Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 „Þetta var allt saman mjög óvænt,“ sagði Þóra Birna Ásgeirs- dóttir mannauðsstjóri hjá Elkem aðspurð um tilkomu þess að aug- lýsing fyrir Toyota var tekin upp í verksmiðjunni í síðustu viku. „Hingað kom bara maður einn daginn frá kvikmyndafyrirtæk- inu og bað um að fá vettvangs- skoðun og að fá að taka myndir. Forstjórinn tók vel í þetta, leyfði manninum að koma skömmu síð- ar og skoða sig um. Hann bar þetta undir menn frá Toyota. Þeir voru sáttir við umhverfið, höfðu samband aftur og kíktu í heim- sókn. Aðdragandinn er ekki nema svona tvær vikur í heildina,“ bæt- ir hún við. Síðastliðinn miðviku- dag var svo ellefu manna hópur kvikmyndatökumanna og annarra mættur í Elkem og vann að tök- um á auglýsingunni. Hópurinn er á vegum fyrirtækisins 3Ds og er auglýsingin liður í herferð sem á að kynna nýja Hilux-jeppann frá Toyota á Evrópumarkaði. „Þessi auglýsing er fyrir internet eingöngu, hún verður ekki sýnd í sjónvarpi. Hún er tekin upp með það í huga að hægt verði að skoða bílinn í þrívídd á netinu frá öll- um sjónarhornum og við alls kyns aðstæður,“ sagði Arnar Knúts- son framleiðandi þegar blaðamað- ur Skessuhorns heimsótti hóp- inn í Elkem á Grundartanga í síð- ustu viku. Þá var einmitt verið að taka upp efni fyrir hluta auglýsing- arinnar í ofnhúsi verksmiðjunn- ar. „Við vorum í Hvalfirði í gær að taka bílinn upp í akstri. Hann var með svaka fínan sportbát á kerru í eftirdragi. Það á að sýna hvað hann er stöðugur á vegi þrátt fyrir að hann dragi eitthvað hlass. Síðan vorum við í Auðholtshjálegu í Ölf- usi um daginn. Þar tókum við upp efni sem á að sýna hve vel bíllinn nýtist við ýmis landbúnaðarstörf. Svo komum við hingað og hér er markmiðið að sýna að bíllinn sé „töff,“ þetta sé bíll fyrir hörkutól. Þetta er nefnilega dálítið „röff“ umhverfi, hérna í verksmiðjunni,“ segir Arnar og bætir því við að þau hafi náð mjög góðu efni í auglýs- inguna innan veggja Elkem. „Betra en við hefðum fengið frá færustu brellumeisturum.“ „Fagmannlega að öllu staðið“ „Ísland er alltaf valkostur í þess- um bransa, vegna náttúrunnar og Elkem er eiginlega bara bónus. Í handritinu stóð bara „verksmiðja“ þannig að við höfðum dálítið frjáls- ar hendur með það. Síðan fréttum við af Elkem, höfðum samband við stjórnendur og þeir voru til í þetta, sem er bara frábært,“ sagði Arn- ar þegar blaðamaður spurði hvers vegna þessi staður hefði orðið fyrir valinu. „Hér er fagmannlega að öllu staðið og fyllsta öryggis gætt. Dag- urinn byrjaði á fundi þar sem farið var yfir öryggismálin. Jón Þorgeir Sigurðsson, liðstjóri á ofni I og II, fylgir okkur allan tímann og pass- ar upp á að allt sé eins og það á að vera, þetta er allt virkilega faglegt,“ bætir Arnar við. En hefur vera hópsins engin áhrif á framleiðsluna? „Þeir segja okkur bara hvar við megum vera og hvenær og við hlýðum því að sjálfsögðu,“ segir Arnar og bros- ir. „Einni deiglu var hellt í neyð- arútsteypingu fyrir þá í morgun. Annars hefur framleiðslan allt- af forgang og hefur ekkert riðlast. Við pössum meðal annars upp á það og þau fylgja okkar fyrirmæl- um,“ sagði Jón Þorgeir. Neyðarút- steyping er aðferð sem notast er við þegar deildin sem sér um hreinsun og útsteypingu málmsins getur ekki tekið við deiglu. Þá er sú deigla hífð í krana og hellt úr henni í „sæng- ina,“ sem er í raun eins og risavax- ið kökumót. Við það myndast mik- ill bjarmi og neistaflug. Verðmæti málms sem steyptur er út með þess- um hætti er töluvert minna en þess sem steypt er út með hefðbundnum hætti en að sögn Þóru Birnu mun Toyota greiða Elkem allt fram- leiðslutap sem varð við umrædda neyðarútsteypingu. „Við náðum mjög góðu efni þegar þeir helltu í sængina,“ segir Arnar. „Fengum þá hugmynd að láta bílinn kannski stíga upp úr reyknum eftir hell- inguna, svona eins og hann kæmi þaðan fullskapaður,“ bætir hann við og brosir. Framleiðslan gengur vel Blaðamaður ræddi að lokum stutt- lega við Sigurjón Svavarsson, fram- kvæmdastjóra Öryggis-, heilbrigð- is- og umhverfismála, um fram- leiðsluna og hvað væri efst á baugi hjá fyrirtækinu. Framleiðsluna sagði hann hafa gengið vel það sem af er ári, betur en í fyrra og vísaði þar til rafmagnsskerðinga sem fyr- irtækið þurfti að glíma við. Skerð- ingin var tilkomin vegna þess hve lítið vatn var í uppistöðulónum á hálendinu og hafði þær afleiðingar fyrir fyrirtækið að einfaldlega þurfti að stöðva framleiðslu á tveimur af þremur ofnum verksmiðjunnar í lengri tíma. „Það er sem betur fer ekkert svoleiðis í gangi núna, fram- leiðslan gengur bara jafnt og þétt,“ sagði Sigurjón. „Síðan erum við að fara af stað með nokkur verk- efni sem tengjast öryggi og heilsu starfsmanna. Meðal annars eitt sem miðar að því að bæta loftgæðin í verksmiðjunni,“ bætti hann við að lokum. kgk Skógræktarfélag Borgarfjarðar hef- ur verið starfandi síðan 1938. Á þeim 77 starfsárum hefur félagið staðið að gróðursetningu víðsveg- ar í skógarreiti sem félagið hefur til umráða. Þessir skógarrreitir eru t.d. Daníelslundur, Grafarkot, Gríms- staðarreitur, Holt og Reykholt. Í þessa reiti hefur almenningur að- gang til útivistar en einnig hefur töluvert verið selt af jólatrjám úr þessum reitum, oft í samvinnu við önnur félagasamtök í héraði. Lotan í jólatrjáarækt eins og hún er stund- uð á Íslandi er um 15 ár. Það tek- ur þennan tíma frá gróðursetningu og þar til tréð er tilbúið til höggs. Það er því mjög mikilvægt að fé- lagið gróðursetji árlega í sína reiti þannig að ekki skapist „gap“ í fram- leiðslu jólatrjáa. Þetta starf hefur í gegnum árin verið unnið af sjálf- boðaliðum en aukin samkeppni um tíma fólks hefur haft það í för með sér að erfitt er að ná að framkvæma það sem þarf. Nú liggur það fyrir að félagið mun gróðursetja um 10 þúsund plöntur á þessu ári í skógrækt- arsvæði í Reykholti í Reykholts- dal. Skógræktarfélagið leitar eft- ir stuðningi/hjálp til að gróður- setja með félögum í Skógræktarfé- lagi Borgarfjarðar en áætluð vinnu- kvöld eru sem hér segir, miðviku- dagana 27. maí, 3. júní og 10. júní. Mætt verður í Reykholti við Höskuldargerði klukkan 19 og unnið í tvær klukkustundir. Skóg- ræktarfélagið hefur bakkaplöntur tilbúnar til gróðursetningar af ýms- um tegundum svo sem birki, blá- greni, lerki, sitkagreni, alaskaösp, ilmreyni og stafafuru. Gróðusetn- ingarverkfæri verða tiltæk en einnig væri gott ef fólk á verkfæri að hafa þau með, gróðursett er með plöntu- stöfum eða svokölluðum geyspum. Stjórn Skógræktarfélags Borg- arfjarðar þakkar gott samstarf í ár- anna rás við alla héraðsbúa. Það yrði félaginu mikils virði ef þið sæj- uð ykkur fært að koma til aðstoðar eitthvað kvöldið sem fyrirhugað er að gróðursetja í Reykholtsskógi. Með bestu kveðjum, F.h. Skógræktarfélags Borgarfjarðar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Þórður Logi og Kubbur hafa verið virkir þátttakendur í gróðursetningu á vegum félagsins. Framundan eru gróðursetningarkvöld Skógræktarfélags Borgarfjarðar Ræktarlegur skógur er vaxinn upp ofan við Reykholt. Þessi mynd er nokkurra ára en mikill trjávöxtur hefur verið síðari árin. Tökumenn skoða afraksturinn. Auglýsing fyrir Toyota tekin upp í Elkem á Grundartanga Frá tökum á auglýsingunni í ofnhúsi Elkem. Frá tökustað, Ofn III í baksýn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.