Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is CAOZ hf. hefur undanfarin fjögur ár unnið að tölvugerðri teiknimynd um þrumuguðinn Þór og skrifuðu nýlega undir meðfram- leiðslusamning við þýska fyrirtækið Ulysses Films GmbH og Magma Productions Ltd. á Írlandi. Samningurinn er að andvirði um 400 milljóna íslenskra króna og var gengið frá honum á kvikmyndahátíðinni í Cannes, nú nýverið. Um er að ræða 36% af væntanlegum kostnaði við myndina sem áætlaður er 1,1 milljarður króna. Myndin ber titilinn Þór – í Heljargreipum og er væntanleg í bíó hérlendis um jólin 2010. Í myndinni segir frá því hvernig leiðir Þórs og hamarsins hans, Mjölnis, liggja sam- an, baráttu þeirra við jötna og ill öfl sem vilja komast til valda í heimi guðanna. Þór stendur að lokum frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þess að bjarga ríki Óðins, föð- ur síns eða bjarga lífi vinar. Handritshöf- undur er Friðrik Erlingsson og Gunnar Karlsson verður annar leikstjóra ásamt því að vera aðalhönnuður útlits og karaktera. Hilmar Sigurðsson hjá Caoz sagði vinnu við að finna raddir fyrir myndina vera í full- um gangi og þótt ekki væri tímabært að nefna nein nöfn fullyrðir hann að um verði að ræða spennandi raddir, bæði í íslensku og al- þjóðlegu útgáfunni. „Við vinnum hana á ís- lensku líka, við gleymum ekki upprunanum, enda að fara með sagnaarfinn.“ Þeir eru þó ekki einir um að vinna með Þór þessi miss- erin, teiknisögufyrirtækið Marvel hefur lengi gefið út teiknisögur með jötnaskelfinum og er nú að vinna að leikinni mynd í fullri lengd sem er væntanleg skömmu eftir Þór þeirra Caoz-liða. „Við höldum bara okkar striki, við erum búnir að vinna með þetta í átta hundruð ár hér á Íslandi og höfum því gott forskot,“ seg- ir Hilmar en bætir við að myndirnar séu gjörólíkar – þetta sé sitt hvor Þórinn. Þeir séu að segja sögur byggðar á Snorra-Eddu og goðafræðinni á meðan Marvel-menn hafa sinn Þór sem hefur blandast saman við þeirra bandaríska ofurhetjuheim. Caoz-menn munu þó spinna upp nýja sögu, en sögu sem stendur föstum fótum í gömlu sögunum og gamlir kunningjar eins og Út- garða-Loki, Óðinn, Freyja og Loki koma við sögu sem og mannabarn að nafni Edda sem er frumsamin persóna. Og það eru fleiri sög- ur tilbúnar. „Við sjáum alveg fyrir okkur að Þór gæti orðið fjögurra mynda röð ef vel gengur, það eru strax komnar hugmyndir að Þór 2-4.“ Þá má einnig geta þess að Caoz eru með- framleiðendur að ungverskri teikniútgáfu af Egils sögu Skallagrímssonar sem væntanleg er í kvikmyndahús vorið 2010, þannig að það er ljóst að bíóin verða stútfull af norrænum sagnaarfi það árið. Þór í heljargreipum fjárfesta Hamarskast Veggspjaldið af myndinni er tilbúið og lofar frumsýningu jólin 2010. CAOZ gerði 400 millj- óna samning í Cannes Heildarkostnður myndarinnar 1.1 milljarður / KringLunni Sýnd Í áLFabaKKa Og aKureyri Forbidden Kingdom er einhver skemmtilegasta og óvæntasta ævintýramynd sumarsins og ætti aðgleðja alla enda húmorinn skammt undan þar sem Jackie Chan er. Jackie Chan og Jet Li eru loksins mættir í sömu mynd þar sem snilli þeirra í bardagaatriðum sést glöggt. Nú er spurning hvor er betri!? Frá höfundum MATRIX kemur einhver hraðasta mynd síðari ára. Ótrúlegar tæknibrellur sem ættu að heilla alla í fjölskyldunni, unga sem aldna. SKYLDUÁHORF FYRIR ALLA SEM HAFA GAMAN AF HRAÐA, BÍLUM OG TÆKNI. Sýnd Í áLFabaKKa, KringLunni, aKureyri, KeFLaVÍK Og SeLFOSSi tiLneFnd tiL gOLden gLObe VerðLauna bóKin er Í eFSta Sæti metSöLuLiSta máLS Og menningar. ÁLFABAKKI „ áStin á tÍmum KóLerunnar“ Stórvirki óskarsverðlaumahafans Gabriel Garcia Marquez Sýnd Í áLFabaKKa Sýnd Í KeFLaVÍK Sýnd á aKureyriSýnd Í áLFabaKKa Og SeLFOSSi speed racer kl. 2D - 5D - 8 - 10:50 LEYFÐ Digital speed racer kl. 2 - 5 lúxus ViP indiana jones 4 kl. 3 - 5:30 - 8D - 10:40D B.i. 12 ára indiana jones 4 kl. 8 - 10:40 lúxus ViP Love in the time of choLera kl. 5:30 - 8:15 B.i. 7 ára sparbíó 550 kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu í saMb / áLFabaKKa Sýnd Í áLFabaKKa eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL eee roLLinG stone VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA eeee „Orðið augnakonfekt er of væg lýsing, þessi mynd er sjónræn snilld! Ég fílaði hana í tætlur!” Tommi - Kvikmyndir.is forBidden KinGdom kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára never BacK down kl. 10:40 B.i.14 ára iron man kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára nim's isLand kl. 3 B.i.12 ára speed racer kl. 2D -5D - 8D - 10:50D LEYFÐ Digital seX & the city kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 14 ára indiana jones 4 kl. 1:30 - 4 - 6:30 - 9 B.i. 12 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.