Skessuhorn - 08.04.2015, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015
Verkföll Bandalags háskólamanna,
BHM hófust í gær, þriðjudaginn
7. apríl. Guðjón S. Brjánsson for-
stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest-
urlands segir verkföllin hafa víð-
tæk áhrif á starfsemi HVE. „Í þess-
ari viku eru geislafræðingar komn-
ir í ótímabundið allsherjarverk-
fall og lífeindafræðingar eru hluta
dags í ótímabundnu verkfalli. Ljós-
mæður, iðjuþjálfar og sjúkraþjálfar-
ar fara í samstöðuverkfall á fimmtu-
daginn 9. apríl og hefur það áhrif
hér innanhúss. Alls eru átta starfs-
menn okkar í allsherjarverkfalli
og 22 munu taka þátt í samstöðu-
verkfallinu á fimmtudaginn,“ segir
Guðjón.
Samstöðuverkfall mun hafa áhrif
á 108 félagsmenn í Félagi geisla-
fræðinga (FG) fóru í allsherjarverk-
fall þann 7. apríl. Þar með eru þrír
geislafræðingar á myndgreining-
ardeild HVE farnir í ótímabund-
ið verkfall. Það hefur þau áhrif að
engin þjónusta er á myndgrein-
ingardeild nema bráðaþjónusta.
215 félagsmenn í Félagi lífeinda-
fræðinga (FL) eru í ótímabundnu
verkfalli hluta dags, milli klukkan
8-12 frá 7. apríl. Þá fara fimm líf-
eindafræðingar á HVE í verkfall,
þar af einn í Stykkishólmi. Hafa
þær aðgerðir áhrif á daglega þjón-
ustu rannsóknarstofu HVE. Dreg-
ið verður úr skipulögðum skurðað-
gerðum vegna þess að rannsókn-
argeta rannsóknarstofu er mjög
skert við verkfallsaðgerðirnar. Öll
aðildarfélög BHM sem eiga lausa
samninga við ríkið fara í samstöðu-
verkfall á fimmtudag. Alls taka 22
félagsmenn frá HVE þátt í því.
Milli klukkan 12 -16 munu 281
félagsmaður í Félagi sjúkraþjálfara
(FS), Iðjuþjálfafélagi Íslands (IÞÍ)
og Ljósmæðrafélagi Íslands (LMFÍ)
leggja niður störf til að sýna félögum
sínum samstöðu. Þar af eru 22 aðilar
á HVE og ljóst að samstöðuverkfall-
ið mun hafa áhrif á stofnunina.
Truflanir á ýmsum
starfsþáttum
„Helstu áhrif á HVE eru að með-
an sjúkraþjálfarar eru í verkfalli þá
falla niður bókaðir tímar einstak-
linga ásamt því að um röskunar get-
ur gætt á skurðaðgerðum, þar sem
sjúkraþjálfarar koma að endurhæf-
ingu þeirra sem fara í liðskiptaað-
gerðir. Ef verkföll dragast á lang-
inn má ætla að einna helst hafi að-
gerðir sjúkraþjálfara mestu áhrif á
HVE í Stykkishólmi þar sem starf-
rækt er sérhæfð deild fyrir háls- og
bakvandamál. Fimm af sjö sjúkra-
þjálfurum HVE starfa þar. Á Akra-
nesi hafa aðgerðir ljósmæðra helst
áhrif og munu þrettán ljósmæður á
HVE taka þátt í samstöðuverkfall-
inu. Áhrif þess eru á alla þjónustu
við verðandi foreldra. Mæðravernd
verður ekki sinnt á þessum tíma og
falla allir bókaðir tímar niður. Fæð-
ingar teljast þó til bráðaþjónustu og
þurfa verðandi mæður ekki að ótt-
ast neitt í þessu tilliti,“ segir Guð-
jón S Brjánsson. eha
Skökkin við Akratorg er í fal-
lega innréttað og hlýlegt kaffi-
hús í hjarta Akraness sem opnað
var síðastliðinn nóvember. Hildur
Björnsdóttir og Hafdís Bergsdótt-
ir sem reka fyrirtækið Skagaferð-
ir ehf. og standa þar vaktina ásamt
átta manna starfsliði.
Stigvaxandi uppgangur
Þær stöllur eru báðar kennara-
menntaðar en Hildur er í leyfi
frá kennslu til að sinna kaffihúsa-
rekstrinum. „Það má segja að
þetta hafi alltaf blundað í mér. Það
er gaman að geta sameinað áhuga-
málin með þessum hætti,“ segir
Hildur í samtali við Skessuhorn.
Aðaláhersla er lögð á gott kaffi,
bakkelsi og gott brauðmeti á borð
við panini. Alla virka daga er svo
réttur dagsins í hádeginu. „Þá
erum við með mjög fjölbreytt úr-
val, íslenskan og erlendan mat,
kunnuglegan og framandi í bland.
Við finnum mikinn áhuga og erum
komnar með stóran hóp fastagesta.
Það er mjög mikil breidd í við-
skiptavinahópnum. Hingað koma
mömmuklúbbar og eldri borgara
hópar,“ segir Hildur.
„Við erum farnar að hlakka mik-
ið til að skapa sumarstemningu
hérna fyrir utan hjá okkur, en við
erum að bíða eftir útiveitingaleyf-
inu. Það verður gott skjól hérna
fyrir utan á sumrin og sólsælt.“
Reka einnig
gistiheimili
Þennan dag var mjög gott glugga-
veður og hlýtt og gott að sitja
inni á Skökkinni. „Við munum
lengja opnunartímann í sumar
og fjölga starfsfólki. Opið verður
milli klukkan 9 og 18 sunnudaga
til miðvikudaga, en til klukkan
22 frá fimmtudögum til laugar-
daga.“
Það er heilmikill uppgangur
hjá Hildi og Hafdísi. Þær reka
líka Gistiheimilið Kirkjuhvol að
Merkigerði 7, við hlið Sjúkra-
hússins. „Þar erum við með átta
herbergi. Það hefur verið stigvax-
andi að gera hjá okkur. Við erum
með vinsæl tilboð fyrir golfspil-
ara og svo er brúðarsvítutilboð-
ið að vekja lukku. Þá gerum við
herbergið sérstaklega huggu-
legt. Það er mikið um að fólk
sem er að fara í brúðkaup nýti sér
það og lífgi uppá án þess að vera
endilega að fara að ganga sjálft í
hjónaband. Bókanir hafa gengið
vel og töluvert pantað fyrir sum-
arið,“ segir Hildur glöð í bragði á
þessum fallega sólskinsdegi.
eha
Áhersla er lögð á gott kaffi og bakkelsi. Ljósm. eha.
Sólbjart framundan hjá Skökkinni
Hildur Björnsdóttir annar eigandi Skökkinnar. Ljósmynd úr einkasafni.
Hægt er að fá skemmtilega skreytt krakkakakó í bollum sem eru sérgerðir af Evu
Björk leirlistakonu fyrir Skökkina. Ljósm. eha.
Guðjón S. Brjánsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands segir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif innan HVE. Ljósm. eha.
Áhrif verkfalla innan HVE