Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Qupperneq 18

Skessuhorn - 25.02.2015, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Dr. Magnús Stefánsson Pro- fessor Emeritus í Björgvin er látinn. Hann var fæddur í Borg- arnesi árið 1931, lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri vorið 1951 og stundaði nám í norrænu við Háskóla Ís- lands næstu tvö árin. Hann nam Germönsk fræði við Háskólana í Köln og Bonn, og lagði stund á málvísindi og sagnfræði sem meginviðfang við Óslóarhá- skóla og varð þaðan Candida- tus Philologiae árið 1960. Hann var á rannsóknarstyrk við Óslóarháskóla 1961-1962 og lektor í Íslenzku við Norrænu deildina þar sem hann kenndi málvísindi. Frá 1962-1967 kenndi hann við Björgvinjarhá- skóla og hafði einnig kennslu- skyldu í Ósló. Frá 1968 var hann lektor við sagnfræðistofn- un Björgvinjarháskóla og pró- fessor frá árinu 1992 þaðan sem hann fjekk lausn í ársbyrjun árið 1999. Magnús stundaði rannsókn- ir við Max-Planck stofnunina í rjettarsögu í Frankfurt og við Leopold- Wenger stofnunina í rjettarsögu við Háskólann í München árið 1987. Rannsóknir Magnúsar þær sem birtust í Sögu Íslands, út- gágu Þjóðhátíðarsjóðs, árið 1975 (bindi ll og lll) ollu straumhvörfum í túlkun kirkju- sögu tímabilsins 1100 - 1360. Ollu þær í fyrstu nokkrum deilum, en líklegt má telja, að helztu niðurstöður hans liggi nú til grundvallar rannsóknum síðari tíma. Árið 2000 gaf sagnfræði- stofnun Björgvinjarháskóla út rit hans Staðir og staðamál, rannsóknir á aðstæðum hinna íslenzku einkakirkna og stóls- kirkna á miðöldum. Útgáfa þessi naut stuðnings Íslenzku Þjóðkirkjunnar og Borgarfjarð- arprófastsdæmis í þakklætis- og virðingarskyni við Magn- ús, en rannsóknir hans urðu ómetanlegar í því mikla verki, sem unnið var til undirbúnings þeim aðskilnaði ríkis og kirkju sem varð með þjóðkirkjulög- unum árið 1997 og afhendingu prestssetranna úr vörzlu ríkis- ins til stofnana Þjóðkirkjunnar árið 2007. Væri vert, að það rit yrði þýtt og útgefið á íslenzku hið fyrsta. Þrátt fyrir langa útivist var Magnús tengdur landi sínu og æskuslóð alla tíð. Hann fylgd- ist af áhuga með uppbyggingu Reykholts, kirkju og Snorra- stofu. Gaf hann Snorrastofu verulegan hluta hins góða bókasafn sín þegar í lifanda lífi og ánafnaði stofnuninni því öllu eftir sinn dag. Verður þá í Reykholti til einhver hinn bezti bókakostur um rjettarsögu og kirkjurjett sem vitað er af á ein- um stað í landinu. Borgfirðingar og raunar Ís- lendingar allir mega minnast með þakklæti prýðilegs fræða- manns, sem reyndist föður- landi sínu næsta gagnlegur úr fjarlægð og því ávallt nálæg- ur í reynd. Blessuð sje minn- ing hans fjölskyldu og frænd- um og þeim öðrum sem hann trega og blessuð sje hún einn- ig öllum gegnum mönnum þar sem hans gætir. Geir Waage Höf. er sóknarprestur í Reykholti And lát: Dr. Magnús Stefánsson Við árslok 2010 keyptu mæðg- urnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Helga Sjöfn Ólafsdóttir þvottahús og verslun í Grundarfirði og hófu rekstur. Blossi ehf. heitir fyrirtæk- ið og þar kennir ýmissa grasa. Þar má finna þvottasjálfsala fyrir utan en innandyra snúast tromlurnar í stórum iðnaðarþvottavélum all- an daginn enda reka þær efnalaug. Ingibjörg, eða Bibba eins og hún er jafnan kölluð, segir nokkurn stíg- anda hafa verið í rekstrinum síðan þær mæðgur opnuðu og þakkar hún það að stórum hluta fjölgun ferða- manna á svæðinu. Nú sé þokkaleg umferð á veturna líka sem áður var mun rólegri tími. Inni í versluninni er svo hægt að fá ótrúlega margt. Hvort sem manni vantar rúðu- þurrkur, skeifur, lopa, leikföng, rit- föng, verkfæri eða málningu. Það er ansi breitt vöruúrval og nánast hægt að fá allt milli himins og jarðar. „Mamma vill hafa þessa gömlu kaupfélagsstemningu,“ segir Helga Sjöfn þegar hún sýnir fréttaritara vöruúrvalið. „Það er engin önnur svona búð hérna á svæðinu og því reynum við að hafa fjölbreytt vöru- úrval til að mæta þörfum sem flestra bæjarbúa,“ segir Bibba. Yfir vetrar- tímann eru einn til tveir starfsmenn hjá þeim en Bibba getur sjálf unnið minna eftir að hún lenti í slysi fyr- ir nokkrum árum. Á sumrin eru svo fjórir starfsmenn hjá þeim í vinnu en þá er allt á fullu í þvottahúsinu enda flest gistirými bæjarins fullbókuð og gististaðirnir kaupa af þeim þvotta- þjónustu. Já, það er skemmtilegt að heimsækja þær mæðgur og það er nokkuð öruggt að maður getur fundið það sem manni vantar þarna inni. Ef maður finnur það ekki þá er næsta víst að annaðhvort Bibba eða Helga Sjöfn geta reddað því. tfk Norræn vinnustofa um svæðis- garða var haldin í Samkomuhúsi Grundarfjarðar í síðustu viku. Þá mættu forsvarsmenn svæðisgarða frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku til skrafs og ráðagerða með heima- mönnum á Snæfellsnesi. Á fimmtu- deginum fyrir hádegi ræddi Eivind Brenna um lykilskrefin í stofnun fyrsta norska svæðisgarðsins í Vald- res. Matthildur Kr. Elmarsdótt- ir hjá Alta og Kristian Björnstad framkvæmdastjóri norsku svæðis- garðasamtakanna kynntu vinnu við forsendugreiningar og undirbún- ingsvinnu við svæðisgarða. Maria- Louisa Lindgaard Balanga fram- kvæmdastjóri dönsku svæðisgarð- anna flutti erindi um stefnumót- un við undirbúning dönsku svæðis- garðanna. Að því loknu fór hópur- inn svo í ferð um Snæfellsnes. Á föstudeginum var svo áfram- hald á fundum og aðeins léttari dagskrá með svigrúmi fyrir umræð- ur. Ann Katrin Jarasen forseti bæj- arstjórnar í Torsby í Svíþjóð og for- maður stjórnar norsk-sænska svæð- isgarðsins í Finnskogen flutti erindi um samstarf Norðmanna og Svía yfir landamærin þar sem menn- ingar- og náttúruarfurinn er nýtt- ur til að leggja grunn að samstarfi og verkefnum. Kristian Björnstad fjallaði þá um hvernig Norðmenn nýta landslag og menningararf í sínu starfi. Eftir það var lota um vöru- þróun í svæðisgörðum og þar tal- aði Erling Oppheim varaformaður norsku svæðisgarðasamtakanna og framkvæmdastjóri Næroyfjorden svæðisgarðs, sem er á heimsmynja- skrá UNESCO. Hann fjallaði um hvernig gæði svæðisins eru nýtt til að hvetja til vöruþróunar í Næro- yfjorden. Eivind Brenna frá Valdres sagði svo frá því hvaða nýjar vörur og þjónusta hafi verið þróuð í Vald- res á síðustu árum vegna svæðis- garðsins þar. Elisabeth Dammyr verkefnastjóri hjá svæðisgarðin- um Haldenkanalen flutti svo erindi um hvernig upplifun ferðamanna hafi verið þróuð hjá þeim og hvað hafi verið mikilvægast í því. Eftir hádegið fór hópurinn svo í heim- sókn í fiskvinnslufyrirtækið G.Run og skoðaði aðstæður þar. Eftir það flutti Rósa Guðmundsdóttir fram- leiðslustjóri G.Run hf erindi um sjávarútvegsfyrirtæki á Snæfellsnesi og tækifæri og tengsl starfseminnar við svæðið. Að lokum voru það svo Kristín Björg Árnadóttir formaður framkvæmdastjórnar og Ragnhild- ur Sigurðardóttir framkvæmda- stjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness sem sögðu frá þeim áskorunum sem felast í að tengja íbúa svæðisins við svæðisgarðinn og að kynna stjórn- völdum starfið. Þeir sem komu að þessari ráðstefnu gátu nýtt sér hug- myndir og reynslu frá hverjum öðr- um hvað varðar uppbyggingu svæð- isgarða og tengsl þeirra við samfé- lagið. tfk Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri G.Run kynnir gestunum starfsemina í vinnslunni. Norrænir starfsmenn svæðisgarða hittust í Grundarfirði Ragnhildur Sigurðardóttir, Kristín Björg Árnadóttir og Björg Ágústsdóttir voru meðal þeirra sem stóðu að ráðstefnunni. Allt milli himins og jarðar til í verslun Blossa Mæðgurnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Helga Sjöfn Ólafsdóttir í búðinni. Horft yfir hluta verslunarinnar. Byggingavörur, verkfæri og áhöld stór og smá. Ekki er laust við að kaupfélagsstemning sé í versluninni, slíkt er vöruvalið.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.