Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Mikill mannfjöldi heimsótti sveita- markaðinn Ljómalind á Brúartorgi í Borgarnesi á sunnudaginn. Þar var fagnað tveggja ára afmæli mark- aðarins og nýrri staðsetningu hans. Ýmsar uppákomur voru og boðið upp á mat, drykk og annan varn- ing. Meðfylgjandi mynd var tekin þar sem tvær ungar stúlkur fylgdust með því af brennandi áhuga þegar Anna Dröfn Sigurjónsdóttir klippti angórukanínuna Alla. mþh O‘Bannion er hljómsveit skipuð fjór- um ungum Skagamönnum. Það eru þeir Aðalsteinn Árnason, Bergur Líndal Guðnason, Bergþór Viðars- son og Egill Arason. Þeir leika tónlist sem upp á íslensku hefur verið nefnd eyðimerkurrokk en er oft kölluð „stónerrokk“ í daglegu tali. Helstu áhrifavaldar þeirra í tónlistinni eru Black Sabbath, Brain Police, Kyuss, Queens of the Stone Age og alls kyns gamalt rokk. „Svo hlustum við auðvi- tað allir á alls konar tónlist en þetta er svona það sem sameinar okkur,“ seg- ir Bergþór. En hvaðan kemur nafn- ið? „O‘Bannion er semsagt karakter- inn sem Ben Affleck leikur í Dazed and Confused, þaðan kemur nafnið,“ segir Egill. „En það er ekki endilega af því að Ben Affleck sé eitthvað sval- ur í myndinni,“ bætir Aðalsteinn við en tekur fram að þeir hafi allir miklar mætur á þeirri kvikmynd og tónlist- inni sem ómar í henni. Hljómsveitin er ekki beint ný af nálinni þrátt fyrir að hafa aðeins tvisvar komið fram undir þessum formerkjum. Hún rekur sögu sína hvorki meira né minna en 13 ár aft- ur í tímann og hefur á þeim tíma starfað með mörgum og mislöng- um hléum undir nafninu Syna. „Við erum allir æskuvinir og bekkjarbræð- ur úr Brekkubæjarskóla. Það var ein- mitt þar sem þetta byrjaði þegar við ákváðum að stofna hljómsveit fyrir hæfileikakeppni grunnskólanna árið 2002. Þá vorum við allir 13 ára og enginn okkar kunni á hljóðfæri. Við völdum fyrst hvað við vildum spila á og svo pöntuðum við hljóðfærin,“ segja þeir og brosa. „Við horfðum mikið á Rokk í Reykjavík á þessum tíma og lög með hljómsveitum sem koma fram í henni voru með þeim fyrstu sem við spiluðum, til dæmis lögin með Sjálfsfróun og Purrki Pill- nikk. Síðan höldum við áfram, tök- um þátt í þessari hæfileikakeppni nokkrum sinnum og vinnum hana svo þegar við erum í tíunda bekk,“ segja þeir og vilja reyndar meina að þeir hafi verið rændir sigrinum árið áður. „Við komum með frumsamið lag en svo voru bara einhverjir gaurar sem mættu og spiluðu Rangur mað- ur með Sólstrandagæjunum og unnu, það var glatað,“ segir Aðalsteinn. Þeir vilja koma á framfæri sérstök- um þökkum til Skagahljómsveitanna sálugu Raw Material og Panil. „Þeir voru fyrirmyndirnar okkar og nokk- urs konar lærifeður. Þeir leyfðu okk- ur alltaf að spila með sér á alls konar tónleikum þó við værum miklu yngri og enn í grunnskóla,“ segja þeir. Bærinn lítur ekki á okkar tónlist sem menningu Þegar grunnskólagöngunni lauk og þeir félagar hófu nám í Fjölbrauta- skóla Vesturlands lagðist sveit- in í dvala um nokkurt skeið. „Við fórum einhvern veginn allir í sitt- hvora áttina. Egill fór til dæmis á kaf í dauðarokkið og við hinir fór- um að gera annað líka,“ segja þeir. En leiðir þeirra áttu eftir að liggja saman í tónlistinni. Það var árið 2011 að þeir byrjuðu að æfa saman, fyrst og fremst upp á gamanið. „Það kom bara sá tímapunktur að okkur langaði að byrja að spila saman aft- ur. Hljómsveitaræfingar voru alltaf svona vinahittingur, við erum nátt- úrulega fyrst og fremst bara vinir,“ segir Bergþór. En það gekk illa að koma hljómsveitinni á skrið. Þeir æfðu á fjölmörgum stöðum úti í bæ, í bílskúrum og skúrum hjá foreldr- um. „Við erum mjög þakklátir for- eldrum okkar fyrir að leyfa okkur að æfa en það gat aldrei orðið nema tímabundið. Þetta varð af einhvern veginn þannig að við misstum allt- af húsnæðið þegar við vorum byrj- aðir að æfa fyrir alvöru og komn- ir í eitthvað spilaform. Við þurft- um því reglulega að gera hlé á æf- ingum og hálfpartinn alltaf að byrja upp á nýtt,“ segja þeir og vanda Akraneskaupstað ekki kveðjurnar í þessu samhengi. „Við leituðum oft- ar en einu sinni og oftar en þrisvar til bæjarins og það var aldrei neinn áhugi. Við hringdum og fengum meira að segja fundi með fulltrúum bæjarins en það kom aldrei neitt út úr því. Sendum fullt af tölvupóstum en þeim erindum var aldrei svarað,“ segja þeir. „Það er alltaf verið að tala um að það eigi að standa við bakið á menningu og listum en svona starf- semi er einhvern veginn ekki inni í því. Við erum náttúrulega ekki í tónlistarskólanum, erum ekki tón- listarmenntaðir og finnst stundum eins og það sé aðeins litið niður á það. Það er frekar glatað,“ segja þeir. „Við elskum Akranes en við hötum Akraneskaupstað,“ segir Bergþór. Jonni Run og Brynja leigja okkur „Ég man ég fór einu sinni og hitti mann þegar ég var að reyna að redda húsnæði fyrir okkur. Þá var ég með fjölskylduna með mér, kær- ustuna og litla strákinn okkar. Sagði honum að við værum í hljómsveit og hefðum áhuga á að leigja hús- næði af bænum. Hann leit á mig og sagði: „Já, en það verður sko ekkert hass!“ Ég hló bara,“ segir Bergþór og skellir upp úr við tilhugsunina. „Á endanum gáfumst við bara upp á þessu og redduðum húsnæði sjálf- ir og borgum okkar leigu, alveg eins og við hefðum gert hjá bænum. Við erum búnir að vera hérna í hálft ár og búnir að halda tónleika á Skag- anum. Við erum bara mjög ánægð- ir hérna á Ægisbrautinni og viljum þakka Jonna Run og Brynju sérstak- lega fyrir að leigja okkur,“ segja þeir og kveðjast mjög fegnir að þurfa ekki lengur að gera hlé á starfsem- inni vegna húsnæðisskorts. Tónleikar með Skálmöld 30. maí Á næstu mánuðum hyggjast þeir félagar halda uppteknum hætti, æfa og semja nýtt efni. „Egill er bara eins og hraðbanki, hann ælir út úr sér lögunum,“ segir Bergur en Eg- ill vill þó ekki taka alveg svo djúpt í árinni. „Ég sem vissulega lögin og hef svona ákveðnar hugmynd- ir um hvert og eitt þegar ég kem með það á æfingu. Það kemur svo bara í ljós í æfingaferlinu hvaða stefnu hvert lag tekur,“ segir hann og Bergþór nýtir tækifærið og lýs- ir ánægju sinni með hve fjölbreytt lögin eru þrátt fyrir að auðvitað megi fella þau öll undir hatt eyði- merkurrokksins. Þeir segjast jafn- framt ánægðir með viðtökurnar sem þeir hafa fengið enn sem kom- ið er. „Við höfum ekki fengið nei- kvæð viðbrögð enn. Það eru bara vinir okkar sem gefa okkur engin viðbrögð, mæta stundum á æfing- ar, hlusta á okkur og svo bara ekk- ert. Það hvetur okkur aðeins áfram, ég verð að viðurkenna það,“ segir Aðalsteinn. Framundan eru svo tónleikar með hljómsveitinni Skálmöld í lok mánaðarins, en óhætt er að segja að Skálmöld sé ein vinsælasta þunga- rokkssveit landsins um þessar mundir. „Þeir verða 30. maí. Þetta verða tvennir tónleikar á Gaukn- um í Reykjavík. Þeir fyrri um miðj- an daginn, fyrir alla aldurshópa og svo aðrir um kvöldið og miðasal- an fer fram á tix.is,“ segir Bergur. „Á tix.is stendur að O‘Bannion frá Akranesi hiti „upp upp.“ Það þótti mér skemmtilegt,“ segir Bergþór og hlær við. Í sumar hyggjast þeir félagar svo verja tíma í hljóðveri. „Við stefnum á hefja upptökur á efninu okkar í júní. Ætlum að vinna að þeim í ró- legheitum bara á meðan Bergur og Bergþór eru í hvalnum,“ segir Eg- ill. „Það er eitthvað öðruvísi við þetta núna en áður. Núna finnst okkur eins og við höfum eitt- hvað fram að færa sem við höfð- um kannski ekki áður. Við þekkj- um vel inn á hvorn annan, erum að þroskast sem hljómsveit og alltaf að verða betri og betri,“ bætir hann við að lokum. kgk Meistarinn í Grundarfirði lauk loks upp hleranum á pylsuvagn- inum í hádeginu föstudaginn 15. maí. Enda virðist vorið loksins vera komið með smá hita og rigningu. Það gladdi gesti og gangandi að geta nælt sér í einn eða tvo Hen- rik af matseðli Meistarans eftir vet- urlanga bið. Þannig var að minnsta kosti stemningin hjá Hermanni Geir Þórssyni og Heimi Þór Ás- geirssyni sem gæddu sér á dýr- indis kræsingum hjá Baldri Orra Rafnssyni eiganda Meistarans skömmu eftir opnun. tfk Alli kanína klipptur í Ljómalind Tóku gleði sína á ný þegar Meistarinn opnaði hlerann Eyðimerkurrokkhljómsveitin O´Bannion af Akranesi: Heldur tónleika með Skálmöld í lok mánaðarins Bergþór Viðarsson í miðju lagi. Hljómsveitin O‘Bannion. F.v. Bergþór Viðarsson bassaleikari, Aðalsteinn Árnason trommuleikari, Egill Arason, gítarleikari og söngvari, og Bergur Líndal Guðnason gítarleikari. Drengirnir tóku lagið fyrir blaðamann þegar hann heimsótti þá á Ægisbrautina um helgina. Hér má sjá Egil Arason, einbeittan á svip.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.