Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Síðastliðinn fimmtudag útnefndi
bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar Ge-
org Breiðfjörð Ólafsson heiðurs-
borgara Stykkishólmsbæjar. Fyr-
ir á Stykkishólmur tvo heiðurs-
borgara, þau Elínu Sigurðardótt-
ur ljósmóður og Ágúst Bjartmars
fv. oddvita og byggingameistara.
Georg Breiðfjörð er elstur núlif-
andi karlmanna hér á landi og sá
íslenski karlmaður sem náð hefur
hæstum aldri. Hann er fæddur 26.
mars 1909 í Akureyjum á Skarðs-
strönd þar sem hann ólst upp. Ge-
org hefur átt heima í Stykkishólmi í
88 ár. Eiginkona hans var Þorbjörg
E. Júlíusdóttir, fædd í Bjarneyjum á
Breiðafirði 25. apríl 1916, látin 5.
janúar 1984, húsfreyja og sauma-
kona í Stykkishólmi. Þorbjörg var
alin upp í Bjarneyjum fram á átt-
unda aldursár en eftir það á Geir-
mundarstöðum í Skarðshreppi.
Georg og Þorbjörg eignuðust þrjá
syni; Gylfa, Júlíus Braga og Ágúst
Ólaf. Hann á fjögur barnabörn og
tvö barnabarnabörn.
„Það er mat okkar að Georg
Þung umferð bíla var um Hvalfjörð
alla helgina meðan göngin undir
fjörðinn voru lokuð vegna malbik-
unar. „Þetta er búið að vera eins og
góð helgi um hásumar. Salan er þó
svolítið öðruvísi þegar það er svona
umferð eins og nú er. Við seljum
meira af pylsum og slíkum skyndi-
mat. Það er eins og fólk sé meira
að flýta sér að aka fyrir fjörðinn og
megi ekki vera að því að kaupa sér
eitthvað sem tekur tíma að laga svo
sem hamborgara og meðlæti. En
inn á milli sjáum við svo líka sallaró-
legt fólk sem sest niður og slakar á.
Það eru meira svona fastakúnnarnir
sem gera það. Fólkið sem við sjáum
alla jafnan á sumrin, þau sem eru að
fara fyrir fjörð til að nóta ferðalags-
ins,“ sagði Kristján Karl Kristjáns-
son veitingamaður í Ferstikluskála
þegar blaðamaður Skessuhorns leit
þar við síðdegis á sunnudaginn.
Öll umferð um Hvalfjörð gekk
slysalaust fyrir sig. Kristján sagði
að þrátt fyrir annir væri búið að
ganga mjög vel hjá þeim í Ferstik-
luskála um helgina. „Við erum búin
að vera mjög vel mönnuð og und-
irbúin. Það var nóg til af öllu nema
ég sé að lítil kók í gleri er við það
að klárast núna í lok helgarinnar.
Hún er mikið að sækja í sig veðrið
núna, af hverju veit ég ekki,“ sagði
hann og hló við. „Það er búin að
vera geysimikil umferð alla helgina
og mjög mikið núna seinnipartinn.
Við sjáum að menn keyra oft fyr-
ir fjörð nánast í bílalestum. Slíkir
stoppa illa hér. Það er eins og fólk
veigri sér við að fara úr lestinni. En
við erum mjög sátt.“ mþh
Þetta eru stúlkurnar sem stóðu vaktina í Ferstikluskála um helgina. Frá vinstri:
Heiður Ásgeirsdóttir, Adda Malín Vilhjálmsdóttir, Hrönn Eyjólfsdóttir og Sigríður
Elín Sigurðardóttir.
Geysimikil bílaumferð um
Hvalfjörð meðan göngin
voru lokuð um helgina
Bílaumferð við hvalstöðina í Hvalfirði síðdegis á sunnudag. Svona þétt umferð er
sjaldséð sjón í Hvalfirði eftir að göngin voru opnuð.
Kristján Karl Kristjánsson vert í Fer-
stikluskála.
Georg Breiðfjörð sæmdur
heiðursborgaranafnbót Stykkishólmsbæjar
Breiðfjörð Ólafsson verðskuldi
nafnbótina heiðursborgari Stykk-
ishólmsbæjar,“ sagði Sturla Böðv-
arsson bæjarstjóri þegar Georg var
afhent heiðursskjalið á fimmtudag-
inn. Vitnaði hann þar í samþykkt
bæjarstjórnar sem hann, Hafdís
Bjarnadóttir og Lárus Á Hannes-
son rituðu undir fyrir hönd bæj-
arstjórnar. Í ávarpi sem Sturla
flutti við þetta tilefni sagði hann
m.a.: „Georg lauk almennri skóla-
göngu á sínum tíma og gekk í far-
skóla. Kennari hans var Jóhann-
es skáld úr Kötlum. Georg stund-
aði almenn sveitastörf, var nokkur
ár á vertíð í Grindavík sem land-
maður, vann eitt sumar fyrir breska
herinn í Hvalfirði en eftir það ein-
göngu við smíðar. Hann tók þátt í
að byggja mörg einbýlishús í Stykk-
ishólmi og vann jafnframt víða um
sveitir við að reisa hlöður og útihús
fyrir bændur. Georg starfaði við
skipasmíðar um áratugi, bæði við
viðgerðir og nýsmíði. Starfsferilinn
endaði hann í skipasmíðastöðinni
Skipavík árið 1984. Georg var eft-
irsóttur til vinnu, fyrir vandvirkni,
handlagni og útsjónarsemi.“
Georg vann alla tíð langan vinnu-
dag, eins og aðrir í hans stöðu, en
segist hafa gætt þess að vinna jafnt
eða stöðugt og vinna sér létt án
þess þó að vera að svíkjast neitt um.
Þetta fjallaði fyrst og fremst um
vinnulag og skipulag. Ýmsir vinnu-
félagar Georgs hafa haft það á orði
að hann hafi hjálpað þeim og leið-
beint á fyrstu árum þeirra í slippn-
um og þóst heppnir að hafa unnið
með honum, á það einnig við um
suma verkstjóra.
Lifði hefðbundnu
lífi alþýðumanns
Sturla sagði einnig í ávarpi sínu:
„Meðal áhugamála Georgs voru
spilamennska, einkum lomber og
vist, en á yngri árum lék hann á
munnhörpu. Georg var mikill fjöl-
skyldumaður og vann við að búa
fjölskyldunni í haginn í frítíma sín-
um, halda við húsi sínu, salta fisk
og kjöt í tunnur, hengja upp grá-
sleppu, ýsu, steinbít og lúðu, svíða
hausa, búa til hnoðmör, smíða leik-
föng fyrir synina og fleira og fleira.
Þegar Georg var á vertíð í Grinda-
vík tók hann hárklippur sínar með
sér og klippti vinnufélaga sína og
aðra sem þess óskuðu. Georg hélt
áfram að klippa eftir að hann flutti
í Hólminn og var með fastakúnna,
bæði úr bæjarfélaginu og einnig úr
sveitinni. Aldrei tók hann neitt fyr-
ir þetta og viðskiptavinunum boð-
ið upp á kaffi og meðlæti að lokinni
klippingu. Samkvæmt upplýsingum
frá fjölskyldu Georgs hefur hann lif-
að hefðbundnu lífi alþýðufólks og
borðað þennan hefðbundna íslenska
mat, saltaðan, súran og reyktan,
fremur lítið af grænmeti nema kart-
öflur og eitthvað af gulrófum og
svolítið af káli. Fiskur var oft á boð-
stólum (mörgum sinnum í viku) og
stundum selur, sjófugl og egg.“
Langlífi í ætt Georgs
Móðir Georgs var Ágústa Sigurðar-
dóttir, fædd 2. ágúst 1884 að Ball-
ará í Skarðshreppi, látin 9. janú-
ar 1972 i Stykkishólmi. Húsfreyja
í Akureyjum, Ögri við Stykkishólm
og í Stykkishólmi. Faðir Georgs
og eiginmaður Ágústu var Ólaf-
ur Magnús Sturlaugsson, fæddur í
Ytri-Fagradal á Skarðsströnd 15.
mars 1885, látinn 25. október 1958
í Stykkishólmi. Bóndi í Akureyjum
og Ögri en eftir það ullarmatsmað-
ur í Stykkishólmi með meiru. Fjöl-
skyldan flutti frá Akureyjum í Ögur
1927 og í Stykkishólm 1940. Lang-
lífi hefur verið í ætt Georgs Breið-
fjörð. Báðar ömmur Georgs urðu
95 ára. Móðuramman lést 1938 og
hefur þetta verið mjög hár aldur á
þeim tíma. „Svo sem að framan er
getið hefur Georg verið sómakær
bæjarbúi sem hefur verið öflugur
þáttandi í daglegu lífi og verið einn
af þeim máttarstólpum samfélags-
ins sem ganga hljóðlátir til vinnu
sinnar hvern dag og tryggja þannig
að samfélagið blómstri. Eins og að
framan er getið varð Georg Breið-
fjörð Ólafsson 106 ára gamall 26.
mars síðastliðinn. Einn íbúi Stykk-
ishólmsbæjar hefur áður náð þeim
aldri en það var María Andrésdóttir
sem var kjörin heiðursborgari 1959.
Þegar María féll frá 3.september
1965 var hún 106 ára og 43 daga
gömul. Í dag er Georg Breiðfjörð
Ólafsson því sá íbúi í Stykkishólmi
sem lengst hefur lifað,“ sagði Sturla
Böðvarsson
mm/ Ljósm. Eyþór Ben.
Georg og synir hans. Frá vinstri: Gylfi, Georg, Júlíus og Ágúst
Georg Breiðfjörð Ólafsson með skjal til vitnis um heiðursborgaranafnbótina.
Bæjarfulltrúarnir Sigurður Páll Jónsson, Hafdís Bjarnadóttir, Sturla Böðvarsson,
Lárus Ástmar Hannesson og Helga Guðmundsdóttir ásamt Georg Breiðfjörð
Ólafssyni.