Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Síða 15

Skessuhorn - 25.02.2015, Síða 15
15MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að fram fari heildarendurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Núverandi aðalskipulag rennur út 2015. Óskað er eftir hugmyndum bæjarbúa, hvernig þeir vilja sjá bæinn vaxa og dafna. Senda skal hugmyndir á byggingarfulltrúa bygg@grundarfjordur.is fyrir 11. mars 2015. Bæjarstjórinn í Grundarfjarðarbæ SK E S S U H O R N 2 01 5 Aðalskipulag GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501 Grundarfjarðarbær VÉLAMAÐUR BORGARNESI Starf vélamanns hjá þjónustustöðinni í Borgarnesi er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Starfssvið Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði • Vegagerðarinnar í Borgarnesi Ýmis vinna í starfsstöð í Borgarnesi • Menntunar- og hæfniskröfur Almennt grunnnám• Almenn ökuréttindi, meirapróf er æskilegt• Vinnuvélaréttindi• Reynsla af vegheflun er æskileg• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt• Góðir samstarfshæfileikar• Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við mannauðsstefnu Vegagerðarinar eru konur með umbeðnar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2015. Umsóknir berist mannauðsstjóra Vegagerðarinnar, netfang oth@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgeir Ingólfsson yfirverkstjóri í síma 522-1562 Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. SK ES SU H O R N 2 01 5 Hilmar Sigvaldason er hugmynda- ríkur Akurnesingur sem er óhrædd- ur við að fara ótroðnar slóð- ir. Hann er einn af þeim sem sýnt hefur frumkvæði við að reyna að auka ferðaþjónustu á Akranesi og er hvergi nærri hættur. Hann er gjarnan kallaður vitavörður á Skag- anum, er forsvarsmaður að opnun Akranesvita á Breið og hefur unn- ið mikið og óeigingjarnt starf þar. Hann hefur staðið fyrir ýmsum sýningum í vitanum sjálfum, bæði myndlistar- og ljósmyndasýningum ásamt því að hann hefur staðið fyr- ir fjölmörgum viðburðum, svo sem tónleikum af ýmsu tagi. En áhugi Hilmars fyrir menningarmálum er ekki eingöngu bundinn við vitann. Nýlega datt honum í hug að snið- ugt væri að setja á laggirnar nokk- urs konar „nördasafn“ á Skaganum og hefur sú hugmynd fengið góðan hljómgrunn meðal Skagamanna. Ýmsir safnarar á Akranesi „Mér datt bara í hug að varpa þess- ari hugmynd fram. Maður sér að það eru allskonar óhefðbundin söfn annars staðar á landinu þar sem gengur bara vel. Eins og Jólahús- ið við Akureyri, Steinasafn Petru á Stöðvarfirði og Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Þetta sem mér datt í hug er eitthvað í líkingu við Dellusafnið sem er á Flateyri. Það þarf ekki að kópera hlutinn beint, þetta gæti þó verið eitthvað í þess- um dúr,“ segir Hilmar í samtali við Skessuhorn. Hann nefnir að safnar- ar af ýmsum toga finnist á Skagan- um. Þeir væru jafnvel viljugir til að koma sínum hlutum fyrir á stærra safni. „Á Akranesi eru meðal ann- ars myndavélasafnari, róbótasafn- ari, kona sem býr til myndir úr frí- merkjaafrifum og ég á sjálfur eitt- hvað af hlutum sem tengjast vit- um. Þetta gæti til dæmis alveg ver- ið ágætur grunnur að stærra safni. Svo mætti örugglega finna eitthvað fleira ef hugmyndin fær brautar- gengi.“ Vantar afþreyingu Hilmar segir að til að hugmynd sem þessi verði að veruleika þurfi fólk að taka af skarið. Tækifærin leynist víða og ýmislegt sé hægt að gera með réttu hugarfari. Húsnæðismál- in séu þó oft það sem fólk strandi á enda geti verið kostnaðarsamt að leigja húsnæði. „Ég sé alveg fyrir mér að svona safn gæti átt heima á skrifstofu Sementsverksmiðjunnar við Mánabraut. Ég held því að bær- inn eigi til húsnæðið, þeir eru bún- ir að koma listamönnum þarna inn og mér fannst því borðleggjandi að færa eitthvað í líkingu við safn þar inn líka. En það væri þá auðvitað að því gefnu að Akraneskaupstað- ur geti útvegað húsnæðið og að það sé nothæft, ég hef ekki kynnt mér það neitt nánar,“ útskýrir Hilmar. Hann segir næstu skref vera þau að kanna hvernig landið liggur. Að athuga hvort það er einhver flöt- ur fyrir þessu, hvort fleiri séu til í þetta og athuga með húsnæði. Við eigum ekki að bíða eftir að aðrir geri hlutina á undan okkur, frekar að gera það sjálf. Það vantar afþrey- ingu fyrir ferðamenn í bænum, það er ekki nóg að ferðamenn heimsæki vitann og fari svo út úr bænum.“ Örnefnagöngur í sumar Hilmari hefur dottið ýmislegt fleira í hug. Ein af þeim hugmyndum sem gæti orðið að veruleika í sumar eru svokallaðar örnefnagöngur um Akranes og nágrenni. Hilmar segir að til standi að bjóða upp á þær alla laugardaga í sumar, ef allt gengur eftir. „Það yrði þá boðið upp á fjór- ar mismunandi leiðir, eina í hvert sinn. Fjórir aðilar sem þekkja vel til á svæðinu myndu stýra göngun- um. Mér datt í hug að það væri lík- lega erfitt og dýrt að auglýsa einn viðburð, eina göngu, sem yrði bara einu sinni á árinu. Það mætti frek- ar gera meira úr þessu, auglýsa við- burðaröð og hafa þetta fastan lið. Það skilar kannski meiru að hafa svona viðburði reglulega. Fólk veit þá af því og gæti gengið að því vísu.“ Erlendir fjölmiðlar heimsóttu vitann Það eru því hugmyndir af ýmsu tagi sem fæðast í höfðinu á Hilmari Sigvaldasyni. Honum er umhugað um Akranes og vill sjá meiri fjölg- un ferðamanna í sínum heimabæ. Varðandi nördasafnið segist hann ekki vera búinn að spá neitt í hvort hann fylgi sjálfur hugmyndinni eft- ir eða eftirláti það einhverjum öðr- um. Hann hefur sjálfur nóg fyrir stafni, er í nýju starfi og fær mikið af gestum í vitann. Upp á síðkast- ið hafa alls þrettán erlendir fjöl- miðlamenn heimsótt vitann í efnis- öflun. Það má því búast við að vit- arnir á Breiðinni fái enn fleiri gesti í kjölfarið. „Kannski var bara nóg að varpa þessari hugmynd fram. Ég er ekki að gera þetta til að vekja at- hygli á sjálfum mér. Það er ekki nóg að fá hugmynd heldur þarf að láta verkin tala. Það þarf að fylgja hug- myndinni eftir og þora að fara vel út fyrir rammann. Fyrst ég gat það á sínum tíma með vitann, þá ættu allir að geta það. Það þarf bara ein- hver að taka af skarið,“ segir hann að endingu. grþ Vill fá nördasafn á Skagann Hilmar á sjálfur safn sem tengist vitum. Hér er hann með vita-sokka sem hann lét framleiða til styrktar Hollvinasamtökum HVE. Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.