Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 43

Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 43 FRÉTTIR 263 stúdentar voru brautskráðir frá Verzl- unarskóla Íslands í vor, 255 úr dagskóla og 8 úr fjarnámi. Í hópnum voru 149 stúlkur og 114 strákar. Róbert Torfason var dúx með aðaleinkunn 9,4 og semidúx var Herdís Helga Arnalds með aðal- einkunn 9,1. Úthlutað var í fyrsta sinn úr sjóði sem stofn- aður var í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Fyrr- verandi nemendur skólans, sem hafa verið áhrifamiklir í íslensku viðskiptalífi, lögðu sam- tals kr. 50.000.000 í hann. Að þessu sinni var út- hlutað kr. 3.500.000 til nemenda skólans. Brautskráning stúdenta frá Verzló BRAUTSKRÁNING stúdenta og skólaslit Mennta- skólans við Sund fóru fram á dögunum. Brautskráðir voru 143 stúdentar, 75 piltar og 68 stúlkur. Nýstúdentar eru af þremur brautum, af náttúrufræðibraut 66, af fé- lagsfræðibraut 63 og af málabraut 14 stúdentar. Dúx skólans með 9,2 í meðaleinkunn var Ingibjörg Ester Ár- mannsdóttir. Ingibjörg Ester útskrifaðist af fé- lagsfræðibraut, hagfræðikjörsviði. Semidúx var Hrafn- hildur M. Jóhannesdóttir af málabraut. Á félagsfræðibraut, félagsfræðikjörsviði varð Hlynur Ólafsson hæstur, á náttúrufræðibraut, eðlisfræði- kjörsviði Tómas Þorsteinsson, á líffræðikjörsviði Bára Hlín Þorsteinsdóttir og á umhverfiskjörsviði Helga Rós Benediktsdóttir. Nýstúdentar frá Menntaskólan- um við Sund IÐNSKÓLANUM í Hafnarfirði var slitið í vor en útskrift- arhópurinn var sá langstærsti í 80 ára sögu skólans og sá stærsti úr framhaldsskóla í Hafnarfirði eða 103 nem- endur. Kom fram í ræðu skólameistara að það væri skemmtileg tilviljun að hópurinn færi í fyrsta skipti yfir 100 á 100 ára afmæli bæjarins. Útskriftarhópurinn sam- anstóð af 61 nemenda í löggiltum iðngreinum og af þeim voru 26 í húsasmíði og pípulögnum sem jafnframt höfðu lokið sveinsprófi og brautskráðust með full sveinsréttindi. Af öðrum brautum, þ.e. tækniteiknun, útstillingum og list- námi voru 42. Í hópi útskriftarnema voru þrír nemendur sem brautskráðust með ágætiseinkunn. Þau Sveinn Hauk- ur Albertsson af vélvirkjabraut og Laufey Guðrún Bald- ursdóttir af tækniteiknarabraut hlutu verðlaun Samtaka iðnaðarins. Skólaslit Iðnskólans í Hafnarfirði NÝLEGA voru 117 nemendur brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi, þar af voru 50 stúd- entar. Nú voru í fyrsta sinn brautskráðir sjúkraliðar af Sjúkraliðabrú og voru þeir 13. Úr meistaraskóla út- skrifuðust óvenju margir eða 11. 7 nemendur braut- skráðust af tveimur brautum. Bestum heildarárangri náði Inga Berg Gísladóttir stúdent af félagsfræðibraut og fékk hún sérstaka við- urkenningu skólanefndar af því tilefni. Hún hlaut auk þess námsstyrk frá Hollvarðasamtökum skólans ásamt Dröfn Hilmarsdóttur sem var semi-dúx skólans. Inga Berg fékk auk þess þrenn önnur verðlaun fyrir náms- árangur í einstökum greinum. Að lokinni brautskrán- ingu héldu Hollvarðasamtök aðalfund sinn og fjöl- menntu 10 ára stúdentar á hann. Formaður Hollvarðasamtakanna er Hjörtur Þórarinsson. Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Suðurlands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.