Fréttablaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 18
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Rekstur Iceland Sea-food International, sem stefnir á Aðallista í Kauphöllinni í kjölfar hlutafjárútboðs sem hófst í dag, hefur tekið
stakkaskiptum á skömmum tíma.
Til að bregða ljósi á umbreytinguna
í rekstrinum segir forstjórinn Bjarni
Ármannsson að virðisaukandi
starfsemi fyrirtækisins hafi vaxið
hratt frá árinu 2013. Árið 2013 hafi
hlutfallið verið 29 prósent af veltu
en hafi vaxið í 61 prósent. Virðis-
aukandi starfsemin hafi áður lagt
til 26 prósent af hagnaði Iceland
Seafood en hlutfallið sé nú 91 pró-
sent af hagnaði.
Á tveimur árum hafa tekjur fyrir-
tækisins aukist um 79 prósent í tæp-
lega 450 milljónir evra, jafnvirði 62
milljarða króna, ef tekjuspá ársins
2019 gengur eftir. Vöxtinn má að
langmestu leyti rekja til kaupa á
tveimur fyrirtækjum í fyrra. Þróun
tekna var svo til f löt á árunum 2013
til 2017.
Keypti tvö fyrirtæki
Iceland Seafood keypti 67 prósenta
hlut í Oceanpath á Írlandi en lykil-
stjórnendur þess fyrirtækis eiga
það sem eftir stendur. Þá keypti
fyrirtækið að fullu rekstur Icelandic
Ibérica á Spáni og styrkti þar með
verulega stöðu sína í Suður-Evrópu.
Markaðssvæði Iceland Seafood er
fyrst og fremst Evrópa og Bjarni
nefnir að fyrirtækið sé með sterka
stöðu á sínu sviði í Suður-Evrópu.
Bjarni var áður á meðal hluthafa
Icelandic Ibérica, hann eignaðist
um 11 prósenta hlut í Iceland Sea-
food við samruna Iceland Sea-
food og Icelandic Ibérica og varð
fyrir vikið stærsti hluthafinn. Þrjú
útgerðarfyrirtæki, sem jafnframt
eru birgjar Iceland Seafood, eiga
ríflega 10 prósenta hlut hvert í félag-
inu. Þau eru FISK-Seafood, Jakob
Valgeir og Nesfiskur.
Hann segir að verkefnið fram
undan sé að ná fram aukinni hag-
ræðingu í rekstrinum í kjölfar fyrir-
tækjakaupanna í fyrra. „Við erum
ekki upptekin af tekjuvexti heldur
viljum við ná meiri verðmætum úr
þeim viðskiptum sem við búum að
í dag. Öllum nýjum viðskiptavinum
er þó fagnað en áherslan verður á að
auka arðsemi félagsins.“
Horfa til aukins hagnaðar
Stjórnendur Iceland Seafood horfa
til þess að auka hagnað fyrirtækis-
ins fyrir skatta í 20 milljónir evra
á næstu þremur til fimm árum.
Til samanburðar var sá hagnaður
rúmlega þrjár milljónir evra árið
2016, tæplega 11 milljónir í fyrra og
verður um 11,0 til 11,8 milljónir evra
í ár ef útgefin afkomuspá félagsins
rætist. Bjarni segir að með aukinni
samlegð og fjárfestingu í sjálfvirkni
megi ná þeim árangri.
„Markmiðið er að sameining Ice-
landic Ibérica við starfsemi Iceland
Seafood á Spáni muni leiða til 3 til
3,5 milljóna evra árlegs rekstrarhag-
ræðis á næstu tveimur árum. Það
hagræði felst einkum í tilfærslu á
framleiðslueiningum, minni f lutn-
ingskostnaði og fækkun í yfirstjórn.
Auk þess munum við fjárfesta í
ríkari mæli í rekstrinum. Með hóf-
legum fjárfestingum munum við
auka skilvirkni samstæðunnar. Það
er ekkert eitt atriði sem eitt og sér
mun ná fram þessum aukna hagn-
aði en við vinnum náið með stjórn-
endum á hverjum stað til að auka
hagkvæmni,“ segir hann.
Sem dæmi nefnir Bjarni að nýver-
ið hafi verið fjárfest í f lökunarlínu
frá Marel fyrir starfsemina á Írlandi
í því skyni að f laka lax. Áður en
fjárfest var í tækjabúnaðinum hafi
fyrirtækið keypt 1.500 tonn af f lök-
uðum laxi á ári. Stefnt sé að því að
fjárfestingin skili sér á einu og hálfu
ári.
„Við rekum sjö verksmiðjur, tvær
á Írlandi, tvær í Bretlandi, tvær á
Spáni og eina í Argentínu,“ segir
Bjarni.
Iceland Seafood hefur
tekið stakkaskiptum
Forstjóri félagsins segir að vilji standi til að nýta gott aðgengi að fjármála-
markaðnum til að vaxa enn frekar. Víða séu tækifæri til að auka skilvirkni.
Brexit skapi truflun og óhagræði. Munu greiða hluta af hagnaði í arð.
„Við viljum því nýta gott aðgengi að fjármálamarkaðnum til að vaxa enn frekar,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood. „Fjármálamarkaðurinn hér skilur sjávarútveg.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Er stefnt að auknum fjárfestingum
í rekstri þeirra?
„Það eru víða tækifæri til að
auka skilvirkni og ná fram umtals-
verðum sparnaði. Í Argentínu erum
við að auka hagkvæmni og stærð
rekstrarins með því að fjárfesta
í aukinni vinnslugetu og frysti-
geymslum. Í ljósi efnahagsumhverf-
is í Argentínu þurfa fjárfestingar þar
í landi að hafa tiltölulega stuttan
endurgreiðslutíma.“
Ögrandi umhverfi
Það mun ef laust reyna mikið á
stjórnendur fyrirtækjanna á næstu
misserum við að tvinna saman
reksturinn og auka hagræðið?
„Já, það mun gera það. Verk-
efnið er á margan hátt krefjandi.
Umhverfið er jafnframt ögrandi.
Til dæmis verða stjórnendur í Bret-
landi að bregðast við fyrirhugaðri
útgöngu Bretlands úr Evrópu-
sambandinu (Brexit). Samkvæmt
nýjustu fréttum mun hún bresta
á í lok mánaðarins, þótt það gæti
breyst. Það hefur farið mikill tími
og þróttur í að undirbúa það.“
Hvaða áhrif hefur Brexit á rekst-
urinn?
„Brexit veldur truf lun og óhag-
ræði. Í Bretlandi erum við fyrst og
fremst að selja frystivörur, það er
því ekki um viðkvæmar ferskvörur
að ræða. Hrávörurnar koma ekki frá
Evrópusambandinu heldur Barents-
hafinu í gegnum Noreg og Rússland
og frá Asíu í gegnum Kína, Víetnam
og Indland.
Við höfum brugðist við með því
að auka birgðir. Ef það kemur stopp
í aðfangakeðjuna getum við áfram
af hent fisk, þótt það sé að sjálf-
sögðu bara í takmarkaðan tíma. Við
höfum einnig lagt okkur fram við að
laga okkur að breyttu umhverfi.“
Í hlutafjárútboði Iceland Sea-
food, sem lýkur á föstudag, er 9,6
prósenta hlutur í fyrirtækinu boð-
inn til sölu. Miðað við neðri mörk í
útboðinu er stefnt að því að afla að
lágmarki 2,1 milljarðs króna í nýju
hlutafé. Miðað við það er markaðs-
virði fyrirtækisins um 22 milljarðar
króna.
2018 ár umskipta
Hvers vegna er horft til skráningar á
Aðallista Kauphallarinnar?
„Þetta er eðlilegt skref í rekstri
Iceland Seafood. Félagið hefur verið
skráð á First North-hliðarmarkað-
inn frá árinu 2016. Á þeim tíma
hefur fyrirtækið í ríkari mæli lagt
áherslu á virðisaukandi starfsemi
nær mörkuðum sem kemur berlega
fram í fjárfestingum fyrirtækisins í
sterkum framleiðslueiningum stað-
settum á mörkuðum sem eru dyggi-
lega studdar af sterkum innkaupa-
og sölueiningum, bæði á Íslandi og
alþjóðlega.
Árið 2018 var ár umskipta hjá
Iceland Seafood þegar það keypti
meirihluta í Oceanpath, sem er
stærsta fyrirtækið á Írlandi í sölu
á fersku sjávarfangi til smásala, og
Icelandic Ibérica á Spáni. Við þann
samruna er Iceland Seafood orðið
stærsta félagið í sölu og vinnslu á
íslenskum þorski á Spánarmarkaði
og gaman að nefna það í framhaldi
að Spánn er aftur orðinn stærsti
markaður Íslendinga fyrir þorsk-
afurðir.
Markmiðið með skráningunni er
að styrkja félagið og undirbúa það
undir enn frekari vöxt,“ segir Bjarni.
Eftir hlutafjárútboðið verður
eigin fjárhlutfall Iceland Seafood
um 40 prósent en árið 2016 var hlut-
fallið um 20 prósent. „Þetta verður
mikil og jákvæð breyting,“ segir
hann.
Munu greiða arð
Að því búnu er stefnt að því að
eiginfjárhlutfallið verði ávallt yfir
35 prósentum og að 20 til 40 prósent
af hagnaði verði greidd í arð árlega.
Bjarni segir að það sé nýmæli, Ice-
land Seafood hafi ekki áður greitt
arð með reglubundnum hætti.
Hvað breyttist hjá Iceland Sea-
food við þennan samruna?
„Styrkur félagsins í Suður-Evrópu
jókst til muna því þau félög sem
hafa barist hvað harðast innbyrðis,
sum sé Iceland Seafood og Icelandic
Við erum ekki
upptekin af tekju-
vexti heldur viljum við ná
meiri verðmætum úr þeim
viðskiptum sem við búum
að í dag.
1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
1
6
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
6
-F
C
1
C
2
4
0
6
-F
A
E
0
2
4
0
6
-F
9
A
4
2
4
0
6
-F
8
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K