Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015
Félag sauðfjárbænda í Borgarfirði
hefur sent frá sér fréttaritið „Smal-
ann“ fyrir þetta ár 2015. Það hef-
ur komið óslitið út frá árinu 2001.
Blaðið í ár er alls 40 síður að stærð.
Þar er fjallað um mál tengd sauð-
fjárræktinni í heild, ræktunarstarf
á félagssvæðinu, starf félagsins og
fleira. Smalanum er dreift á öll lög-
býli í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Honum hefur einnig verið dreift á
aðalfundi LS og víðar. Blaðið er í ár
einnig lagt út á vefsetri Landssam-
taka sauðfjárbænda, saudfe.is. Þar
má nú líka finna öll tölublöð frá og
með árinu 2002.
Davíð Sigurðsson í Miðgarði,
formaður Félags sauðfjárbænda í
Borgarfirði, skrifar leiðara blaðs-
ins. Þar segir meðal annars: „Það
er því miður tilfinning mín að við
séum að gefa of mikið eftir í því að
halda lambakjötinu okkar að neyt-
endum, það er kannski ekki okkur
að kenna að verslanir senda bara út
auglýsingar með tilboðum á svína
og kjúklingakjöti, eða hvað? Þurf-
um við ekki að fara að ýta betur
við afurðastöðvunum í vöruþró-
un, framsetningu og meðhöndlun?
Það er ekki skemmtilegt að labba í
gegnum verslanir og sjá fína lamba-
kjötið okkar sem við höfum lagt
okkur fram við að framleiða nán-
ast eingöngu boðið frosið og gróf-
sagað í þykkum plastpokum og
á lægra verði en þekkist úti í hin-
um stóra heimi. Þarna eru sóknar-
tækifæri að mínu mati, ekki það að
helstu sóknartækifæri greinarinn-
ar eru í útflutningi, en við þurfum
að geta verið stolt af lambakjötinu
hér heima líka. Nú þegar styttist í
næstu búvörusamninga þá þurfum
við að taka höndum saman og kom-
ast að sameiginlegri niðurstöðu um
það hvernig við sjáum sauðfjár-
rækt fyrir okkur sem atvinnugrein
í framtíðinni. Núverandi kerfi er
ekki gallalaust og við þurfum að
vera ófeimin við að kynna okkur
aðrar leiðir og passa okkur á því að
festast ekki í því fari að horfa bara
á það sem kemur sér best fyrir mig
núna, við verðum að vera tilbúin að
skoða þær leiðir sem koma sér best
fyrir greinina í heild.“ mþh
Skoða má árganga Smalans á
vefsetri Landssambands sauðfjár-
bænda (saudfe.is). Þar á meðal er
nýjasta blaðið fyrir 2015. Þessar
fegurðardrottningar fjárhúsanna eru
frá Háhóli á Mýrum.
Smalinn er kominn út
Veiðidögum fjölgað á hrognkelsaveiðum
Stjórnvöld ákváðu 31.
mars að fjölga veiðidögum
á grásleppuveiðum í 32.
Það er fjölgun um 12 daga
frá vertíð síðasta ár en þá
voru veiðidagarnir 20 tals-
ins. Sókninni í hrognkelsa-
stofninn er stýrt með því
að ákveða fjölda veiðidaga
sem hverjum bát er heim-
ilt að nota til veiða um
hverja vertíð. Aukningin
nú kemur til vegna þess
að vísindamenn hafa ekki
orðið varir við jafn mik-
ið af grásleppu á Íslands-
miðum og nú í vetur. Afla-
brögð norðanlands hafa einnig
gengið mjög vel sem styrkir þá
trú manna að nú sé lag að auka
veiðar. Fulltrúar Lands-
sambands smábátaeigenda
lögðu til að veiðidagarnir
í ljósi þessa yrðu 36 tals-
ins en stjórnvöld ákváðu
hins vegar 32 daga. Þetta
mun þó vera bráðabirgða-
ákvörðun sem kæmi á til
endurskoðunar síðar í vor
telji menn efni og ástæð-
ur til. Hefja má hrogn-
kelsaveiðar við Vesturland
í dag, 1. apríl með þeim
takmörkunum þó að veið-
ar eru ekki heimilaðar við
innanverðan Breiðafjörð
fyrr en 20. maí.
mþh
Unnið við grásleppunetin í Ólafsvík á vertíð síðasta árs.
Aðalfundur
Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands verður haldinn á HVE Akranesi
laugardaginn 25. apríl kl. 13:00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf1.
Afhending sneiðmyndatækis til HVE2.
Fundarmönnum gefst kostur á að skoða
og fræðast um tækið í lok fundar
Kaffiveitingar
Stjórnin
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Fimmtudaginn 9. apríl n.k. kl. 10.00 verður kynning á vegum
þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands á Bókasafni Akraness.
Ágúst Ó. Georgsson, safnvörður þjóð-
háttasafns, kemur í heimsókn og
segir frá starfsemi þjóðháttasafns og
samstarfi við almenning sem sendir
inn ýmsar upplýsingar og gögn til að
varðveita „arfinn“.
Allir velkomnir.
Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200
bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is
Kynningarfundur á
Bókasafni Akraness
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5