Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 55 EM vEislan hEfst í dag! 4 riðlar, 16 lið, hrikalEg spEnna, vönduð uMfjöllun fyrir og Eftir lEik. júní Er tíMinn! ÞAÐ er engu líkara en Rúnar Eff hafi dottið af himnum ofan. Hér er á ferðinni alls óþekktur tónlistarmaður en í farteskinu er fullbúin og fag- mannlega unnin plata og meira eins og hann sé að stíga sitt sjötta eða sjö- unda skref fremur en þau fyrstu. Undur alnetsins færðu ritara inn á vef- síðuna runar.is og í ljós kemur að Rúnar á nokkuð fróðleg- an feril að baki. Hann hefur gutlað á gítar frá tólf ára aldri (fæddur 1978) og náði þeim árangri að koma lagi sínu, „Crush“, inn á topp tíu lista ak- ureyrsku útvarpstöðvarinnar Frost- rásarinnar árið 1994. Rúnar er enda frá Akureyri, platan var tekin upp þar og komu norðlenskir garpar eins Kristján Edelstein og trymbillinn Benedikt Brynleifsson (200.000 nagl- bítar) m.a. að plötunni. Rúnar á þá farsælan íshokkíferil að baki og lék m.a. með íslenska landsliðinu. Í fyrra ákvað hann hins vegar að leggja skautunum og einhenda sér í tónlist- ina en hann leggur og stund á söng- nám í Danmörku. Farg vísar væntanlega í að fargi sé af Rúnari létt, fyrsta sólóplatan orðin að veruleika eftir áralangt hark. Plat- an ber þess líka merki að mikið er í hana lagt, umslagshönnun er til fyr- irmyndar, hljóðfæraleikur vandaður og hljómur góður. En plötuna vantar sárlega nokkuð sem skiptir á end- anum meira máli en það sem upp hef- ur verið talið. Góð lög. Það er ekki nóg að geta raðað saman viðlögum og versum eftir kúnstarinnar popp- reglum þannig að eftir standi þriggja mínútna lag. Nei, eins og við vitum öll þarf eitthvað meira að koma til, ein- hver aukavídd, einhver djús sem glæðir smíðarnar lífi og lit. Í engu laganna er að finna merki þess að Rúnar hafi getu til þessa. T.d. eru lögin einkennilega mónótónísk, byggjast nær öll á einu versi og við- lagi sem er síðan endurtekið, af giska mikilli ósmekkvísi, í ca. þrjár mín- útur. Það vantar tilfinnanlega það sem kallað er „brú“ í dægurlagafræð- unum, stuttan kafla til að brjóta framvinduna upp, og svo er hægt að skella sér aftur í viðlög og vers. Þetta eru ekki flókin vísindi, en þegar rétt er haldið á spöðum getur þetta svín- virkað, einfaldar stemmur geta öðlast töfrablæ eins og mýmörg dæmi úr dægurtónlistarsögunni sanna. Slíku er ekki að heilsa hér. Rokkararnir rokka ekki, ballöðurnar tosa ekki í hjartastrengi og þessi hefðbundnu, millitempós popplög … tja … gera bara ekki neitt. Rúnar syngur vel, er tenór í dýpri kantinum en á það til að teygja á sönglínum og rembast fullmikið. Til- gerðarlegir stælar úr gruggsöng- skóla Eddie Vedder sem þarf að svara fyrir ansi margt í þeim efnum þegar hann mætir Drottni sínum. Rúnar er bestur í rólegri lögunum, þá nær hann að slaka á (t.d. „Leave the light on“). Útsetningar laga eru þá stundum furðulegar. Of mikið af gítarflúri eyðileggur stundum, og sum lögin eru í einhvers konar fönkskotnum, sýrópspoppsgír sem var móðins við enda níunda áratugarins. Hljóðmynd sem fór yfir síðasta söludag fyrir löngu, löngu síðan. Þannig er hinu vel meinta og einlæga „Heiddi minn“, sem fjallar um fallinn félaga, bók- staflega drekkt í hetjugíturum og illa til fundinni dramatík. Útsetningin gjöreyðileggur annars sæmilegasta lag. Óskiljanlegt dómgreindarleysi. Hér er hægt að gefa prik fyrir ytri umgjörð, eins og áður segir er um- slag vel heppnað og hljómur, hljóð- færaleikur og söngur er í lagi, svo langt sem það nær. En þegar engin eru lögin duga þessir þættir skammt. Nostur við (nánast) ekki neitt Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST Geisladiskur Rúnar Eff – Farg bbnnn RAPPARINN 50 Cent tók sig nýverið til og gaf leikaranum Val Kilmer bifreið sem kostaði um 100.000 dollara, eða um 7,6 milljónir íslenskra króna. Rapparinn og Kilmer urðu nýverið góðir vinir þegar þeir léku báðir í kvikmyndinni Streets of Blo- od, en báðir hafa þeir brennandi áhuga á gömlum bílum. Þegar tökum á myndinni var lokið keypti 50 Cent, sem heitir í raun Curtis Jackson, forláta Chevy Impala-bifreið, árgerð 1965, og gaf Kilmer. „Val trúði vart sínum eigin augum. 50 er frábær náungi og sérstaklega gjafmildur,“ sagði félagi rapparans um málið. Leiðinlegri fréttir bárust af 50 Cent fyrr í þessari viku, en þá var hann sakaður um að reyna að myrða son sinn og fyrrum kærustu. 50 Cent gaf Val Kilmer rándýran bíl Reuters Heppinn Val Kilmer.Gjafmildur 50 Cent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.