Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 24
Á rið er 1941, dagsetningin 16. ágúst og síðari heimstyrjöldin í algleymingi. Hópur fólks hefur safnast á hafnarbakkanum í Reykjavík og bíður í ofvæni. Lítil frétt í Mogganum þennan sama dag hefur vakið athygli: „Sennilegt er, að eitt- hvað verði um að vera við höfnina um 10-leytið fyrir hádegi og má vera, að bæjarbúar hafi gam- an af að sjá hvað fram fer þar.“ Þrátt fyrir véfréttastílinn reynist klausan á rökum reist. Um 11-leytið leggur breskur tund- urspillir að bryggju og frá borði gengur sjálfur Winston Churchill, forsætisráðherra Breta. Vindlaveskið er ekki langt undan frekar en fyrri daginn og þegar hann gerir stuttan stans í Al- þingishúsinu er kominn tími fyrir smók. „Hann lagði vindilinn frá sér við eina súluna í alþingishúsinu. Lengi vel áttum við úrklippu úr dagblaði þar sem sjá mátti Churchill og vindilinn við súluna. Blaðamaðurinn sem tók þá mynd ætl- aði að ná vindlinum en pabbi varð á undan hon- um. Hann var alltaf þarna meira og minna því afi minn, Árni Bjarnason var þingvörður á Alþingi á þessum tíma.“ Það er Hjörleifur Hilmarsson sem er með orð- ið. Í dag býr hann í húsi foreldra sinna sálugu, Hilmars Árnasonar sem fæddur var 1913 og Bjargar Hjörleifsdóttur. Hjörleifur á ekki í vand- ræðum með að draga fram forláta vindlahólk með skrúfuloki og út úr honum myndarlegan vindil, reyktan til þriðjungs. Utan um vindilinn er vafinn lítill gulnaður miði sem á stendur: „Vindill hr. fors.ráðherra Churchills er hann skildi eftir er hann kom í heimsókn til ríkisstjóra Íslands í Alþingishúsinu þ. 16. ág. kl. 11:15 ’41.“ Það er greinilegt að Hilmar hefur borið skynbragð á að tóbakið atarna væri engin venjuleg gersemi. Vindillinn er furðu heillegur, þrátt fyrir að vera kominn á löggiltan ellilífeyrisaldur – kannski svolítið þurr eins og búast má við af 67 ára öldungi en dökkur nokkuð langt upp í óreykta endann sem Churchill hafði í munninum. Uppáhalds vindlar forsætisráðherrans ku hafa verið Havanavindlar af tegundinni Romeo y Juli- eta svo ekki er ólíklegt að drjólinn atarna sé af þeirri gerð. „Mér skilst að Churchill hafi aldrei reykt vindlana nema hálfa og hafi svo alltaf lagt þá frá sér hálfreykta. Kannski hefur hann verið Morgunblaðið/Árni Sæberg Gersemi Churchill var frægur fyrir að stinga vindlum langt upp í munn sér og á stubbnum má sjá dökk ummerki eftir það, jafnvel þótt 67 ár séu liðin frá því að tendrað var í honum. Lúrir á vindli úr munni Churchills Sonurinn „Pabbi var mjög sérstakur, listfengur og safnaði ýmsu,“ segir Hjörleifur Hilmarsson. „Mér skilst að Churc- hill hafi aldrei reykt vindlana nema hálfa og hafi svo alltaf lagt þá frá sér hálfreykta.“ Söguleg Þessi hnúajárn voru notuð í uppreisninni við Alþingi árið 1949. Vindill, sem Winston Churchill tendraði í dagsheimsókn sinni til Íslands árið 1941 er enn til í fórum sonar mannsins sem nappaði honum hálfreyktum í Alþingishúsinu meðan á heimsókninni stóð. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir fann daufan ilm af vindilstubbi breska forsætisráðherrans þegar hún skoðaði hann á dögunum. að minnka reykingarnar með þessu móti?“ segir Hjörleifur og hlær. Hnúajárn og andaglasbretti Kjarvals En það er fleira sem Hjörleifur lumar á úr fór- um Hilmars Árnasonar. „Pabbi var mjög sér- stakur,“ segir hann. „Hann var listfengur og safn- aði ýmsu. Hann átti t.d. hnúajárn sem voru notuð í uppreisninni við Alþingishúsið 1949 – þessari frægu þegar löggan beitti táragasi og kylfum – og þau eru enn til.“ Í þeim töluðu orðum vindur hann sér yfir í næsta herbergi og kemur til baka með fagurlega sveigð og augljóslega gömul hnúajárn. „Þetta notuðu menn í bardaganum. Ég veit ekki hvort löggurnar eða mótmælendurnir áttu þau en þó virðast þau vera fyrir frekar litla hönd.“ Hilmar átti marga vini úr listageiranum, enda stefndi hugur hans á sínum tíma til listnáms. „Hann byrjaði að læra leirkerasmíð og fleira í list- vinahúsinu efst á Skólavörðustíg hjá Guðmundi frá Miðdal. Svo ætlaði hann til Þýskalands í frek- ara nám en þá skall stríðið á þannig að ekkert varð úr því. Hann sagði manni ýmsar sögur frá þessum tíma – að það hafi þurft skömmtunarmiða fyrir öllu og jafnvel þurft að sækja um leyfi til að verða sér úti um einn sementspoka. Þetta voru víst ótrúlegir tímar.“ Einn af þeim sem Hilmar kynntist persónulega var Jóhannes Kjarval, en þá vann Hilmar hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, m.a. við að loka fyrir rafmagn þegar kúnnarnir stóðu ekki í skilum. „Kjarval var náttúrlega peningalítill og pabbi var því oft í heimsókn hjá honum svo þeir voru farnir að þekkjast.“ Hjörleifur grípur mynd ofan af vegg þar sem handbragðið leynir sér ekki. „Þessa gaf Kjarval pabba. Hún er máluð á tréplötu sem er svolítið sérstök.“ Þegar Hjörleifur snýr myndinni við kemur í ljós að hún er máluð á tréplötu en á baki hennar eru ristir fagurlega lagaðir bókstafir, í stafrófsröð. „Kallinn hafði svo gaman af því að fara í andaglas með vinum og félögum og notaði þetta bretti fyrir það. Einhvern tímann hefur hann svo gripið það til að mála á.“ Sennilega eru fleiri dýrgripir sem leynast á heimili Hjörleifs. „Ég er enn með skrifborðið hans pabba þar sem hann geymdi gamla peningaseðla, myntir og alls kyns dót. Þannig að það er ýmislegt til ef maður barar gramsar.“ | ben@mbl.is Náði vindlinum Hilmar Árnason. Frá Reykjum Churchill hitti m.a. Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins í heimsókn sinni. Þingvörðurinn Árni Bjarnason. Hveiti eða brauð? Skömmtunar- miði úr fórum Hilmars. |laugardagur|7. 6. 2008| mbl.is daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.