Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Skagaverk óskar eftir starfsfólki SK ES SU H O R N 2 01 5 Leitað er eftir jákvæðum og drífandi einstaklingum með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfileika Nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 892-2879 Umsóknir sendist á skemmtilegvinna@gmail.com Óskað er eftir: Bifreiðastjórum Með réttindi D Með hreint sakavottorð Bifvélavirkja eða viðgerðarmanni Með reynslu af viðgerðum stórra bíla Vélamönnum Með stærri vinnuvélaréttindi Reynir Grétarsson Reykjavík 04.02.2015 Hótel Borgarnes hf. has been awarded The strongest in Iceland 2014 and contributes to the future of the Icelandic economy. Hótel Borgarnes hf. 1,7% of Icelandic Á miðvikudaginn síðasta voru kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands færðar veglegar gjaf- ir frá tveimur félagasamtökum. Í fyrsta lagi færði Lionsklúbburinn Eðna deildinni nýja og fullkomna vökvadælu. Í öðru lagi gaf starfs- mannafélag Omnis á Akranesi tvær nýjar vöggur. Það félag var lagt nið- ur fyrir skömmu og ákváðu félags- menn að nýta starfsmannasjóðinn til að styrkja gott málefni. Guðjón Brjánsson, forstjóri HVE, hélt stutta tölu þar sem hann þakkaði stuðninginn sem stofnun- inni hefði verið sýndur gegnum tíð- ina. Ekki væri sjálfgefið að hugsað væri til stofnunarinnar og það þætti honum ekki síður mikilvægt. Að því loknu veitti Anna Björnsdótt- ir deildarstjóri gjöfunum viðtöku fyrir hönd kvennadeildar. Hún tók undir með Guðjóni, þakkaði fyr- ir gjafirnar og sagði að þær myndu koma sér vel fyrir deildina. kgk Kvennadeild HVE færðar gjafir Fulltrúar gefenda og þiggjenda gjafanna. Frá vinstri: Soffía Ómarsdóttir, Sigríður Alfreðsdóttir, Anna Björnsdóttir, Soffía Gunnlaug Þórðardóttir, Alma Auðuns- dóttir og Fannar Sólbjartsson. Í Skessuhorni vikunnar má með- al annars lesa auglýsingu um störf ræstingafólks við FVA. Skólinn sagði nýverið upp konum sem sinnt hafa þessum störfum þar, sumar hverjar um áratuga skeið. Nú eru þessi störf auglýst að nýju og til- greint að þau snúi að dag- og síð- degisræstingu. „Með þessu er ljóst að skólinn hyggst ekki láta þessi verk fara í útboð heldur er ætlunin að fá fólk til fastra starfa sem ynni þá samkvæmt kjarasamningum við Verkalýðsfélag Akraness. Það verð- ur horfið frá því að greiða fyrir ræstingarnar samkvæmt flatarmáls- ákvæðum eða uppmælingu eins og þau eru oft kölluð. Þeim samningi hefur verið sagt upp af hálfu skól- ans. Með þessu er verið að leita hagræðingar, uppmælingasamning- urinn þótti of dýr. Þetta var niður- staðan og er vísast besta leiðin mið- að við aðstæður. Þær sem sagt var upp geta þá sótt um aftur kjósi þær að gera það,“ segir Pétur Óðins- son umsjónarmaður húsnæðis Fjöl- brautaskólans. mþh Fjölbrautaskóli Vesturland auglýsir ræstingastörf ” ISS_recr_ad_half page horizontal.indd 1 31-05-2013 10:16:47

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.