Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 37 ✝ Fanney Bene-diktsdóttir, hús- móðir í Kringlu og síðar í Reykjavík, fæddist á Hömrum í Haukadal í Dala- sýslu 15. september 1918. Hún lést á hjúkrunardeild Seljahlíðar miðviku- daginn 28. maí síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Benedikts Jónas- sonar, f. 18.2. 1888, d. 14.9. 1948, og Guðrúnar Guðjónsdóttur, f. 28.1. 1894, d. 4.10. 1976. Systkini Fann- eyjar eru 13. Þuríður Sigurrós, f. 4.5. 1915, Kristín, f. 14.2. 1917, d. 1.12. 1998, Jónas Kristinn, f. 26.3. 1920, d. 25.11. 1971, Guðjón, f. 3.6. 1921, Jón, f. 26.1. 1923, Ragnheið- ur, f. 2.7. 1924, Guðmundur Sigur- vin, f. 3.9. 1925, d. 3.9. 2003, Elísa- bet, f. 31.1. 1927, d. 20.4. 2002, Ólafur Árni, f. 25.9. 1933, Svavar Reynir, f. 18.3. 1935, Elsa, f. 30.7. 1936, Hreinn, f. 9.12. 1937, og Fjóla, f. 24.7. 1939. Fanney giftist hinn 14.11. 1943 börn þeirra eru Skarphéðinn, f. 26.3. 1971, sambýliskona Þóra Björg Elídóttir, þau eiga eina dótt- ur, Skarphéðinn á fyrir eina dótt- ur, Valdimar, f. 6.1. 1973, sam- býliskona Ragna Hannesdóttir, þau eiga einn son, Berglind, f. 27.3. 1976, sambýlismaður Björn Óskar Andrésson, og Stefán, f. 19.4. 1980. 6) Drengur andvana- fæddur í júní 1954. 7) Stúlka, and- vanafædd, 17.3. 1956. Fanney ól einnig upp systurson sinn, Jónas Rútsson, frá átta ára aldri, f. 21.7. 1958, maki Kristín Viðarsdóttir og eiga þau tvö börn. Fanney ólst upp í heimahúsum á Hömrum. Var síðan í skemmri eða lengri tíma m.a. að Kringlu, Leið- ólfsstöðum, Kvennabrekku og Harrastöðum. Varð húsmóðir í Kringlu þegar Skarphéðinn tók þar við búi. Fluttist til Reykjavík- ur um 1991 að Safamýri 52. Árið 2004 fluttu þau hjón á dvalatheim- ilið Seljahlíð og síðan á hjúkrunar- deild Seljahlíðar þar sem hún lést. Útför Fanneyjar verður gerð frá Kvennabrekkukirkju í Dala- sýslu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Skarphéðni Jónssyni frá Kringlu, f. 14.8. 1917. Börn þeirra hjóna eru 1) Guðrún, f. 11.1. 1945, maki (óg.) Kjartan Sig- urðsson, sonur þeirra er Skarphéðinn Fannar, f. 19.8. 1988, sambýliskona María de Araceli Quntana. Fyrir átti Guðrún Bjarka Björnsson, f. 7.4. 1976, sambýlis- kona Þórdís Edda Guðjónsdóttir. 2) Sig- ríður, f. 3.4. 1946, maki Jóel Vé- steinn Þorbjarnarson, synir þeirra eru Þorbjörn, f. 8.8. 1974, sam- býliskona Ragnheiður Jónsdóttir, þau eiga tvo syni, og Viðar, f. 5.2. 1977, sambýliskona Þórunn Björk Einarsdóttir, þau eiga eina dóttur, fyrir átti Viðar tvær dætur. Fyrir átti Sigríður Fanneyju Kristjáns- dóttur, f. 31.1. 1968, maki Brynj- ólfur Gunnarsson, þau eiga fjögur börn. 3) Jón, f. 5.8. 1947. 4) Guðný Margrét, f. 6.1. 1950, maki Thor B. Eggertsson. 5) Svanhildur, f. 3.1. 1952, maki Magnús Sigurðsson, Nú er Fanney, tengdamóðir mín, horfin yfir móðuna miklu. Fanney var fædd 15. september 1918 á Hömrum í Haukadal, hún hefði því orðið níræð í haust. Fanney giftist Skarphéðni frá Kringlu í Mið- dölum. Fanney var manni sínum trygg og mikil stoð alveg til æviloka. Þegar Guðrún dóttir þeirra og Kjartan tóku við búskapnum, fluttu Fanney og Skarphéðinn til Reykja- víkur. En sveitin kallaði, því fóru þau oft vestur og gistu í lengri eða skemmri tíma á sínu gamla heimili og nutu friðsældar sveitarinnar. Fanney var því alla sína ævi tengd sveitinni sem var henni kær. Ég kynntist Fanneyju fyrst fyrir 15 árum. Á þessum tíma hef ég fræðst mikið um búskap hjá henni, bæði fyrr og nú. Hún var föst á sín- um skoðunum, því sköpuðust oft fjörugar og skemmtilegar umræður um hin ýmsu málefni sem voru of- arlega hverju sinni. Ein af mínum fyrstu kynnum Fanneyjar var þegar ég bauð henni fyrst til matarveislu, kjötsúpu. Síðar komst ég að því að kjötsúpan mín var allt öðruvísi en hún átti að venjast frá sínum búskap, enda ekki nema eðlilegt þegar borgarstrákur býr til kjötsúpu án þess að vita hvernig ekta íslensk kjötsúpa eigi að vera. Fanney hafði gaman af ferðalög- um innanlands fór í bændaferðir o.fl. með manni sínum til að kynnast landi og þjóð, en ferðir til útlanda hafði hún engan áhuga á. Ferðir þeirra með börnum og barnabörnum munu verða ofarlega í minningunni. Hún var söngelsk. Mér hefur verið sagt að oft söng hún þegar hún að- skildi mjólk og strokkaði, að ógleymdu söng hún fyrir börnin sín. Hún tók alltaf undir söng með fjöl- skyldu og vinum. Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, Undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftar í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn, minn svefnstað og skjól. Undir Dalanna sól, man ég dalverjans lönd eins og draumsýn um átthagans rós. Undir Dalanna sól, fann ég heitfenga hönd eins og heillandi, vermandi ljós. Undir Dalanna sól, geymir döggin mín spor, eins og duldir er blessa hið náttlausa vor. Undir Dalanna sól, hugsjá hjartans ég vann og ég hlustaði, skynjaði, leitaði og fann. (Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum) Fanney átti auðvelt með að kynn- ast fólki. T.d. þegar hún kom heim af spítala var hún oft með nafnalista yf- ir þá sem hún kynntist og hélt góðu sambandi við margt þeirra. Hún var mannelsk og barngóð, því löðuðust barna- og barnabarnabörn- in að henni, þær minningar eiga eftir að lifa í hugum þeirra. Það var gam- an að fylgjast með þegar börnin hlupu í fang hennar, föðmuðu hana af mikilli ástúð. Elsku tengdamóðir, ég kveð þig með söknuði með þessum fáu línum. Guð varðveiti þig. Tengdaföður mínum Skarphéðni, börnum og fjölskyldum þeirra, systkinum Fanneyjar, færi ég sam- úðarkveðjur með vissu um að vel verður tekið á móti Fanneyju á nýju tilverustigi. Við munum öll sakna Fanneyjar og minnast hennar með hlýhug. Þinn tengdasonur, Thor. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’ hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’ og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og fyr- ir að vera þú. Fanney, Brynjólfur, Jóhanna Lind, Ívar Atli, Árný Björk og Íris Dröfn. Elsku langamma, mikið er leiðin- legt að þurfa að kveðja þig. Ég man eftir mörgum ánægjuleg- um stundum sem við áttum saman. Eins og í öll skiptin þegar ég kom til þín og þú gafst mér og systkinun- um alltaf ís og nammi. Ég man líka eftir syngjandi rósinni sem þú leyfð- ir mér alltaf að hlusta á. Og alltaf þegar ég hoppaði og trampaði í blokkinni sem þið áttuð heima í, þá sagðir þú mér alltaf sög- una af manninum sem bjó fyrir neð- an þig og gat komið bálreiður og skammað mig. Kannski var það ekki satt, en ég trúði því og þér tókst allt- af að láta mig hætta að stappa. Og öll fallegu fötin sem þú gafst mér. Og líka þegar ég kom heim til ykkar í Seljahlíð, þá leyfði langafi mér að spila á harmonikkuna sína, og eftir það sagðirðu mér sögur af því þegar afi spilaði á böllum á þessa nikku. Þetta var allt mjög skemmtilegt. En núna ertu farin frá okkur og ég er viss um að þér líði betur á himn- inum hjá öllum englunum og guði. Ég mun alltaf geyma þessar stundir og minningar í brjósti mér. Og ég mun aldrei aldrei gleyma þér. Þitt elskandi langömmubarn, Árný Björk. Fanney BenediktsdóttirAð kveðja þig í fáum orðum ermér um megn. Upp í hugann kemur erindi úr ljóði Vilhjálms Vilhjálmssonar: Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá. Fyrirheit gleymast þá furðu fljótt þegar fellur á niðdimm nótt. Já sagt er að þegar af könnunni ölið er fljótt þá vinurinn fer. Því segi ég það, ef þú átt vin í raun, fyrir þína hönd Guði sé laun. Þú syngur allt lagið fyrir mig þegar við hittumst næst. Guði séu laun fyrir vináttu þína. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Elsku Leifa, börn, barnabörn, ættingjar og vinir, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Arnór Pétursson. Það er heldur lágt risið á starfs- mönnum Vinnueftirlitsins á Suður- landi þessa dagana. Rétt tæpum tveimur sólarhringum eftir öflugan Suðurlandsskjálfta barst okkur sú hörmungarfregn að Höskuldur samstarfsmaður okkar í umdæm- inu væri látinn. Þessi fregn kom eins og reiðarslag því þrátt fyrir nýleg veikindi Höskuldar héldum við eins og aðrir að hann væri á batavegi. Flest okkar hér í umdæminu hafa unnið með Höskuldi í fjölda ára því þrátt fyrir að skrifstofa hans væri staðsett í Vestmanna- eyjum þar sem hann bjó þá var hans aðstaða líka hér á skrifstof- unni í Hveragerði og var hann því reglulega hér uppi á landi við störf. Höskuldur var hrókur alls fagn- aðar og vakti alls staðar athygli þar sem hann kom. Hann var stór og þéttur á velli með kraftmikinn róm sem ósjaldan glumdi hér milli veggja. Hann hafði sterkar skoð- anir og lét þær óspart í ljós og þá gat stundum hvesst augnablik en fyrr en varði fuku gamanyrði um loftið og allir voru farnir að hlæja. Það lá alltaf tilhlökkun í loftinu þegar von var á Höskuldi því hon- um fylgdi hressileiki, gleði og hlát- ur, mikill og hávær hlátur. Hann hafði gaman af að vinna ýmislegt í höndunum og flest eig- um við fallega gripi eftir hann heima hjá okkur. Eitt hans stærsta áhugamál var þó án efa söngurinn. Hann var mikill söngmaður og hafði fallega og sterka söngrödd. Það var nóg að Höskuldur væri á staðnum, þá var söngnum borgið. Hann söng með kirkjukór Vest- mannaeyja og vissum við að það starf var honum mikils virði. Höskuldur var vinur vina sinna og lét sér annt um þá og þeirra nánustu. Þessi stóri og mikli mað- ur hafði hlýtt hjartalag. Við sem vorum svo lánsöm að kynnast honum og starfa með hon- um eigum margar góðar minningar sem við þökkum fyrir. Hans verð- ur sárt saknað. Með þessum orðum kveðjum við Höskuld og sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Þórhallur, Sigrún, Gísli Rúnar og Hannes. Þar sem Höskuldur, vinnufélagi okkar hjá Vinnueftirlitinu, fór var aldrei nein lognmolla. Hlátrasköll- in og kraftmikil röddin gáfu oftast til kynna hver var á ferð þegar hann kom við í Vinnueftirlitinu í Bíldshöfðanum, er hann átti leið í bæinn. Oftar en ekki snerust um- ræður um fagleg málefni því Hösk- uldur var mjög áhugasamur um starfið og framgang þess og þróun öll þau ár sem hann starfaði hjá Vinnueftirlitinu. Hann var einatt jákvæður fyrir nýjungum samtímis því sem hann var gagnrýninn og óhræddur við að láta í sér heyra, ef honum mis- líkaði eitthvað. Því var hann meðal annars valinn til að vera með í rýnihóp á fyrstu stigum í þróun nýrrar eftirlitsaðferðar hjá stofn- uninni, aðferð sem nú hefur verið tekin í gagnið. Höskuldur var mjög markviss og skilvirkur í eftirlits- starfinu og lagði sig fram um að skipuleggja vinnuna vel. Hann var óragur við að takast á við erfið verkefni og var afar liðtækur á stundum þegar mikið lá við. Minn- ist ég fleiri skipta þar sem ég sem deildarstjóri í fyrirtækjaeftirliti leitaði til hans vegna sumarleyfa um liðsinni við rannsókn vinnu- slysa í öðrum umdæmum. Hösk- uldur brást ávallt vel við og taldi ekki eftir sér að aka um langan veg til að sinna hinum brýnu verk- efnum. Höskuldur bjó bæði yfir mennt- un á tækni- og heilbrigðissviði sem nýttist honum einkar vel í starfinu við eftirlit með aðbúnaði, hollustu- háttum og öryggi á vinnustöðum. Hann hafði langa reynslu enda unnið í 22 ár hjá stofnuninni og hafði því yfirgripsmikla þekkingu á starfinu. Hann hafði sérþekkingu á vinnuaðstæðum í fiskiðnaði og nutu aðrir starfsmenn stofnunar- innar um land allt oft leiðsagnar hans og aðstoðar á því sviði. Hann hafði einnig sérþekkingu á kæli- og frystikerfum og var hluti af starfi hans sem eftirlitsmanns að heimsækja önnur umdæmi Vinnu- eftirlitsins reglulega til að tryggja samræmi í eftirliti með slíkum kerfum. Þó að Höskuldur tilheyrði Suðurlandsumdæmi og hefði aðset- ur í Vestmannaeyjum starfaði hann í raun um allt land og kynnt- ist á ferðum sínum um landið mörgum starfsmönnum stofnunar- innar persónulega þannig að með þeim tókst vinátta. Þegar eftirlits- mannafundir stofnunarinnar hafa verið haldnir úti á landi var Hösk- uldur oftar en ekki einn af þeim sem fóru fyrir í því að halda uppi stemningunni að kvöldlagi með söng og skemmtilegheitum. Ég minnist einnig ráðstefnu um vinnu- vernd í fiskiðnaði sem við Hösk- uldur ásamt fleirum sóttum á Jót- landi í Danmörku fyrir tæpum áratug. Aldrei var lognmolla í þeirri ferð enda Höskuldur einkar frískur ferðafélagi, alltaf með húm- orinn, kraftinn og söngröddina í farteskinu. Höskuldar á eftir að verða sárt saknað af okkur vinnufélögunum í Vinnueftirlitinu og óhætt að segja að stofnunin verður ekki söm án hans. Vil ég að lokum þakka hans mikilsverða framlag í þágu vinnu- verndar og ánægjulegt samstarf og kynni í gegnum árin. Ég votta Leifu eiginkonu hans og fjölskyldu mína dýpstu samúð, megi minn- ingin um góðan dreng styrkja þau og hugga á þessari erfiðu stundu. Þórunn Sveinsdóttir. Kveðja frá Kór Landakirkju Í dag minnumst við Höskuldar Rafns Kárasonar kórfélaga okkar úr Kór Landakirkju. Hann lést langt um aldur fram hinn 31. maí sl. Höskuldur var einstakur félagi og setti ávallt sterkan svip á okkar hóp, bæði í starfi og leik. Hann var traustur, samviskusamur og glað- lyndur og naut þess sannarlega að vera í góðra vina hópi með kór- félögum. Nærvera hans var þægi- leg og hlátur hans smitandi og hann átti afar auðvelt með að slá á létta strengi og hrífa fólk með sér ef þannig stóð á. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kór- inn og var formaður hans um tíma. Fyrir öll þau störf stendur Kór Landakirkju í þakkarskuld við Höskuld. Nú er Höskuldur látinn. Við sem kynntumst honum minnumst hans sem góðs drengs sem við vorum afar heppin að fá að kynnast. Í minningunni lifir myndin af glöð- um, skemmtilegum en umfram allt vönduðum samferðamanni. Við vottum Sigurleifu og fjöl- skyldu dýpstu samúð okkar. Megi minningin um góðan dreng lifa meðal okkar allra. Blessuð sé minning Höskuldar Rafns Kára- sonar. F.h. Kórs Landakirkju, Jóhanna Njálsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hösk- uld Rafn Kárason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.