hafa einnig aðgang að spjaldtölvum til náms í skólanum. Verkefnastjóri upplýsingatækni tilheyrir grunnskóladeild menntasviðs og vinnur í nánu samstarfi við kennsluráðgjafa í upplýsingatækni, skólastjórnendur, kennara, tölvuumsjónarmenn og upplýsinga- tæknideild bæjarins. Helstu verkefni · Verkefnastjóri er faglegur leiðtogi í þróun og innleiðingu breyttra kennsluhátta, með áherslu á notkun upplýsingatækni í skólastarfi. · Tekur þátt í mótun námskrár um upplýsingatækni og notkun spjaldtölva í skólastarfi. · Veitir kennsluráðgjöf til kennara varðandi notkun upplýsingatækni í námi. · Hefur umsjón með mótun og miðlun lærdómssamfélags um þróun kennsluhugbúnaðar m.t.t. kennslufræði. · Skipuleggur fræðslu fyrir kennara, stjórnendur og foreldra. Menntunar- og hæfniskröfur · Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi skilyrði. · Framhaldsmenntun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg. · Þekking og reynsla af þróun upplýsingatækni í skólastarfi skilyrði. · Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. · Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnamiðuð nálgun. · Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður til að ná árangri í starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi BHM og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðið verður í stöðuna frá 1. desember 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknafrestur er til og með 30. september 2019. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Hermannsóttir deildarstjóri grunnskóladeildar Kópavogs, ragnheidur@kopavogur.is Verkefnastjóri upplýsingatækni Forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks – Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling í starf forstöðumanns á heimili fatlaðs fólks. Um er að ræða 100% starf. Helstu verkefni og ábyrgð forstöðumanns: • Innra starf og skipulag þjónustu við íbúa • Ráðgjöf og aðstoð til íbúa í daglegu lífi þeirra • Leiðsögn og ráðgjöf til starfsmanna • Daglegur rekstur, stjórnun og starfsmannamál • Áætlanagerð s.s. launa- og fjárhagsáætlanir • Einkafjármunir íbúa og heimilissjóður samkvæmt umboð • Meðferð gagna og upplýsinga • Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði þroska- þjálfunar, iðjuþjálfunar, félagsráðgjafar eða sálfræði. • Góð þekking og reynsla af stjórnun, rekstri og starfsmannamálum • Reynsla af starfi með fötluðu fólki • Góð samskipta- og samstarfshæfni • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagsfærni • Þjónustulund og snyrtimennska • Þekking á lögum og hugmyndafræði sem snúa að málaflokknum Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Hergeirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, s. 483-4000, netfang ragnheidur@arnesthing.is Umsóknum skal skilað til Sveitarfélagsins Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á netfangið ragnheidur@arnesthing.is Með umsókn skal skila upplýsingum um náms- og starfsferil. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2019. hagvangur.is Fullt af öflugu sölufólki! ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 L AU G A R DAG U R 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 6 -9 A 6 4 2 3 D 6 -9 9 2 8 2 3 D 6 -9 7 E C 2 3 D 6 -9 6 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.