Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 27
Svart og hvítt hefur verið allsráð- andi í norrænni naumhyggjuhönn- un undanfarinna ára. Eflaust eru margir farnir að finna fyrir þörf fyrir meira líf í umhverfi sitt, ekki síst þegar sumarið birtist með allri sinni gleði og dýrð. Oft þarf ekki mikið til að setja nýjan svip á stof- una eða eldhúsið, kannski nægir að finna tvo þrjá hluti í nýjum lit sem brjóta upp það sem fyrir er. Það gæti verið stakur stóll í stofuna, skál á sófaborðið eða nýjar salt- og piparkvarnir í eldhúsið. Hér eru sýndar nokkrar hugmyndir þar sem leikið er með græna litinn en auðvitað má finna hvaða annan tón sem er. Litadýrð regnbogans er óendanleg! Morgunblaðið/Golli Í eldhúsið Litlir hlutir eins og áhöld, servíettur og kerti geta sett punktinn yfir i–ið. Pier, Smáratorgi 3, ilmkertasett kr. 690, fjórar tauservíettur kr. 1.490, saltstaukur og piparkvörn 1.490 kr. Mjúkir Púðar úr sterkum lit ger- breyta svarta eða hvíta sófanum. Sett, Askalind 2A, kr. 4.200 kr. stk. Lífgað upp með lit Til setunnar boðið Lime-grænn stóll frá Arper úr Módern, Hlíð- arsmára 1, frá 96.000 kr. Háreist Litaðir glermunir í stof- una setja svip. Tekk Company, Bæjarlind 14 – 16. Lítil krukka frá Ittala kr. 3.800 kr, stór kr. 4.900, strábrúskur kr. 3.450. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórunn Hannesdóttir Vill vinna með íslenska menningu. Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is „Vöruhönnuður þarf ekki aðeins að hanna vöru og hug- myndina bak við hana, hann þarf líka að vera „business- maður“,“segir Þórunn Hannesdóttir sem er að útskrifast sem vöru- og iðnhönnuður frá Central St. Martins College of Art and Design í London. Hluti af lokaverkefni Þórunnar var að hanna vöru fyrir ítalska barnavörufyrirtækið Mamás and Papa’s. „Mark- aðshópurinn sem Mama’s og Papa’s vildu fá okkur til að hanna fyrir var „nýbakaðir foreldrar í góðri vinnu.“ Ég nýtti tækifærið og notaði ís- lenskar fjölskyldur sem fyrirmyndina fyrir rannsóknina mína og hannaði burðarpoka fyrir ungabörn. Ég lagði fyrir spurn- ingalista og tók viðtöl við unga foreldra til að reyna að finna út hvað þeir myndu vilja sjá í vöru sem gerð er til að ferðast með ungabarn á milli staða,“ segir hún. Í lok ann- arinnar kann einum nemanda að vera boðin vinna hjá fyr- irtækinu og er Þórunn sannarlega spennt fyrir því. „Hver sá sem fær starfstilboðið er að mínu mati mjög heppinn. Eftir útskrift bíður mín mikil vinna og hörð samkeppni við að sækja um störf. Auðvitað hefði ég áhuga á starfstilboð- inu, enda væri það einstakt tækifæri til að kynnast fleira fólki í hönnun og einnig frábær byrjunarreitur.“ Kynslóðir mætast yfir tebolla Annar hluti lokaverkefnis Þórunnar var síðan að rann- saka hvernig nota megi vörur til að minnka kynslóðarbil og kanna upplifun fólks á temærinni (e. teasmaid) sem þótti mikill lúxus á enskum heimilum á fjórða til sjöunda áratug síðustu aldar, en hvarf svo skyndilega af mark- aðnum kringum 1970. Námið byggðist að hennar sögn á mikilli hugmyndavinnu, allt frá því að hanna vörur og þróa hugmyndina í kringum vöruna til þess að markaðssetja og koma vörunni á framfæri. „Eiginleikar temærinnar voru einfaldir, hún var bæði vekjaraklukka og teketill. Hún var hins vegar bæði fyrirferðamikil og hávær auk þess að vera afskaplega eldfim,“ segir Þórunn sem hannaði nýja temey fyrir yngri kynslóðina sem byggir á „nostalgískum“ hug- myndum eldri kynslóða. „Allir aldurshópar eiga að geta tengst nútímalegri útgáfu tækisins,“ segir Þórunn sem stundaði nám í Iðnskólanum í Hafnafirði áður en hún hélt utan. Verkefni hennar verða sýnd á útskriftarsýningu skól- ans í byrjun júní og sækja um þrjú hundruð þúsund manns lokasýningar skólans hvert ár. „Við nemendurnir höfum verið að vinna hörðum höndum und- anfarna mánuði að því að setja upp sýn- inguna og eftirvæntingin orðin ansi mikil hjá okkur.“ Hönnunarheimurinn að opnast Meðfram náminu reyndi Þórunn að nýta tímann sinn í London vel. „Ég var heppin og fékk vinnu í húsgagnadeild Harrods þar sem ég var að selja nútíma húsgögn frá fyrir- tækjum á borð við Vitra, Porada, Ligne Roset, Rolf Benz, DeSade og fleirum. Í gegnum þá vinnu fékk ég tækifæri til að kynnast hönnuðum og sækja námskeið hjá þessum fyr- irtækjum. Í frítímanum mínum vann ég síðan nokkrum sinnum fyrir ljósmyndarann Marco Sanges þar sem ég aðstoðaði við hönnun sviðsmynda og búninga. Mér fannst alveg frá- bært að geta nýtt tímann við nýja og skapandi hluti,“ segir Þórunn sem horfir þó heldur á Ísland sem búsetustað í framtíðinni. „Núna hef ég BA-gráðu til að vinna sem hönnuður. Mig langar að afla mér reynslu úti í heimi í nokkur ár en svo vil ég koma heim til Íslands því mér finnst hönnunarheimurinn hér vera að opnast. Það virðast meiri möguleikar í boði fyrir unga hönnuði en áður. Ég gæti til dæmis vel hugsað mér að vinna meira með ís- lenska menningu og gera þá jafnvel rannsókn áþekka þeirri sem ég gerði um temeyna.“ Notaði íslenskar fjöl- skyldur sem fyrirmynd Temærin Gamall uppáhaldshlutur á breskum heimilum færður í nýja búning fyrir aðra kynslóð. Temærin var bæði vekjaraklukka og teketill hönnun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 27 Sigurður Ingólfsson segirhundinn Elvis hafa átt unaðs- stundir (knús og kel) með bangs- anum sem Sigurður fékk gefinn er hann var eins árs. Elvis er öllum lokið og Sigurður heyrði hann yrkja: Mér finnst það sárt og frámunalegt að fíflast við að hangsa ef sumum finnst það forsvaranlegt að fara og skjóta bangsa. Rúnar Kristjánsson segir ekki annað hægt en að yrkja eitthvað „eftir að þessi gestur frá norður- skauts-slóðum hefur verið sleginn af hér í næsta nágrenni.“ Skagfirðingar tjá sitt táp, tálmar þeim ei vandi. Betri menn í bjarnardráp búa ei hér á landi. Vitund þeirra er veiðigjörn, varla deig í sóknum. Samt er margur bústinn Björn búsettur á Króknum! Sumarið 1993 rifjaðist upp fyrir Benedikt Jónssyni, en þá fundu menn hvítabjörn á sundi norður við Horn. Þeir komu kaðli á dýrið, hífðu um borð og hengdu um leið. „Þetta var umdeilt verk og ég man ekki betur en að umhverfisráð- herrann, sem þá var Össur nokkur Skarphéðinsson, kæmi þar eitthvað við sögu – gott ef hann gerði ekki bjarnarhræið upptækt. Benedikt setti sig í spor sæfaranna: Við vorum á stími og vindurinn blés að vestan. Þá sáum við dýrið damlandi í sjónum, heldur til hlés, hægra megin við stýrið. Við snöruðum, þrælhertum kaðal að kverk með kraftblökk og fórum að skoða og sáum að þetta var þarfaverk því þarna stefnd’allt í voða. Við sigldum svo hressir til hafnar í frí og hlúðum með ástúð að bjössa. En strit vort og amstur varð allt fyrir bí og endaði í klónum á Össa. | pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af hundi og bangsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.