Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Hvaða útiverk fylgja vorinu hjá þér? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Bjarki Óskarsson: „Garðyrkjan og útivera.“ Viktoría Vala Hrafnsdóttir (Kristrún Sara er með á mynd- inni): „Hoppa á trampólíninu, tína rusl og gróðursetja tréð sem ég fékk í útskrift á leikskólanum.“ Baldvin Kristjánsson: „Tiltekt í garðinum.“ Berglind Helgadóttir: „Hreinsa beðin og gera fellihýs- ið klárt.“ Steinþóra Þórisdóttir: „Reyta arfa og klippa trén.“ Víkingur Ólafsvík gerði markalaust jafntefli við Gróttu Seltjarnarnesi í öðrum leik fyrstu deildar karla í knattspyrnu síðastliðinn laugardag. Leikurinn fór fram á Gróttuvelli. Víkingar sitja sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig en þeir unnu sem kunnugt er 1-0 sig- ur á Haukum í fyrsta leik Íslands- mótsins. Næsti leikur liðsins verður gegn Selfyssingum á Ólafsvíkurvelli næstkomandi laugardag, 23. maí og hefst kl. 16. kgk Lið ÍA mætti Fjölni í fyrsta leik Borgunarbikars kvenna á Fjöln- isvelli á mánudagskvöldið. Mar- en Leósdóttir tryggði liðinu sigur með eina marki leiksins á 63. mínútu og Skagakonur því komnar í 16 liða úrslit bikars- ins. Dregið verður í næstu um- ferð Borgunarbikarsins fimmtu- daginn 21. maí og því enn ekki ljóst hver mótherji Skagakvenna verða. Leikurinn mun fara fram annað hvort 5. eða 6. maí. Lágur meðalaldur ÍA liðsins í leiknum gegn Fjölni vakti athygli blaða- manns, en aldursforseti Skaga- kvenna var hin 22 ára Heiður Heimisdóttir. Fyrsti leikur liðsins í deildar- keppni fyrstu deildar þetta sum- arið verður svo leikinn eftir slétta viku þegar þær taka á móti Augnabliki á Akranesvelli mið- vikudaginn 27. maí. kgk Arnór Sigurðsson er ungur knatt- spyrnumaður sem leikur með öðr- um flokki ÍA í knattspyrnu og yngri landsliðum Íslands. Blaðamað- ur Skessuhorns tók hús á Arnóri á föstudaginn. Þann sama dag fagn- aði hann einmitt 16 ára afmæli sínu og þegar blaðamann bar að garði var hann einmitt að stíga út úr ökukenn- arabílnum eftir sinn fyrsta ökutíma. Hann sagði tímann hafa gengið vel og ökukennarinn tók undir það. En það er ekki aðeins í ökutímunum sem Arnóri gengur vel. Hann þykir í hópi efnilegustu knattspyrnumanna landsins og hæfileikar hans hafa vak- ið athygli út fyrir landsteinana. Hann fór meðal annars á reynslu til Club Brugge í Belgíu um mánaðamótin síðustu. „Ég fór út 27. apríl og var í viku,“ sagði Arnór. „Það var aðeins hærra „tempóið“ þarna úti en hér heima því í þetta félag eru bara vald- ir bestu leikmennirnir. Þetta var mik- il reynsla og gott að sjá hvar maður stendur miðað við aðra leikmenn úti í heimi,“ segir Arnór en bætir því við að þótt það hafi verið mikil reynsla og upplifun þá sé aðstaðan hér heima til fyrirmyndar, sem og þjálfararnir. Aðspurður um hvernig reynslu- tíminn í Brugge kom til skjalanna svarar Arnór að hann hafi farið í knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg í Lokeren í Belgíu. Eftir að honum lauk hafi þátttakendur síðan spilað einn leik. „Á þeim leik voru útsend- arar frá Club Brugge. Þeir höfðu síð- an samband við ÍA og spurðu hvort þeir mættu fá mig til að æfa með unglingaliðinu sínu,“ segir Arnór. Stóra markmiðið er at- vinnumennskan Arnór á ekki langt að sækja knatt- spyrnuhæfileikana. Móðir hans er Margrét Ákadóttir, fyrrum landsliðs- maður í knattspyrnu sem lék lengst af ferli sínum með ÍA en varð Íslands- meistari með Breiðabliki árið 2001. Faðir hans, Sigurður Þór Sigur- steinsson, var einnig liðtækur knatt- spyrnumaður og á að baki fjölmarga leiki í félagsliðum á Íslandi auk nokk- urra leikja með yngri landsliðum Ís- lands. En það hefur lítið að segja fyrir feril Arnórs. Ljóst er að mikil vinna er á bakvið það að verða góð- ur knattspyrnumaður. „Ég æfi mikið aukalega,“ segir hann. „Bý til mán- aðarlegt prógramm þar sem ég ákveð allar æfingar sem ég ætla að gera í þeim mánuði. Svo raða ég þeim bara á ákveðna daga þannig að einn dag- inn fer ég kannski í þreksalinn og síð- an æfi ég fótavinnu einhvern annan. Ég reyni að æfa alltaf svona 4 sinnum í viku, aukalega.“ Arnór stefnir, eins og margir aðr- ir efnilegir knattspyrnumenn, á at- vinnumennsku erlendis. „Stóra mark- miðið er auðvitað atvinnumennsk- an,“ segir hann en vekur máls á um- ræðunni um hvenær knattspyrnu- menn eigi að fara út, hvort þeir eigi að gera það ungir eða bíða í nokk- ur ár. „Það hefur náttúrulega bæði kosti og galla að fara út ungur. Ég held það sé betra að fara seinna því þá er maður kannski orðinn tvítugur og fer beint inn í aðalliðið. Ef mað- ur væri yngri þá þyrfti maður fyrst að komast í 21 árs liðið áður en maður kemst í aðalliðið, eins og þessir gæj- ar hjá Brugge þurfa að gera. Það eru kannski fjórir af svona 25 sem voru með mér þarna úti sem komast upp í næsta lið hjá þeim, 21 árs liðið,“ seg- ir Arnór og hefur báða fætur á jörð- inni þegar atvinnumennskan berst í tal. „Ég myndi hugsa það fyrir al- vöru ef boðið kæmi en meðan það er ekki komið, þá er ég 100% með fók- usinn hér heima,“ segir hann og bæt- ir því við að hann stefni á að verða byrjaður að æfa á fullu með meistara- flokki eftir þetta keppnistímabil. „Ég geri miklar kröfur á sjálfan mig og set mér markmið sem ég skrifa nið- ur. Ég held að það sé lykilatriði,“ seg- ir hann. Lífið snýst um fótbolta Þegar blaðamaður spyr hann út í áhugamál sín kemur svarið svosem ekki á óvart. Það er fótboltinn. „Líf- ið snýst eiginlega um fótbolta og mér finnst það gaman. En þegar ég er ekki í fótbolta þá er ég mikið með vinum mínum, við spilum stundum golf saman. Það er mjög skemmti- legt. Ég get reyndar ekkert í golfi,“ segir Arnór og hlær. Að lokum vill hann hvetja sér yngri knattspyrnumenn, sem og aðra, að leggja hart að sér. „Æfðu meira en gæinn við hliðina á þér og það er lykilatriði að geta tekið gagn- rýni. Það sem varð til þess að ég byrj- aði að æfa meira var þegar ég var ekki valinn í landsliðsverkefni í Sviss. Það eru margir sem myndu byrja að hugsa: „Hvað er þjálfarinn að spá? Hann er helvítis fífl,“ og eitthvað í þá áttina. En þú getur ekki breytt val- inu. Hugsaðu frekar: „Hvað ætla ég að gera til að sýna honum að hann hafi rangt fyrir sér?“ Það var ein- mitt það sem ég gerði, vegna þess að mig langaði þetta svo mikið. Þegar ég var svo boðaður á landsliðsæfingu næst var ég 100% klár að sýna hvað í mér býr. Það verður að fara rétt með mótlætið,“ segir Arnór. „Svo þegar gengur vel verður maður að halda sig á jörðinni. Það eru sumir sem verða „cocky“ [hrokafullir, innsk. blaða- manns] þegar þeim gengur vel, eru valdir í unglingalandsliðin eða eitt- hvað. Það er ekki svoleiðis hjá mér vegna þess að fyrir mér er ég ekki bú- inn að afreka neitt ennþá.“ kgk Víkingar fagna sigurmarki Alfreðs Más Hjaltalíns gegn Haukum í fyrsta leik sumarsins síðastliðinn laugardag. Ljósm. af. Jafntefli hjá Víkingi Ó. Arnór á æfingu með Club Brugge í Belgíu um síðustu mánaðamót. Ljósm. Kristján Bernburg. „Æfðu meira en gæinn við hliðina á þér“ - spjallað við Arnór Sigurðsson, ungan knattspyrnumann á Akranesi Arnór Sigurðsson, upprennandi knattspyrnumaður á Akranesi. Ljósm. kgk. Meistaraflokkslið kvenna sumarið 2015. Ljósm. kfia.is Skagakonur áfram í bikarnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.