Úti - 15.12.1935, Qupperneq 6

Úti - 15.12.1935, Qupperneq 6
Gengið á Snæfellsjökul Eftir JÓN EYÞÓRSSON, formann Ferðafjelags íslands. Það var sunnud. 1. sept. í sumar, að jeg var síðast að labba upp eftir Snæ- fellsjökli norðaustanverðum. Lágan skýjamökk kemdi norðan yfir nesið og suður á fjallabrúuir. Hann byrgði Jök- ulhálsinn og vafðist um Jökulræturnar, en liið efra á jöklinum og sunnan undir fjallgarðinum var glaðasólskin. Skýja- bólstrarnir huldu alla útsýn til Breiða- fjarðar, en Faxaflói lá spegilsljettur í glampandi sólskini. Snæfellsnesfjall- garðurinn skiftir veðrum og deilir sól og regni á víxl lil sveitanna sunnan og norðan á nesinu. Á hjallabrún neðarlega á jöklinum varð dálítill sprungukafli á vegi okkar, en úr því kom upp fyrir hjarnmörkin var jök- ullinn því nær sprungulaus og jafnt við- líðandi brekkan upp undir jökulþúfur. Að vísu sáust nokkrar jökulgjár, en ým- ist var fljótgert að krækja fyrir þær eða ganga yfir þær á snjöbrúm. Og nú fór jeg að rifja upp fyrir mjer á göngunni gamlar ferðasögur af Snæ- fellsjökli, ekki síst þær, sem hafa talið leiðina, sem jeg var að fara, ægilega og stórhættulega fyrir líf og limi. I þessum ferðasögum eru einkum tvö atriði eftir- tektarverð: I fyrsta lagi gægist fram í sumum þeirra aldarandi og liugsunar- háttur horfinna tíma, þegar menn höfðu hjátrúarfullan beyg af fjöllunum, beyg sem þjóðtrú á tröll og forynjur hafði alið upp. í öðru lag'i eru sumar frásagnirnar fullar af venjulegum ýkjum, um liættur og mannraunir, sem útlendir ferðamenn eru vanir að krvdda ferðasögur sínar með og vík jeg nánar að því síðar. En það voru þessar endurminningar um löngu farnar ferðir upp á Snæfells- jökul, sem jeg ætlaði að rifja upp i þessari grein i þeirri von, að einliverjir af les- endum vildu fylgjast með mijer. Fyrir rúmum 180 árum — 1. júlí 1753 — var í fyrsta skifti gengið á Snæfells- jökul, svo menn viti. Þá voru þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson staddir á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi og höfðu ein- sett sjer að freysta uppgöngu á Snæfells- jökul. Menn þar um slóðir trúðu því þá alment, að ekki væri fært menskum mönnum að komast þangað upp. Þeir höfðu mikla oftrú á liæð jökulsins og hjeldu hann Iiæsta fjall á Islandi. Þá bjuggust þeir við að kuldi væri þar svo mikill, að alt hlyti að helfrjósa og loks trúðu því margir, að Bárður Snæfellsás og aðrar vættir iiefðu aðsetur í jöklinum

x

Úti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.