Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Uppsjávarveiðiskipinu Lundey NS var lagt um helgina í Akraneshöfn á sama stað og Víkingur AK lá síð- ustu misserin áður en því skipi var siglt til Danmerkur til niðurrifs. Í síðustu viku lauk Lundey væntan- lega síðustu veiðiferð sinni undir merkjum HB Granda í bili, þegar skipið landaði um 1.500 tonnum af kolmunna á Vopnafirði. Eftir það lá leiðin suður og að bryggju á Akranesi þar sem skipið var bund- ið og áhöfnin afskráð. HB Grandi á von á tveimur nýjum uppsjávar- skipum frá skipasmíðastöð í Tyrk- landi. Fyrra skipið sem heitir Ven- us NS er nú á leið þaðan til Vopna- fjarðar og sigldi um Gíbraltarsund aðfararnótt mánudagsins. Lund- ey á að baki langa og giftudrjúga sögu í íslenska fiskiskipaflotanum. Skipið kom upphaflega sem þýsk nýsmíði til landsins fyrir 55 árum og hét þá Narfi RE í eigu Guð- mundar Jörundssonar útgerðar- manns. Narfi var togari til ársins 1978 að honum var breytt í nóta- skip. Nokkru síðar var það selt til Hraðfrystistöðvar Eskifjarðar og skírt Jón Kjartansson SU. Það var endurbyggt 1998 og er í dag nánast óþekkjanlegt frá uppruna- legu útliti. Seinna var nafninu svo breytt í Guðrúnu Þorkelsdóttur SU. Árið 2007 keypti HB Grandi skipið og fékk það þá nafnið Lund- ey NS 14. Ekki er vitað hvað verð- ur um Lundey nú en skipið mun vera til sölu. HB Grandi skýtur þó ekki loku fyrir þann möguleika að nýta skipið til veiða á síld og mak- ríl í sumar. Þá myndi áhöfn Ing- unnar AK verða með Lundey, en til stendur að afhenda Ingunni nýjum eigendum í júlí. Sjá nánar um það í frétt á síðu 6. mþh Lundey komin á langlegudeildina Happaskipið Lundey NS þar sem því var lagt við bryggju í Akraneshöfn um helgina. Hans og Gréta opnar á nýjum stað! Að því tilefni mun verða 15% afsláttur af öllum vörum í verslun frá fimmtudegi - laugardags Verið hjartanlega velkomin Verslunin hefur nú fært sig yfir á Smiðjuvelli 32 (þar sem Bónus er) og mun hún opna fimmtudaginn 21. maí klukkan 14:00 SK ES SU H O R N 2 01 5 Nældu þér í rafrænt eintak á www.skessuhorn.isUpplýsingar um Vesturland á ensku og íslensku auk fjölda ljósmynda. Ferðast um Vesturland – Travel West Iceland 2015 er komið út! Ferðaþjónustufyrirtæki geta nálgast blöð á Markaðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.