Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Sittlítið um ekkert Ég er stundum spurður hvernig ég nenni að hanga í þessu starfi? Ég svara því náttúrlega til að ég sitji nú oftast og þar fyrir utan sé ég bara svo lat- ur að ég nenni ekki að sækja um aðra vinnu. Viðkomandi fara oftast að tala um eitthvað annað. Reyndar sé ég alltaf eftir því á þessum árstíma að hafa ekki látið verða af því fyrir löngu að breyta um starfsvettvang. Aðal- lega fer ég að öfunda fólk sem vinnur úti þegar sól tekur að hækka á lofti. Sú öfund breytist svo í eitthvað allt annað á haustin þegar hitinn úti fer niður á það stig að maður fer að kunna vel við tvö föðurlönd, þetta venju- lega og hitt sem hægt er að smeygja sér í. Þá er gott að vera innivinnandi skrifstofublók. En akkúrat þessa stundina sit ég sveittur hér á skrifstofunni, aðrir starfsmenn löngu farnir heim til fjölskyldna sinna, og ég með það hlut- skipti í fanginu að eiga eftir að skrifa leiðara. Grínlaust! Haldið þið að það sé eitthvað spaug að þurfa að gera þetta í hverri einustu viku? Nei, aldeil- is ekki. Þar fyrir utan er ónefndur kaupmaður í uppsveitunum einatt að hringja og skammast í mér hvort sem ég skrifa fallega um Steingrím Joð, eða ekki. Til dæmis skrifaði ég fallega um blessaða lóuna um daginn og þá varð hann illur af því hafði ekki skrifað eitthvað ljótt um framsóknar- menn. Ég auglýsi því hér með eftir leigupenna sem er tilbúinn að skrifa eitthvað jákvætt um málefni líðandi stundar, fyrir lítinn pening. Kostur ef viðkomandi getur skrifað eitthvað sem fyrrnefndum kaupmanni gæti lík- að við, þótt það sé reyndar býsna erfitt. Samt eitthvað nógu gáfulegt til að ég gæti með bærilegri samvisku sett stafina mína undir. Það má bara ekki undir nokkrum kringumstæðum fréttast því ekki vil ég lenda í því sama og ritstjóri hins gagnmerka rits sem kallast Vesturland. Sá skrifar nefni- lega líka blað sem heitir Aldan og kom út sem fylgiblað með Moggan- um um daginn. Frétt sem hann skrifaði í Ölduna var um rækjuvinnslu á Hvammstanga. Það var gott og blessað og bara jákvætt að einhver skrifi nú fréttir um rækjuveiðar við Húnaflóa, ekki hafa þær nú gengið of vel. Verra var hins vegar að í ljós kom að fréttin reyndist vera tveggja ára gömul og skrifuð af fréttamanni Ríkisútvarpsins snemma árs 2013. Að vísu breytti ritstjóri Öldunnar og Vesturlands þremur af 154 orðum í fréttinni og taldi það duga. En upp komast svik um síðir og var karlkvöl- in snupruð fyrir letina. Nei, ég ætla semsagt ekki að láta slíkt henda mig og kalla því eftir frumsömdu efni. En þetta er náttúrlega allt saman væl í mér og auðvitað er ég ekkert of góður að skrifa frumsamda leiðara í hverri viku. Ég á að bera mig manna- lega, ekki síst miðað við upprunann og æskuslóðirnar. Það eru nefnilega ekki margir núlifandi ritstjórarnir, utan Styrmis Gunnarssonar náttúr- lega, sem geta státað af uppruna í sömu sveit og næstum því öll stórskáld- in sem landið hefur alið. Já, þá er ég nú að tala um engu minni karla en Snorra Sturluson, Jónas Árnason, Guðmund Hagalín, Flosa Ólafsson og Fúsa í Skrúð. Menn sem talandi er um sem stórskáld og Idol sinna tíma, frábærir hver á sinn hátt. Mér er því í lófa lagið að skrifa nokkrar línur í leiðara einu sinni í viku án þess að væla yfir því. Við eigum nefnilega sitthvað sameiginlegt, ég og fyrrnefnd stórskáld, annað en að hafa lifað í þessari einstöku veðursæld sem alltaf er í Reykholtsdalnum. Allir vörðum við jú hluta af ævinni á þessum slóðum, allir drukkum við brennivín og það talsvert ótæpilega, oft og mikið í einu og allir vorum við, eða erum, fremur stórskornir og illir á köflum, en bljúgir sem börn þess á milli. Auðvitað þurfum við ekki að stela einhverjum rækjufréttum þótt við séum komnir í tímaþröng, kófsveittir og klukkan að verða miðnætti. Magnús Magnússon „Ákveðið hefur verið að fresta fyr- irhuguðu verkfalli 10.000 félags- manna aðildarfélaga Starfsgreina- sambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninga- nefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræð- um á þessu stigi málsins,“ sagði í tilkynningu sem STS sendi frá sér á mánudaginn í liðinni viku. „Með þessu axlar SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföll- um og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði,“ segir jafnframt í yfirlýsingu sambandsins. „Frest- un verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeil- unni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verð- ur gert með verkfallsafli með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfs- greinasambandsins.“ Í frestun STS fólst að verkfalli sem boðað hafði verið að kæmi til fram- kvæmdar 19. og 20. maí var frest- að til 28. og 29. maí. Þá var ótíma- bundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí frestað til 6. júní. mm Starfsgreinasambandið frestaði frekari verkföllum Vopnin voru slíðruð í bili. Ljósm. mþh. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ var kölluð út á sjötta tím- anum að morgni uppstigningar- dags, þar sem nokkrir smábátar voru teknir að losna frá smábátbryggj- unni. Mikið rok var með morgnin- um og í Ólafsvík mældust 30 metrar um tíma þessa nótt. Björgunarsveit- armenn og eigendur bátanna unnu við að binda bátanna betur. Viðar Hafsteinsson formaður Lífsbjarg- ar sagði að samtals hafi verið um 40 bátar við höfnina en hann vissi ekki til að bátar hafi skemmst. Vel gekk að ganga frá þeim bátum sem voru við það að losna frá bryggju, þrátt fyrir leiðindaveður. af Björgunarsveitin kölluð út til að festa báta Erna Ósk Guðnadóttir, bóndi í Gufudal í Reykhólasveit, mætti ömurlegri sjón á þjóðveginum í gær. Búið var að aka á bæði lömb einnar af tvílembunum á bænum. Þau lágu dauð á veginum og móð- irin stóð hjá. „Mér finnst alltaf jafn ljótt að koma að svona! Þú sem keyrðir yfir lömbin mín og lést mig ekki vita ættir að skammast þín! Ég sem bóndi vil vera látin vita, ekki svo ég geti rukkað þig held- ur til að fara á staðinn og fjarlægja lömbin. Svona aðkoma getur líka valdið slysi, þegar næsti bíll keyrir að og þarf að nauðhemla. Þú get- ur hringt og þarft ekki að segja til nafns. Eina sem þú þarft að gera er að láta vita.“ Þannig skrifaði Erna Ósk á Facebook-síðu sína þar sem hún birtir myndirnar. Nú fer í hönd sá tími þar sem ung lömb eru nýkomin út með mæðr- um sínum. Því er fyllsta ástæða til að fara með gát og sýna dýrun- um tillitssemi. „Það gerist á hverju sumri að ekið er á sauðfé hér. Í fyrrahaust heimtum við eina vetur- gamla kind sem hafði verið keyrt á. Hún var lifandi en slöpp og hafði greinilega þjáðst í töluvert langan tíma. Það var ekkert annað að gera en lóga henni strax. Svona fer þegar fólk lætur ekki einu sinni vita þeg- ar það ekur á búfé en skilur það eft- ir sært og deyjandi,“ segir Erna Ósk í samtali við Skessuhorn. mþh Menn sýni aðgæslu þegar lambfé fer út Kindin með lömbin sín á veginum þegar komið var að henni. Mynd af Facebook-síðu Ernu Óskar Guðna- dóttur. Birt með leyfi. Björgunarbáturinn Jón Oddgeir frá Rifi var kallaður út um hádeg- isbilið á laugardaginn til að koma netabátnum Hafnartindi SH til að- stoðar. Áhöfnin á Hafnartindi hafði verið að draga netin skammt frá Rifi þegar netin fóru í skrúfuna. Tók Jón Oddgeir Hafnartind í tog til Rifs. Gekk vel að koma bátnum til hafnar en ágætis veður var þegar óhappið gerðist. af Komu Hafnartindi til aðstoðar Fyrsta skemmtiferðaskip sumars- ins kom til Grundarfjarðar á laug- ardaginn en það var skipið Amadea með um 600 farþega innanborðs. Margir farþeganna fóru í skoðun- arferðir um Snæfellsnes og aðrir nutu veðursins og skoðuðu sig um í Grundarfirði. Næsta skip kemur svo 24. maí þegar von er á Fram í Grundarfjarðarhöfn. Samtals eru 30 skip væntanleg til Grundarfjarð- ar í sumar. tfk Fyrsta skemmtiferðarskip ársins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.