Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 43 FRÉTTIR 263 stúdentar voru brautskráðir frá Verzl- unarskóla Íslands í vor, 255 úr dagskóla og 8 úr fjarnámi. Í hópnum voru 149 stúlkur og 114 strákar. Róbert Torfason var dúx með aðaleinkunn 9,4 og semidúx var Herdís Helga Arnalds með aðal- einkunn 9,1. Úthlutað var í fyrsta sinn úr sjóði sem stofn- aður var í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Fyrr- verandi nemendur skólans, sem hafa verið áhrifamiklir í íslensku viðskiptalífi, lögðu sam- tals kr. 50.000.000 í hann. Að þessu sinni var út- hlutað kr. 3.500.000 til nemenda skólans. Brautskráning stúdenta frá Verzló BRAUTSKRÁNING stúdenta og skólaslit Mennta- skólans við Sund fóru fram á dögunum. Brautskráðir voru 143 stúdentar, 75 piltar og 68 stúlkur. Nýstúdentar eru af þremur brautum, af náttúrufræðibraut 66, af fé- lagsfræðibraut 63 og af málabraut 14 stúdentar. Dúx skólans með 9,2 í meðaleinkunn var Ingibjörg Ester Ár- mannsdóttir. Ingibjörg Ester útskrifaðist af fé- lagsfræðibraut, hagfræðikjörsviði. Semidúx var Hrafn- hildur M. Jóhannesdóttir af málabraut. Á félagsfræðibraut, félagsfræðikjörsviði varð Hlynur Ólafsson hæstur, á náttúrufræðibraut, eðlisfræði- kjörsviði Tómas Þorsteinsson, á líffræðikjörsviði Bára Hlín Þorsteinsdóttir og á umhverfiskjörsviði Helga Rós Benediktsdóttir. Nýstúdentar frá Menntaskólan- um við Sund IÐNSKÓLANUM í Hafnarfirði var slitið í vor en útskrift- arhópurinn var sá langstærsti í 80 ára sögu skólans og sá stærsti úr framhaldsskóla í Hafnarfirði eða 103 nem- endur. Kom fram í ræðu skólameistara að það væri skemmtileg tilviljun að hópurinn færi í fyrsta skipti yfir 100 á 100 ára afmæli bæjarins. Útskriftarhópurinn sam- anstóð af 61 nemenda í löggiltum iðngreinum og af þeim voru 26 í húsasmíði og pípulögnum sem jafnframt höfðu lokið sveinsprófi og brautskráðust með full sveinsréttindi. Af öðrum brautum, þ.e. tækniteiknun, útstillingum og list- námi voru 42. Í hópi útskriftarnema voru þrír nemendur sem brautskráðust með ágætiseinkunn. Þau Sveinn Hauk- ur Albertsson af vélvirkjabraut og Laufey Guðrún Bald- ursdóttir af tækniteiknarabraut hlutu verðlaun Samtaka iðnaðarins. Skólaslit Iðnskólans í Hafnarfirði NÝLEGA voru 117 nemendur brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi, þar af voru 50 stúd- entar. Nú voru í fyrsta sinn brautskráðir sjúkraliðar af Sjúkraliðabrú og voru þeir 13. Úr meistaraskóla út- skrifuðust óvenju margir eða 11. 7 nemendur braut- skráðust af tveimur brautum. Bestum heildarárangri náði Inga Berg Gísladóttir stúdent af félagsfræðibraut og fékk hún sérstaka við- urkenningu skólanefndar af því tilefni. Hún hlaut auk þess námsstyrk frá Hollvarðasamtökum skólans ásamt Dröfn Hilmarsdóttur sem var semi-dúx skólans. Inga Berg fékk auk þess þrenn önnur verðlaun fyrir náms- árangur í einstökum greinum. Að lokinni brautskrán- ingu héldu Hollvarðasamtök aðalfund sinn og fjöl- menntu 10 ára stúdentar á hann. Formaður Hollvarðasamtakanna er Hjörtur Þórarinsson. Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.