Skessuhorn - 25.02.2015, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
Aðalfundur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Aðalfundur Rauða krossins á Akranesi verður
haldinn fimmtudaginn 5. mars kl. 17:15 í
húsnæði deildarinnar Skólabraut 25a.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf.•
Örn• Ragnarsson verkefnastjóri fataflokkunar segir frá
verkefninu „Föt sem framlag“ og öðrum verkefnum.
Sveinn Kristinsson• formaður Rauða krossins segir frá
helstu verkefnum félagsins.
Ö• nnur mál.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna.
Stjórnin
Daladeild haldinn í Dalakoti
föstudaginn 27. febrúar kl. 12.00.
Hvalfjarðar- ,Borgarfjarðar- og Mýradeild haldinn í
Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 5. mars kl.12.00.
Steinþór Skúlason og Elías Hreinsson
verða með framsögu á fundunum.
Fundirnir hefjast með hádegisverði.
Deildarfundir Sláturfélags Suðurlands
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Á fundi sveitarstjórnar Dala-
byggðar 17. febrúar sl. voru
samþykktar nýjar viðmiðun-
arreglur um snjómokstur í
sveitarfélaginu. Í tilkynningu
á heimasíðu sveitarfélagsins
segir að markmið með snjó-
mokstri og hálkueyðingu sé
að minnka þau óþægindi sem
snjór og ís veldur einstak-
lingum, rekstri fyrirtækja og
skólahaldi. Snjómokstri og
hálkueyðingu er stjórnað af
Dalabyggð og Vegagerðinni.
Utan Búðardals mokar Vega-
gerðin Vestfjarðaveg daglega og
Skógarstrandarveg, Heydalsveg og
Laxárdalsveg tvisvar í viku, á mánu-
dögum og föstudögum. Vegagerð-
in í samráði við bæjarverkstjóra og
sveitarstjóra Dalabyggðar mok-
ar helminga-mokstursvegi allt að
þrisvar í viku, til dæmis Klofnings-
veg og Haukadalsveg.
Reglurnar kveða á um að ef þörf
er á, verði heimreiðar að bæjum þar
sem er föst búseta mokaðar án end-
urgjalds að hámarki tvisvar á al-
manaksárinu. Að öðru leyti eru
heimreiðar að bæjum mokað-
ar gegn greiðslu sem nemur
einni klukkustund. Í Búðardal
sér Vegagerðin um mokstur
Vesturbrautar,Vestfjarðaveg-
ar, en Dalabyggð sér um ann-
an snjómokstur gatna í Búðar-
dal og aðkomuleiða/bílastæða
við Auðarskóla, slökkvistöð og
stjórnsýsluhús. Mokstur vegna
öryrkja og aldraðra er að-
eins framkvæmdur samkvæmt
beiðni félagsþjónustunnar.
Dalabyggð greiðir ekki
kostnað vegna snjómoksturs
sem til hefur verið stofnað án henn-
ar samþykkis að undanskildu því er
beiðni um mokstur komi frá lög-
reglu, slökkviliði, lækni eða sjúkra-
flutningsmönnum vegna neyðar-
flutninga. Skuli þá strax sinna þeim
beiðnum. þá
Smábátasjómenn á Akranesi og
Reykjavík hafa þungar áhyggjur af
því að stjórnvöld grípi nú til lang-
tíma veiðibanns með línu um vetr-
artímann í utanverðum Hvalfirði.
„Aðkomulínubátar hafa komið inn
á grunnin og firðina þegar það eru
brælur og veiða þar á fullu á með-
an stormarnir ganga yfir. Þetta
hefur leitt til þess nú í þrígang að
stjórnvöld hafa þrisvar sinnum beitt
skyndilokunum í utanverðum Hval-
firði nú frá áramótum vegna þess
að hlutfall smáfisks eða undirmáls
er of hátt í aflanum hjá þessum bát-
um. Það er þá svæðið frá Hvalfjarð-
argöngum inn að Grundartanga
eða þar um bil sem er lokað. Þarna
hefur verið ýsa en nú undanfarið
nánast alfarið þorskur. Þeir voru
að fá allt að um 40% undirmáls-
þorsk í heildarafla á línuna þarna og
máttu alveg vita að það yrði lokað á
þetta,“ segir Guðmundur Elíasson.
Hann gerir út línutrilluna Flugöld-
una og rær frá Akranesi.
Smábátaútgerð stendur
veikt á Akranesi
Guðmundur útskýrir að þegar
þetta gerist svona oft á skömmum
tíma megi eiga von á viðbrögðum
stjórnvalda sem felist í svokallaðri
reglugerðarlokun. Þá gefur sjávar-
útvegsráðuneytið út sérstaka reglu-
gerð þar sem tilteknu svæði er lok-
að til langframa og um óákveðinn
tíma. „Reynslan hefur kennt okk-
ur að reglugerðarlokanir eru yfir-
leitt komnar til að vera. Það gæti
til að mynda þýtt að bannað verði
að stunda línuveiðar í utanverðum
Hvalfirði stóran hluta ársins á ver-
tíðinni þegar þar er fiskur um vetr-
artímann.“
Slík lokun yrði áfall fyrir smá-
bátasjómenn á Akranesi. „Við sem
gerum út héðan megum ekkert við
því að okkar nærmiðum sé lokað
svona með þessum hætti. Það erum
ekki við sem höfum kallað þetta
yfir okkur heldur aðkomumenn
sem eru ekki að taka neitt tillit til
okkar hagsmuna hér á Skaganum.
Smábátaútgerð héðan frá Akranesi
stendur höllum fæti nú þegar. Það
er ekki langt í að hún leggist alfarið
af ef fram fer sem horfir. Fiskmark-
aðurinn á Akranesi er alveg við það
að leggjast af og loka. Það er tal-
að um að hann þurfi að lágmarki
að geta selt þúsund tonn af fiski á
ári til að geta gengið. Þetta er alveg
á þeim mörkum núna. Af þessum
sökum er mjög gott að geta gripið
til þess að nýta nærmiðin svo sem
inni í Hvalfirði, ég tala nú ekki um
þegar veður eru válynd. Ef markað-
urinn lokar þá er þetta bara búið að
gera út og róa héðan frá Akranesi,“
segir Guðmundur.
Fundað með
stjórnvöldum
Að sögn Guðmundar Elíassonar þá
hefur veiðin inni í Hvalfirði hef-
ur suma dagana verið mjög góð.
„Akraberg fékk til að mynda sjö
tonn á 28 bala þar um daginn. Það
er oft góð veiði í utanverðum Hval-
firði á þessum árstíma. Fiskurinn
hefur vissulega verið frekar smár.
Það er þó hægt að komast hjá því
að vera með of mikið undirmál með
því að leggja línuna styttra, kannski
bara einn og tvo bala í hverri lögn.
Við reynum að gera þetta því það
þjónar ekki okkar hagsmunum að
kalla yfir okkur lokanir.“
Fulltrúar smábátasjómanna frá
Akranesi og Reykjavík funduðu
með embættismönnum í Reykjavík
vegna þessa máls á mánudag. Örn
Pálsson framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda var
með þeim á fundinum. „Það vof-
ir yfir ótímabundin reglugerðalok-
un í Hvalfirði. Við höfum bent á
að þetta er svæði sem gengur ekki
að hafa lokað allan ársins hring eða
stóra hluta ársins. Það er mönnum
sem stunda útgerð við innanverðan
Faxaflóa nauðsynlegt að geta leitað
upp í Hvalfjörð. Fulltrúar sjómanna
á Akranesi og í Reykjavík komu
með mjög sterk rök á þessum fundi
fyrir því að varlega yrði farið í lok-
anir þarna. Það er vitað að það er
oft mikið af smáþorski á ákveðnum
stöðum í Hvalfirði í upphafi hvers
árs. Ég á von á að verði tekið tillit
til sjónarmiða sjómanna þannig að
lokun verði tímabundin og hamli til
að mynda ekki ýsuveiðum á haust-
in. Annars er það þannig að það er
hrygningarstopp í þorskveiðunum
í nokkrar vikur frá 1. apríl þannig
að þá er sjálfkrafa friðun þarna sem
annars staðar,“ segir Örn Pálsson.
mþh
Nýjar viðmiðunarreglur um
snjómokstur í Dalabyggð
Uggur meðal smábátasjómanna
vegna skyndilokana í Hvalfirði
Guðmundur Elíasson skipstjóri og útgerðarmaður á Flugöldunni.
Smábátur frá Akranesi.