Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 26
Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is ÞAÐ voru kátir krakkar sem fylgd- ust með frumsýningu Brúðubílsins fyrir þetta sumarið í Árbæjarsafni í gær. Víða sást bros á vör og margir voru ófeimnir að láta í sér heyra – taka þátt í leiknum af áhorf- endasvæðinu. Helga Steffensen sem hefur stjórnað leikriti brúðubílsins í 28 ár segir mikið vera að gerast hjá brúð- unum í sumar. „Við setjum á hverju ári upp tvö ný leikrit og í júní sýnum við leikrit sem heitir Hókus-Pókus. Það er með lítilli söngóperettu auk þess sem Bjartur bóndi og dýrin hans syngja með krökkunum. Það verð- ur líka fræðsla fyrir börnin um fyrstu víkingana á Íslandi og Hrafna-Flóka sem skírði landið okkar.“ Helga segir að vinsælustu brúð- urnar, Lilli og Dúskur, verði að sjálfsögðu með í för þó að fjölda- margar nýjar brúður séu líka í sýn- ingunni. „Lilli er jafn gamall Brúðubílnum, en er samt alltaf fimm ára. Úlfurinn Úlli og Blá- refurinn eru líka vinsælir hjá börn- unum og krakkarnir kenna þeim að hegða sér almennilega,“ segir Helga hlæjandi. Nýbúið er að skreyta bílinn og skartar hann í sumar myndum af helstu persónum Brúðubílsins. „Brúður höfða mikið til barna og ég hef reynt að gera þetta skemmti- legt með litagleði og fræðslu,“ seg- ir Helga að lokum. Morgunblaðið/G.Rúnar Morgunblaðið/G.Rúnar Bjartur bóndi syngur fyrir börnin Morgunblaðið/G.Rúnar Gamlir vinir og nýir Þau fylgdust hugfanginn með persónum Brúðu- bílsins, börnin sem mættu á frum- sýningu söngóperettunnar Hókus Pókus í́ Árbæjarsafni í gær. Dagskrá sumarsins má finna á heimasíðunni www.brudubillinn.is daglegt líf 26 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Að skjálftinn hafi riðið yfir á mildumsumardegi en ekki í vondu veðri aðvetrarnóttu, fyrir það megum viðþakka. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda, hvernig ástandið hefði orðið þá,“ segir Jóhanna Róbertsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum, sem staðið hefur í ströngu síðustu daga með sínu fólki vegna Suðurlandsskjálftans og afleiðinga hans. „Það er búið að vera ómetanlegt hve allir brugðust skjótt og vel við – fjöldahjálparstjórar deilda Rauða krossins og aðrir sjálfboðaliðar, björgunarsveitir, lögregla, prestar, starfsfólk skólanna og aðrir sem við höfum átt samstarf við. Það veitir einnig mikið öryggi að finna hve allir viðbragðsaðilar eru samtaka í aðgerðum sem þessum. Það er ómetanlegt,“ segir Jóhanna og vill þakka öllum þeim sem lagt hafa Rauða krossinum lið síðan skjálftinn reið yfir. Jóhann er fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík, en flutti austur fyrir fjall um miðjan áttunda áratuginn og hefur átt þar heima síðan – utan nokkur ár sem hún var búsett erlendis. Hún er gift Birni B. Jónssyni, framkvæmda- stjóra Suðurlandsskóla, og eiga þau tvo syni, sem báðir eru kvæntir, og tvö barnabörn. Byrjaði að selja merki „Kannski hef ég haft áhuga á Rauða kross- inum alveg frá því ég var barn, enda ekki gömul þegar ég vann fyrst fyrir félagið með því að selja merki Rauða krossins. Ég þurfti því ekki að hugsa mig lengi um þegar ég átti þess kost að starfa sem svæðisfulltrúi hér, enda þekki ég vel til á svæðinu“, sagði Jóhanna sem hefur um- sjón með svæði sem nær frá Reykjanesi að Kirkjubæjarklaustri, að Vestmannaeyjum með- töldum. Skrifstofa Jóhönnu er í Hveragerði, en hún er mikið á ferðinni milli staða á svæðinu, enda kemur hún að fræðslu-, kynningarmálum og neyðarvörnum, auk þess að vera tengiliður landsskrifstofu Rauða krossins. „Þetta er fjölbreytt starf og skemmtilegt og sjaldnast eru tveir dagar eins. Hér hef ég kynnst mörgu frábæru fólki sem leggur á sig mikið og óeigingjarnt starf“. Strax eftir að jarðskjálftinn reið yfir á Suður- landi voru opnaðar fjöldahjálparstöðvar á skjálftasvæðinu. En Rauði kross Íslands tók formlega að sér það hlutverk að sinna fjölda- hjálp og félagslegu hjálparstarfi með samningi við Almannavarnir ríkisins sem gerður var árið 1974 í kjölfar Vestmannaeyjagossins. „Eftir skjálftana í síðustu viku komu fjöl- margir sjálfboðaliðar Rauða krossins til starfa, sem og aðrir sem réttu okkur hjálparhönd. Fljótlega kom í ljós að þörf var á meiri mannafla í fjöldahjálparstöðvarnar. Við fengum því til liðs við okkur þjálfaða sjálfboðaliða höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og víðar. Strax fyrstu klukkutímana fékk fólk félagslegan stuðning, mat og húsaskjól, auk þess sem nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvunum fyrstu næturnar. Síðan tók við sálrænn stuðningur ásamt áfallahjálp, sem mest áhersla hefur verið lögð á undanfarna daga, enda þörfin mikil,“ sagði Jóhanna. Strax á laugardagsmorgninum voru opnaðar þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálftanna, bæði á Selfossi og í Hveragerði, sem þjóna öll- um íbúum á skjálftasvæðinu. Fljótlega eftir það var fjöldahjálparstöðvunum lokað. Sveitarfélög- in, Rauði krossinn og björgunarsveitirnar hafa verið með sína fulltrúa í þjónustumiðstöðvun- um, en margir aðrir koma líka að rekstri þeirra. Gott að geta komið á einn stað Íbúar á skjálftasvæðinu geta leitað til þjón- ustumiðstöðvarinnar eftir hvers kyns upplýs- ingum og aðstoð í tengslum við afleiðingar skjálftans, og hafa margir nýtt sér það. „Það er frábært að fólk skuli nú geta komið á einn stað með erindi sín, í stað þess að þurfa að fara á milli margra staða. Nóg er álagið samt.“ Hún segir fólk eðlilega hafa verið mjög skelkað, sér- staklega í upphafi. Ástandið nú sé þó aðeins far- ið að róast. „Viðbrögð við áfalli eins og þessu eru afar mismunandi, en börn bregðast til dæm- is öðruvísi við en fullorðnir. Ég vil hvetja fólk til að fylgjast með börnum sínum og nýta sér þá fræðslu sem hægt er að fá varðandi börn og áföll. Lagist ástandið síðan ekki þá á að leita eft- ir aðstoð.“ | mhh@selfoss.is Í nógu að snúast Jóhanna Róbertsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi og Suður- nesjum, hefur haft í nógu að snúast með fólki sínu vegna Suðurlandsskjálftans 29. maí. Hér er hún ásamt Kristínu Chadwick sem hefur verið öflugur sjálfboðaliði Rauða krossins síðustu daga. Áfallið hefur þjapp- að fólkinu saman „Það er eftirtektarvert hve þetta áfall hefur þjappað fólki saman, og æðruleysi er mikið,“ segir Jóhanna Róbertsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins, sem hefur staðið í ströngu undanfarna daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.