Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Pennagrein RÚV augýsir eftir fólki á landsbyggðinni RÚV ætlar að flytja fréttir af öllu landinu, endur- spegla líf fólks í öllum landshlutum og vera sýnilegt í öllum landshornum. Frétta- og dag- skrárgerðarmenn eru nú starfandi á Norðurlandi, Austurlandi og Vest- urlandi en betur má ef duga skal. Eftir mikinn niðurskurð síðasta ára- tug var í haust ákveðið að leita leiða til að efla starfsemi RÚV á lands- byggðinni. Aukin svæðisbundin umfjöllun á vefnum Rannsóknir sýna að þeim fjölgar ört sem lesa fréttir á netinu og lík- legra að fólk lesi fréttir sem birtast á vefnum en þær sem sendar eru út á ákveðnum tímum í útvarps- og sjón- varpsfréttatímum. Þegar nýr vef- ur RÚV var tekinn í notkun í janú- ar voru kynntar til sögunnar sér- stakar undirsíður merktar lands- hlutum. Þar eru settar inn fréttir og annað efni sem tengist viðkom- andi landshluta. Markmiðið er að efla og styrkja landshlutasíðurnar á næstu misserum meðal annars með því að auka svæðisbundna umfjöllun í hverjum landshluta fyrir sig á vefn- um, bæði í máli og myndum. Aug- lýst hefur verið eftir frétta- og dag- skrárgerðarmönnum í öllum lands- hlutum til að sinna þessu starfi, auk þess að vinna bæði fréttir og dag- skrárefni í alla miðla RÚV. Allir sem hafa brennandi áhuga á málefnum líðandi stundar og vilja vera hluti af kraftmiklum starfsmannahópi RÚV eru hvattir til að sækja um. Mikilvægt skref í eflingu á starfsemi RÚV á landinu öllu Fyrsta skrefið í eflingu starfsemi RÚV á landsbyggðinni var tekið í haust með ráðningu svæðisstjóra á Akureyri sem mun halda utan um, stýra og þróa starfsemi RÚV úti á landi. Stefnt er að því að í haust verði starfandi frétta- og dagskrár- gerðamenn á Suðurlandi, Norður- landi, Austurlandi og á Vestfjörð- um og Vesturlandi. Þar með er tek- ið mikilvægt skref í að efla starfsemi RÚV á landinu öllu. RÚV vill fanga fjölbreytileika mannlífsins, segja sögur af mönnum og málefnum á Húsavík jafnt sem á höfuðborgarsvæðinu. Dagskrár- stjórar allra miðla RÚV taka fúslega við tillögum og tilboðum um dag- skrárefni, hvort heldur sem um er að ræða staka þætti eða þáttaraðir. RÚV hvetur dagskrárgerðarfólk af landinu öllu til að senda inn tillögur og mun áfram leita leiða til að fram- leiða efni sem víðast á landinu. Freyja Dögg Frímannsdóttir. Höf. er svæðisstjóri RÚV á Akureyri. Pennagrein Nýtum auðlindirnar til atvinnusköpunar Undanfarnar vik- ur hafa birst harð- orðar greinar í fjölmiðlum gegn fyrirhugaðri sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Og eins og svo oft áður eru stóru orðin ekki spöruð, t.d. sagði þjóðkunnur poppsöngvari í grein í Fréttablaðinu 1. maí að þorp- ið á Grundartanga væri í raun jóla- þorp frá helvíti! Það er eins og það séu trúarbrögð hjá ákveðnum aðilum að hamast gegn virkjunum og stóriðju. Þegar járnblendiverksmiðjan var reist fór flokkur manna og reisti níðstöng á Grundartanga. Ekki gekk minna á þegar álverið var reist á Grundar- tanga, þá risu upp ýmsir heimsenda- spámenn sem fullyrtu m.a. að þarna yrði allt á kafi í óþrifnaði og vatn- ið sem við Akurnesingar sækjum í Akrafjall yrði ónothæft vegna meng- unar. Allt hefur þetta sem betur fer reynst tóm vitleysa og Norðurál er til fyrirmyndar í umhverfismálum. Sá háværi minnihluti sem mest er á móti stóriðjunni talar gjarnan með fyrirlitningu um störf í þessum verk- smiðjum. Samt er það nú þannig að þessi störf eru mjög eftirsótt, t.d. sóttu 1.100 manns um vinnu í Norð- uráli þegar fyrirtækið hóf starfsemi sína og allar götur síðan hefur verið mikil ásókn í störf í verksmiðjunni og starfsmannavelta lítil. Þegar nýlega var auglýst eftir sumarafleysinga- fólki bárust 600 umsóknir. Af hverju skyldu nú þessi störf vera svona eftir- sótt. Jú, launin eru betri en almennt gerist og stóriðjan greiðir hæstu meðallaun á Vesturlandi að fiskveið- um undanskildum. Þá er mikið lagt upp úr aðbúnaði starfsmanna og ör- yggismálin eru tekin föstum tökum. Verksmiðjurnar á Grundartanga hafa frá því þær hófu starfsemi átt ríkan þátt í að treysta atvinnu og bú- setu í nágrannabyggðum sínum. Á Akranesi vinna a.m.k. 5-600 manns á Grundartanga og tugir ef ekki hundruð mannna við margháttaða þjónustu við stóriðjuna. Bæði þeg- ar járnblendiverksmiðjan og álverið hófu starfsemi fjölgaði íbúum bæjar- ins um mörg hundruð og hefur fjölg- að jafnt og þétt síðan. Starfsemin á Grundartanga er einn af burðarásum atvinnulífs bæjarins. Íslensku álverin kaupa vörur og þjónustu fyrir 25 milljarða á ári af yfir 700 innlendum fyrirtækjum. Út- flutningsverðmæti áls er 226 millj- arðar á ári. Hjá álverunum þremur starfa yfir 2.000 manns og að með- töldum þeim sem þjónusta fyrirtækin eru það 4-5 þúsund manns sem hafa afkomu sína af þessum iðnaði. Eitt af því sem andstæðingar stórið- unnar hafa haldið fram jafnt og þétt í áratugi er að verið sé að selja raforku til þessara fyrirtækja á útsöluverði. Þessi kenning var afsönnuð rækilega á nýlegum ársfundi Landsvirkjunar þar sem fram kom að fyrirtækið skil- aði 19 milljörðum í hagnað í fyrra, greiddar hafa verið niður skuldir um 82 milljarða á síðustu 5 árum og fjár- fest á sama tíma fyrir 68 milljarða. Það var einnig boðað að eftir 2-3 ár muni Landsvirkjun greiða arð upp á 10-20 milljarða á ári. Þar sem heim- ilin í landinu greiða mun lægra raf- orkuverð en gerist í nágrannalönd- unum má ljóst vera að það er salan til stóriðjunnar sem ber uppi þessa frábæru afkomu. Kenningar stór- iðjuandstæðinga eru því alrangar og kemur það fáum á óvart. Við Íslendingar eigum að nota auðlindir okkar til lands og sjáv- ar innan skynsamlegra marka. Á því byggist lífsafkoma okkar. Við þurf- um að virkja meira og fá orku til at- vinnuskapandi starfsemi. Það er því fagnaðarefni að meirihluti Alþingis er að breyta rammaáætlun þannig að þetta megi verða. Gleymum því ekki að við erum að framleiða hreinustu orku í heimi. Guðjón Guðmundsson. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður. Pennagrein Verðbólga er það orð sem oftast heyrist í umræð- unum í dag um það grafalvarlega ástand sem orðið er í þjóðfélaginu. Þetta er einnig það orð sem enginn vill að eigi sér stað, því verðbólga er yfirleitt öllum til tjóns. En hvað er verðbólga? Hún er einfaldlega það sem orðið segir. Það er að verð á vöru og þjónustu hækkar aftur og aftur af ýmsum ástæðum og myndar það ástand sem kallað er verðbólga. En hverjir höndla með vöru og þjónustu og ráða verði þess, eru það ekki forstöðumenn og eigendur fyr- irtækja, svonefndir vinnuveitendur? Þeir hækka og lækka verð (útsölur) eftir sínum geðþótta, eru þeir því ekki aðal örsakavaldar verðbólgu? Þorsteinn Viglundsson talsmaður vinnuveitenda er alltaf að hamra á því að hækkun launa sé frumorsök verðbólgu. Það er alls ekki rétt, því ef ekki hækkar verð á vöru og þjón- ustu við launahækkanir, þá verður engin verðbólga. Einfaldara getur þetta ekki verið. Aftur á móti er það rétt að hækki einhver kostnaður hjá vinnuveit- anda, t.d. launakostnaður, þá er ekki óeðlilegt að hann vilji fá það bætt. En launakostnaður er afskap- lega breytilegur í rekstri fyrirtækj- um, allt frá því að vera 10 til 50% af veltu, eða að jafnaði um 20%. Ef kostnaðarliður launa hjá fyrir- tæki væri 20% af heildar rekstrar- kostnaði og launakostnaður þess fyrirtækis hækkaði um 20%, þá þarf útseld vara eða þjónusta ekki að hækka meira en 20 sinnum 20 deilt með 100 = 4%. Þetta er sama pró- sentuhækkun og ríkisstjórnin hækk- aði matarskattinn svonefnda, úr 7% í 11% og ekki orsakaði það neina verðbólgu. Með sömu rökum mætti ætla að hækki höndlarar vöru og þjón- ustu ekki meira en 4% þá yrði eng- in verðbólga. Með öðrum orðum: Þegar fyrirtæki hækka verð meira en launakostnaður þess vex þá verður til verbólga. Því miður gerist þetta aldrei, því yfirleitt hækka verðlegg- endur vöru sína og þjónustu meira en nemur kostnaðarauka launa- hækkanna, oft mikið meira. Það vekur mér oft furðu að svona einfaldir hlutir skuli ekki vera meira ráðandi í umræðunni en raun ber vitni og að hagfræðistofnanir ýms- ar og Háskóli Íslands skuli ekki benda á og birta svona einfaldar staðreyndir. Verðlagseftirlit hér er mjög í skötulíki. Af opinberri hálfu lítið sem ekkert, það er fjársvelt og valdlaust til refsinga á órökstuddum og óheftum verðhækkunum. Einnig er verðlagseftirlit launþegasamtak- anna veikburða og valdlaust til virk- ara eftirlits á verðlagsþróun í land- inu. Þó svo að það sem að framan er greinir sé augljóslega stærsti þátt- ur í þróun verðbólgu þá segir það ekki allt um orsök hennar, því fleira kemur til og þar má nefna hið óhefta flæði peningamagns frá bönkunum út í þjóðfélagið. Til dæmis útgáfa kretidkorta bankanna og fleiri aðila, sem hefur stóraukið skuldastöðu al- mennings þannig að fjármagnsvelt- an í þjóðfélaginu eru mörgum millj- örðum meiri en nokkur innstæða er fyrir. Einnig gengisfellingar gjald- miðils okkar (gerðist oft áður að beðni LÍÚ) og fleiri stjórnvaldsað- gerðir. Allt tal stjórnvalda um að þau eigi ekki að skipta sér af átökum á vinnumarkaði er þvæla, því óhjá- kvæmilega snertir það alltaf stjórn- völd hvað er að gerast meðal þjóð- arinnar á hverjum tíma. Núverandi ríkisstjórn er stýrt af stórfyrirtækj- um og fjármagnseigendum eins og allir vita og þorir ekkert að gera nema með samþykki þeirra. Í skjóli og að skipun þeirra skyrrist hún við að gera skyldu sína og koma með raunhæfar tillögur til lausnar á því ófermdarástandi sem hér er. Þegar heimska og hugleysi hennar gagn- vart yfirboðurum sínum er slíkt að það er farið að varða líf eða dauða einstaklinga, þá er mælirinn meira en fullur. Samtök launafólks, sem sam- þykkt hafa með miklum meiri- hluta verkföll til lagfæringar á kjör- um sínum, ættu nú að leggja þá nið- urstöðu fram sem kröfu til forseta landsins til rjúfa þing samkvæmt 24 gr. Stjórnarskrárinnar og efna til al- þingiskosninga. Eða að nota niður- stöðu kostninganna um verkfallsað- gerðir sem undirskriftar áskorun til forseta að beita ákvæðum 26 gr. um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð núverandi ríkistjórnar. Hafsteinn Sigurbjörnsson. Ríkisvald og verðbólga Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.