Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Qupperneq 4

Skessuhorn - 08.04.2015, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Eva Hlín Albertsdóttir evahlin@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hafið þið tekið eftir vextinum? Ég er viss um að dyggir lesendur Skessuhorns hafa á undanförnum vikum og misserum tekið eftir því að við höfum mikið verið að fjalla um ný fyrir- tæki í ferðaþjónustu, breytingar á starfsemi og vöxt sem augljóslega er að eiga sér stað í þessari nýjustu atvinnugrein Íslendinga. Nú höfum við ekk- ert sérstaklega verið að leitast eftir þessu efni umfram aðrar fréttir. Stað- reyndin er hins vegar sú að þarna er á ferðinni mesta gróskan og nýsköp- unin og því fréttnæmt fyrir okkur sem landshlutamiðil að færa á borð fyr- ir lesendur. Sem dæmi um þá stórkostlegu atvinnusköpun sem er að eiga sér stað er hægt að nefna af handahófi hótel og veitingastað á Vegamótum, gististað í Ólafsvík, kaffihús og gistihús í Grundarfirði, ísgöng í Langjökli, hótelstækkun í Borgarnesi, Æðarsetur, endurbætta ferju, kaþólskt hótel og margt fleira í Stykkishólmi, Náttúrulaugar við Deildartunguhver, lúx- ushótel í Húsafelli, samkomuhúsið á Arnarstapa, sjóstangveiðifyrirtæki á Akranesi, breyttar áherslur á Þórisstöðum sem felast meðal annars í fót- boltagolfvelli, bætt safn á Hlöðum og áfram væri lengi hægt að telja. Nær allar þessar framkvæmdir og breytingar eru unnar af iðnaðarmönnum úr héraði og eru því að færa þeim verðskuldaða atvinnu. Menn ættu því að láta af barlómi um að ekkert sé að gerast og skorti nýsköpun á Vesturlandi. En ferðaþjónusta er ekki einvörðungu að fjölga störfum. Hún er að laða fram úr fylgsnum ýmsan fróðleik um söguna og heldur jafnframt við þekk- ingu sem annars myndi glatast. Ljómalind í Borgarnesi er til dæmis um hóp fólks sem framleiðir og selur matvæli og fleira undir merkjum Beint frá býli. Þessi hópur ætlar í vor að færa sig um set nær þeim stöðum sem ferðamenn stoppa nú þegar. Halla í Fagradal framleiðir, vinnur og selur lambakjöt með hvannarbragði, náttúrukryddað kjöt af bestu gerð. Svip- að gerir fólkið á Bjarteyjarsandi. Þorgrímur á Erpsstöðum leyfir gestum að komast í nálægð við kýrnar og selur þeim síðan vörur sem unnar eru úr af- urðum búsins. Að bjóða gestum okkar upp á það sem við kunnum að mat- búa er náttúrlega það sem sóst er eftir. Allir ferðamenn hafa áhuga á mat- arhefð þeirra landa sem þeir heimsækja og vilja kynnast menningu og sögu þessara þjóða. Að sama skapi er staðsetning gistihúss við höfnina í Ólafs- vík náttúrlega frábær. Gestir geta af gististað sínum horft yfir höfnina og fylgst með lífinu þar, lífæðinni sem gerir Ólafsvík að þeim stað sem hann er. Gaui litli á Hlöðum sýnir gestum sögu hernámsáranna í Hvalfirði og Krist- ján Karl í Ferstiklu er með litla sýningu um hvalskurð. Við eigum að vera stolt af atvinnusögunni okkar, segja gestum af hverju við sem þjóð erum ekki löngu flúin til heitari landa þar sem kannski væri auðveldara að þreyja þorrann. Magnús Freyr á Akranesi byggir upp lítið fyrirtæki sem fer með þýska ferðamenn á sjóstöng. Hvar annarsstaðar en á Íslandi ætti að bjóða upp á slíka þjónustu? Hér er ég einungis búinn að nefna örfá dæmi um þá miklu nýsköpun sem er að eiga sér stað á Vesturlandi. Ferðaþjónusta mun stóraukast á okk- ar svæði á þessu ári og næstu árum. Landfræðileg nálægð við höfuðborg- arsvæðið og mettun Suðurlands mun tryggja það. Fólk er tilbúið að fjár- festa í mannvirkjum og öðru og veðjar á þennan vöxt. Ef einhver vandamál eru snúa þau helst að hinu opinbera sem er hægara til verka en einkaaðilar. Við erum á eftir í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Fjarskipti eru drag- bítur og menntakerfið hefur ekki undan að mennta fólk til þeirra greina sem eftirspurn er eftir. En ég trúi því að þrýstingur frá þessum nýju at- vinnugreinum muni jafnvel ná að trekkja stjórnmálamennina í gang. Að þeir beini fjárveitingum til uppbyggingar innviða til að þessi nýjasta at- vinnugrein blómstri. Skili greininni til baka hluta þeirra skatttekna sem hún er að skaffa. En uppúr stendur að ferðaþjónusta er komin til að vera hér á landi. Frábærast er þó að Vesturland er komið á kortið. Magnús Magnússon Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2014 dróst heildar aflaverðmæti íslenskra skipa saman um 10,9 prósent sam- anborið við árið 2013. Þar munaði mest um að verðmæti loðnu og síld- ar minnkaði mikið. Aflaverðmæti á Vesturlandi jókst hins vegar um 4,4 prósent milli áranna 2013 og 2014. Vegur þar sjálfsagt mest aukning í aflaverðmæti þorsks. Botnfiskur skilaði rúmlega 92 milljörðum í aflaverðmæti á síðasta ári. Það er 1,1 prósenta samdrátt- ur frá fyrra ári. Verðmæti botn- fisktegunda að þorski undanskild- um minnkaði milli ára. Þorskur- inn skilaði hins vegar aukningu upp á 11,9 prósent. Aflaverðmæti hans var 53 milljarðar króna árið 2014. Flatfiskaflinn gaf rúma 7 milljarða á síðasta ári. Það var 28 prósenta samdráttur frá fyrra ári. Aflaverð- mæti grálúðu minnkaði mest á milli ára, eða um 2,6 milljarða. Mesti samdráttur varð eins og fyrr sagði í verðmæti uppsjávar- aflans. Það minnkaði um ríflega fjórðung (26,5%) á milli ára. Loðn- an gaf aðeins 3,8 milljarða króna á síðasta ári en árið fyrr var aflaverð- mæti hennar 16,4 milljarðar. Afla- verðmæti síldar var 9,5 milljarð- ar á síðasta ári og dróst saman um 10 prósent frá 2013. Aflaverðmæti makríls nam 15,3 milljörðum króna árið 2014 sem var um það bil það sama og á fyrra ári. Verðmæti kol- munnaaflans jókst hins vegar þó nokkuð. Það nam 4,7 milljörðum samanborið við ríflega 3 milljarða árið 2013. Skel- og krabbadýr gáfu 3,7 milljarða króna í fyrra. Það var 17,8 prósenta minnkun samanbor- ið við 2013. Verðmæti rækjuaflans minnkaði um tæpan þriðjung (29 prósent). Það var 2,5 milljarðar. Aflaverðmæti humars nam rúmum milljarði og jókst um 29 prósent samanborið við árið 2013. mþh Hjá Laugafiski á Akranesi er þessa dagana að fara af stað verkefni sem beinist að því að bæta gæði lofts- ins sem fer út í umhverfið frá starf- semi fyrirtækisins. Við eftirþurrk- unarstöð fyrirtæksins við Vestur- götu á Akranesi er búið að koma fyrir tækjabúnaði sem í eru búnað- ur og tvær stórar síur sem samtals munu draga í gegnum sig 30 þús- und rúmmetra af lofti á klukku- tíma úr vinnsluhúsinu. Í síunum er sívökvi sem á að binda til sín þá lykt sem er í loftinu sem kemur úr vinnsluhúsinu. Sighvatur Sigurðs- son hjá Laugafiski segir að áætlað sé að búið verði að tengja búnað- inn fljótlega eftir páska. Búnaður- inn var keyptur í gegnum Kemi frá Danmörku. Þar hefur hann reynst vel í fóðuriðjum og svínabúum. „Við erum alltaf að reyna að finna bestu lausnirnar,“ segir Sig- hvatur. Hann segir að HB Grandi, sem er eigandi Laugafisks, hafi ver- ið búinn að kaupa þennan nýja bún- að þegar forsvarsmenn sex annarra þurrkvinnsla í landinu lýstu yfir áhuga sínum að taka þátt í verk- efninu. Notkun þessa nýja síubún- aðar er því sameiginlegt tilrauna- verkefni. „Þetta er stærsta verkefni okkar af þessu tagi síðan við fór- um í stóra efnagreiningarverkefn- ið 2008. Þar fór fram greining á því hvaða efnasambönd það væru sem mynduðu lyktina frá þurrkuninni,“ segir Sighvatur. Eins og áður sagði verður bún- aðurinn settur upp við eftirþurrk- un á framleiðsluvörum Laugafisks sem er við enda Vesturgötu. Það- an er talið að sterkasta lyktin komi frá framleiðslu Laugafisks. Vonir standa til að loftgæðin frá Lauga- fiski batni því á næstu vikum með tilkomu þessa nýja búnaðar. þá Aflaverðmæti íslenskra skipa varð ellefu prósentum minna árið 2014 samanborið við 2013 en það jókst hins vegar um 4,4 prósent á Vesturlandi. Hér er það Sæþór Gunnarsson sjómaður í Ólafsvík sem hampar þeim systkinum þorski og ýsu í upp- hafi ársins 2014. Aflaverðmæti dróst töluvert saman á síðasta ári Nærmynd af gámnum með búnaðinum sem er með síunum tveimur. Leitast við að bæta loftgæðin frá Laugafiski Gámurinn með nýja tækjabúnaðinum stendur við gafl eftirþurrkunarstöðvarhúss Laugafisks við Vesturgötu. Eins og sjá má á myndinni er verið að byggja utan um hann.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.