Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Side 124

Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Side 124
122 Aldraðir 7. Aldraðir Old age 7.1. Útgjöld til aldraðra Útgjöld til aldraðra eru nær óbreytt á föstu verðlagi milli áranna 1991 og 1993, en fara vaxandi árlega eftir það. Peningagreiðslur, sem eru lífeyrisgreiðslur almannatrygginga og lífeyrissjóða, eru rúm 70% útgjalda á þessu verkefnasviði. Arið 1991 voru lífeyrisgreiðslur almannatrygginga 68% allra lífeyrisgreiðslna, en það hlutfall fer lækkandi hvert ár og var árið 2000 orðið 53% allra lífeyrisgreiðslna. í töflu 7.3.19. sjást breytingar á ámnum 1991-2000 í hlutfalli ellilífeyrisþega sem fá greiddan lífeyri eingöngu frá Tryggingastofnun ríksins, þ.e. ekkert frá lífeyrissjóðum. Þar sést að árið 1991 fengu 26% ellilífeyrisþega eingöngu ellilífeyri frá Tryggingastofnun en það hlutfall var rúm 11% árið 2000. Jafnframt kemur fram í töflunni athyglisverður kynjamunur, sem endurspeglar minni atvinnuþátttöku kvenna fyrr á tíð. Ekki eru tiltækar upplýsingar um hversu háar fjárhæðir einstaklingar eru að fá greiddar frá lífeyrissjóðum. Á þjónustusviðinu eru útgjöld vegna vistunar og búsetu stærsti liðurinn eða frá 84 til 89% útgjalda á þessu tímabili. Hér eru langlegudeildir sjúkrahúsa meðtaldar. Kostnaður félagslegrar heimaþjónustu sveitarfélaga við aldraða er sem nemur tíunda hlut kostnaðar við vistun og búsetu. Er athyglisvert hve „opna“ þjónustan er lítill hluti í samanburði við hið síðamefnda. Hinn hái hlutur atvinnurekenda í fjármögnun endurspeglar hlut tryggingagjalds í fjármögnun Tryggingastofnunar og hlut atvinnurekenda í greiðslum til lífeyrissjóða. Greiðslur til lífeyrissjóða skýra hlut hinna tryggðu í fjármögnuninni. Vert er að benda á, þótt það komi ekki fram í töflunni, að árlegar greiðslur til lífeyrissjóða nema um tvöföldum árlegum útgjöldum sjóðanna á tímabilinu. 7.2. Samanburður milli Norðurlanda Tafla 7.2.1. sýnir útgjöld á íbúa til aldraðra á Norðurlöndum árið 2000. Heildarútgjöld eru lægst á íslandi, og sama á við útgjöld vegna lífeyris, en útgjöld til þjónustu em lægri í Finnlandi. Eins og áður kom fram er aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar önnur en grannþjóðanna (tafla 2.1.8.). Til að athuga að hve miklu leiti önnur aldurssamsetning skýrir mismun útgjalda á þessu verkefnasviði er í töflu 7.2.2. sýnd útgjöld vegna aldraðra á Norðurlöndum árið 2000 á íbúa 65 ára og eldri í jafnvirðisgildum. Eins og taflan sýnir dregur úr mun heildarútgjalda milli Islands og hinna landanna og útgjöld eru hærri á Islandi en í Finnlandi í þessum samanburði. Útgjöld í Danmörku, en útgjöld þar eru hæst, eru tæplega 61% hærri en á íslandi á þessum mælikvarða í stað 107% þegar reiknað er á íbúa. Munur milli íslands og Finnlands snýst við. Útgjöld á íbúa eru 19% hærri í Finnlandi en á Islandi, en á íbúa 65 ára og eldri eru útgjöld tæplega 8% hærri á íslandi en í Finnlandi. Samkvæmt töflu 7.2.2. em lífeyrisgreiðslur á íbúa 65 ára og eldri nær tvöfalt hærri í Danmörku en á Islandi, en þær greiðslur eru hæstar í Danmörku. Athyglisvert er að á íslandi er varið álíka fjárhæðum til þjónustu og í Danmörku, en meira en þrefalt hærri fjárhæðum en í Finnlandi. Þá er einnig athyglisvert að skipting útgjalda til þjónustu í Danmörku og á Islandi er með ólíkum hætti. Þannig verja íslendingar hærri fjárhæðum í búsetuþáttinn en Danir verja hærri fjárhæðum til heimaþjónustu. Eins og fram hefur komið, skýrist hluti af þeim mun sem fram kemur á útgjöldum til aldraðra á Islandi og öðrum Norðurlöndum af annarri aldurssamsetningu þjóðarinnar. Annað þýðingarmikið atriði er að atvinnuþátttaka fólks allt að 70 ára aldri er meiri á Islandi en í hinum löndunum (sjá töflu 2.47). Það veldur því að meðalráðstöfunartekjur aldraðra eru síst lakari á Islandi en í hinum löndunum, þótt lífeyristekjur séu lægri, eins og sést í töflu 7.2.3. Þar kemur fram að meðalráðstöfunartekjur fólks 65 ára og eldra árið 1999 eru hæstar á íslandi. Taflan sýnir ennfremur að tæplega 58% heildartekna fólks á þessum aldri í sambúð á íslandi eru þáttatekjur (atvinnu- og fjármagnstekjur), en það á við tæplega fimmtung til fjórðung ráðstöfunartekna þessa hóps á öðrum Norðurlöndum. Meðal einhleypra er munurinn ekki jafn mikill, þar eru þáttatekjur 32% heildartekna á íslandi en frá 9 til 17% í hinum löndunum. Þar gætir þess að einhleypir (þar með ekkjur og ekklar) eru væntanlega eldri en þeir sem eru í sambúð og því í minna mæli á vinnumarkaði. Hér verður að sjálfsögðu að hafa í huga að um er að ræða meðaltekjur og líklegt er að dreifing sé ólík milli yngstu og elstu aldurshópanna. 7.3. Upplýsingar um peningagreiðslur og þjónustu Fyrstu töflumar sem hér fylgja sýna alla viðtakendur lífeyris (örorku-, eftirlifenda- og ellilífeyris) bæði frá almanna- tryggingum og lífeyrissjóðum eftir kyni og aldri. Þær byggja á úrvinnslu Þjóðhagsstofnunar úr launamiðaskrám vegna framtala hvers árs. Þetta eru einu tiltæku heildstæðu upplýsingarnar um viðtakendur lífeyrisgreiðslna frá lífeyris- sjóðum sem til eru. Nánar er fjallað um lífeyri aldraðra á grundvelli áður nefndrar úrvinnslu Þjóðhagsstofnunar. Ennfremur er að finna töflur um fjölda bótaþega og bótagreiðslur almanna- trygginga vegna aldraðra. Byggir það efni á upplýsingum frá Tryggingastofnun. Töflur Tryggingastofnunar um fjölda lífeyrisþega sýna fjölda í desember en töflumar sem byggja á launamiðaskrá taka til alls ársins og skýrir það mun á fjölda lífeyrisþega Tryggingastofnunar eftir þessum mismunandi heimildum. Upplýsingar um þjónustu við aldraða byggja á sjálfstæðri innsöfnun Hagstofu fslands á upplýsingum. Þar er um að ræða upplýsingar frá öllum stofnunum aldraðra og sjúkra- húsum um fjölda skipt eftir aldri og kyni sem eru í þjónustu- rými, hjúkrunarrými og í dagvistun í desember ár hvert. Loks eru upplýsingar um fjölda aldraðra sem njóta félags- legrar heimaþjónustu, sem Hagstofa fslands safnar árlega frá félagsþjónustu sveitarfélaga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Félags- og heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félags- og heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/1388

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.