Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar
verður næstkomandi laugardagskvöld, 23.
maí. Þeir sem ætla að fylgjast með keppn-
inni, en telja sig ekki í hópi harðra Eurovisi-
onaðdáenda, eru minntir á að geyma marg-
litu Pollapönks Hensongallana inni í skáp.
Þeir voru í fyrra.
Vestlæg vindátt er í kortununum, 8-15 m/s
á morgun, fimmtudag og hvassast syðst.
Rigning eða skúrir víða en úrkomulítið aust-
anlands. Hiti 3 til 8 stig. Á föstudag snýr í
norðanátt, 8-13 m/s austantil en hægari
annars staðar á landinu. Rigning og slydda
á fjöllum norðanlands, hiti 1 til 5 stig en létt-
skýjað og hiti allt að 12 gráðum syðra. Vax-
andi suðaustanátt og þykknar upp með
rigningu suðvestan til um kvöldið. Suðvest-
an- og vestanátt 5-10 m/s á laugardag og
hiti 5-10 stig. Útlit fyrir norðvestan- og vest-
anátt 3-10 m/s á sunnudag og mánudag.
Skýjað og stöku skúrir um landið norðan-
vert. Bjart á köflum og hiti 5-10 stig sunnan-
lands en svalara fyrir norðan.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Náðir þú að sólbrenna í síðustu viku?“
11,44% svöruðu „Ja-há sko“ og 33,83%
sögðu: „Sá mun.“ Meirihluti þátttakenda,
eða 54,73% valdi valkostinn „Ha, var sól?“
Í þessari viku er spurt:
Fylgist þú með Eurovision?
Lionsklúbburinn Eðna og starfsmannafélag
Omnis á Akranesi færðu kvennadeild HVE
á Akranesi veglegar gjafir í vikunni. Félags-
menn þessara félaga eru Vestlendingar vik-
unnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Hvalfjarðargöng
nú malbikuð
HVALFJ: Hvalfjarðargöng
voru lokuð fyrir umferð alla síð-
ustu helgi, frá föstudagskvöldi
til mánudagsmorguns. Þá voru
þau einnig lokuð aðfararnótt
þriðjudags frá klukkan 22 til 06.
Unnið var við malbikun á síð-
ari hluta þess verks sem hófst í
október í fyrrahaust með einni
helgarlokun þá. –mm
Nýr prestur
settur í embætti
AKRANES: Á Hvítasunnu-
dag, næsta sunnudag, verð-
ur við guðs-
þjónustu nýr
prestur sett-
ur í embætti
við Garðar-
prestakall á
Akranesi. Það
er séra Þrá-
inn Haralds-
son sem kemur til prestsstarfa
frá Noregi, en um nýja stöðu
er að ræða á Akranesi og skýr-
ist af mikilli fjölgun íbúa. Mun
séra Þráinn starfa með sókn-
arpresti, séra Eðvarð Ingólfs-
syni. Tíu sóttu um starf prests á
Akranesi þegar starfið var aug-
lýst síðla á liðnu ári. Einn um-
sækjanda, séra Úrsúla Árna-
dóttir, sem starfaði við afleys-
ingar á Akranesi á síðasta ári,
hefur kært ákvörðun valnefndar
og biskups til kærunefndar jafn-
réttismála. –mm
Tekinn fimmtán
sinnum próflaus
VESTURLAND: Flest mál
sem koma til kasta lögregunn-
ar á Vesturlandi í liðinni viku
tengjast umferðinni á einn eða
annan hátt. Á vegunum er lög-
reglan daglega með eftirlit með
ökumönnum. „Eins og gengur
þá þarf oftar að hafa afskipti af
sumum ökumönnum en öðrum.
Einn ökumaður sló þó trúlega
met þegar hann var tekinn í 15.
sinn fyrir að aka bifreið án öku-
réttinda,“ segir í dagbók lög-
reglu. Umferðin í liðinni gekk
mjög vel og ekki urðu nema
þrjú umferðaróhöpp í öllu um-
dæminu. Öll án teljandi meiðsla
enda allir í bílbeltum. Um var
að ræða aftanákeyrslu í Hval-
firðinum og bílveltu á vegin-
um við Hafnarfjall. Sá bíll valt
eftir að hjólbarði sprakk. Fjórir
ökumenn voru teknir fyrir akst-
ur undir áhrifum fíkniefna og
einn þeirra var þar að auki ölv-
aður. Í tveimur bifreiðunum
fundust kannabisefni og am-
fetamín sem talið var ætlað til
einkanota. Barn datt úr barna-
vagni á sveitabæ í Hvalfjarðar-
sveit og hlaut höfuðmeiðsli. Var
því komið undir læknishend-
ur og heilsast vel, að sögn lög-
reglu. Á Snæfellsnesi var rætt
við ökumann vegna barns sem
var laust í bílnum hjá honum.
Slíkt er orðið fátítt enda á öll-
um að standa til boða öryggis-
búnaður. Lögregla vill að end-
ingu benda á að tími sumdar-
dekkjanna er runninn upp. mm
Gert var ráð fyrir að strandveið-
ar frá norðanverðu Vesturlandi í
maímánuði yrðu stöðvaðar eftir
veiði gærdagsins, samkvæmt aug-
lýsingu sem birt var á vef Fiski-
stofu um helgina. Svæði A nær
frá Eyja- og Miklaholtshreppi til
Súðavíkurhrepps og hefur jafnan
verið mest sókn á þessu svæði und-
anfarin ár. Alls er leyfilegt að veiða
715 tonn af óslægðum bolfiski á
þessu svæði á strandveiðum í mán-
uðinum. Samkvæmt vef Fiskistofu
höfðu 183 strandbátar landað alls
939 sinnum á svæði A um síðustu
helgi. Heildarafli þeirra var 552
tonn. Þannig voru þá 163 tonn eft-
ir af kvótanum. Gert var ráð fyrir
að kvótinn fylltist í gær. Þónokkr-
ir strandveiðibátar voru að veiðum
frá höfnum á Snæfellsnesi á mánu-
daginn. Samkvæmt vef Landssam-
bands smábátaeigenda þá var það
Ella Kata SH frá Rifi sem kom-
in var með mestan strandveiði-
afla allra báta á landinu frá upphafi
vertíðar um síðustu helgi. Bátur-
inn hafði þá aflað 5.871 kílós eft-
ir sjö daga á veiðum. Skipstjóri á
Ellu Kötu er Helgi Már Bjarna-
son.
mþh
Strandveiðar á A-svæði stöðvuðust í gær
Þessir voru á strandveiðum frá Ólafsvík í gærmorgun. Ljósm. af.
Verkfall dýralækna innan BHM
hófst 20. apríl síðastliðinn og hefur
því staðið yfir í mánuð. Hefur verk-
fallið haft alvarleg áhrif á stöðu inn-
lendra alifugla- og svínabænda þar
sem slátrun stöðvast í verkfalli. Á
meðan verkfallið hefur staðið yfir
hafa þessar búgreinar sótt um und-
anþágur til slátrunar vegna vax-
andi þrengsla á búunum og tekju-
skorts. Veittar voru undanþágur af
hálfu dýralækna til slátrunar vegna
dýravelferðarsjónarmiða þar sem
þrengsli á mörgum búum voru orð-
in umfram lögbundnar kröfur.
Undanþágur voru veittar með því
skilyrði af hálfu dýralækna að sölu-
bann yrði á þeim afurðum sem und-
anþága var veitt fyrir. Gilti þetta
samkomulag fyrir alifuglabænd-
ur í 17. og 18. viku og svínabænd-
ur í 19. og 20. viku. Miðvikudaginn
13. maí síðastliðinn var svo fund-
ur BHM með Bændasamtökum Ís-
lands, Svínaræktarfélagi Íslands
og Félagi kjúklingabænda um af-
greiðslu frekari undanþágubeiðna.
Rætt var um þá alvarlegu stöðu
sem orðin er í þessum búgreinum
og jafnframt að ef bú fengju ekki
brátt tekjur stefndi í fjöldagjaldþrot
í greinunum. Þá hefur slæm lausa-
fjárstaða búanna áhrif á möguleika
þeirra til að kaupa fóður og aðföng
til að sinna dýrunum. „Þau 1400
tonn af kjötbirgðum sem eru komin
á frost til viðbótar þeim 200 tonn-
um af innfluttu kjöti sem bíða toll-
afgreiðslu munu hafa neikvæð áhrif
á kjötmarkaðinn til lengri tíma með
tilheyrandi tekjutapi fyrir íslenskan
landbúnað. Á fundinum var því rætt
um með hvaða hætti væri hægt að
veita frekari undanþágur til þess að
afstýra fjöldagjaldþrotum og lögð til
ákveðin málsmeðferð í þeim efnum
þannig að hægt væri að létta undir
með búunum,“ segir í tilkynningu
frá Bændasamtökum Íslands vegna
málsins.
Félög bænda fylgdu þeirri for-
skrift sem gefin var á fundinum og
komu leiðbeiningum til sinna félags-
manna um hvernig ætti að senda
undanþágubeiðnir áður en fund-
ur undanþágunefndar dýralækna
var haldinn síðastliðinn föstudag.
„Undanþágunefnd dýralækna kom
svo saman en hafnaði öllum undan-
þágubeiðnum án rökstuðnings. Sú
höfnun kom öllum í opna skjöldu og
ekki hafa verið veittar frekari skýr-
ingar á henni. Bændasamtök Íslands
harma þessa niðurstöðu. Fjárhags-
tjón bænda er þegar orðið gríðar-
legt og samráð við BHM og Dýra-
læknafélag Íslands hefur litlu skilað.
Því telja Bændasamtök Íslands til-
gangslaust að reyna það frekar að
svo stöddu.“ mm
Undanþágunefnd dýralækna
hafnaði öllum undanþágum
Hvalur hf. hefur skipað 1.700 tonn-
um af langreyðarkjöti um borð í
flutningaskipið Winter Bay sem
legið hefur undanfarið í Hafnar-
fjarðarhöfn. Vefmiðillinn eyjan.
is greindi frá þessu á mánudaginn.
Útskipun mun hafa lokið fyrir um
tveimur vikum síðan. Skipið hefur
þó samkvæmt Eyjunni ekki komst
frá bryggju í Hafnarfirði vegna bil-
unar og liggur þar enn. Þetta er í
annað sinn á tveimur árum sem
Hvalur hf. sendir langreyðarafurð-
ir með flutningaskipum beint frá
Íslandi til Japans. Í fyrra var það
flutningaskipið Alma sem sigldi
hina löngu leið alla vegu suður fyr-
ir Afríku og náði til Osaka í Japan
eftir siglingu sem tók alls um sex
vikur.
mþh
Hvalkjötsfarmi skipað út til Japan
Hvalur dregin upp á plan í Hvalstöðinni.
Sauðfjárafurðir
seldar til
Hong Kong
LANDIÐ: SAH-Afurð-
ir á Blönduósi hafa geng-
ið frá sölu á 160 tonnum
af lambakjöti og 70 þúsund
gærum til fyrirtækis í Hong
Kong. Kjötið verður eink-
um selt þar á fínni veitinga-
stöðum og hótelum. Reikn-
að er með svipaðri sölu aft-
ur í haust og svo á næsta
ári. Í fyrstu sendingunni
verða sendir út frosnir heil-
ir skrokkar en svo stefna
menn að því að vinna kjötið
meira hér heima í framtíð-
inni, segir Gunnar Tryggvi
Halldórsson framkvæmda-
stjóri SAH Afurða á vef
Landssamtaka sauðfjár-
bænda (saudfe.is). Fram
kemur að verðið á kjötinu
er sambærilegt við það sem
gerist á innanlandsmarkaði
og eins sé verið að borga
sanngjarnt verð fyrri gær-
urnar. Gunnar Tryggvi seg-
ir söluna skipa miklu máli
fyrir fyrirtækið, bændur
og aðra innlenda framleið-
endur. Samningurinn mun
mjög hagstæður og von-
ir standa til að viðskiptin
geti orðið veruleg á næstu
árum. Verkfall dýralækna
hjá Matvælastofnun ógnar
þó þessum viðskiptum því
ekki er mögulegt að flytja
út kjöt né gærur án þess að
fá uppáskrift frá dýralækni.
Fáist ekki undanþágur geti
viðskiptin farið í handa-
skolum.
–mþh