Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er laugardagur 7. júní, 159. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því að hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20.) Það er hreint magnað hversumargir gleðjast yfir hækkuðu verði á bensíni og díselolíu. Vík- verja grunar að hinir glöðu eigi ekki börn sem þarf að skutla hingað og þangað, fara með til dagmæðra og koma sér svo til vinnustaðar sem er 12 km frá. Það er löngu orðið ljóst að almenningssamgöngur eru handónýtar á höfuðborgarsvæðinu. Það tekur Víkverja um klukku- stund að komast til vinnu með strætó en korter í einkabíl. Tíminn er ekki nægur til að hjóla vegna dagmömmuskutls og því neyðist Víkverji til að nota einkabíl sinn og leyfa olíufélögum og ríki að ræna sig. Hvers vegna eru ekki fleiri raf- magnsbílar á landinu? Einu raf- magnsbílarnir sem til eru eru svo litlir að það komast í mesta lagi tveir litlir menn inn í þá með sitt hvora skjalatöskuna. Hvað væri betra, í landi hins ódýra rafmagns (er það ekki annars ódýrt?) en raf- magnsbílafloti? Víkverji verður orð- inn gamall maður þegar það loks gerist. x x x Iðnaðarmaður gerði Víkverja til-boð um daginn í uppsetningu á tveimur glerplötum í eldhúsi, milli borðplötu eldhúsinnréttingar og -skápa. Þótti Víkverja tilboðið gott, hafði þegar sparað sér tæpar 30 þúsund krónur á því að gera verð- samanburð á gleri milli fyrirtækja. Hjá einu fyrirtæki kostaði glerið um 60 þúsund en hjá öðru tæpar 30. Hreint magnaður verðmunur. Glermaðurinn var eldsnöggur að snara glerinu upp og líma og nú er eldhús Víkverja líkt og klippt út úr auglýsingabæklingi frá Bræðrunum Ormsson. Víkverji fékk nokkrum dögum síðar reikning frá glermanni og talan miklu hærri en tilboð hafði verið gert um. Víkverji bölvaði iðnaðarmönnum í sand og ösku og sendi kauða harðort tölvubréf. Svar kom um hæl, glerið var víst innifal- ið í verði og þjónustan því undir til- boðsverði. Sannarlega fyrirmyndar- iðnaðarmaður á ferð og Víkverja lærðist að ekki er allt sem sýnist. Víkverjiskrifar Reykjavík Vigdísi Ernu Þor- steinsdóttur og Grétari Fannari Ó. Thorarensen fæddist sonur 6. mars kl. 15.45. Hann vó 3685 g og var 52 cm langur. Reykjavík Árna Birgissyni og Elfu Hrönn Friðriks- dóttur í Hafnarfirði fæddist sonur 14. apríl. Hann vó 4170 g, tæpar 17 merkur, og var 54 cm langur. Akranes Sigríði Önnu Harð- ardóttur og Jóni Guðmundi Ottóssyni, Þorrasölum 27, fæddist dóttir, Guðrún Inga, 23. febrúar kl. 20.49. Hún vó 3525 g og var 50 cm löng. Reykjavík Berglindi Guð- mundsdóttur og Khash Chamlou fæddist sonur, Tristan Logi, 26. mars kl. 7.38. Hann vó 3670 g og 51 cm langur. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 gefa nafn, 4 tannstæði, 7 pípuna, 8 baul, 9 ber, 11 beitu, 13 sigra, 14 reiki, 15 grund, 17 ferming, 20 tímgunarfruma, 22 gortar, 23 blærinn, 24 sáðlönd, 25 mál. Lóðrétt | 1 skýla, 2 klakinn, 3 einkenni, 4 örg, 5 fýll, 6 magran, 10 vatnsflaumur, 12 sjávardýr, 13 greind, 15 gefa eftir, 16 danglar í, 18 skorturinn, 19 naga, 20 vex, 21 gáleysi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 auðsveipt, 8 pínir, 9 iðjan, 10 ill, 11 kúrir, 13 landa, 15 glans,18 króna, 21 Týr, 22 titri, 23 afann, 24 barnaskap. Lóðrétt: 2 unnur, 3 særir, 4 erill, 5 prjón, 6 spik, 7 snúa, 12 inn, 14 aur,15 gota, 16 aftra, 17 stinn, 18 krafs, 19 ólata, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 O–O 10. O–O–O a6 11. Rb3 Bxe3 12. Dxe3 b5 13. Bd3 b4 14. Ra4 a5 15. Dh3 g6 16. Dh6 Ba6 17. Rbc5 Rxc5 18. Rxc5 Bxd3 19. Hxd3 De7 20. Hh3 f6 21. Rxe6 Hf7 22. f5 Rxe5 23. Hg3 Kh8 24. Hd1 gxf5 25. Rf4 Hc8 26. Hxd5 Dc7 27. Hd2 Dc4 28. b3 Df1+ 29. Hd1 Df2 30. Hd2 Dg1+ 31. Hd1 Dc5 32. Hd2 Dg1+ 33. Hd1 Df2 34. Hd2 De1+ 35. Hd1 De4 36. Rd3 f4 37. Hh3 Staðan kom upp á opna Kaupþings- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Lúx- emborg. Pólski stórmeistarinn Bartosz Socko (2644) hafði svart gegn franska alþjóðlega meistaranum Romain Edo- uard (2509). 37… Hxc2+! 38. Kxc2 De2+ 39. Kb1 Dxd1+ 40. Rc1 Dd4 41. Dh5 De4+ 42. Kb2 Dxg2+ 43. Kb1 De4+ 44. Kb2 Hd7 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sterkur blindur. Norður ♠ÁK3 ♥ÁKG6 ♦ÁKG865 ♣-- Vestur Austur ♠D10954 ♠872 ♥43 ♥D10875 ♦97 ♦D ♣Á542 ♣10983 Suður ♠G6 ♥92 ♦10432 ♣KDG76 Suður spilar 7♦. Í æfingaleik Íslands og Danmerkur um helgina tók Þorlákur Jónsson upp óvenju glæsilega hönd (það er sú í norður, ef einhver skyldi vera í vafa). Hann vakti á sterku laufi og Jón Bald- ursson „stal litnum“ með því að af- melda á 1♦. Þorlákur krafði í geim með 3♦ og Jón lyfti í 4♦ til að gefa til kynna áhuga á slemmu (stökk beint í fimm væri veikara). Nú sýndi Þorlákur fyr- irstöðu með 4♥, sem austur doblaði til að hræra í pottinum. Jón átti engan ás og sló af í 5♦, en Þorlákur var með fyrstu fyrirstöðu alls staðar og þurfti ekki nema smá kjöt á beinin, svo hann gaf alslemmuáskorun með 5♥. Jón sá þá fyrir sér alla ásana hjá makker og lét vaða í 7♦ út á lauflitinn. Þegar til kom átti Þorlákur ekki laufásinn, en ásinn kom út og það leysti öll vandamál sagnhafa á einu bretti. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þótt þú vinnir einnig í frístundum þínum, þá eru fórnirnar ekki úr lausu lofti gripnar. Þær eru til þess að hreppa þá stöðu sem aðra bara dreymir um. (20. apríl - 20. maí)  Naut Áhrifamiklir félagar birtast í öllum stærðum og gerðum. Með opnum huga geturðu getið þér til um hver muni hjálpa þér og hver trufla þig. Steingeit hjálpar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ástin í lífi þínu vill sanna að ÞÚ sért ástin í þínu lífi. Þessi manneskja hef- ur auðvitað rétt fyrir sér. Þú þarft að hugsa fyrst um sjálfan þig og annað er bónus fyrir umheiminn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur ferðast vítt og breitt. Þú segir vinum frá, og þeir kunna meta víð- förli þína. Mundu að spyrja þá líka hvert þeir hafa farið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þegar aðrir virðast ekki skilja aug- ljósar óskir þínar, geturðu ekki annað en hugsað: „Er þetta ég? Kann ég ekki að tjá mig?“ Reyndu að fá fólk til að skilja. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þegar einhver segir að það þurfi hugrekki til að láta sig dreyma, segir þú: Auðvitað! Þú dansar inn í framtíðina og elskar allt sem þú tekst á við! (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það að þú laðist núna að einhverjum sem ekki svarar í sömu mynt, er ábending um að þú þurfir að finna þér annað ástar- viðfang. Það mun takast. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einbeittu þér að því að bæta félagslífið með því að ganga í félag, fara á námskeið eða berjast fyrir málstað. Varð- andi gamla ást: Um leið og þú gleymir henni, hringir hún. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Allt sem viðkemur Júpíter, plánetunni sem leiðir þig, er stórt og gef- ur þér tilfinningu fyrir ríkidæmi – sem þú hefur ekkert á móti. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Færðu uppástungur úr öllum áttum? Hlustaðu á skilaboðin. Þetta er engin tilviljun. Kannski undirmeðvitundin sem endurkastast á þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er eins og tæki innra með þér leiði þig áfram að líkum sálum. Þú hittir og planar framtíðina með fólki sem þú áttir alltaf að hitta. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú setur markið hátt á hverjum degi. En getur þú haldið aftur af þér í að gera álíka kröfur á aðra? Það er erfitt en mögulegt. Ástvinur þarfnast blíðu. Stjörnuspá Holiday Mathis 7. júní 1904 Íslandsbanki, hinn eldri, tók til starfa. Hann hafði einkarétt á seðlaútgáfu. Bankanum var lokað 3. febrúar 1930. 7. júní 1907 Aldarafmælis Tómasar Sæ- mundssonar prests og Fjöln- ismanns var minnst með sam- komu í Reykjavík. 7. júní 1936 Hnefaleikameistaramót Ís- lands fór fram í fyrsta sinn. Þrír meistarar voru úr KR og tveir úr Ármanni. Íþróttin var bönnuð 1956 en áhugamanna- hnefaleikar leyfðir 2002. 7. júní 1951 Afhjúpað var minnismerki í Fossvogskirkjugarði í Reykja- vík um 212 breska hermenn sem féllu hér í síðari heims- styrjöldinni. 7. júní 1998 Stór skriða féll úr austan- verðum Lómagnúp og yfir vegarslóða. Aflið var svo mik- ið að atburðurinn kom fram á jarðskjálftamælum í 150 km fjarlægð. Heimild: Dagar Íslands Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá …  Í dag 7. júní eiga Kristmann Magnússon og Hjördís Magnús- dóttir fimmtíu ára brúðkaups- afmæli. Þau fagna áfangan- um við Rínarfljót í Þýskalandi við golfiðkun ásamt börnum og tengda- börnum. Gullbrúðkaup VANDAMENN Þóru Jónsdóttur myndlistarkonu og aðrir listunnendur geta glaðst yfir yfirlitssýn- ingu á verkum hennar á Kaffitári í Innri-Njarðvík á morgun. Sýningin er sett upp í tilefni af 75 ára af- mæli hennar og mun standa yfir í mánuð. Þóra fæddist að Baugsvegi 21 í Skerjafirði 8. júní árið 1933. Aðspurð hvort einhver afmælisdagur hafi verið eftirminnilegri en aðrir í gegnum tíðina segir Þóra: „Ég held að það séu nú bara tvö skipti sem ég hef haldið upp á afmælið sérstaklega en dagurinn þegar ég varð fimmtug í Kaupmannahöfn var yndislegur dagur. Mér finnst fínt að halda upp á afmæli barna minna og eig- inmanns en ekki hjá mér sjálfri. Það er svona með okkur konurnar!“ segir Þóra hlæjandi. Þóra hefur málað frá því hún var fimmtug og haft marga kennara frá þeim tíma. Hún er þó sérstaklega þakklát Kristni Erni Pálmasyni. „Hann hefur gert rosalega mikið fyrir mig. Núna í apríl var ég líka með Guðmund Rúnar Lúðvíksson og hann er alveg stórkostlegur. Það er svo mikill kraftur í honum, hann gefur svo mikið frá sér.“ Þóra segir um verk sín: ,,Þetta er aðallega svona abstrakt hjá mér og það sem kemur fram á meðan ég er að skapa verkið.“ Þóra Jónsdóttir tekur á móti gestum og gangandi á kaffihúsi Kaffitárs í Innri-Njarðvík í dag, laugardaginn 7. júní milli kl. 16 og 18. | haa@mbl.is Þóra Jónsdóttir listmálari 75 ára Svona erum við konurnar ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd, og nafn foreldra, á netfangið barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.