Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 33 MINNINGAR ✝ Emma Magnús-dóttir fæddist á Grund í Svarfaðar- dal 15. mars 1923. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 2. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Pálsson bóndi á Grund, f. í Göngustaðakoti 26. ágúst 1883, d. í Siglufirði 6. maí 1962 og kona hans Þórunn Sigurðar- dóttir, f. í Tjarnargarðskoti 6. maí 1888, d. í Siglufirði júní 1951. Emma var 9. í röð 13 systk- ina: 1) Olga, f. 6. júní 1908, d. 24. janúar 1971, 2) Sigurður, f. 8. 1928 og 13) Brynja, f. 26. mars 1930. Emma var heitbundin Jóni Hrólfi Sigurðssyni skipstjóra frá Flatey á Skjálfanda, f. 6. febrúar 1921, hann fórst ásamt allri áhöfn, með vélbátnum Öldunni frá Seyðisfirði, í aftakaveðri 9. febrúar 1946. Foreldrar hans voru Jónína Lovísa Jensdóttir og Sigurður Jónsson. Emma og Jón Hrólfur áttu dóttur, Hrólfdísi f. 9 sept, 1945, hún er gift Baldri Þ. Bóassyni, og þeirra sonur er Jón Hrólfur, f. 5. mars 1977. sam- býliskona hans Ólöf K. Daníels- dóttir, fyrir átti Baldur dótturina Auði , gift Erling Pétri Erling- syni og þeirra börn, Erling Karl , Atli Freyr, og Hildur. Emma starfaði um tíma á sjúkrahúsi Siglufjarðar og við ýmis störf sem verkakona. Útför Emmu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. janúar 1910, d. 7. febrúar 1979, 3.) Skúli, f. 8. júní 1912 , d. 5. október 1964, 4) Guðrún, f. 28. jan- úar 1914, d. 15. febr. 2002, 5) Anna Frið- rikka, f. 2. apríl 1916., d. 26. júní 1948, 6) Páll, f. 21. mars 1918, d. 23. júlí 1974 , 7) Eldjárn, f. 19. mars 1920, 8) Björn, f. 27. septem- ber 1921, d. 29. sept- ember 1986, 9) Emma, sem hér er minnst, 10) Þorbjörg, f. 10. júní 1924, d. 18. nóvember 2000, 11) Erna Daní- elína, f. 21. nóvember 1925, d. 1. mars 1992, 12) Fjóla, f. 31. maí Til Emmu Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Kveðja, Ólöf Kristín. Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum árin. Þegar ég sest niður og reyni að skrifa, langar mig að segja svo margt en get einhvern veginn svo lítið skrifað. Ég veit að núna ertu á betri stað og ég veit að núna ertu hjá honum afa sem þú ert búin að bíða lengi eftir að hitta. Ég get skrifað óendanlega mikið um hvað þú varst alltaf góð við mig og hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin, alveg sama hvað hefur bjátað á þá hefur þú alltaf hjálpað mér með þinni einstöku ró, yfirvegun og hlýju, og alltaf var hægt að leita til þín. Elsku amma, núna hugsa ég til þín og ég trúi að þú vitir hvað ég hugsa og við höfum það bara okkar á milli. Þú munt alltaf eiga stóran sess í hjarta mínu. Þú varst og ert engill. Við hittumst aftur. Þinn ömmustrákur, Hrólfur. Í dag verður Emma Magnúsdóttir ömmusystir mín lögð til hinstu hvílu. Margs er að minnast, þó er sumt ferskara í minni en annað. Þau voru ófá skiptin sem ung dama fór yfir til frænku í heimsókn. Spjallað var um heima og geima, menn og málefni og voru skoðanir oft ákveðnar og ung- æðislegar. Frænka hlustaði þolinmóð, örlítið kímin, hafði húmor fyrir hlutunum og oftar en ekki endaði samtalið með brosi og setningunni: þú ert nú alveg ágæt, litla mín. Emma frænka mín var fríð og fal- leg kona, kærleiksrík og hjartahlý og þannig man ég hana alla tíð. Hún sýndi mér ávallt væntumþykju og elsku, jafnvel þó stelpan væri erfið og fúllynd á stundum, eða þegar gassagangur í bland við svolitla frekju var alveg að fara með ungling- inn. Aldrei féllu styggðaryrði, heldur var reynt að tala á jákvæðum og uppbyggilegum nótum sem fengu fúla unglingsstúlku til að brosa aftur og enn sagði hún: þú ert nú alveg ágæt, litla mín. Ég var heppin að alast upp um- kringd ættingjum og vinum sem ég hitti daglega. Ekki þurfti að hringja á undan sér og tilkynna komu sína. Maður einfaldlega stakk höfði inn um dyragætt, lét vita af sér og var ávallt velkominn. Ömmusystur mín- ar þekki ég vel og af góðu einu og á milli heimila þeirra skottaðist ég langt fram eftir aldri. Þetta var svo- lítið eins og að eiga ömmur á lager. Ef ein var ekki heima var önnur bara steinsnar frá og þangað var stefn- an tekin. Stundum var vinkonunum boðið með, án tillits til þess hvort vel stæði á hjá húsráðanda. Þessu tók hún Emma frænka með jafnaðargeði og gruna ég hana um að hafa haft lúmskt gaman af samræðum okkar vinkvennanna. Ég hitti Emmu oft er ég bjó á Siglufirði. Þá heimsótti ég fjölskyld- una á Hvanneyrarbraut reglulega en Emma bjó með Hrólfdísi dóttur sinni og manni hennar Baldri. Þá var setið og spjallað, drukkið kaffi og stundum snyrt og puntað eins og fín- ar konur gera. Flestar konur vilja halda sér til og þarna sátum við í eld- húsinu, þrjár kynslóðir saman og flikkuðum upp á útlitið. Þetta voru hinar skemmtilegustu stundir. Eftir að ég flutti aftur til höfuð- borgarinnar og fór norður í heim- sókn kom ég við á Hvanneyrarbraut- inni í það minnsta til að segja bless áður en ég yfirgæfi Siglufjörð. Auð- vitað spurði Emma mig frétta, vildi vita hvað gengi nú á hjá mér og mín- um. Þegar ég hafði farið yfir stöðu mála og sagt henni hvað við værum að bardúsa leit hún á mig sposk á svip og sagði: Þú ert nú alveg ágæt, litla mín. Þessi orð ylja mér um hjartarætur, eru hið besta veganesti og þau ætla ég að geyma. Ég kveð Emmu Magnúsdóttur með virðingu og þökkum fyrir allt. Hrólfdísi, Baldri, Hrólfi, Ólöfu og öðrum syrgjendum votta ég mína dýpstu samúð. Megi minningin um Emmu lifa um ókomna tíð. Anna Friðrikka Guðjónsdóttir og fjölskylda. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Emmu Magnúsdóttur frá Siglufirði sem nú er farin til fundar við eiginmann sinn sem lést til sjós allt of ungur. Ég var svo heppinn að fá að eyða flestum sumrum æskuáranna á heimili Balda föðurbróður míns, Hrólfdísar konu hans og Emmu móður hennar á Siglufirði. Á sumrin bjó ég hjá þeim og þá gengu þau mér í foreldrastað. Ég haf alla tíð litið á þau sem slík, á Hrólf son þeirra sem bróður minn og á Emmu sem ömmu mína. Ég hef því alltaf kallað hana Emmu „ömmu á Sigló“ og mun þannig minnast hennar um ókomna tíð. Ég kveð ömmu á Sigló með trega og söknuði því þar er farin hjarta- hlýjasta manneskja sem ég hef kynnst um ævina. Amma á Sigló á stóran sess í hjarta mínu, hún kom alltaf fram við mig eins og jafningja og lét mér alltaf líða eins og ég væri prins. Á þeim bænum var ekki bara boðið upp á eitthvað að drekka fyrir þreytta unga menn, sem voru búnir að hamast daglangt í kúrekaleik uppi í Hvanneyrarskál, heldur beið röð drykkja sem kúrekarnir gátu valið um; djús, kókómjólk, malt og kók í gleri. Amma á Sigló sá til þess að hennar kúrekar og prinsar færu ekki þyrstir í háttinn. Það var mér til lukku að plássið á heimilinu í þá daga var þannig að „tökudrengurinn“ þurfti að gista uppí hjá ömmu á Sigló. Það er til vitnisburðar um hennar karakter að hún nýtti þetta tækifæri til að kenna drengnum bæði að lesa og fara með faðirvorið. Hún kenndi mér líka að ef maður væri duglegur að vinna, þá gæti maður keypt sér pylsu í Matta- sjoppu og farið í bíó og keypt sér rjómaís í hálfleik, en það kallaðist hléið á sýningunni í þá daga. Elsku amma á Sigló, ég vona að þér líði vel á nýjum stað. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og góð- mennskuna sem skein af þér alla tíð. Það er bara eitt svona eintak, kannski er það þess vegna sem er svo erfitt að kveðja. Sjáumst síðar. Þinn Daði. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Kveðja frá Guðjóni, Valgerði og fjölskyldu. Emma Magnúsdóttir ✝ Pétur KristinnElísson vélstjóri fæddist í Grundar- firði 14. júlí 1960. Hann varð bráð- kvaddur um borð í Hring SH 27. maí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Elís Guðjónsson, f. 9. ágúst 1931 og Bára B. Pétursdóttir, f. 2. desember 1935. Systkini Péturs eru Ómar Bergmann, Guðjón, Ægir Már og Sigríður Elísabet. Eiginkona Péturs er Elzbieta Krystyna Elísson, f. í Póllandi 1. janúar 1955. Börn þeirra eru Adriana Karolina, f. 3. febrúar 1980, gift Einari Jó- hannesi Ingasyni, Piotr Dominik, f. 4. apríl 1985, Gabriel Arthúr, f. 5. febrúar 1993, og Daniel Kristinn, f. 27. júlí 1995. Barnabörnin eru tvö, Adam Seb- astian og Erika Nótt. Pétur ólst upp í Grundarfirði, hann lauk prófi frá Vél- skóla Íslands 1983 og var vélstjóri á skipum útgerðar Guðmundar Runólfssonar síðan. Pétur verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í litlu sjávarþorpi á landsbyggðinni er samfélagi manna þannig háttað að halda mætti að þar byggi ein fjöl- skylda. Í Grundarfirði á árunum í kringum 1960 var mannlíf með þeim hætti. Á miðju sumri það ár fæddist Pétur Kr. Elísson, ekki man undirrit- aður eftir þeim atburði þar sem ég var rétt rúmlega þriggja ára, eldri bræður mínir muna þann dag því inn- an við 100 metrar voru á milli heimila okkar. Fullyrða má að aldrei hafi orð- ið lengra en þessir 100 metrar á milli þessara fjölskyldna á lífsleiðinni. Elísi og Báru varð fimm barna auðið, fjög- urra stráka og einnar stúlku. For- eldrar mínir eignuðust sjö stráka og eina stúlku. Allur þessi hópur ólst upp saman í Grundarfirði. Sérstaða okkar var í sjálfu sér ekki sú, heldur að fram á daginn í dag heldur allur hópurinn saman. Pétur var ráðinn á Runólf SH 16. maí 1983 eða fyrir réttum 25 árum, þá nýútskrifaður úr Vélskóla Íslands. Fyrir var á skipinu Ómar bróðir hans, einnig vélstjóri, og Bára móðir þeirra vann í fiskvinnslu fyrirtækisins. Hún var með hæstan starfsaldur starfs- manna fyrirtækisins er hún lét af störfum til að njóta efri áranna. Einn- ig vann afi þeirra Pétur Konn lengi á netaverkstæði fyrirtækisins. Síðar hófu Guðjón og Ægir bræður þeirra störf á Runólfi SH. Þannig að allir þessir bræður, þeir fjórir og við sjö, unnu á sama skipinu þann tíma sem Runólfur var gerður út frá Grundar- firði. Þó náðum við ekki að vera allir samtímis um borð. Eftir að Runólfur var seldur og Hringur SH var keypt- ur fór Pétur yfir á hann en bræður hans höfðu þá horfið til annarra starfa. Það var lukka okkar fyrirtæk- is að fá að njóta starfskrafta þessarar fjölskyldu allan þennan tíma, eða frá 1976 til þessa dags. Pétur varð bráðkvaddur við störf sín á sjónum um borð í Hring SH hinn 27. maí sl. Undirritaður kann ekki að orða þann söknuð sem eftir situr við fráfall annars eins öðlings sem Pétur var, engum manni hef ég og eða mín systkini kynnst með jafnara og fal- legra geð en Pétur hafði. Ekki ætla ég að fjölyrða í löngu máli um hæfileika Péturs sem vélstjóra, en aldrei þurfti skip sem Pétur var vélstjóri á að hætta veiðum sökum vélarbilunar. Staða Guðmundar Runólfssonar hf. er miklu sterkari fyrir hæfileika hans. Fjölskyldu Péturs Kr. Elíssonar votta ég okkar innilegustu virðingu og samúð. Fyrir hönd fjölskyldu Guðmundar Runólfssonar, Guðm. Smári Guðmundsson. Pétur Kr. Elísson ✝ Elísabet Ólafs-dóttir fæddist á Siglufirði 15. apríl 1945. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 2. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- munda Sólveig Jó- hannsdóttir og Ólaf- ur Sölvi Bjarnason. Systskini Elísabetar eru Sigurveig Mar- grét, Bjarni, Jóhann Guðmundur og hálfsystir Fanney Guðrún Jónsdóttir. Jóhann Guð- mundur lifir systkini sín. Elísabet giftist 10. júlí 2004 Þorkeli Rúnari Sigurjónsyni, áður voru þau í sambúð í 40 ár. Börn þeirra eru Sigríður Þóranna, Sigurjón og Ólafur Helgi. Barna- börn Elísabetu og Þorkels eru Anna Guðrún Árnadóttir, Bjarki Þór Guðjónsson, Þorkell Rúnar Sigurjónsson, Sigþóra Sigurjóns- dóttir, Azita Sólveig Suleimani og óskírð Sigurjónsdóttir. Við sex ára aldur fluttist Elísabet með foreldrum sínum og systkinum til Vest- mannaeyja frá Siglufirði. Elísabet ólst upp í Steinholti í Vestmannaeyjum ásamt foreldrum sínum. Á unglings- árum sínum hóf hún störf í fiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Sumarið 1964 kynntist Elísabet manni sínum, Þorkeli Rúnari og bjuggu þau í 20 ár saman í Vestmannaeyjum. Haustið 1984 fluttust þau í Kópa- vog og fyrst um sinn starfaði Elísabet við fiskvinnslu og svo pizzugerð. Sumarið 1997 flytja þau aftur til Vestmannaeyja. Þar hóf hún störf hjá Vinnslustöðinni og vann fram til 20. nóvember 2007. Útför Elísabetar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Ég vil í fáum orðum minnast vin- konu minnar, Elísabetar Ólafsdóttur. Mín kynni við þau hjón Þorkel og Elísabetu hófust í byrjun árs 1985 þegar ég og fjölskyldan mín fluttu í Kópavoginn, þau Keli og Beta höfðu flutt þangað nokkru áður. Þar bjuggum við í nokkur ár en síðan fluttist fjölskyldan mín aftur til Eyja, nokkru síðar fluttu Keli og Beta einnig til Eyja. Eftir að ég flutt- ist síðan aftur á Reykjavíkursvæðið hef ég komið í heimsókn nokkru sinn- um á ári til Eyja og aldrei látið hjá líða að heimsækja þau hjónin, þar sem ég var alltaf velkominn. Ekki hefur verið að spyrja af því, gestrisn- in hefur alltaf verið í hávegum höfð, kaffi og meðlæti alltaf á boðstólnum. Beta vann sem lengst af hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum. Auk fyrirtækis í Kópavogi, því aldrei sat hún auðum höndum. Síðustu ár var hún farin að þreytast í fótum en lét ekki deigan síga og vann eins og ork- an leyfði. Síðustu mánuði var heilsu hennar verulega farið að hraka og síðast heimsótti ég þau hjónin um síðustu páska og gerði ég mér ekki grein fyrir því að þetta yrði í síðasta skiptið sem ég mundi hitta Betu. Í lokin vil ég votta Kela og börnum þeirra mína dýpstu samúð. Sigurjón Rúnar Jakobsson. Elísabet Ólafsdóttir Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.