Skessuhorn - 08.04.2015, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015
Hvaða málsháttur leyndist í
páskaegginu þínu?
Spurning
vikunnar
(Spurt í Reykhólasveit og Búðardal)
Helga Dóra Hólm Jóhanns-
dóttir:
Hver er sinnar gæfu smiður.
Svanborg Guðbjörnsdóttir:
Sá er sæll er sínu ann.
Bragi Jónsson:
Ég fékk mér ekki páskaegg.
Guðbjörg Karlsdóttir:
Krummi verður ei hvítur þó
hann baði sig.
Smári Gilsfjörð Bjarkason:
Það er margt vitlausara en að
skipta um skoðun.
Um 150 manns voru samankom-
in í mennta- og menningarhúsinu
Hjálmakletti í Borgarnesi sl. mið-
vikudagskvöld. Þar var haldinn
íbúafundur um rekstur og skipu-
lag fræðslumála, og eignir sveitar-
félagsins Borgarbyggðar. Starfandi
hafa verið tveir vinnuhópar um þessi
málefni. Markmiðið með fundinum
var að fá fram hugmyndir og sjón-
armið frá íbúum til vinnuhópanna
og sveitarstjórnar um leiðir til að
styrkja fjárhagsstöðu sveitarfélags-
ins. Kolfinna Jóhannesdóttir sveit-
arstjóri boðaði í upphafi fundar-
ins að í haust yrði síðan ráðist í að
endurskipuleggja og hagræða í fleiri
málaflokkum er heyra undir sveitar-
stjórn. Þar verði íbúarnir hafðir með
í ráðum.
Björn Bjarki Þorsteinsson for-
seti sveitarstjórnar setti fundinn
og hvatti fundarmenn til að vera
ófeimna að koma með hugmyndir.
Engar þeirra væru svo galnar að þær
mætti ekki nefna, eins og Bjarki orð-
aði það. Kolfinna sveitarstjóri fór í
inngangi sínum á fundinum yfir þá
stöðu sem sveitarfélagið Borgar-
byggð er í eftir mikinn hallarekstur
á síðasta ári. Einnig er yfirvofandi
mikill halli á þessu ári ef ekki verð-
ur gripið í taumana. Viðfangsefn-
ið væri að standast þau viðmið sem
sveitarfélögum væri sett til að sýna
rekstrarjafnvægi á þriggja ára tíma-
bili. Á það skorti mikið hjá Borgar-
byggð. Markmiðið væri að ná fram
varanlegri hagræðingu í rekstri sem
og að skoða sölu eigna. Kolfinna
sagði að ef næðist að spara og hag-
ræða um nokkrar prósentur í rekstr-
inum skipti það gríðarlega miklu
máli. Þannig myndi þriggja pró-
senta sparnaður af heildarútgjöld-
um gefa rúmar 90 milljónir og fimm
prósent um 150 milljónir í sparnað.
Í fræðslumálum myndu þrjú prósent
samsvara 48 milljónum og fimm
prósent um 80 milljónum króna.
Fjölbreyttar hugmyndir
Fyrrnefndir starfshópar eiga að skila
tillögum sínum til sveitarstjórnar
um miðjan aprílmánuð. Fyrir fund-
inn hafði kvisast út að hugmyndir
væru í starfshópunum um að sam-
eina starfsstöðvar skóla í sveitarfé-
laginu. Það hafði vakið hörð við-
brögð hjá íbúum, sér í lagi úr dreif-
býlinu. Á íbúafundinum voru ekki
skoðanaskipti milli fólks um slík-
ar hugmyndir. Fundurinn var enda
ekki karpfundur heldur vinnufund-
ur þar sem fundarmönnum var skip-
að í tíu manna vinnuhópa. Hóparnir
skyldu síðan skila sínum hugmynd-
um hver í sínu lagi. Fyrst voru gefn-
ar 40 mínútur til að ræða fræðslu-
og skólamálin og síðan aðrar 40 til
að fjalla um sölu eigna sveitarfé-
lagins. Borgabyggð á mikið eigna-
safn; skólahúsnæði, félagsheimili og
íbúðarhúsnæði. Síðan eru það stóru
eignirnar; eignarhluti í Orkuveitu
Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum.
Fjölbreyttar skoðanir komu fram í
fundinum bæði í skóla og eignamál-
um. Borðstjórar sem stýrðu vinnu-
hópunum voru svo beðnir um að
segja frá tveimur til þremur mikil-
vægustu atriðunum sem hver vinnu-
hópur kom sér saman um. Þar komu
fram fjölbreyttar hugmyndir og
mörgu velt upp. Einn vinnuhópur-
inn kom með það álit að einn grunn-
skóli ætti að vera í sveitinni og annar
í Borgarnesi. Enn aðrir vildu sam-
vinnu milli skóladeilda. Hugmynd-
ir voru um að sameina grunnskóla
og leikskóla og hagræða mætti svo
sem með sameiningu mötuneyta og
sameiginlegum innkaupum. Varð-
andi eignamálin var gegnum gang-
andi að hóparnir vildu nýta eign-
ir betur eða selja þær. Þannig ætti
að selja húsnæði Húsmæðraskólans
á Varmalandi og skoða sölu félags-
heimilanna þannig að þau yrðu
færri í eigu sveitarfélagsins. Sveitar-
félaginu bæri að selja eignir sem það
hefði minni tekur af en kostnað og
skoða beri sölu á eignarhlutunum í
OR og Faxaflóahöfnum.
Ráðhúsið í Varmaland
Meðal hugmynda um betri nýtingu
eigna Borgarbyggðar voru með-
al annars að fresta hugmyndum
um stækkun húsnæðis Grunnskól-
ans í Borgarnesi og nýta húseignir
sveitarfélagsins fyrir kennslu. Þann-
ig mætti til dæmis nýta Safnahúsið
með því að færa söfnin í aðrar eign-
ir sveitarfélagsins. Framúrstefnu-
leg hugmynd kom um að flytja Ráð-
húsið í húsnæði Húsmæðraskólans
á Varmalandi. Hugmyndir komu
fram um að sameina skólaakstur og
akstur nemenda í íþrótta- og tóm-
stundastarf. Einnig að kannaður
yrði sá möguleiki að hætta skóla-
akstri í þéttbýli og í staðinn kæmu
almenningssamgöngur sem greitt
væri fyrir. Í heild má segja að hug-
myndir vinnuhópanna á fundin-
um hafi verið á fjárhagslegum, sam-
félagslegum og faglegum nótum.
Hugmyndir hópanna á íbúafund-
inum fara nú til umfjöllunar starfs-
hópa sveitarfélagsins. Stefnt hefur
verið að því að þeir skili sínum til-
lögum um miðjan aprílmánuð.
þá
Fjölmenni á íbúafundi um skóla- og
eignamál í Hjálmakletti
Um 150 mættu á íbúafundinn og var þeim skipt í tíu manna vinnuhópa. Myndirnar sem hér fylgja sýna hina ýmsu hópa að störfum.
Í vetur hefur ýmislegt verið sýslað
í endurbótum á reiðvegum á svæði
hestamannafélagsins Dreyra. Það
nær fyrir Akranes og Hvalfjarð-
arsveit. „Nú um og eftir áramót
hefur Hvalfjarðarsveit í samstarfi
við Dreyra unnið að því að leggja
reiðveg vestanvert undir sunn-
anverðu Akrafjalli. Þá er búið að
loka ákveðnum hring sem nær frá
Leyni á Akranesi, inn með Innri
Akraneshrepp hinum forna, upp
með veginum framhjá félagsheim-
ilinu Miðgarði og svo með þjóð-
veginum ofan við bæina Kjarans-
staði og Ytra-Hólm,“ segir Stefán
Ármannson formaður Dreyra.
Fleira hefur einnig verið unn-
ið. „Vegagerðin er að leggja reið-
veg frá Tungu inni að Eyri í Svína-
dal. Fyrir þremur árum gerðum
við hjá Dreyra svo samning við
Akraneskaupstað um ýmsar end-
urbætur á reiðleiðum við Akra-
nes. Þær hafa verið unnar í áföng-
um á tímabilinu og því verkefni er
nú að ljúka. Svo var í vetur unn-
ið að reiðvegi ofan bæinn Hvíta-
nes undir norðanverðu Akrafjalli.
Fjármagn til þeirra framkvæmdar
kemur úr Reiðvegasjóði Lands-
sambands hestamannafélaga,“ seg-
ir Stefán.
mþh
Umbætur í reiðvegamálum við Akranes og í Hvalfjarðarsveit
Þessi mynd var tekin á dögunum og sýnir reiðvegagerð ofan við félagsheimilið
Miðgarð í Hvalfjarðarsveit sem sést hægra megin. Fjær er svo eyðibýlið Heynes.