Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is É g er ekki að velta því fyrir mér hvort ég sé sáttur eða ósáttur. Þetta er niðurstaðan og ég horfi til framtíðar fremur en að velta mér upp úr fortíð- inni,“ segir Guðmundur Þóroddsson sem nýlega var sagt upp störfum sem forstjóra Orkuveitunnar og Reykja- vík Energy Invest (REI). Í október síðastliðnum var samruni REI og Geysis Green Energy samþykktur á hluthafa- og eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur en hafnað í borgarráði í byrjun nóvember. Í millitíðinni hafði blossað upp hörð gagnrýni á samrun- ann og hvernig að honum var staðið. Spurður hverja hann telji vera ástæðu uppsagnarinnar segir Guð- mundur: „Ég lít svo á að sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn telji sig ekki geta unnið með mér til frambúðar í því starfi sem ég hef gegnt. Það er þeirra mál.“ Það hefur verið haft eftir starfs- manni Orkuveitunnar í fréttum að Orkuveitan sé pólitískasta fyrirtæki landsins. Hafa stjórnmálamenn verið að nota fyrirtækið? „Fyrirtækið hefur verið notað í pólitískri baráttu á mjög ósann- gjarnan hátt. Við sjáum pólitískar ákvarðanir þar sem ættu að vera rekstrarlegar ákvarðanir. Mér var til dæmis brugðið þegar stjórnendur og eigendur fyrirtækisins fögnuðu því að Bitruvirkjun var slegin af. Það er bú- ið að setja milljarð króna í undirbún- ing framkvæmda. Undirbúningur hófst fyrir fimmtán árum. Að menn skuli fagna því að svona fari fyrir miklu starfi og fjármunum er dæmi um skammsýni. Hefðbundin arðsem- is- og hagnaðarsjónarmið ættu frekar að ráða því hvort ráðist er í virkjun en pólitískar skoðanir. Pólitískar skoð- anir eiga hins vegar að koma inn í stefnumótun um það hvar megi virkja og hvernig.“ Allt í bál og brand Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu fyrr í þessari viku er haft eftir ónafn- greindum borgarfulltrúum Sjálfstæð- isflokks að kynning sem þeir fengu hjá þér rétt fyrir samruna REI og GGE hefði verið stuttaraleg og lít- illækkandi. Hvað segirðu um þá lýs- ingu? „Mitt hlutverk var fyrst og fremst að útskýra fyrir borgarfulltrúum og öðrum sem á fundunum voru hvernig eignahlutföll myndu breytast á sam- einingarferlinu. Ég var ekki lengur forstjóri Orkuveitunnar og var ekki í stjórn REI heldur starfsmaður þess. Ég var alls ekki í því hlutverki að sannfæra meirihluta borgarfulltrúa um það að þessi sameining ætti að eiga sér stað. Ég var enginn sér- stakur hvatamaður að samrunanum eða sérstakur áhugamaður um hann, þótt ég sæi vissulega að þarna væri mikið og gott viðskiptatækifæri. Ég var að útskýra ferlið og ef borg- arfulltrúar ætluðust til að ég færi í stórkostlegar kynningar fyrir þá þá áttu þeir að biðja um það. Ég held að menn ofmeti hlutverk mitt í þessu máli. Ég held að allir sem hafi verið á þessum fyrri fundi geti vottað um það að eitthvað mikið var að í samstarfi innan borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna. Ég var rétt byrjaður á kynningunni þegar allt fór í bál og brand og menn hnakkrifust. Skömmu síðar voru allir reknir út af fundinum sem ekki tilheyrðu meirihlutanum í Reykjavík. Meirihlutinn sat eftir og fór að gera út um sín mál. Daginn eft- ir var ég kallaður á fund með nokk- urra mínútna fyrirvara til að halda áfram að útskýra málið, sem ég gerði.“ Hvernig fannst þér að verða var við að það var logandi ósamkomulag milli borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins? „Ég áttaði mig á því að það væri sitthvað óuppgert í þeim herbúðum.“ Fórnarlömb eigin velgengni Voru það vonbrigði þegar samein- ingu REI og GGE var hafnað? „Hefði þessi sameining gengið eftir eins og lagt var upp með hefði orðið til félag með 80 milljarða í eigið fé sem hefði verið að vinna í orkuútrás. Í því hefðu falist gríðarleg tækifæri. Ég held að menn hafi tapað af miklu tækifæri. Hins vegar er rekstur eins og þessi áhættusamur og menn geta aldrei sagt til um það fyrir fram hvort muni hann takast eða ekki.“ Af hverju varð þetta mál svo mikið hitamál? „Grundvallarástæða þess að það fór eins og það fór var að okkur gekk of vel. Við fórum af stað í byrjun sept- ember, strax í byrjun október var kominn multimilljarða samruna- samningur og búið að leggja grunn að alls kyns verkefnum. Þegar Bjarni Ármannsson gekk til liðs við okkur og var tilbúinn að leggja eigin peninga í verkefnið var því mjög fagnað. Mán- uði síðar var félagið komið á skrið. Þá var eins og fólki í þjóðfélaginu brygði, það sagði þetta vera svo óréttlátt, þarna væru augljóslega á ferð menn sem ætluðu sjálfum sér mikinn gróða og væru í blekkingarleik. Ef okkur hefði ekki gengið svona vel, ef við hefðum verið að berjast fyrir hug- myndinni í hálft ár þá hefði fólk ekki fundist stórhneyksli vera á ferðinni. Ég held að við höfum fyrst og fremst verið fórnarlömb eigin velgengni.“ Ákvörðun um hlutabréfakaup ein- stakra lykilstarfsmanna OR og REI vakti harða gagnrýni. Mörgum fannst eins reynt hefði verið að leyna þessum samningum. „Í mínum huga var og er þetta ekki stórmál enda nokkuð sem tíðkast í viðskiptum. Bæði mér og stjórninni fannst tilvalin leið til að styrkja félag- ið að bjóða starfsmönnum REI og starfsmönnum Orkuveitunnar að eignast hlut í félaginu. Það að starfs- menn ættu hlut í félaginu yrði bæði félaginu og starfsmönnum til hags- bóta. Það var ljóst að þeir sem væru í vinnu fyrir félagið yrðu að leggja mikið á sig. Það er erfitt fyrir menn að fara inn í útrásarfyrirtæki þar sem þeir þurfa að vera á löngum og ströngum ferðalögum allt árið. Ég var til dæmis ekki tilbúinn til þess nema ég ætti einhvern hlut í fyrir- tækinu og var tilbúinn að leggja mína eigin peninga í félagið. Eftir á segja menn að verið hafi verið að leyna þessum forkaupsrétti. Það er ekki rétt. Það var enginn vilji eða tilraun til að leyna neinu. Það var einmitt vegna þess að almenn vitn- eskja ríkti um þetta sem málið komst í fjölmiðla. Menn segja að við höfum ekki haft umboð til að bjóða þessa kauprétt- arsamninga en það var haldinn aðal- fundur í REI og hluthafafundur í Orkuveitunni til að fjalla um málið svo umboðið væri skýrt. Þar var mál- ið samþykkt. Umboðsleysið snýr því ekki að þeim starfsmönnum sem voru þarna. Þá er spurningin hvort pólitík- usar hafi ekki verið með umboð. Það er klárt mál að borgarstjóri fer með atkvæði Reykjavíkurborgar. Ef borg- arstjóri hafði ekki umboð til að sam- þykkja þessa saminga þá var það vegna þess að hann hafði ekki bak- land. Þá hefur hann farið út fyrir það sem borgin eða flokkur hans heim- ilaði honum. Þá varð að taka á því þeim megin en ekki okkar megin.“ Hvað viltu segja um framgöngu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í málinu? „Ég hef ekkert um hana að segja. Ég óska honum alls hins besta.“ Óheppileg nálægð við stjórnmálamenn Á Orkuveitan að vera í áhættu- starfsemi á erlendri grund? „Það er pólitísk spurning sem stjórnmálamenn verða að svara en þá verður að vera samræmi á milli svars og efnda. Það má líka spyrja hvort Orkuveitan eigi að vera í eigu Reyk- víkinga.“ Finnst þér hún ekki eiga að vera það? „Ég hef miklar efasemdir um að það sé besta rekstrarformið. Ég hef alltaf talið að það ætti að einkavæða Orkuveituna. Heppilegast væri ef líf- eyrissjóðirnir yrðu kjölfestufjár- festar í Orkuveitunni. Orkuveitan yrði skráð á markað, borgarbúum af- hentur hluti af henni og eitthvað selt til lífeyrissjóðanna. Ef horft er á ís- lenska hlutabréfamarkaðinn þá er þar stórt gap. Bankarnir eru akkeri hlutabréfamarkaðarins en augljóst er að orkufyrirtækin gætu verið annað akkeri fyrir hann. Það væri að öllu leyti heilbrigðara ef hefðbundin sjónarmið í fyrirtækja- rekstri réðu rekstri Orkuveitunnar. Þá væri hún ekki í óheppilegri ná- lægð við stjórnmálamennina. Það er óeðlilegt að pólitískir fulltrúar sem eru kosnir til að gæta hagsmuna borgarbúa skuli líka vera kjörnir í stjórn Orkuveitunnar og eiga þar að gæta hagsmuna fyrirtækisins. Ef þetta tvennt fer ekki saman þá þurfa þeir annaðhvort að ganga á svig við hagsmuni Orkuveitunnar vegna hagsmuna borgaranna eða líta framhjá hagsmunum borgaranna vegna tryggðar við Orkuveituna. Þess utan bera þeir ábyrgð á ákvörð- unum sem geta leitt til aums ástands en eiga jafnframt að vera neyt- endavörnin. Þeir eru í tveimur hlut- verkum og það er alltaf erfitt.“ Segjum svo að þú stofnaðir sér- stakt félag í orkugeiranum og ein- hverjir starfmenn myndu fylgja þér, værirðu ekki þá að fara með mikil- vægar upplýsingar frá Orkuveitunni? „Það færi alveg eftir eðli félagsins. Það er ljóst að allir starfsmenn Orku- veitunnar eru sérfróðir um orku en einmitt þess vegna voru þeir ráðnir til fyrirtækisins. Allir starfsmenn REI eru sérfróðir um erlendan jarð- hitamarkað. Það hefur ekki verið ís- lensk hefð fyrir því og reyndar ekki erlend hefð heldur, að menn megi ekki vinna við það sem þeir kunna. Starfsmenn REI hafa sýnt ótrú- lega hollustu við fyrirtækið. Ég held Okkur gekk of vel Guðmundur Þóroddsson var í síðustu viku látinn víkja úr stóli forstjóra Orkuveitunnar. Hann gerir hér upp REI málið og samskipti sín við meirihlutann í borgarstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.