Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.10.2019, Qupperneq 22
Hægt verður að stórefla kennslu í endurlífgun og auka lífslíkur þeirra sem fara í hjartastopp. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.is Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Það er mikill mannauður sem samtökin hafa safnað sér í gegnum tíðina, sjálf boða- liðar, sem vinna án endurgjalds fyrir samtökin. Hjartaheill hafa treyst á sjálf- boðaliða í sínum röðum frá stofnun samtakanna. Við höfum í því sambandi verið heppin að hafa fengið í raðir okkar virka þátttak- endur sem hafa mótað umhverfi sitt og samfélagið okkar. Þeim ber að þakka. Nú förum við af stað með átak til að vekja fólk til umhugsunar um hversu mikilvægt það er að bregðast við hjartastoppi. Mikilvægt er að bregðast strax við. Við höfum sent inn á hvert heimili í landinu upplýsinga- bækling og leggjum áherslu á það að sem flestir kynni sér efnið. Við höfum styrkt verkefni sem ber nafnið BÖRNIN BJARGA, og stuðlar að innleiðingu markvissrar kennslu í endurlífgun í grunn- skólum landsins. Að sýna almennt þakklæti er afar mikilvægt í mannlegum sam- skiptum og felur í sér jákvæðan hug til þeirra sem þakklætið beinist að. Almennt þarf ekki mikið til. Nóg er að segja orðin: „Takk fyrir,“. Það er að minnsta kosti ágæt byrjun. Þakklæti er innri upplifun og ytri tjáning. Innra þakklæti lýtur að því sem við erum, eigum, höfum og því sem við verðum ekki fyrir, t.d. áföllum og að við fáum að halda heilsu. Þakklæti felst í því að kunna að bera kennsl á það sem virðist sjálf- sagt og læra að meta það mikils. Fyrir hönd samtaka okkar vil ég nota tækifærið og þakka fyrir fram öllum þeim sem taka þátt í þessu verkefni, hvort heldur með fjárstyrk eða vinnu og hafa lagt fram sinn skerf við að móta sögu okkar frá liðnum tíma og gert allt það sem við höfum framkvæmt mögulegt. Með hjartans kveðju, Sveinn Guðmundsson formaður Hjartaheilla. Þakklæti til þjóðarinnar Sveinn Guðmundsson. Bæklingnum verður dreift á öll heimili landsins. Geymið bæklinginn. BÖRNIN BJARGA nefnist átak Hjartaheilla. Því er ætlað að safna fé til kaupa á æfinga- dúkkum fyrir skóla landsins. Með dúkkunum verður hægt að ná góðum árangri í að stórefla kennslu í endurlífgun og auka lífs- líkur þeirra sem fara í hjartastopp. Geymið bæklinginn. Átakið BÖRNIN BJARGA stuðlar að innleiðingu markvissrar kennslu í endurlífgun í grunn- skólum landsins þar sem áherslan er lögð á öruggt hjartahnoð við hjartastoppi. Átakið er unnið af Endurlífgunarráði í samráði við Landlæknisembættið og stutt af frjálsum félagasamtökum og Sjóvá. Forsenda þess að átakið BÖRN- IN BJARGA nái góðum árangri, er að æfingadúkkur séu tiltækar í sem flestum skólum um allt land, svo kennsla í endurlífgun geti farið fram með raunhæfum hætti. HJARTAHEILL standa fyrir fjár- öflun til kaupa á æfingadúkkum. Með góðum árangri verður hægt að stórefla kennslu í endurlífgun og auka lífslíkur þeirra sem fara í hjartastopp. Hjartaheill eru landssamtök um heilbrigði hjartans, bætta heilsu og lífsgæði í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúk- dóma. Í samtökunum er fagfólk, hjartasjúklingar, aðstandendur og annað áhugafólk. Nánari upplýsingar á hjartaheill.is og facebook.com/hjartaheill Þegar hringt er í síma 903 7100 er hægt að leggja verkefninu lið með 3.500 króna fjárframlagi. Einnig er hægt að leggja inn á reikninginn 0513 26 1600, kt. 511083 0369. Börnin læra að bjarga lífi fólks Á næstu dögum kemur bæklingurinn Hjartastopp inn á öll heimili landsins. Bæklingurinn inniheldur áríðandi upplýsingar um viðbrögð við hjartastoppi, ásamt hvatn- ingu um stuðning við forvarnarstarf Hjartaheilla. BÖRNIN BJARGA. Æfingadúkkan sem safnað verður fyrir til að þjálfa börn í grunnskólum landsins. Hjartaheill eru landssamtök um heilbrigði hjartans, bætta heilsu og lífsgæði í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma. Í samtökunum er fagfólk, hjartasjúkl- ingar, aðstandendur og áhugafólk. Munum landssöfnun Hjartaheilla! 1) Hringdu í 112! 2) Hnoðaðu! 3) Fáðu hjartastuðtæki! HJARTASTOPP 2 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RÞÚ GETUR HJÁLPAÐ 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 6 -E 3 6 C 2 4 0 6 -E 2 3 0 2 4 0 6 -E 0 F 4 2 4 0 6 -D F B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.