Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2015 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 28. maí Föstudaginn 29. maí Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 5 Starfsmaður á garðyrkjustöð óskast Starfsmaður á garðyrkjustöð á Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal óskast. Leiguhúsnæði í boði á staðnum. Laun skv. kjarasamingum SGS og Bænda- samtaka Íslands Upplýsingar í s. 862-1502. Óskum eftir vinnu Hjón á besta aldri með 2 börn, 12 og 9 ára, 2 hesta og 1 hund óska eftir vinnu í sveit eða í ferðaþjónustu. Við erum heiðaleg, samviskusöm og reglusöm.Við tölum íslensku, ensku og spænsku. Allt kemur til greina, sumar- eða framtíðarstarf. Endilega hafið samband í síma 866-1418, Lilja. Nissan Qashqai Nissan Qashqai 11/14. Ekinn aðeins 2200 km, disel sjálfskiptur, fram- hjóladrif, ný nagladekk og mikið af aukabúnaði.Verð. 4.750 þús. Er á Akranesi, sími 865-7558. Kittý týndist á Akranesi um miðjan mars og er sárt saknað. Hún er smá- vaxin, loðin, hvít og grá. Hún er mjög gæf og róleg. Var með rauða ól og er geld og örmerkt. Guðný, s. 848-4646. Flottur antík skápur Til sölu þessi flotti antík skápur. Er 170 cm á breidd og 140 cm á hæð. Fæst á 39 þús. Er í síma 696-2334. Óska eftir íbúð til leigu Óska eftir 3-4 herbergja íbúð til leigu á Akranesi sem fyrst. Öruggum greiðslum heitið, ekkert mál að fá meðmæli. Leyfi fyrir gæludýr er kostur. sigurrosa@hotmail.com. Leita að leiguhúsnæði Óska eftir 2-3 herbergja langtíma- leiguhúsnæði ásamt geymslu á Akranesi frá 1. janúar 2016. Öruggum greiðslum og góðri umgengi heitið. Hef meðmæli. Upplýsingar á spalmadottir1@gmail.com eða í síma 867-2971. Herbergi óskast á Snæfellsnesi Ég heiti Anne og kem frá Frakklandi. Er að leita herbergi eða íbúð á Snæ- fellsnesi (Hellissandi, Rifi, Ólafsvík eða Stykkishólmi). Sími: 666-6813, Anne. Lítil fjölskylda óskar eftir einbýlis- húsi eða heilsárshúsi til leigu Lítil fjölskylda óskar eftir einbýlishúsi eða heilsárshúsi til leigu í Borgar- nesi eða í dreifbýli Borgarness. Erum alveg eins opin fyrir staðsetningu frá Hvalfirði að Snæfellsnesi. Mjög góð meðmæli frá fyrri leigjanda og höfum við öruggar tekjur. Vinsamlegast hafið samband við Guðmund eða Kolbrúnu í síma 555-8888 eða 662-5320. Atvinnuhúsnæði Er að leita eftir atvinnuhúsnæði frá 70 fm og upp úr, skoða allt. Sími 699-1343. Óskum eftir íbúð Ungt par með 4 ára stelpu. Óskum eftir 3-4 herbergja íbúð í Borgarnesi í kringum ágúst-september. Erum reglusöm, róleg og reyklaus, skilvísum greiðslum heitið. Getum fengið með- mæli frá fyrri leigusala. Greiðslugeta er 140.000 á mánuði. 618-7879, Hrund og 690-3624, Þóroddur. Óska eftir Ferozu Er að leita mér að Ferozu, óryðgaðri en má þarfnast lagfæringa, fyrir lítið eða skipti á torfæruhjóli. Upplýsingar í síma 696-2334 eða á ispostur@ yahoo.com. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-erh teið eitt það albesta. Pakki með 100 tepokum er á 4.300. Ef keyptir eru 2 pk. er verðið 7.800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir stuttan tíma og bjúgurinn fer mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. S: 845-5715, Nína. Herbalife, skjót og góð þjónusta Afgreiði pantanir samdægurs. Engin bið. Er oftast með allar næringarvör- urnar á lager. Gott verð og þjónusta. Sendi um allt land. Greiði burðar- gjaldið ef pantað er fyrir 12.000 kr. eða meira í einu. S: 845-5715, Nína. Dreymir þig um siglingar? Rúmgóð 37 feta seglskúta, Bavaria 37 Cruiser árg. 2006. Mjög vel útbúin til úthafs- og strandsiglinga, ma radar, sjálfstýring og fullkomin siglingatæki. Lúxus innrétting. Verð 15 milljónir. Uppl. s. 898-4927. Borgarnes póstkort Til sölu eru póstkort með myndum frá Borgarnesi. Sjá: www.hvitatravel. is/postcards 12 gerðir í setti, eða 12 stk að eigin vali á 1,000.- kr. Frí heimsending innanlands. Pantanir og nánari upplýsingar fást á netfanginu gullhamrar@hotmail.com eða í síma 661-7173. Borgarbyggð - miðvikudagur 20. maí 128. fundur sveitarstjórnar Borg- arbyggðar í ráðhúsinu að Borgar- braut 14 í Borgarnesi kl. 16. Stykkishólmur - miðvikudagur 20. maí Skólaslit Tónlistarskóla Stykkis- hólms í Stykkishólmskirkju kl. 18. Á skólaslitum fá allir nem- endur námsmat og prófskírteini. Flutt verða valin tónlistaratriði úr öllum deildum skólans, ein- leikur, einsöngur og fjölbreytt samspilsatriði. Allir nemendur og foreldrar hvattir til að koma. Aðrir velunnarar einnig hjartanlega velkomnir! Akranes - fimmtudagur 21. maí Leshringurinn fundar á Bókasafni Akraness kl. 16:15. Fundur hjá leshring bókasafnsins og spjallað um bókina Flekklaus eftir Sól- veigu Pálsdóttur og tvær forvitni- legar ljóðabækur. Síðasti fundur fyrir sumarfrí. Akranes - fimmtudagur 21. maí Skólaslit í Tónbergi kl. 18. Skólaslit, afhending skýrteina og vitnisburða. Ætlast er til að allir nemendur skólans mæti að und- anskyldum forskólanemendum. Borgarbyggð - fimmtudagur 21. maí Opinn umræðufundur um mál- efni nýbúa í Hjálmakletti kl. 20. Hvernig viljum við taka á móti nýjum íbúum í Borgarbyggð? Við viljum heyra þína skoðun. Hvað finnst þér? Hvað er verið að gera vel? Hvað þarf að gera betur? Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum nýbúa. Akranes - laugardagur 23. maí Kári mætir Einherja í Akraneshöll- inni kl. 14 í þriðju deild karla í knattspyrnu. Hvalfjarðarsveit - laugardagur 23. maí Eurovision söngvakeppni á Laxárbakka. Eurovision hefst í beinni á tjaldi kl. 19, vinningar í boði fyrir spáspaka og skemmt- un fram eftir nóttu! Tilboð í mat og drykk. Borgarbyggð - sunnudagur 24. maí Hátíðarguðsþjónusta í Borgar- neskirkju á hvítasunnu kl. 11. Hátíðarsöngvar Bjarna Þor- steinssonar fluttir. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Akranes - sunnudagur 24. maí Hátíðarguðsþjónusta á Hvíta- sunnudag í Akraneskirkju kl. 14. Prófastur Vesturlandsprófasts- dæmis, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason setur sr. Þráin Haralds- son inn í nýtt embætti prests á Akranesi. Sr. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur Akurnesinga, þjónar einnig í messunni. Kaffiveitingar í boði sóknar- nefndar að athöfn lokinni. Allir velkomnir! Hátíðarguðsþjón- usta að Höfða kl. 11.30 (Ath. Breyttan tíma að þessu sinni!). Borgarbyggð - mánudagur 25. maí Hvítasunnumessa á Borgar- kirkju á Mýrum kl. 14. Organisti Bjarni Valtýr Guðjónsson. Prest- ur Þorbjörn Hlynur Árnason. Akranes - þriðjudagur 26. maí ÍA mætir Breiðabliki í úrvals- deild karla í knattspyrnu á Jaðarsbökkum kl. 19:15. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar 15. maí. Stúlka. Þyngd 3.170 gr. Lengd 49 sm. Foreldrar: Svala Ýr Smáradóttir og Þorsteinn Gíslason, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir / Helga Valgerður Skúladóttir. 12. maí. Stúlka. Þyngd 4.450 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: María Kúld Heimisdóttir og Arnór Ingvi Hermundarson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir / Helga Valgerður Skúladóttir. ÓSKAST KEYPT TIL SÖLU LEIGUMARKAÐUR Í tilefni þess að nú eru 100 ár lið- in frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt verður farið í Píla- grímagöngu frá Hvammi í Dölum yfir í Reykholt í Borgarfirði. Fetað verður í fótspor hinnar kristnu land- námskonu, Auðar djúpúðgu. Gang- an sem um ræðir er sex dagleiðir og verður því farin í nokkrum hlutum. Fyrsti hlutinn verður farinn laugar- daginn 30. maí kl. 10 frá Hvammi í Dölum í Hjarðarholt. Daginn eftir verður gengið frá Hjarðarholti yfir í Kvennabrekku. Laugardaginn 13. júní verður farið frá Kvennabrekku yfir í Reykjadal og á sunnudeginum þaðan yfir í Hvamm í Norðurár- dal. Á mánudeginum 15. júní verð- ur haldið áfram frá Hvammi yfir í Norðtungu í Þverárhlíð og að end- ingu verður gengið frá Norðtungu yfir í Reykholt þriðjuaginn 16. júní. Gengin gömul þjóðleið „Það er bæði spennandi að halda upp á þessi tímamót, 100 ára kosninga- afmæli kvenna og tilvalið að minn- ast kristinna landnámskvenna í leið- inni. Við byrjum í Hvammi, á land- námsbæ Auðar djúpúðgu enda er hennar saga mjög áhugaverð og hún er sterk fyrirmynd fyrir íslenskar konur. Svo göngum við yfir í Borg- arfjörðinn enda leikur þetta sögu- svið stórt hlutverk á Sturlungaöld. Það voru miklar samgöngur milli Dala og Borgarfjarðar og farnar margar ferðir, þannig að við fetum þarna gamla slóð,“ segir Elínborg Sturludóttir prestur í Stafholti. Hún segir að ekki verði farið eftir Bröttu- brekku, heldur gengin gömul þjóð- leið um Sanddal. „Það eru margir sem þekkja þá fallegu leið og hafa farið hana ríðandi. Við endum svo í Reykholti 16. júní. Okkur finnst við hæfi að klára göngurnar áður en við fögnum 100 ára kosningaafmælinu,“ bætir Elínborg við. Andlegt ferðalag Hún segir að gangan sé pílagríma- ferð en í þeim sé ekki bara ferðast frá einum stað til annars, heldur séu slíkar göngur líka andlegt ferðalag. Í göngunni verði hugleidd sagan og arfleifð kristinnar trúar og menn- ingar og ekki síst áhrif kristinnar trúar á sjálfsmynd íslenskra kvenna. „Við ætlum að minnast allra þess- ara kvenna en auðvitað voru það bæði karlmenn og konur sem létu sig þetta kvenfrelsi varða og börðust fyrir því. Þetta hefði aldrei fengist í gegn ef ekki hefði verið fyrir karl- mennina líka. En fyrst og fremst munum við beina sjónum okkar að þessari arfleifð. Við notum hana til að byggja okkur upp. Þarna göng- um við og hugleiðum frelsisbar- áttu. Hver einasta manneskja þarf í lífi sínu að berjast fyrir ákveðnu frelsi. Öll þráum við frelsi og það er svo margt sem getur fjötrað okkur, bæði ytri aðstæður og innri rimlar sem koma í veg fyrir að við blómstr- um,“ segir Elínborg. Hún segir að pílagrímagöngur séu oft notaðar til uppbyggingar og í þeim takist fólk á við ýmsar tilvistarspurningar og hlúi að því sem gerir lífið innihaldsrík- ara. Í þeim sé kyrrð og fólk fái tóm til að hugsa og fara inn á við. „All- ir sem hafa áhuga á arfleifð kristinn- ar trúar og frelsisbaráttu íslenskra kvenna eru hjartanlega velkomnir í gönguna. Hver hluti göngunnar er 11 - 25 kílómetrar og við gerum ráð fyrir að gengið verði í fjóra til sex tíma hvern dag. Við leggjum alltaf af stað klukkan 10 að morgni og erum því búin um miðjan dag,“ segir Elín- borg að endingu. Nánari upplýsing- ar um gönguna er að finna á www. pilagrimar.is og hjá: elinborg.sturlu- dottir@kirkjan.is grþ Pílagrímaganga frá Dölum í Borgarfjörð Við Krosshólaborg í botni Hvammsfjarðar. ATVINNA ÓSKAST ATVINNA Í BOÐI BÍLAR / VAGNAR / KERRUR DÝRAHALD HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.