Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Síða 24

Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Síða 24
22 Ibúar og lífskjör ársins 2000, á sama tíma og konum á barnsburðaraldri hefur fjölgað verulega. Fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu hefur lækkað um 47% frá meðaltali áranna 1961-65 til ársins 2000 (tafla 2.2.2.). Mest lækkar fjöldinn milli 1961-65 og 1971-75 eða úr 3,9 bömum í 2,8 böm á hverja konu. Þessar breytingar endurspeglast í aldursbundinni frjósemi kvenna, sem hefur lækkað verulega frá árinu 1961 til 2000. Vert er að benda á að lækkun er hlutfallslega meiri meðal kvenna 15-24 ára og 40-49 ára en annarra kvenna. Meðal-, mið- og tíðasti aldur mæðra allra bama og frum- burða á sama tímabili kemur fram í töflu 2.2.3. Taflan endurspeglar hækkandi aldur mæðra við fæðingu barna og sérstaklega þó við fæðingu frumburða. Hlutfall barna sem ekki eiga foreldra í sambúð við fæðingu sveiflast á tímabilinu 1961-1999, en er rúm 12% bæði í upphafi og í lok tímabilsins. Breyting er hins vegar veruleg á þann veg að hlutfall foreldra í hjúskap lækkar en hlutfall foreldra í skráðri sambúð vex (tafla 2.2.4.). 2.2.2. Frjósemi, samanburður við lönd á Evrópska efnahagssvæðinu Island sker sig úr öðmm iðnríkjum í fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu (tafla 2.2.5.). Þegar löndum Evrópska efnahagssvæðisins er raðað eftir fjölda barna á ævi hverrar konuárið 1998erlslandíefstasæti. Arið 1960varþessitala hæst hér á landi, en áratug síðar voru kaþólsku löndin Irland, Portúgal og Spánn hærri eða jafnhá, og 1980 var Irland enn hærra en Island. Hér er rétt að hafa í huga að Island hefur síðustu þrjá áratugi verið í hópi þeirra landa þar sem atvinnu- og menntunarþátttaka kvenna er hvað mest. Sérstaða Islands í frjósemi miðað við sambærileg lönd er því ótvíræð. Lækkun á fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu milli 1960 og 1970 bæði á Islandi og í öðrum löndum er samfara áðumefndri aukningu atvinnu- og menntunar- þátttöku kvenna og tilkomu nýrra getnaðarvarna. Island hefur lengi greint sig frá nágrannalöndunum hvað varðar fjölda bama fæddra utan hjónabands. Tafla 2.2.6. sýnir hlutfall þessara bama af fæddum bömum í löndum Evrópska efnahagssvæðisins árin 1960-1998. I töflunni er löndunum raðað eftir hlutfallstölum ársins 1998. Öll árin er þetta hlutfall hátt á Islandi. En frá 1990 minnkar munurinn milli Islands og annarra landa og þó sérstaklega hinna Norðurlandanna. Eins og tafla 2.2.4. sýnir vora aðeins 12,3% nýfæddra bama á Islandi 1998 í raun „óskilgetin", þ.e. foreldrar þeirra vom hvorki í hjúskap né í sambúð. Skýringar á hlutfallslegri fjölgun barna fæddra utan hjóna- bands á Vesturlöndum er eins og á Islandi ekki síst að leita í aukinni sambúð á kostnað hjónabands. 2.3.1. Fjölskyldur og heimili. Upplýsingar um samsetningu heimila á Islandi hafa verið af skomum skammti. Skilgreining þjóðskrár Hagstofu Islands á kjarnafjölskyldum byggir á skilgreiningum skattalaga, sem aftur byggja á lögum um sjálfræði einstaklinga og eldri hefðum. Sú skilgreining telur saman í fjölskyldu börn innan 16 ára aldurs (innan 17 ára árið 1999 og innan 18 ára frá og með árinu 2000 vegna breyttra sjálfræðislaga) og annað foreldra eða bæði ef þeir eru í hjúskap eða skráðri sambúð. Einnig telur hún bamlaus hjón mynda fjölskyldu. Allir aðrir teljast búa einir, burtséð frá hvort þeir búi á heimilum með öðrum eða ekki. Þessi skilgreining gefur ekki tækifæri til að nota þjóðskrárupplýsingar til að fá mynd af samsetningu heimila í landinu. Slíkar upplýsingar hafa manntöl veitt, en þau hafa ekki verið gerð í sama mæli á síðari hluta 20. aldar og áður. Kjamafjölskyldur samkvæmt þjóðskrá árin 1991-2000 koma fram í töflu 2.3.1. Hlutfall fjölskyldna með böm innan 16 ára aldurs lækkaði örlítið á tímabilinu 1991-1998 eða um rúm 3%, en hlutfall fjölskyldna án barna (fólk í hjónabandi eða sambúð) óx um rúm 3%. Hlutfall fjölskyldna einstæðra foreldra breyttist nær ekkert frá árinu 1991- 1998. A tímabilinu voru um 39% mannfjölda 16 ára og eldri utan kjamafjölskyldna. Samkvæmt þjóðskrá árin 1991— 1998, óx hlutfall barna 15 ára og yngri sem býr með öðru foreldri eingöngu úr tæpum 17% í 19% á þessu tímabili (tafla 2.3.2.). Tölur um hlutfall einstakra fjölskyldugerða árin 1999 og 2000 eru ekki sambærilegar við tölur fyrri ára, þar sem árið 1999 teljast 16 ára til bama og árið 2000 bæði 16 og 17 ára. Frá árinu 1991 hefur Hagstofa Islands framkvæmt vinnu- markaðsrannsóknir tvisvar á ári. Þær taka til úrtaks 4.400 einstaklinga á aldrinum 16-74 ára. Frá árinu 1993 hafa verið lagðar fyrir í þeim rannsóknum spumingar um aðra heimilismenn, tengsl þeirra við svarendur, aldur þeirra og kyn. A grundvelli niðurstaðna vinnumarkaðsrannókna og upplýsinga frá stofnunum aldraðra um fjölda vistmanna 75 ára og eldri, hafa fengist upplýsingar um samsetningu heimila í landinu. Upplýsingar um einkaheimili eftir fjölskyldugerð árin 1993-2000, sem fram koma í töflum 2.3.3. til 2.3.6. byggja á úrvinnslu vinnumarkaðsrannsókna. Þar telst bam á heimili hver sá sem er yngri en 25 ára og býr hjá öðm hvora foreldra sinna eða báðum. Hjón eða foreldri sem búa með bömum sínum sem öll em 25 ára eða eldri em flokkuð með öðmm heimilum. Frá árinu 1993 til 2000 fjölgaði einkaheimilum um ellefu þúsund eða 12%. Þar af fjölgaði einsmannsheimilum um fimm þúsund eða 23% og heimilum einstæðra foreldra fjölgaði um tæp tvö þúsund eða fjórðung. Heimilum hjóna eða sambúðarfólks án barna yngri en 25 ára á heimili fjölgaði um þrjú þúsund og fimmhundruð eða 19%. Heimil- um með öðram fjölskyldugerðum fjölgaði mun minna. Meðalfjöldi á heimili lækkaði úr 2,77 árið 1993 í 2,66 árið 2000 eða um 4% (tafla 2.3.5.). Ef litið ertil meðalfjölda á heimilum með fleiri en einn íbúa er breytingin ekki mikil. Þar lækkaði meðalfjöldi úr 3,30 íbúum á heimili árið 1993 í 3,22 árið 2000, sem er 2,3%. Nánari skipting svokallaðra annarra heimila kemur fram í töflu 2.3.6. Það em samsett heimili þ.e. heimili þar sem annars vegar búa saman fleiri en tvær kynslóðir og hins vegar er um sambýli fullorðinna að ræða. Eins og við er að búast er meðalfjöldi íbúa hæstur á samsettum heimilum þar sem búa fleiri en tvær kynslóðir eða 4,3 einstaklingar árið 2000. 2.3.2. Fjölskyldur og heimili, samanburður við lönd á Evrópska efnahagssvæðinu Meðalfjöldi á heimilum á Evrópska efnahagssvæðinu síðustu 20 ár kemur fram í töflu 2.3.7.1 töflunni er löndunum raðað eftir meðalfjölda árið 1998. Hin árin em þær tölur svertar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Félags- og heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félags- og heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/1388

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.