Fréttablaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 16
Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Það veldur manni áhyggjum að þátttakendum á verðbréfa-markaði hefur fækkað, sem birtist okkur í því að það hefur dregið úr virkni og seljanleiki er minni en áður, og það aftur veldur því að markaðurinn er ekki að sinna því grunnhlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun félaga hverju sinni,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjár- festa, í samtali við Markaðinn. Hann bendir á að þegar leiðrétt sé fyrir Arion banka og Marel, lang- samlega stærstu skráðu félögunum, hafi velta á hlutabréfamarkaði það sem af er ári dregist saman. „Hún er núna um fimm prósent sem hlutfall af markaðsvirði félaga í Kauphöll- inni en var liðlega sjö prósent á sama tíma fyrir ári,“ útskýrir Hannes. Til að sporna við þessari þróun sé meðal annars mikilvægt að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfest- ingasjóðum með því að heimila þeim, eins og er lagt til í hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins, að taka að sér ávöxtun séreignar- sparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá nefnir Hannes að útgefendur þurfi að hlúa vel að viðskiptavökum sem séu mikilvægir fyrir verðmyndun auk þess sem það megi skoða að gera skyldusparnað í lífeyrissjóði frjáls- ari en nú er þannig að almenningur hafi meira um það að segja hvernig honum sé ráðstafað. Hann segir að Íslenskir fjárfestar, sem halda á morgun, fimmtudag, upp á 25 ára afmæli verðbréfafyrir- tækisins, hafi að undanförnu haldið á lofti þeim sjónarmiðum að það sé lykilatriði, eigi að viðhalda jafnvægi í fjármagnsflæði til og frá landinu, ekki hvað síst fyrir lífeyrissjóðina ætli þeir sér að halda áfram að fjár- festa í stórum stíl erlendis, að heima- markaðurinn sé í lagi. „Forsenda þess að við fáum innflæði fjármagns á hlutabréfamarkaðinn á móti erlendum fjárfestingum lífeyris- sjóðanna,“ að sögn Hannesar, „er að það sé virk verðmyndun og seljan- leiki. Þetta eru þau atriði sem skipta erlenda sjóði hvað mestu máli þegar þeir líta til þess að fjárfesta á íslenska markaðinum,“ segir Hannes. Lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hafa verið að taka fjármuni úr virkri stýr- ingu hjá hlutabréfasjóðum, auk þess sem sjóðunum hefur fækkað með sameiningum verðbréfafyrirtækja, og hafa því eignir þeirra sem hlut- fall af markaðsvirði skráðra félaga dregist mikið saman á síðustu árum og eru núna um sex prósent. Til samanburðar námu eignir þeirra um 15 prósentum sem hlutfall af virði félaga í Kauphöllinni fyrir aðeins rúmlega þremur árum. „Þetta þýðir með öðrum orðum,“ útskýrir Hannes, „að samkeppnin hefur í þeim skilningi minnkað og með þeim afleiðingum að skoðana- skipti á markaði eru bæði einsleitari og minni en áður.“ Á sama tíma og verðbréfasjóðum hefur fækkað og þeir minnkað, ásamt því að lífeyrissjóðir horfa einkum út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum, hafa umsvif efnamikilla einkafjárfesta verið hverfandi. Hann segir að þetta snúist að miklu leyti um „eggið og hænuna. Einkafjárfestar sýna markaðinum ekki endilega áhuga ef það er lítill sem enginn seljanleiki og aðstæður til að selja í félögum eða færa sig milli eignaf lokka eru erfiðar.“ Spurður hvort það séu ekki vax- andi líkur á því, við þessar aðstæður á markaði, að einhver félög fari að huga að afskráningu segir Hannes að það sé „vissulega hætta á að þau sjái ekki hag sínum lengur borgið með því að vera skráð á markað ef ávinningurinn af því er ekki lengur augljós“. hordur@frettabladid.is Lykilatriði fyrir fjármagnsútflæði að heimamarkaðurinn sé í lagi Hlutafé Jubileum, sem á veit-ingastaðina Cafe Paris og Snaps, var nýverið aukið um 30 milljónir króna. Þetta stað- festir Birgir Þór Bieltvedt, sem á eignarhaldsfélagið ásamt eigin- konu sinni, Eygló Kjartansdóttur, í samtali við Markaðinn. Birgir segir að veitingarekstur hafi verið erfiður síðustu misseri. Í stað þess að skuldsetja fyrirtækið væri ráðlegra að auka hlutafé. „Ég kappkosta að styrkja félögin og lækka skuldir. Þetta er liður í því,“ segir hann. Fjármunirnir muni fyrst og fremst nýtast Jubileum og Snaps en ekki Cafe Paris. Samhliða jókst hlutur Jubileum í Snaps í 85-90 prósent. Stofnendur staðarins, Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, eiga það sem eftir stendur auk kaupréttar að hlutafé. „Ég hef tröllatrú á að því að það séu góðir tímar fram undan á Íslandi. Það þarf bara að þrauka þangað til og aðlaga reksturinn breyttum forsendum,“ segir hann. Að sögn Birgis hefur rekstur Cafe Paris gengið vel að undan- förnu. Sumarið haf i verið sér- staklega gott. Framkvæmdir hafi staðið yfir í grennd við Snaps sem sett hafi strik í reikninginn en nú sjái fyrir endann á þeim. Veitinga- staðurinn sé í góðum rekstri þrátt fyrir framkvæmdirnar og fækkun ferðamanna. Eigið fé Jubileum var neikvætt um 13 milljónir króna árið 2018 sem einkum má rekja til mikils taps hjá Cafe Paris. Jubileum tap- aði 335 milljónum árið 2018 og 80 milljónum árið áður. – hvj Hlutafé Jubileum aukið um 30 milljónir Birgir Þór Bieltvedt. Samkeppnin hefur minnkað og skoð- anaskipti á markaði eru því bæði einsleitari og minni en áður. Hannes Árdal, framkvæmda- stjóri Íslenskra fjárfesta Ég hef tröllatrú á að því að það séu góðir tímar fram undan á Íslandi. Það þarf bara að þrauka þangað til. Þetta getur orðið hið versta mál fyrir viðskiptavild landsins ef ekki er brugðist skjótlega við. Guðmundur Kristjánsson, stofnandi Lucinity Viðskiptavild og orð-spor Íslands geta beðið hnek k i ef stjórnvöld bregðast ekki með skjótum hætti við því að Ísland lendi á gráum lista FATF. Vera Íslands á listanum getur tor- veldað einstaklingum og fyrirtækj- um að stofna til nýrra viðskipta hjá erlendum fjármálastofnunum að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. „Það getur orðið erfiðara fyrir ný fyrirtæki að stofna til viðskipta erlendis. Til að mynda geta erlendir bankar þurft að gera sérstaklega grein fyrir af hverju þeir samþykkja íslensk fyrirtæki í viðskipti þegar þau koma frá landi sem er á gráa listanum. Auk þess geta fyrirtæki sem eiga nú þegar í viðskiptum erlendis þurft að færa betri rök fyrir fjármagnsflutningum,“ segir Guð- mundur Kristjánsson, stofnandi fjártæknifyrirtækisins Lucinity, í samtali við Markaðinn. Hann stofnaði Lucinity á síðasta ári eftir að hafa starfað sem yfirmaður sam- skiptaeftirlits og gervigreindar hjá fjármálarisanum Citigroup. Í síðustu viku var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar full- nægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættu- söm þriðju lönd þar sem aðgerða- áætlun er í farvegi. Höftin veittu falskt öryggi Guðmundur segir að til skemmri tíma litið verði áhrifin af veru Íslands á listanum lítil. Ef það dregst hins vegar á langinn að komast af listanum getur það valdið tortryggni í viðskiptum og jafnvel haft áhrif á lánshæfi fyrirtækja og stofnana. „Þetta getur orðið hið versta mál fyrir viðskiptavild landsins ef ekki er brugðist skjótlega við,“ segir Guð- mundur sem tekur fram að stjórn- völd hafi brugðist vel við þeim athugasemdum sem FATF hefur gert. Samt sem áður séu enn stór atriði sem standi út af. „Eftir fjármálahrunið vorum við í þeirri sérstöku stöðu að allar milli- færslur til landsins voru grandskoð- aðar. Það hefur ef til vill veitt okkur falskt öryggi sem gekk þó augljóslega ekki til lengdar. Þegar fjármagns- höftum var aflétt og fé tók skyndi- lega að flæða inn til landsins komu upp nýjar áskoranir og þá er mikil- vægt að haldið sé rétt á spöðunum.“ Ástralinn dr. Justin Bercich er yfir gagnavísindum hjá Lucinity en hann starfaði áður sem gagnavísinda- maður hjá breska fjármálaeftirlitinu (UK FCA). „Skammtímaáhrifin verða óveru- leg, en ef við horfum eitt, tvö eða þrjú ár fram á veginn þá getur aðgerða- leysi skaðað orðspor Íslands og jafn- vel haft áhrif á mikilvæga hluti eins og milliríkjaviðskipti. Aðgerðir til að uppfylla kröfur FATF geta tekið tíma og þess vegna þarf að búa svo um hnútana að á næsta ári verði þessi mál komin í gott horf,“ segir dr. Bercich. „Orðspor Íslands mun ekki bíða hnekki ef stjórnvöld bregðast rétt við og með skjótum hætti. Þann- ig geta þau sýnt umheiminum að landið taki þessi mál alvarlega.“ Getum skarað fram úr Hugbúnaðarlausnin Lucinity vinnur úr upplýsingum um allar aðgerðir viðskiptavina fjármálafyrirtækis og nýtir sér gervigreind til að finna grunsamleg hegðunarmynstur. Í dag er lítil samhæfing milli banka sem gerir þeim erfitt fyrir að sjá heildar- myndina í kerfisbundnu peninga- þvætti. Lucinity gerir bönkunum kleift að læra hver af öðrum og þann- ig finna brot sem annars hefði ekki komist upp um. „Það er tvennt sem þarf að huga að. Í fyrsta lagi þarf að komast af listan- um og í öðru lagi þarf að byggja aftur upp traust. Íslenska fjármálakerfið er frekar einsleitt og með miðlæga grunna. Það felast því mikil tækifæri í því að byggja upp sameiginlegar og samþættar varnir gegn peninga- þvætti. Ef viljinn er fyrir hendi getur Ísland skarað fram úr á þessu sviði og skapað hagræði í kaupbæti. Þá eru ótalin áhrif vegna tengsla peninga- þvættis við aðra skipulagða glæpa- starfsemi,“ segir dr. Bercich. Guðmundur nefnir að árlegt umfang peningaþvættis á heimsvísu sé metið nálægt 2.400 milljörðum Bandaríkjadala og því séu miklir fjármunir í húfi. Erlend glæpasam- tök haldi úti heilu rannsóknar- og þróunardeildunum til að finna betri leiðir til peningaþvættis og staðsetja veikasta hlekkinn í keðjunni. „Ef þú ert veikasti hlekkurinn þá leitar fjármagnið til þín og það er nákvæmlega það sem gerðist hjá Danske Bank í Eystrasaltslöndunum sem var þá veikasti hlekkurinn í Evr- ópu.“ Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. Stjórnvöld funda beggja vegna Atlantshafsins Stjórnvöld vinna nú hörðum höndum að því að koma málinu í betri farveg. Samkvæmt minnis- blaði utanríkisráðuneytisins um samskipti ráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum með þarlendum ráðamönnum kemur fram að sendiherrann hafi átt fund 7. október síðastliðinn með nokkrum embættismönnum bandaríska utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Fundurinn var haldinn sama dag og tilkynnt var um athugasemdir FATF. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að samkvæmt heimildum blaðsins hafi fulltrúar stjórnvalda fund í höfuðstöðvum FATF-sam- takanna í París í þarsíðustu viku. Vænta má niðurstöðu á fundi fulltrúa allra aðildarríkja FATF sem hófst í gær og lýkur á föstudag. Guðmundur og dr. Justin Bercich hafa víðtæka reynslu af vörnum gegn peningaþvætti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 6 -E 8 5 C 2 4 0 6 -E 7 2 0 2 4 0 6 -E 5 E 4 2 4 0 6 -E 4 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.