Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Page 21

Skessuhorn - 08.04.2015, Page 21
21MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Starfsmaður óskast á verkstæði Vélabær ehf., Borgarbyggð. Óskum eftir manni vönum viðgerðum á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 435-1252 netfang: velabaer@ vesturland.is. Landbúnaðarstörf Vantar duglegan vinnumann/ vinnukonu til almennra landbúnaðarstarfa,viðhald bygginga og sauðburð á Vesturlandi. Upplýsingar á saudafell@simnet.is. Palomino Colt Til sölu Palomino Colt fellihýsi árg. 2001 Fortjald, eggjabakkadýnur, nýlegur geymir. Gott fellihýsi á góðu verði. 600.000 kr. staðgreitt. Alltaf geymt inni á veturna. Er í Ólafsvík. Upplýsingar á hjalmar@isam.is. Hákon frá Ragnheiðarstöðum Til sölu folatollur undir Hákon frá Ragnheiðarstöðum. Hákon er undan Álfi frá Selfossi og Hátíð frá Úlfsstöðum. Hákon gefur hæfileikamikil og falleg afkvæmi, sjá síðu Hákonar, hakon.is. Hesturinn verður í húsnotkun 1. maí - 15. júní í Söðulsholti á Snæfellsnesi og síðan í Austvaðsholti í Holta- og Landsveit 15. júní - 15. september. Upplýsingar í síma 895-6666. Leiguhúsnæði Vantar tveggja til þriggja herbergja íbúð til langtímaleigu Upplýsingar á spalmadottir1@gmail.com eða í síma 867-2971, Sigrún. Gistiíbúð í Eyjafirði Bjóðum upp á gistingu í íbúð með tveimur tveggja manna herbergjum og uppbúnum rúmum og handklæðum. Íbúðin leigist eftir samkomulagi frá einni nóttu. Stutt í sund og golf. Verið velkomin í Eyjafjörðinn. Tíu mínútna akstur frá Akureyri. Upplýsingar í síma 894-1303 eða 463-1336 og á edda@ krummi.is. Íbúð óskast á Hvanneyri Óska eftir íbúð til langtímaleigu á Hvanneyri í vor eða sumar. Kisa fylgir. Upplýsingar í síma 462-7657 og 861-8494. Gömul mótorhjól og skellinöðrur Ég er að leita að alls konar gömlum mótorhjólum og skellinöðrum í hvaða ásigkomulagi sem er. Jafnvel bara einhverjum pörtum úr gömlu hjólum (vélar, felgur, grind). Má vera óskráð, ljótt og bilað. Upplýsingar á valur@heimsnet.is og í síma 896-0158. Iðnaðarþurrkari Til sölu Maytak 11 kg þurrkari, flottur fyrir stór heimili eða gistiheimili. Nýlega yfirfarinn og í frá bæru standi. Upplýsingar á keg@ talnet.is. Pílórahandrið Til sölu 16 metrar af pílórahandriði. Flott í hlið eða gerði eða bara eitthvað sniðugt. Nýtt. Fæst á 25 þúsund ef það verður sótt fyrir 20. apríl. Upplýsingar á keg@talnet.is. Akranes - miðvikudagur 8. apríl Vinnufundur Ljósmyndasafnsins í Svöfusal Bókasafns Akraness kl. 10:00. Allir velkomnir. Akranes - miðvikudagur 8. apríl Flæði, sýning myndlistarhópsins Mosa, verður í Guðnýjarstofu á Safnasvæðinu í aprílmánuði. Sýningin er annars vegar einstaklingsuppsetning þar sem hver listamaður fær sitt rými og hins vegar hópsýning þar sem hver sýnir eina mynd tengda umfjöllunarefninu sem er vatn. Sýningin verður opin út aprílmánuð. Borgarbyggð - miðvikudagur 8. apríl Aðalfundur Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum verður haldinn í Félagsheimilinu Brún miðvikudaginn 8. apríl kl.13:30. Kaffiveitingar í boði félagsins. Allir unglingar 60 ára og eldri velkomnir. Borgarbyggð - föstudagur 10 apríl Eldar loga og blóð flýtur á Sögulofti. Einar Kárason og dóttir hans Júlía Margrét flytja saman Skálmöld í formi eintala á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi kl. 20:00. Dalabyggð - laugardagur 11. apríl Vetrarleikar hestamannafélagsins Glaðs fara fram á reiðvellinum í Búðardal. Mótið hefst stundvíslega klukkan 12:00 Snæfellsbær - laugardagur 11. apríl MAR í Frystiklefanum í Rifi kl. 17:00. Næstsíðasta sýning. Lokasýning daginn eftir, sunnudaginn 12. apríl kl. 17:00. Áhorfendur ráða miðaverðinu sjálfir. Allir velkomnir. Snæfellsbær - laugardagur 11. apríl Útrunnin - Tónleikauppistand í Frystiklefanum í Rifi kl. 21:00 og sunnudaginn 12. apríl kl. 21:00. Borgarbyggð - sunnudagur 12. apríl Hallgrímur og Guðríður á Sögulofti í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 16:00. Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikkona segir þessa merkilegu ástarsögu skáldsins Hallgríms Péturssonar og konunnar Guðríðar Símonardóttur sem hneppt var í þrældóm í Tyrkjaráninu 1627. Akranes - sunnudagur 12. apríl Skagadívur í Tónbergi, sal tónlistarskólans á Akranesi. Nokkrar söngdívur ættaðar af Akranesi halda stórtónleika í Tónbergi kl. 20:00 í samstarfi við listafélagið Kalman. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar TIL SÖLU BÍLAR/VAGNAR/KERRUR 6. apríl. Drengur. Þyngd 3.450 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Jenny Ingrid Helena Nilsson og Kristján Hans Sigurðsson, Búðardal. Ljósmóðir: G. Erla Valentínusdóttir. Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is ATVINNA Í BOÐI LEIGUMARKAÐUR Pennagrein Nú þegar launþega- samtökin leggja fram kröfur sínar um kjara- bætur, finnst mér at- hyglivert að þær snúast aðeins um kaupkröfur. Kjarabætur eru fleira en krónu hækkun á launum, t.d. væru hækkun persónuafsláttar og frítekju- mark góðar kjarabætur, ekki síst fyrir lálaunafólkið. Nú er persónuafsláttur fyrir alla skattgreiðendur 50.902 kr. og frítekju- mark 85,564 kr. eða samals 136 466 kr. fyrir ellilífeyrisþega en 142.152 fyr- ir launþega sem borga í lífeyrissjóð. Ef frítekjumark hækkaði um 20 þúsund þá er það hrein kjarabót upp á 10% fyr- ir lálaunafólk með um 200 þúsund kr. á mánuði, því hækkun frítekjumarks er skattalækun sem samsvarar hækkun þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er alfarið krafa á ríkið. En hví skyldi ekki farið með kröfu á ríkisstjórn og þá sérstaklega fjármálaráðherra sem alltaf er að tala um að létta skattbyrði á fólk? Núverandi ríkisstjórn hefur hækk- að skatta á matvörur um 4%, sem bitn- ar þyngst á láglaunafólki en á sama tíma lækkað skatta á hátekjufólk. Því er raunhæft að launþegasamtökin geri kröfu á stjórnvöld að þau taki þátt í því að leysa þann vanda sem við blasir ef verkföll verða. Það vekur mér furðu að ekki skuli hafa komið fram krafa frá launþegasamtökunum á hendur stjórn- valda, því óhjákvæmilega verður ríkið að einhverju marki að koma að þessu máli. Með hækkun frítekjumarks gætu launþegasamtökin í landinu náð stórum árangri í baráttu fyrir bættum kjörum. Í fyrsta lagi yrði minni verðbólga vegna þessa (ekki valda ríkisútgjöld verbólgu). Í öðru lagi yrði auðveldar að ná samn- ingum við ASÍ (kröfur launþegasam- takana ekki eins miklar). Og í þriðja lagi stuðlar þetta að auknum ójöfnuði í samfélaginu. Sjálfsagt myndi ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks kalla slíka kröfu á stjórnvöld stórpólitíska at- lögu og byrja að hamra á því að verka- lýðshreyfingin eigi ekki að skipta sér af pólitík. Pólitík er þó ekkert annað en hrein hagsmunabarátta. Það er engum nær en samtökum launþega að taka þátt í pólitík til hagsbóta fyrir meðlimi sína. Ég er nokkuð viss um að SA og Þor- steinn Viglundsson hefðu ekkert við það að athuga þó að ríkisstjórnin tæki á sig bróðurpartinn af þeim sjálfssögðu kröfum sem launþegasamtökin leggja fram. Ef þessi kaupmáttarauki (kjara- bót) næðist frá ríkinu, þá yrði örugg- lega léttara fyrir ASÍ að ná 10 til 15 % kauphækkun í samningum við SA. Ég er viss um að VSÍ hefði ekkert við það að athuga þó að ríkistjórnin tæki á sig bróðurpartinn af þeim sjálfaögðu kröf- um sem launþegasamtökin leggja fram. Færi svo að ríkið væri tilbúið að hækka frítekjumark til skatts til að liðka fyrir samningum þá þyrfti það ekki að kosta ríkið stórar upphæðir. Ég veit að hætta er á aukinni verðbólgu ef óraunhæfar kaupkröfur ná fram að ganga. Þessar hugmyndir um að ríkið tæki sinn þátt í að bæta kjör lálaunafólks ættu ekki að orsaka óðaverðbólgu. Hafsteinn Sigurbjörnsson Kjarabætur 6. apríl. Drengur. Þyngd 3.920 gr. Lengd 55 sm. Foreldrar: Elín Eyjólfsdóttir og Kristján Finnbogason, Patreksfirði. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 6. apríl. Stúlka. Þyngd 3.120 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Elín Friðriksdóttir og Andri Þór Kristinsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: G. Erla Valentínusdóttir. DÝRAHALD Pennagrein Hér fylgir ferðasaga hópsins á keppnina. Í janúarlok fór hópur- inn að hugsa um hvaða atriði við vildum fara með á hæfileikakeppni starfsbrauta sem haldin skyldi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Tveir nemendur sýndu mikinn áhuga á að taka þátt. Því var ákveð- ið að atriðið okkar yrði þannig að báðir gætu látið ljós sitt skína. Sú hugmynd kom fram að við mynd- um gera þáttinn „Ísland got talent.“ Þar með ættu allir sem vildu að geta tekið þátt í atriðinu. Við tók hand- ritsgerð, æfingar og upptökur. Úr varð þátturinn „Ísland gott talent“ sem finna má á Youtube-rás starfs- brautar Fjölbrautaskóla Snæfell- inga og á Facebook-síðu okkar. Ferðasagan í hnotskurn Fimmtudaginn 19. mars fórum við með rútu frá Fjölbrautarskóla Snæ- fellinga til Reykjavíkur með góða skapið. Það var hlegið og sung- ið, spjallað saman og margt fleira. Fórum í heimsókn í Borgarholts- skóla, þar sem starfsbraut tók á móti okkur. Við skoðum skólann og kynntumst skemmtilegum krökk- um. Næst fórum við á flugvöll- inn. Í deild FSN á Patreksfirði er einn nemandi á starfsbraut. Hann og stuðningsfulltrúinn hans voru komnir til að taka þátt í deginum með okkur. Við borðuðum nesti á flugvellinum og spjölluðum saman. Síðan fórum við á Hvalasafnið að forvitnast um alla hvalina. Þar voru teknar margar skemmtilegar myndir, bæði hópmyndir og venju- lega fyndnar myndir og skemmti- legar. Svo var haldið áfram þar sem við fórum í keilu í Egilshöll. Þar feng- um við okkur pizzu og svo var skipt um föt fyrir hæfileikakeppnina. Hún var rosa skemmtileg. Fullt af skemmtilegum atriðum og flott- um sem komust áfram. Við feng- um að hitta Pollapönkarana. Þeir voru rosa glaðir og skemmtileg- ir og við dönsuðum með þeim og sungum. Svo fórum við á ball þar sem var fullt af góðum lögum og leiðinlegum. Eftir ballið voru allir svo þreyttir og það voru tveir sem fórum fyrr upp í rútu. Ein fór heim með frænku sinni og við skutluðum nemandanum og stuðningsfulltrú- anum frá Patreiksfirði á gistiheim- ili. Svo flugu þau til baka daginn eftir. Síðan þegar við vorum kom- inn inní Grundafjörð setum við á tónlist og vorum með fjör alla leið- ina á Hellisand. Öllum var skutlað heim eftir langa dag. Andrea Ýr, Árni Steinn, Áslaug Elva, Elias Gastao, Guðbjörg Lilja, Jóhann Steinn og Ómar Hall Starfsbraut Fjölbrautaskóla Snæfellinga tók þátt í hæfileika- keppni starfsbrauta

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.