Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 15
NOKKUÐ er um, að fólk aumki sig yfir fuglsunga, sem það rekst á úti í náttúrunni, og komi með þá í Hús- dýragarðinn. Hér virðist þó oft vera á ferðinni velviljaður misskiln- ingur á eðlilegum gangi náttúrunn- ar. Af þessum sökum hefur starfs- fólk Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins beint þeim tilmælum til fólks, að það leyfi ungunum að vera í friði í sínu umhverfi. Vissulega geti verið hætta á, að þeir verði köttum og mávi að bráð en oftar en ekki séu foreldrarnir ekki langt undan. Þeir kunni ýmislegt fyrir sér í því að vernda afkvæmin. Látum ungana í friði MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 15 FRÉTTIR ÁKVEÐIÐ hefur verið að Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar sjúkratryggingarstofnunar sem tekur til starfa í haust, verði starf- andi stjórnarformaður stofnunar- innar þangað til forstjóri hefur ver- ið skipaður. Það kemur í hlut starfandi stjórnarformanns að undirbúa starfsemi nýju stofnunarinnar og taka nauðsynlegar ákvarðanir í samráði við heilbrigðisráðherra og stjórn stofnunarinnar. Lögð er áhersla á mikilvægi samráðs við Tryggingastofnun ríkisins við und- irbúninginn en hún annast nú af- greiðslu sjúkratrygginga í umboði heilbrigðisráðherra. Umsóknarfrestur um starf for- stjóra hinnar nýju stofnunar er til og með 15. sept- ember næstkom- andi. Umsækj- endur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capa- cent-ráðninga, www.capacent- .is, og senda jafn- framt grein- argóðar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Skipað verður í stöðuna til fimm ára í senn. Um laun og önnur starfs- kjör fer samkvæmt ákvörðun kjar- aráðs. jonhel@mbl.is Benedikt starfandi stjórnar- formaður til haustsins Benedikt Jóhannesson EINS og kunnugt er fór stórgrýti af stað í hlíðum Ingólfsfjalls þegar jarðskjálftinn á Suðurlandi reið yfir í maímánuði. Almannavarnanefnd- ir á jarðskjálftasvæðinu á Suður- landi hafa nú látið meta hættu á grjóthruni í kjölfar jarðskjálftanna. Í tilkynningu þeirra segir: „Niðurstöður rannsókna eru þær að hætta á grjóthruni er talin hafa aukist á svæðinu kringum Ham- arinn við Hveragerði, Reykjafjall og Ingólfsfjall. Almannavarna- nefndir hvetja fólk til sýna sérstaka aðgát og vera ekki á ferð á um- ræddum svæðum að nauðsynja- lausu.“ Telja hættu á grjóthruni Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hrun Grjót í hlíðum Ingólfsfjalls. FRJÓMAGN í Reykjavík í apríl og maí var vel yfir meðallagi og ekki hefur áður verið meira um asp- arfrjó. Síðan tók birkið við en var aðeins í meðallagi. Frjótala grasa í Reykjavík er enn lág en grösin hafa tímann fyrir sér og einnig súran. Á Akureyri var kalt framan af og byrjaði öspin að dreifa frjókornum 16. maí en þau hafa að- eins verið í meðallagi. Birkið kom með hvelli síðustu helgi í mán- uðinum og hafa frjókorn þess aldrei verið fleiri. Fyrir norðan lætur gras- ið yfirleitt ekki á sér kræla í maí. Mikið um asparfrjó FÉLAGSMENN í Starfsmanna- félagi Suðurnesja hafa samþykkt samhljóða nýgerðan kjarasamning við ríkið. Um 45% félagsmanna sem eru með samning við ríkið og starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja greiddu atkvæði og samþykktu samninginn samhljóða. Samið á Suðurnesjum STUTT          Betra gengi - miklu betra verð! Verðlækkun á takmörkuðu magni af ferðavögnum. Tryggðu þér topp-græju núna. Höfum náð að lækka verð verulega á hjólhýsum og húsbílum frá Dethleffs og bjóðum einnig mjög góð tilboð á Camp-let tjaldvögnum og Starcraft fellihýsum. Settu þig í samband við sveigjanlega sölumenn okkar núna! - lífið er leikur Mótormax - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400www.motormax.is VER ULE G verðl ækku n! Starcraft fellihýsi frá 1.299.000. Hjólhýsi frá 2.150.000. Camp-let tjaldvagn frá 699.000 og frá 7.990.000 fyrir lúxus Dethleffs-húsbíl! Opið á lauga rdag 12–16 VERÐDÆMI Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is LANDEIGENDUR höfðu betur en ríkið í 103 tilvikum af 119 þegar óbyggðanefnd kvað upp úrskurð fyr- ir austanvert Norðurland í gær. Fallist var á sjónarmið ríkisins að öllu leyti í 13 tilvikum en að hluta í þremur. Þau svæði sem úrskurðuð voru þjóðlendur eru fyrst og fremst hálendissvæði norðan Vatnajökuls, t.d. Ódáðahraun og Krepputunga. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, var kát með úr- skurðinn, en ríkið hafði gert kröfur um 60% lands í hreppnum en ekki var fallist á neinar kröfur. „Þetta segir okkur það að kröfurnar voru allt of frekar hjá ríkinu,“ segir Guðný, og bætir við að kröfugerðin hafi valdið úlfúð og auknum kostnaði og grátlegt væri að ríkið skyldi fara fram með þessum hætti. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður, er líka ósáttur við kröfugerð ríkisins og segir hana að miklu leyti hafa ver- ið óþarfa. Ríkið hafi haldið því fram að allar jarðir í meira en 500 metra hæð væru þjóðlendur en slík regla eigi sér ekki neina stoð. Aðspurður um þýðingu úrskurðanna sagði hann að þeir hlytu að verða til þess að „ríkið dragi mjög úr kröfugerð sinni það sem eftir er í þjóðlendumálum. Þetta hefur einkennst af allt of mikl- um tilburðum.“ Hann bendir á að þótt landeigendur fái lögfræðikostn- að bættan verði þeir fyrir miklum kostnaði við gagnaöflun og annað og þann kostnað fái þeir ekki bættan. Með nokkurri einföldun má segja að allt land á Íslandi skiptist skv. lög- um í tvo flokka: í eignarlönd og þjóð- lendur. Íslenska ríkið er eigandi þjóðlendna en þar geta einstakir að- ilar átt takmörkuð eignarréttindi, t.d. beitarréttindi. Hlutverk óbyggðanefndar er að ákvarða hvaða lönd séu þjóðlendur og er ferlið þannig að nefndin tekur fyrir ákveðið svæði og í framhaldinu lýstir fjármálaráðherra kröfum sín- um. Jarðeigendur og sveitarfélög lýsa á móti kröfum sínum. Loks kveður nefndin upp úrskurð en hon- um má skjóta til dómstóla. Sigur landeigenda  * + & ' , #  & -. & '$ /$  ,%& 0  ( ,' (1 & 2 /& $ $  &' $    + & '        ( ,' &1 &                  Óbyggðanefnd féllst á 13 kröfur ríkisins af 119 UM 300 börn úr leikskólum og íþróttafélögum á Akureyri hlupu þegar vin- áttuhlaupið World Harmony Run hófst þar í bæ í gær. Börnin hlupu ásamt fulltrúum úr bæjarráði Akureyrar og alþjóðlegu hlaupaliði sem mun bera vináttukyndilinn frá Akureyri til Reykjavíkur. Vin- áttuhlaupinu lýkur í Reykjavík næsta mánudag. Hlaupið er hluti af stórri vináttuhlaupskeðju sem fer um öll 49 lönd Evr- ópu í boðhlaupi sem hófst 27. mars í Róm og lýkur 6. október í Prag. World Harmony-vináttuhlaupið fer í ár fram í yfir 100 löndum og er gert ráð fyrir að þátttakendur verði vel á aðra milljón. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Án vináttu ekkert líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.