Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Krían mætti um miðja síðustu viku SNÆFELLSNES: Krían mætti á Vesturland á miðviku- dagsmorgun í liðinni viku, en þá sáust fyrstu fuglarnir á Arn- arstapa á Snæfellsnesi og sama dag á Akranesi. Enginn fugl í heiminum ferðast jafn langa leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían. Flugleið hennar getur verið rúmlega 35 þúsund kíló- metrar og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Að vori er ferðatími kríunnar um 60 dag- ar en hún leggur upp í byrjun mars og kemur yfirleitt hingað til lands í kringum mánaðamót apríl og maí. Talið er að krían sé heldur seinna á ferðinni nú vegna þrálátra norðanátta í vor. –mm Vilja bjóða óbreyttan skóla- akstur DALIR: Samningar um skóla- akstur í Dalabyggð renna út nú í lok þessa skólaárs. Byggðar- ráð Dalabyggðar hefur því falið sveitarstjóra að bjóða núverandi bílstjórum að endurnýja samn- inga til næstu tveggja ára. –mþh Taka undir kröfu um aukinn strandveiðikvóta GRUNDARFJ: Landssam- band smábátaeigenda sendi sveitarstjórnum bréf dagsett 24. apríl varðandi strandveiðar. Í þessu bréfi var hvatt til þess að strandveiðikvóti verði aukinn um 2.000 tonn og fari þannig í 10.600 tonn fyrir landið allt. Undanfarið hafa sveitarstjór- nir víða um land lýst stuðningi sínum við þetta. Þar má nefna Bolungarvík, Ísafjörð og Vest- urbyggð. Á Vesturlandi hefur bæjarráð Grundarfjarðar einn- ig fylkt sér um þessa tillögu. Það tók efni bréfs Landssam- bandsins fyrir á síðasta fundi sínum. „Bæjarráð tekur undir efni bréfsins og hvetur ráðherra atvinnumála til góðra verka í þessu máli. Jafnframt hvetur bæjarráð ráðherra til að nota þau tækifæri sem felast í góðu ástandi fiskistofna miðað við síðustu stofnmælingar að auka þorskkvóta upp í að lágmarki 250 þúsund tonn á næsta fisk- veiðiári. Ennfremur verði nýtt það svigrúm sem skapast hefur til að auka veiðiheimildir í öðr- um fisktegundum á grundvelli stofnmælinga,“ segir í bókun Grundfirðinga. - mþh Minni fiskafli í apríl MIÐIN: Heildarafli íslenskra fiskiskipa var um 75 þúsund tonn í apríl á þessu ári, sem er 28 þúsund tonnum minni afli en í sama mánuði í fyrra. Munar þar mestu um minni kolmunna og þorsk. Kolmunnaaflinn dróst saman um tæp 40% og þorsk- aflinn um rúm 20% samanbor- ið við apríl 2014. Aflinn í apríl, metinn á föstu verði, var 20,2% minni en í aprílmánuði 2014. Á síðustu tólf mánuðum hefur afl- inn minnkað um 2,4%, sé hann metinn á föstu verði. mm Fimmtungi fleiri ferða- menn LANDIÐ: Tæplega 72 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síð- astliðnum samkvæmt taln- ingum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 12.400 fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nem- ur 20,9% milli ára. Aukn- ing hefur verið milli ára alla mánuði frá áramótum eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar og 26,8% í mars. –mm Netaveiði á sil- ungi bannaðar FAXAFLÓI: Stjórnvöld hafa birt reglur sem banna netaveiði á göngusilungi við Faxaflóa. Frá og með 10. júní til og með 10. ágúst er bannað að veiða silung í net með strandlengju í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá Suðurflös á Akranesi í suðri að friðunarsvæði Hítarár í norðri. Þetta bann gild- ir bæði fyrir 2015 og 2106. Einnig er vakin athygli á því að allar netaveiðar á sil- ungi í sjó eru óheimilar frá kl. 22.00 á föstudagskvöldi til kl. 10.00 á þriðjudags- morgni á löglegum veiði- tíma yfir sumarið. Um þetta má fræðast nánar á vef Fiski- stofu. -mþh 207 refir veiddir DALIR: Veiðiskýrslur herma að 207 refir hafi ver- ið veiddir í Dalabyggð á síð- asta ári. Gengið var á 345 greni. Útgefinn kvóti var 225 dýr. Byggðarráð Dala- byggðar hefur nú samþykkt að á þessu ári verði að há- marki greitt fyrir 235 dýr og 345 greni. Einungis verð- ur greitt til veiðimanna sem eru með samning við Dala- byggð. Er það sama tilhög- un og verið hefur. Sveitar- stjóra hefur verið falið að endurnýja samninga við þá veiðimenn sem áhuga hafa, eða ráða aðra til verksins. Ráðnum minkaveiðimönn- um Dalabyggðar verður svo greitt í samræmi við taxta Umhverfisstofnunar. –mþh Eurovision- veisla á Laxár- bakka HVALFJ: „Við hér á Lax- árbakka í Hvalfjarðarsveit ætlum að vera með Euro- vision í beinni á tjaldi fyrir áhugasama,“ segir í tilkynn- ingu. „Það er skemmti- legt kvöld í vændum. Húsið verður opnað klukkan 18 og keppni hefst svo klukkutíma síðar. Boðið verður upp á smáréttaplatta og ýmis til- boð og spáspakir geta unn- ið til verðlauna,“ segir í til- kynningunni. Tilboð verður einnig á gistingu á staðnum þessa helgina og eru veitt- ar nánari upplýsingar í síma 551-2783. -mm Grilluð kjúklingaspjót Sólin hefur töluvert skinið á vesturhluta landsins undanfarna daga. Það má því með sanni segja að vorið sé komið. Margir eru búnir að draga fram grillin en á þau njóta grilluð kjúklingaspjót alltaf vinsælda. Hvort sem þau eru borin fram í veislum, höfð í kvöldmatinn eða borðuð köld daginn eftir að þau eru grilluð. Ýmsar aðferðir eru til við að mar- inera kjúklinginn og má segja að smekkur ráði för í þeim efnum. Teriyaki-spjót eru mild og bragð- góð og gildir einu hvort þau eru borin fram heit eða köld. Þessi uppskrift er eins einföld og frek- ast getur. Þó þarf að hugsa örlítið fram í tímann því best er að láta kjúklinginn marinerast í krydd- leginum í smá tíma og að leggja spjótin sjálf í bleyti svo ekki kvikni í þeim á meðan grillað er, ef ekki eru notuð stálspjót. Teriyaki kjúklingaspjót Hráefni: Kjúklingabringur eða kjúklinga- lundir Grillspjót Teriyaki sósa Hlynssýróp (maple syrup) Aðferð: Látið kjúklinginn liggja í krydd- leginum í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Þræðið þá upp á grillspjótin. Grillið við mikinn hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með góðu salati eða grilluðu grænmeti. Spjótin eru einstaklega góð daginn eftir. Freisting vikunnar Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum var haldið á Egils- stöðum um síðustu helgi, 16.-17. maí. Mótið var fyrir fimmta til fyrsta flokk og alls tóku 53 lið frá 13 félögum þátt. Keppendur voru því um sexhundruð talsins og mótið með þeim fjölmennustu sem hald- ið er á vegum Fimleikasambands Íslands. Fimleikafélag Akraness sendi lið til keppni í þriðja flokki stúlkna. Þriðji flokkur stúlkna samanstend- ur af keppendum 12-13 ára en vert er að nefna að fjórar þeirra sem kepptu með FIMA á mótinu eru aðeins 11 ára gamlar. Liðið féll úr A-deild á Íslandsmótinu í febrú- ar og keppti því í B-deild að þessu sinni og stóð uppi sem sigurvegari. „Stelpurnar stóðu sig með prýði og unnu B-deildina,“ sagði Brynjar Sigurðsson, annar þjálfara stúlkn- anna, í samtali við Skessuhorn og bætir því við að þær eigi framtíðina fyrir sér. „Þetta eru mjög efnilegar stúlkur og ég á von á að þær berjist við bestu liðin á komandi árum. Við vissum alltaf að þetta ár gæti orð- ið erfitt fyrir okkur vegna þess að stelpurnar eru nær allar á yngra ári í þriðja flokki og meira að segja eru fjórar að keppa upp fyrir sig. Sterk- ustu mótherjar þeirra eru flestir að minnsta kosti árinu eldri.“ kgk Kór Ingjaldshólskirkju og Kirkju- kór Ólafsvíkur héldu sameigin- lega tónleika í safnaðarheimili In- gjaldshólskirkju þriðjudagskvöld- ið 13. maí. Vel var mætt á tón- leikana og nutu um 70 manns þess að hlusta á kórana flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem þeir sungu saman og svo hvorn kór fyrir sig. Höfðu tónleikagestir á orði að sérlega vel hefði tekist til með val á lögum þetta vorið. þa Stúlkurnar í þriðja flokki með verðlaunapeningana eftir sigur á mótinu. Ljósm. fengin af facebook síðu FIMA. FIMA sótti gull á Egilsstaði Kirkjukórar sameinuðust um tónleika

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.